Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Hjúkrunarfræðingur með viðtalstíma frá kl. 9-11. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14. Dalbraut 18-20 | Brids alla mánudaga í sumar frá kl. 13 í félagsmiðstöðinni að Dalbraut 18-20. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK Gullsmára 9 og Gjábakka verður lokuð vegna sumarleyfa 1.-31. júlí. Hægt er að hafa samband ef þörf krefur, við Kristjönu í 897-4566, Guðmund í 848-5426 og Kristmund í 895-0200. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánud. kl. 20.30, en í Gjá- bakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Skráning fer nú fram í dagsferð í Veiðivötn og virkjanir fimmtudaginn 26. júlí, ennfremur í tveggja daga ferð í Landmannalaugar, Eldgjá og Lakagíga. Nánari upplýsingar og skráningarlistar eru á töflum félagsmiðstöðanna Gjábakka s. 554- 3400 og Gullsmára s. 564-5260. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti til kl. 16. Í Gjábakka er hægt að kíkja í blöðin, taka í spil eða spjalla. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10 postulíns- málun og ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 handavinna. Kl. 20.30 félagsvist. Félagstarfið Langahlíð 3 | Handverks- og bóka- stofa opin. Kl. 10.30 sögustund. Kl. 14.30 kaffiveit- ingar. Kl. 15 söng- og samverustund. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin, kl. 10 bænastund, kl. 12 matur, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Hádegisverður kl. 11.30. Frjáls spilamennska kl. 13-16. Fótaaðgerðir 588- 2320. Blöðin liggja frammi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11-12 leikfimi, Janick (júní- ágúst). Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30- 15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handavinnustofan opin í dag, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar, frjáls spilamennska frá kl. 13-16. Hlutavelta | Þær Lena Rós og Nína Björk héldu tombólu og söfnuðu 1.230 krónum sem þær afhentu Rauða krossi Ís- lands. Hlutavelta | Þessar duglegu stelpur, Jasmín Kristjáns- dóttir og Guðbjörg Eva Þor- leifsdóttir, söfnuðu flöskum í götunni heima hjá sér og ná- grenni. Þær færðu Rauða krossinum ágóðann af flösku- sölunni, 3.700 krónur. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Sam-þykki afmælisbarns þarf að fylgja af-mælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100 eða sent á netfangið rit- stjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er mánudagur 23. júlí, 204. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh.3, 34.) Við Reykjavíkurhöfn stendureitt af yngstu söfnum borg-arinar, Víkin – Sjóminjasafn-ið í Reykjavík. Eins og Sig- rún Magnúsdóttir, forstöðumaður safnsins, greinir frá gefur heimsókn í Víkina innsýn í áhugaverðan og mik- ilvægan hluta sögu borgarinnar og þjóðarinnar: „Stærstan hluta síðustu aldar skipuðu fiskveiðar lykilhlutverk í efnahagslífi Reykjavíkur. Reykjavík varð togarabær og hafði fimmti hver Reykvíkingur viðurværi sitt af þessari atvinnugrein,“ segir Sigrún. „Sjávar- útvegurinn hleypti hingað fjármagni og setti mark sitt á bæinn. T.d. var gerð Reykjavíkurhafnar, sem stóð yfir frá 1913-1917, langstærsta framkvæmd Ís- landssögunnar fram að þeim tíma, og sýnir það framsýni manna á þessum tíma að mannvirkin sem þá voru hlaðin marka enn ytri ramma hafnarinnar.“ Í Víkinni er margt að sjá: „Nú stend- ur yfir BÚR-sýning, um Bæjarútgerð Reykjavíkur sem sett var á laggirnar fyrir 60 árum og starfaði síðar í bygg- ingunni sem nú hýsir Sjóminjasafnið. Einnig höldum við málverkasýningar og ljósmyndasýningar sem tengjast sögu sjávarútvegs, og nú er unnið að undirbúningi veglegrar sýningar sem verður opnuð í haust, um sögu Reykja- víkurhafnar,“ segir Sigrún, og bætir við að þar verði starfi eyrarkarlsins gerð sérstaklega góð skil og auglýsir safnið eftir munum því tengdum, eink- um fatnaði á eyrarkarla. Sigrún segir marga hafa gaman af að ganga um hafnarsvæðið, og enda ferð- ina með heimsókn í Sjóminjasafnið. „Staðsetning safnhússins er ákaflega góð, og frábært fyrir Sjóminjasafnið að standa á sjávarkambi. Hér er útsýni yf- ir iðandi hafnarlífið, og þegar fram- kvæmdum við skipulag Mýrargötu- svæðisins lýkur verður þetta afar eftirsóknarvert svæði.