Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 29 ✝ John SwanholmMagnusson fæddist 1. janúar 1929. Hann lést á sjúkrahúsi í Montclair, New Jer- sey í Bandaríkj- unum 21. ágúst 2006. Foreldrar hans voru Margrét Guðmundsdóttir, f. 29.2. 1896 í Hrísey, og Gunnar Swan- holm Magnússon, f. 29.5. 1894 á Skipa- lóni í Eyjafirði. John átti yngri bróður, George, en hann fæddist 20.10. 1932 og lést 26.8. 1971 í Bandaríkjunum. John kvæntist 17.6. 1954 Eddu Svövu Stefánsdóttur, f. 2.10. 1933. Jersey og nokkrum árum seinna eða árið 1960 lauk hann M.Sc.- prófi í sömu grein og frá sama skóla. John var um tíma í sjóhern- um og á tundurspilli sem átti heimahöfn í Kóreu meðan á því stríði stóð. Hann starfaði um tíma hjá sjóher Bandaríkjanna í Kefla- vík sem verkfræðingur og síðar sem slíkur hjá amerískum fyr- irtækjum sem sinntu umsvifum hersins eða til ársins 1959 þegar þau hjónin fluttu til Upper Montclair í New Jersey. Mest af starfsævi sinni starfaði John hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna sem verkfræðingur við framleiðslueftirlit og sam- ingagerð við birgja hersins. John lét af störfum 1984 og eftir það ferðuðust þau hjónin víða, bæði til Evrópu, Asíu og síðustu árin áttu þau öðru hvoru samastað í litlu sumarhúsi sem þau festu kaup á í Siglufirði. Minningarathöfn um John fer fram í Fossvogskapellu í dag kl. 15.00. Foreldrar Eddu voru Stefán Björnsson stýrimaður, f. 12.5. 1904, og Kristín María Kristinsdóttir, f. 9.5. 1905. Synir Johns og Eddu eru: John S. Magnusson, jr., f. 26.8. 1956, flugstjóri hjá Nort- hwest Airlines í Min- neapolis, maki Jana Magnusson, og Stef- an G. Magnusson, f. 19.2. 1960, yfirmað- ur áhættustýringar hjá Cantor Fitzgerald í New York, maki Ellen Morris. John lauk B.Sc.-prófi í véla- verkfræði árið 1952 frá Stevens Institute of Technology í New Það er mér bæði ljúft og skylt að fara nokkrum orðum um vin okkar John S. Magnusson þegar hann er fallinn frá, en í dag verður hann bor- inn til grafar. Kynni okkar hjóna af John og Eddu eiginkonu hans hófust í kringum 1978 þegar undirritaður hóf nám við Stevens Institute of Technology í Hoboken, New Jersey. Þá starfaði eiginkona mín hjá Scand- inavian Tourist Board í New York. Edda, kona Johns, heimsótti þá skrifstofu öðru hvoru og þegar hún frétti af því að við værum að koma okkur fyrir í Hoboken eða nágrenni, þá var það Edda sem að frumkvæði sínu kannaði íbúðir fyrir okkur og vildi fyrir alla muni fá okkur sem næst sér í Upper Montclair, New Jersey. Af hagkvæmnisástæðum röðuðust atvik þó þannig að við sett- umst að á stúdentagörðum við há- skólann. Frá þessum tíma hafa kynni okkar verið mjög náin og heið- urshjónin John og Edda viljað allt fyrir okkur og börnin okkar gera. John var afar vandaður maður og það var sjaldan, ef það var nokkurn tímann, sem ég sá hann skipta skapi. Öll hans verk voru unnin af yfirveg- un og skipulagi. Hann var einstak- lega barngóður og hafði lag á því að vinna hluti með þolinmæði og af yf- irvegun. Aðdáunarvert var oft að fylgjast með því hvernig börn löð- uðust að John og minnist sonur okk- ar þeirra tíma þegar hann fékk að ,,hjálpa“ John í hinum ýmsu við- gerðum. Ein er sú dyggð sem prýðir