Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 30

Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 30
30 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Lokað Skrifstofa Raunvísindastofnunar Háskólans er lokuð eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar JÓNS SVEINSSONAR, rafmagnstækni- fræðings. Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Elsku Nonni, nú tekur við hjá þér ferðalagið langa, sem bíður okkar allra. Margs er að minnast, kæri son- ur. Við munum þína einstaklega ljúfu skapgerð, þú máttir ekkert aumt sjá og talaðir ekki styggð- aryrði til nokkurs manns. Þú fannst ætíð það góða í fari samferðamanna þinna. Þú hafðir ekki áhuga fyrir hinni síaukinni peningahyggju í þóðfélaginu. Stóðst staðfastur með þeim sem minna máttu sín, samt enginn kröfumaður. Mikið lastu allt frá unga aldri og minnugur á allt lestrarefni, hvort heldur var um gróðurfar jarðar eða allt sem dýraríkinu kom við. Last alls konar fræðibækur og annað fjölbreytilegt lesefni. Áttir létt með allt nám, enda góður námsmaður. Glæsilegur ungur maður með stúdentspróf og bjartar framtíð- arvonir, en því miður urðu örlögin þér ekki hliðholl. Nokkuð snemma á lífsleið þinni urðu freistingar á vegi þínum, sem þér gekk misvel að sigrast á og gerðu þér lífsgönguna torvelda. En þrátt fyrir allt söknuðum við þín mikið. Kostir þínir voru meiri en mistökin þín öll. Vinir og ættingar muna þína góðu hæfileika til að umgangast fólk og öllum leið vel í návist þinni. Við þökkum allar gömlu góðu stundirnar, sem við áttum með þér. Hvíl þú í friði, sonur sæll. Mamma og pabbi. Nú er fallinn frá minn kæri bróðir Jón Bjarni, sem var alltaf kallaður Nonni af fjölskyldunni. Þrettán ár voru á milli okkar bræðranna í aldri og því miður á ég fáar minningar af bróður mín- um fyrir þann tíma sem hann varð áfengissýki að bráð og voru sam- skipti okkar oft mörkuð þeirri spennu sem fylgir þeim sjúkdómi. Bróðir minn var dýravinur og var alltaf með fiskabúr og um tíma með ketti á heimili okkar á Sól- vallagötunni. Ýmsar góðar minningar frá bernsku minni tengjast einmitt köttunum hans. Nonni var greindur, ljúfur og vel af guði gerður. Hann átti gott með að tjá sig í samskiptum við fólk. Þrátt fyrir það var hann ávallt dulur að ræða sín eigin mál og byrgði sig inni. Lífsbaráttan var bróður mínum ekki auðveld. Í stað þess að takast á við lífið tókst hann á við Bakkus. Smátt og smátt drógu þau átök mátt úr honum. Nú hefur hann fengið sína hvíld. Jón Bjarni Hilmarsson ✝ Jón Bjarni Hilm-arsson fæddist í Keflavík 23. októ- ber 1952. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi aðfaranótt 15. júlí. Foreldrar hans eru Hilmar Pét- ursson, fyrrverandi fasteignasali og Ás- dís Jónsdóttir hús- móðir. Bróðir hans er Pétur Kristinn, tölvunarfræðingur. Jón Bjarni var kvæntur Helgu Stefánsdóttur kennara. Þau skildu. Jón Bjarni ólst upp í Keflavík og lauk þar sínu skyldunámi með mjög góðum árangri. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1972. Hann vann á Keflavíkurflugvelli í nokkur ár og síðar ýmis skrif- stofustörf. Útför Jóns Bjarna fer fram frá Keflavíkurkirkju 23. júlí kl. 14. Nonni bróðir, hvíl þú í friði og blessuð sé minning þín. Pétur K. Hilmarsson. Ég ætla með nokkrum orðum að kveðja Nonna frænda minn. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum Hilmari Péturssyni og Ásdísi Jónsdóttur að Sólvallagötu í Keflavík. Þar lauk hann skylduná- mi,en fór síðan á Menntaskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þar sem stúdent. Nonni, eins og við kölluðum hann, var hress og hlýlegur í við- móti, og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar í tilverunn- i.Hann var viðræðugóður og manni leið vel í návist hans. Hans fallega augnatillit og brosið verð- ur mér alltaf fast í minni. Hann var skemmtilega fundvís á skoplegu hliðar mannlífsins, hvort heldur þær voru háalvar- legar eða beinlínis draumóra- kenndar. Nonni gat rökrætt málin á afar sannfærandi hátt. Hans persónuleiki féll einhvern veginn svo vel að umræðuefninu, að heild- armyndin varð myndræn og sann- færandi. Þegar Nonni vann með föður sínum Hilmari Péturssyni á fast- eignaskrifstofunni að Hafnargöt- unni í Keflavík gerði hann m.a. skattframtöl fyrir ýmsa bæjarbúa. Hann reyndist mjög vinsæll í þessu starfi vegna hjálpsemi og ljúfmennsku sinnar. Á þessum ár- um hitti ég Nonna oft á skrifstof- unni hjá bróður mínum. Það voru góðar stundir hjá góðum feðgum. Lifið er þannig, að ekkert getur varað endalaust, allt hefur upphaf og endi, en hugurinn leitar sífellt í brunn hinna góðu endurminninga. Þær mun ég varðveita. Nonni minn, mínar bestu þakkir fyrir góðar samverustundir. Foreldrunum Hilmari og Ásdísi og bróður hans Pétri og öðrum ættingjum og vinum votta ég inni- lega samúð. Kristján Pétursson. Nonni frændi var elsta barna- barn foreldra minna og á ég marg- ar ljúfar minningar frá æsku hans á Sólvallagötunni í Keflavík. Þar á meðal eru minningar frá heimili okkar þar sem barnabörnin mættu falleg og prúðbúin í fjölskylduboð hjá ömmu og afa á jóladag árum saman. Allar fjölskyldumyndir frá þessum boðum sýna Nonna með sinn hreina og góðmannlega svip bera hæst í barnahópnum. Hann varð snemma vel gefinn til bók- náms og aflaði hann sér alls kyns fróðleiks fyrir utan skyldunámið. Þar bar hæst víðtæka kunnáttu um dýr og jurtir. Fyrir nokkrum árum fórum við Nonni í gönguferð um skógræktarsvæðið í Haukadal. Þá komst ég að því hversu fróður hann var um íslenskan gróður þar sem hann kunni nöfn allra blóma og trjátegunda, sem urðu á vegi okkar. Þetta var ánægjuleg og eft- irminnileg ferð. Leit að nýjum fróðleik fylgdi Nonna alla ævi. Hann stundaði mikið bókasöfn í Reykjavík og svo opnaðist honum óendanlegur nýr þekkingarheimur þegar hann eignaðist tölvu. Við áttum góðar samverustundir á kaffihúsum í Reykjavík á undan- förnum árum. Þar ræddi Nonni af miklum áhuga og kunnáttu þau málefni sem heilluðu hann hverju sinni. Ég sakna þessara stunda, elsku frændi. Fyrir hönd fjöl- skyldu minnar votta ég kærum bróður og mágkonu, Hilmari og Dísu, ásamt bróður Nonna, Pétri og hans fjölskyldu, djúpa samúð. Unnur Pétursdóttir. Elsku afi minn. Mig langar til að þakka þér fyrir alla þína ást og um- hyggju í minn garð. Árin sem ég bjó hjá ykkur ömmu munu alla tíð lifa í huga mér. Þið amma reyndust mér sem bestu foreldrar og ég er ykk- ur ævinlega þakklát. Allar góðu minningarnar með þér mun ég geyma í hjarta mínu alla ævi. Hvíl í friði elsku afi minn. Þín Guðrún Lilja. Elsku hjartans afi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Amma mín. Ég votta þér mína dýpstu samúð, svo og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ykkar, Katrín Lilja. HINSTA KVEÐJA Mig langar að kveðja svila minn, Pétur Jónsson, með nokkrum orðum. Ég kynntist Pétri fyrst fyrir rúmum 50 árum er við Júlli komum til hans og Möggu er þau áttu heima á Kirkjuhvoli á Akranesi. Pétur var stór maður með stóran faðm sem gaf gott faðmlag og mikla hlýju. Áttum við Júlli og okkar