allt skynsamt fólk og það er að hlusta og það gerði John í miklum mæli. Hann hafði ekki þörf á því að vera sífellt að segja öðrum fyrir eða koma skoðun sinni á framfæri. Það verður kannski ekki sagt að John hafi unnið mjög hratt þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur, held- ur voru þau unnin af yfirvegun og með nálgun verkfræðingsins. Síðari árin þegar aldurinn færðist yfir var John duglegur við lestur ýmissa tækniblaða frekar en að sinna við- gerðum. Það verður ekki annað sagt en að John hafi verið rólegur einstakling- ur og kannski svolítið hlédrægur. Hann var þó mikil félagsvera og fé- lagi í hinum ýmsu samtökum, s.s. í Frímúrarareglunni, Sons of Norway og American Legion. Sótti John ýmsa fundi og samkomur sem þessi félög stóðu fyrir. John átti það oft til í mannfagnaði og samræðum að koma með hnyttilegar athugasemd- ir sem oftast rötuðu beint í mark. Var þetta oft merki um að John var vel lesinn í hinum ýmsu fræðum. Edda, eiginkona Johns, var og er mikil félagsmanneskja og má segja að John hafi í mörg ár (sennilega áratugi) sinnt nokkurs konar starfi aðstoðarmanns Eddu eiginkonu sinnar því hún var ákaflega virk í starfi Íslendingafélagsins í New York og einnig í American Scand- inavian Society og í öðrum klúbbum. Þar sem Edda tók sér mikið fyrir hendur í þessu félagsstarfi, þá var ljóst að hún hafði þörf fyrir öflugan stuðning og þar stóð John sig með mikilli prýði. Við hjónin og börn okkar sem nutu þeirrar gæfu að kynnast þess- um heiðursmanni, viljum á þessum tímamótum votta Eddu, börnum þeirra og aðstandendum innilega samúð. Þórður S. Óskarsson. John Swanholm Magnusson ✝ Þorvaldurfæddist á Stokkseyri í Árnes- sýslu 20. sept- ember 1918 . Hann lést á Landspít- alanum 12. júlí síð- astliðinn. For- eldrar hans voru Sæmundur Bene- diktsson, sjómaður og verkamaður í Baldurshaga á Stokkseyri og síðar í Vestmannaeyjum, f. í Vestra-Íragerði í Stokkseyrarhreppi 6.12. 1879, d. 5.9. 1955, og Ástríður Helga- dóttir húsmóðir, f. á Tóftum í Stokkseyrarhreppi 28.8. 1883, d. 30.11. 1970. Systkini Þorvalds sem náðu fullorðinsaldri eru: Benedikt Elías, f. 7.10. 1907, d. 3.10. 2005, Guðrún, f. 19.2. 1909, d. 24.4. 1993, Anna, f. 21.2. 1909, d. 26.3. 1998, Ástmundur, f. 23.10. 1910, d. 28.7. 1985, Helgi, f. 17.7. 1920, d. 18.2. 2004, og Ástbjartur, f. 7.2. 1926. Tvö systkini, Ágúst og Þorgerður, dóu í frumbernsku. Þorvaldur kvæntist 6. nóv- ember 1948 Jakobínu Jónsdóttur kennara, f. í Flatey á Breiðafirði Vestmannaeyja. Síðan nam hann við Kennaraskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1942. Sem unglingur vann hann ýmis störf, m.a. í vegavinnu. Eftir að til Eyja kom gerðist hann háseti á bátum á vetrarvertíðum og einn- ig á síldveiðum fyrir Norður- landi á sumrum. Hann hóf kennslustörf 1942 við Barnaskól- ann í Vestmannaeyjum og var þar til ársins 1965. Hann var stundakennari við Iðnskólann frá 1942 og skólastjóri 1959- 1965, bæjarfulltrúi 1946-1950 og í skólanefnd Barnaskólans og Gagnfræðaskólans og bygging- arnefnd þess síðarnefnda 1946- 1950. Þorvaldur var fræðslu- ráðsmaður 1950-1954 og frá 1958, og í stjórn deildar Nor- ræna félagsins þar frá 1957. Hann fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur 1965 og starfaði við Langholtsskólann 1965-1987. Þorvaldur skrifaði margar greinar í blöð og tímarit, svo sem Heima er best og Andvara. Rit eftir hann eru: Grænlandsför mín (D. B. Putnam), þýðing 1945, Hún amma mín það sagði mér, sem hann tók saman og bjó til prentunar 1948, Bernskunnar strönd 1973, Bjartir dagar 1976, Sandkorn við sæ, ljóð 1988, Und- ir hausthimni, ljóð 1995, og Blóm á berangri, ljóð 2000. Útför Þorvalds verður gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 4. nóvember 1919. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson, trésmiður í Flatey, f. í Lundi í Þverárhlíð í Mýra- sýslu 9.10. 1877, d. 20.12. 1959, og Rósa Oddsdóttir, f. í Eski- holti í Borgarhreppi í Mýrasýslu 5.10. 1890, d. 15.4. 1977. Börn Þorvalds og Jakobínu eru fædd í Vestmannaeyjum, en nú búsett í Reykjavík: 1) Jón tæknifræð- ingur, f. 30.7. 1949, kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur, f. 11.11. 1950, þau eiga fjögur börn, Ástr- íði, Jón Ragnar, Kristínu Þóru og Þorvald, og eitt barnabarn. 2) Baldur Þór verkfræðingur, f. 6.6. 1951. 3) Katrín kennari, f. 11.8. 1952. Hún á fimm börn, Jó- hönnu Júlíu, Margréti Rósu og Þorvald Jakob Jochumsbörn, svo og Hildigunni og Gunnhildi Helgu Steinþórsdætur, og þrjú barnabörn. 4) Ingibjörg Rósa matvælafræðingur, f. 15.7. 1963. Þorvaldur gekk í Barnaskóla Stokkseyrar. Árið 1935 fluttist hann með foreldrum sínum til Allt er hér angan þrungið, ilmblæ í lofti ég finn. Hvarvetna er sætlega sungið, sólfagur morgunninn. Ljómar nú dýrlegur dagur, dimman horfin á braut. Vænkast veraldar hagur, vikin burt kuldans þraut. Þannig yrkir Þorvaldur Sæ- mundsson í nýlegu áður óbirtu ljóði. Hann kvaddi á fallegum sólbjörtum degi eftir langa og farsæla ævi. Miklar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið frá því hann sleit barnsskóm sínum austur í Flóa. Þrátt fyrir lítil efni og harða lífsbaráttu forfeðranna kynslóð eftir kynslóð lifði rík þörf fyrir fróðleik og fegurð. Veganestið úr foreldrahúsum var haldgott. Frá- sagnarhefð og dálæti á ljóðum fylgdi Þorvaldi alla tíð og kunni hann ógrynni ljóða og kvæða. Mikið dá- læti hafði hann á Jónasi Hallgríms- syni, Einari Benediktssyni, Davíð Stefánssyni, Tómasi Guðmundssyni og mætti lengi áfram telja. Af yngri skáldum mat hann mest Hannes Pétursson. Einnig kunni hann góð deili á ævi tónskálda og skálda, jafnt innlendra sem erlendra, sem hann þá jafnvel þýddi ljóð eftir. Hann las mikið alla ævi og átti safn vandaðra bóka. Hann hafði alveg fram að síð- asta degi óvenjulega gott minni og var hægt að leita til hans um marg- vísleg málefni þannig að engu skeikaði. Auk ljóðlistar og sögu landsins almennt var hann einstak- lega vel að sér um listir, menningu og sögu Evrópu. Hafði hann mikla ánægju af ferðum þangað til gam- alla sögufrægra staða meðan heilsa hans leyfði. Ekki má gleyma áhuga hans á Íslendingasögunum. Hann vitnaði í þær og var firna vel heima í tilsvörum, sögusviði og persónum þeirra. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á ýmsum atburðum og kenn- ingum til dæmis í Njálu og fór jafn- vel út í blaðaskrif til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hann fylgdist einnig ætíð vel með mál- efnum líðandi stundar. Ævistarf Þorvalds var kennsla. Þar kom sér vel minni hans, þekking á íslenskri tungu, vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum. Framan af starfs- ævi var heimilið mannmargt og í mörg horn að líta en þegar um hægðist sat Þorvaldur við skriftir og gaf hann þá út nokkrar bækur. Árið 1977 hlaut hann viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir barnabók- ina Bjartir dagar. Einnig gaf hann út ljóðabækur. Ljóð hans eru sprott- in úr jarðvegi átthaganna sunnan- lands. Hann rifjar upp atburði og ör- lög frá æskudögum. Lýsir hann þar fegurð gróðurs og fjalla og angan hafsins auk þess sem hugurinn leitar til fjarlægra stranda. Í tæplega sextíu ár hefur eigin- kona Þorvalds, Jakobína Jónsdóttir, staðið við hlið manns síns og stutt hann með hlýju sinni og ljúf- mennsku. Að leiðarlokum sendi ég innilegar samúðarkveðjur til henn- ar, barna þeirra, bróður hans Ást- bjarts og ættingja allra. Annað ný- legt ljóð Þorvalds heitir Eftir liðinn dag: Bjartur var morgunn, bjartari dagur, langur og himinheiður. Kvöldsett er orðið, kemur senn nóttin með djúpan, draumlausan svefn. Ljúf er hvíldin eftir liðinn dag í faðmi fósturjarðar. Líknsöm er moldin, meinin hún hylur, öllum býr eilífa ró. Ég kveð með söknuði og þakklæti fyrir allt. Guð blessi minningu Þor- valds Sæmundssonar. Guðbjörg Jónsdóttir Það er okkur ljúft og skylt að minnast Þorvaldar sem var aðal- kennari okkar árin 1955–1960 í Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Þorvaldur var vandaður maður og mikið prúðmenni, hægur í fasi og seinreittur til reiði þó að æði oft hafi eflaust reynt á þolinmæði hans með hátt á þriðja tug barna í bekk. Hann var hávaxinn, grannur og yfirveg- aður, virðulegur kennari sem mætti alltaf í jakkafötum, trúr sínu starfi og festa hans og heilindi var okkur ljós. Hann brýndi fyrir okkur að fara vel með skólabækurnar og við mun- um stílabækurnar í þráðbeinum stöflum á kennaraborðinu. Falleg rithönd hans líktist letrinu í for- skriftarbókunum sem við lærðum að skrifa eftir. Hann stýrði okkur með festu kennarans og einn daginn þeg- ar hann þurfti óvænt að bregða sér frá sem annars aldrei gerðist, geng- umst við upp í því trausti sem hann sýndi okkur. Við skynjuðum mikil- vægi erindis hans og það hefði mátt heyra saumnál detta þennan hálf- tíma sem hann var í burtu. Þess eft- irminnilegri er sá fáheyrði atburður þegar Þorvaldur reiddist okkur svo að hann sló kennaraprikinu í borðið með þeim afleiðingum að það hrökk í tvennt og svo strunsaði hann út úr stofunni. Þorvaldur kunni að slá á létta strengi og í frjálsum tímum hvatti hann okkur til að koma með uppá- haldsbækur okkar og lesa fyrir bekkinn. Sjálfur las hann einnig fyr- ir okkur valdar sögur. Hann tók þátt í því með okkur nemendunum að undirbúa leiksýningu fyrir litlu jólin. Hann leikstýrði og ásamt öðrum kennurum málaði hann leiktjöld og undirbjó sýningu sem enn er í minn- um höfð. Það er komið að leiðarlokum. Í hugum okkar er þakklæti til Þor- valdar fyrir þá uppfræðslu sem hann veitti okkur og hefur reynst okkur gott veganesti í lífinu. Gunnhildur Hrólfsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir. Fyrir hálfri öld varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja á skólabekk í Barnaskóla Vestmannaeyja í sam- fleytt sex vetur. Á þeim bæ var hver kennarinn öðrum betri en ég held að sá bezti hafi verið Þorvaldur Sæ- mundsson. Að vísu get ég ekki sann- að þessa fullyrðingu því að ég hef lít- inn sem engan samanburð. Þor- valdur var nefnilega aðalkennarinn minn öll þessi ár og það var helzt í kristinfræði og teikningu sem aðrir lærifeður fengu tækifæri til að hafa áhrif á menntun mína – með slæleg- um árangri reyndar en það var ekki þeim að kenna. Þorvaldur náði þeim mun meiri árangri enda höfðuðu fögin sem hann kenndi betur til mín, einkum íslenzka, saga og reikning- ur. Þorvaldur var hæglátur og ljúfur í fasi og ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurn tímann skipt skapi nema einu sinn er ég sá hann reiðast í frímínútum við strák í öðrum bekk sem honum fannst vera helzti ókurt- eis. Líklega voru engin agavandamál í bekknum okkar, að minnsta kosti ekki í minningunni, og á milli okkar Þorvalds skapaðist fljótlega notalegt samband og ákveðið trúnaðartraust sem entist öll barnaskólaárin. Þorvaldur var frábær kennari og honum tókst að ljúka upp fyrir okk- ur áður ókunnum heimum íslenzkr- ar sögu og bókmennta. Við lásum Ís- landssögu Jónasar frá Hriflu sem var nú svona og svona undir tönn, en Þorvaldur fór langt út fyrir efnið og gæddi það lífi með ótal sögum sem ekki voru í bókunum. Sem dæmi má nefna frásagnir af Dithmar Blefken og baráttu Arngríms lærða og Guð- brands Hólabiskups við kauða og aðra keimlíka skríbenta í útlöndum. Ekki vafðist heldur fyrir Þorvaldi að varpa ljóma á stærðfræðina eða mál- fræði og stafsetningu – og honum til heiðurs skrifa ég þessi minningarorð með eins mörgum zetum og ég get. Og sem dæmi um lipurð hans má nefna að honum tókst að fá mig til að læra heilt kvæði utanbókar, nokkuð sem engum hefur tekizt fyrr eða síð- ar. Ég var afleitur í utanbókarlær- dómi og Þorvaldur hafði samúð með mér og leyfði mér að glíma við „Ís- land, farsældafrón“ meðan flest hin börnin þurftu að læra „Gunnars- hólma“ sem er heldur lengri. Í skólanum var kennd svonefnd átthagafræði. Í tengslum við hana gerðum við vinnubók, lausblaða í bláum heftum. Til að minnast 50 ára afmælis Landssíma Íslands árið 1956 lét Þorvaldur okkur teikna loft- net uppi á Klifi og rafsegulbylgjur milli lands og Eyja. Sú stund líður mér aldrei úr minni, þegar hann út- listaði fyrir okkur að það væri ekki hljóðið sem bærist frá Reykjavík til Vestmannaeyja, heldur væri hljóð- inu fyrst breytt í rafmagn og svo í útvarpsbylgjur sem bærust um loft- in blá til okkar í Eyjum þar sem þeim væri breytt til baka í raf- straum og svo í hljóð sem við skynj- uðum. Ég sat og hlustaði agndofa. Þetta get ég aldrei skilið, hugsaði ég. Seinna lærði ég heilmikið um rafmagn – ekki sízt vegna þessarar kennslustundar – og náði að skilja leyndardóminn, ef á annað borð er unnt að skilja rafmagn! Þorvaldur gaf mér ómetanlegt andlegt nesti fyrir lífsvegferðina. Fyrir það stend ég í ævarandi þakk- arskuld við hann. Gísli Már Gíslason. Þorvaldur Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.