fjöl- skylda eftir að njóta þess alla tíð síðan. Þegar við bjuggum á Ísafirði þurfti oft að fara suður bæði til ánægju og annarra erinda. Alltaf var haldið til í Holtagerðinu hjá Möggu og Pétri bæði til lengri og skemmri tíma. Alltaf voru allir vel- komnir, það skorti hvorki hús né hjartahlýju þar. Elsku Magga mín. Ég og mín fjölskylda sendum þér og öllum þínum innilegar samúðarkveðjur og hjartans þökk fyrir allt sem þið Pétur hafið fyrir okkur gert í blíðu og stríðu. Guðrún Sveinbjörnsdóttir. Elsku afi minn. Mikið er sárt að vera búin að missa þig frá okkur. Stórt tómarúm hefur myndast í hjarta mínu en all- ar góðu minningarnar um þig hugga mig og hugsunin um þig ylj- ar mér um hjartað. Þú hefur alla tíð reynst mér svo óskaplega vel og verið mér svo kær. Heimili ykkar ömmu hefur alla tíð verið mitt annað heimili þar sem ég var mikið hjá ykkur í gegnum minn uppvöxt og ég hef alltaf getað leitað til ykkar hvort sem verið hef- ur í gleði eða sorg. Lokaönnina mína í náminu fyllti ég borðstofuna ykkar af námsefni og sat þar frá morgni til kvölds allt fram að 22. desember en þá fyrst fenguð þið amma tækifæri til að gera stofuna ykkar klára fyrir hátíðarnar. Það var mikið hlegið og fíflast þennan tíma og aldrei fann ég fyrir öðru en léttleika og þolinmæði í minn garð. Þegar ég kem í Holtó byrja ég ávallt á því, um leið og ég kem að húsinu, að líta upp í eldhúsglugg- ann og athuga hvort ég sjái þig þar en þar sastu svo oft í sætinu þínu við eldhúsborðið. Ég veit að ég á eftir að halda þessum vana áfram þó svo að ég muni verða fyrir von- brigðum að sjá þig ekki þar. Ég gæti sagt frá svo mörgum skemmtilegum stundum með þér og ömmu og hugur minn er fullur af minningum en á þessari stundu vil ég einna helst þakka þér, elsku afi minn, fyrir alla þína elsku, kær- leikann, umhyggjuna, traustið og allt það sem ég á aldrei eftir að geta sagt í orðum heldur lifir það með mér um alla ævi. Pétur G. Jónsson ✝ Pétur GuðjónJónsson fæddist í Reykjavík 15. des- ember 1931. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut fimmtudaginn 12. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 18. júlí. Hvíl í friði, elsku afi minn. Þegar húmar og hallar að degi, heimur hverfur og eilífðin rís. Sjáumst aftur á sólfögrum ströndum þar sem sælan er ástvinum vís. (Guðrún Halldórsdóttir) Þín, Margrét Pálína. Elsku Pétur afi er farinn frá okk- ur en hann mun lifa áfram í hjarta mínu sem og allra ástvina um ókomin ár. Þegar ég hugsa um afa minn sé ég hann alltaf fyrir mér við eldhús- borðið, hlustandi á útvarpið og reykjandi London Docks vindlana sína. Hann afi var einn mesti prakkari sem ég hef kynnst. Hann var mjög stríðinn og elskaði það að plata okkur barnabörnin við hvert tæki- færi og gerði hann margt til að fá okkur krakkana til að hlæja. Mín fyrsta minning af honum er einmitt þegar hann var að stríða okkur krökkunum. Afi átti til að láta tennurnar fara á flakk upp í sér en neitaði ávallt því að vera með eitthvað upp í sér þegar við krakkarnir góndum á hann forvitn- um augum. Hann var með fyndn- ustu mönnum sem ég hef kynnst. Ég segi oft sögur af afa, enda var hann ótrúlega skemmtilegur og sérstakur maður, og mun halda því áfram í framtíðinni. Afi átti til að gefa okkur barna- börnunum gælunöfn eða byrja að syngja lag eða kveða kvæði sem tengdist nöfnum okkar þegar við komum í heimsókn. Hann einn kall- aði mig alltaf Linnu. Ég mun sakna þess að heyra ekki úr eldhúsinu: „Nei, er ekki hún Linna komin!“ þegar ég kem upp í Holtó. Elsku afi, ég mun alltaf sakna þín og elsku amma megi guð styrkja þig í gegnum þennan erfiða tíma. Karólína. Pétur Jónsson starfaði við Þjóð- minjasafn Íslands um árabil og var sannur frumkvöðull í söfnun tækni- minja á Íslandi. Framlag Péturs til söfnunar og varðveislu hvers kyns véla, bíla, landbúnaðartækja og tækniminja almennt er afar mikils- vert. Í starfi sínu sýndi Pétur mik- inn áhuga og hann bjó yfir yfir- gripsmikilli þekkingu á sínu sviði. Íslensk minjavarsla mun sannar- lega búa að framlagi hans og má nú þegar sjá merki þess í sýningum og safnastarfi víða um land. Pétur var fylginn sér í starfi sínu og hafði skýrar hugmyndir um sitt fagsvið. Það var ánægjulegt að fá að kynnast honum og ræða um hans sérsvið og eftir að Pétur lauk störfum varð ég þeirrar ánægju að- njótandi að fá að heimsækja hann og konu hans á þeirra fallega heim- ili. Ég vil þakka Pétri fyrir ánægju- legt samstarf, og ekki síður fyrir vináttu og góð samskipti við þau hjón almennt. Fyrir hönd Þjóð- minjasafns Íslands þakka ég Pétri fyrir mikilsvert framlag hans til þjóðminjavörslu og votta eftirlif- andi eiginkonu hans og fjölskyldu mína samúð. Heiðruð sé minning Péturs Jónssonar. Margrét Hallgrímsdóttir. Snillingurinn Pétur G. Jónsson vélvirki hefur nú gengið til enda veraldar veginn. Vel man ég hann, ungan, vaxandi mann í hinni fjöl- mennu og fögru fjölskyldu séra Jóns M. Guðjónssonar og frú Lilju Pálsdóttur í Holti undir Eyjafjöll- um. Til þeirra lágu að kalla dag- legir gagnvegir frá æskuheimili mínu í Holtshverfi. Snemma bar á því að Pétur bæri í sér hæfileikann til þess að verða þúsund þjala smið- ur, eins og sagt var. Fjölskyldan í Holti flutti brottu upp á Akranes 1946 og var Eyfellingum mikill sjónarsviptir. Pétur lærði það sem hugurinn stóð til, fann sínar eigin leiðir til lífsanna og lífsgæfu með góðri fjölskyldu, eiginkonu og börn- um. Höfuðverk hans um starfsævi var að hlúa að þjóðararfi, þeirri vélamennningu m.a. sem 20. öldin lagði okkur upp í hendur. Natni, fyrirhyggja og þolinmæði voru hjá honum grunnstoðir í daglegri iðju. Í starfi fyrir Þjóðminjasafnið og fleiri söfn vann hann oft réttnefnd kraftaverk í upprisu gripa sem komnir voru að flestum þótti í von- lausa niðurlægingu. Glögga votta þessa eldlega áhuga og verksnilli getur nú t.d. að líta í sýningardeild Þjóðminjasafnsins í Samgöngusafn- inu í Skógum. Skógakirkja, vigð 1998, minnir og á hagleiksmanninn frá Holti. Framkirkju prýðir hol- lenskur eða flæmskur ljósahjálmur frá 16. öld. Hann var áður í Eyvind- arhólakirkju, gerður fyrir 12 ljósa- liljur og orðin á vanhöld nokkur. Pétur steypti vantandi ljósaliljur og kertahöld með þeirri sæmd að engu munar frá fyrri vegsemd. Margir fleiri kirkjugripir komnir á vonar- völ nutu atbeina Péturs og má um segja hið fornkveðna að blíð er bætandi hönd. Menn lifa í verkum sínum og Pét- ur kemur mér dag hvern í hug er ég kynni gestum Skógakirkju gamla dýrgripinn frá Eyvindar- hólakirkju. Pétur var mikillar gerð- ar í öllu upplagi, hreinskiptinn, muldi ekki utan úr skoðunum sín- um en var í allri reynd drengur góður. Fundir okkar urðu um of strjálir hin síðari ár en við vissum alltaf með velvild hvor af öðrum og alltaf andar hlýju til Eyjafjalla og Eyfellinga frá fjölskyldu séra Jóns M. Guðjónssonar og frú Lilju Páls- dóttur. Ég sendi fjölskyldu Péturs G. Jónssonar einlægar samúðarkveðj- ur mínar og Byggðasafnsins í Skóg- um við leiðarlok. Þórður Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.