“ Sjóminjasafnið í Reykjavík er til húsa á Grandagarði og er opið frá 11 til 17 alla daga, nema lokað er á mánudög- um. Sjá nánar á heimasíðu Sjóminja- safnsins á slóðinni www.sjom- injasafn.is. Saga | Hægt að kynnast sjávarútvegssögu Reykjavíkur í Víkinni Nýja safnið við sjóinn  Sigrún Magn- úsdóttir fæddist í Reykjavík 1944. Hún lauk stúdents- prófi frá MH og BA í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún starfaði við kaupmennsku um langt skeið. Hún sat í hreppsnefnd á Bíldudal, var síðar varaþingmaður og þingmaður Fram- sóknarflokks á Alþingi og tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur 1982 þar sem hún sat allt til ársins 2002. Sigrún hefur verið forstöðumaður Sjóminja- safns Reykjavíkur frá stofnun, 2004. Eiginmaður Sigrúnar er Páll Pét- ursson, fyrrv. ráðherra, og eiga þau samtals fimm börn og tuttugu barna- börn. Tónlist Skútustaðakirkja | Sumartónleikar við Mývatn kl. 21. Ingi- björg Guðlaugsdóttir, básúna og Magnús Ragnarsson, org- el, flytja verk eftir Pergolesi, Duke Ellington og þjóðlagaút- setningar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skútustaðakirkja. HOMER, Marge og Maggie Simpson ganga eftir rauða dreglinum fyrir frumsýningu á nýju kvikmyndinni um Simpson-fjölskylduna í bænum Springfield í Vermont í Bandaríkjunum á laugardaginn. Hinn litli og rólegi bær bar sigur úr býtum í samkeppni um hvar nýja myndin yrði frumsýnd, en 14 borgir og bæir í Bandaríkjunum sem bera sama nafn og heimabær Simpson-fjölskyldunnar tóku þátt í samkeppninni. Myndin verður svo sýnd í kvik- myndahúsum um öll Bandaríkin frá og með næstkomandi föstudegi. Fjör í Springfield Reuters 50ára afmæli. Í dag, 23.júlí er fimmtug Jófríð- ur Hanna Sigfúsdóttir, launa- fulltrúi á Fræðslusviði Kópa- vogsbæjar og formaður Starfsmannafélags Kópavogs til heimilis á Furugrund 66, Kópavogi. Hún er að heiman. FRÉTTIR „PÁLL Steingrímsson er enn í fullu fjöri í kvikmyndagerðinni og vinnur um þessar mundir að heimildarmynd um æðar- og kríuvarpið við Norður- kot. Páll var kominn á fimmtugsaldur þegar hann útskrifaðist frá kvik- myndadeild New York University ár- ið 1972. Hann stofnaði síðan kvik- myndafélagið Kvik sem hann rak um árabil ásamt félögum sínum Ernst Kettler og Ásgeiri Long. Fyrsta verkefni þeirra var heimildamyndin Eldeyjan, sem fjallaði um Vest- mannaeyjagosið 1973, en fyrirtækið varð síðan umfangsmikið á sviði aug- lýsingamynda fyrir sjónvarp á átt- unda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda,“ segir í frétt á „Lífið í Sandgerði“. „Páll hefur frá upphafi síns kvik- myndaferils unnið jafnt og þétt að heimildamyndum með áherslu á nátt- úru, dýralíf og umhverfi auk fræðslu- mynda fyrir ýmsa opinbera aðila. Alls fylla myndir hans rúmt hálft hundrað og hafa margar þeirra verið sýndar og verðlaunaðar um víða veröld. Páll hlaut heiðursverðlaun Ís- lensku kvikmynda- og sjónvarpsaka- demíunnar árið 2004 fyrir hinn langa og farsæla feril sinn á sviði heimilda- mynda og hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2005. Norðurkot og Fuglavík eru eitt stærsta æðarvarp hér á Íslandi. Árið 1936 hóf Sigurður K. Eiríksson eða Siggi í Norðurkoti eins og flestir þekkja hann að laga land sitt að æð- arvarpi sem hefur dafnað jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 1975 voru komin 800 hreiður, en í dag eru 4.500– 5.000 æðarkollupör,“ segir þar enn- fremur. Æðar- og kríuvarp við Norðurkot Páll Steingrímsson vinnur að gerð heimildamyndar LANDBÚNAÐARSÝNING og bændahátíð verður haldin þriðja árið í röð í Reiðhöllinni við Sauð- árkrók dagana 17.– 19. ágúst nk. „Á sýningunni í fyrra kynntu 25 fyrirtæki vélar, vörur og þjónustu fyrir landbúnaðinn fyrir tæplega tvö þúsund gestum. Í ár er útlit fyrir enn stærri og skemmtilegri sýningu, sem hefst seinnipart föstudags og stendur fram á sunnudag. Atriði og uppákomur verða í gangi allan tímann, bæði innan og utan sýningarsvæðis. Í reiðhöllinni er 1.700 m² innisýning- arsvæði og auk þess stórt útisvæði fyrir kynningar á stærri vélum og tækjum. Dagskrá verður bæði fyrir börn og fullorðna, starfræktur verður húsdýragarður, margverðlaunaðar landnámshænur verða til sýnis, vinsælar kálfa- og hrútasýningar verða á sínum stað, umhverf- isverðlaun verða afhent, kynning á handverki fyrr og nú, o.fl., o.fl. Böll eru á Sauðárkróki, bæði föstudags- og laugardagskvöld, af- urðastöðvar opna dyr sínar fyrir gestum og hátæknifjósið í Birki- hlíð verður til sýnis. Á landbún- aðarsýningunni verður einnig Mat- arkistan Skagafjörður galopin, full af girnilegum kræsingum, og svo verða veitingahús víðsvegar um Skagafjörð með sérstakan skag- firskan matseðil þessa helgi. Véla- fyrirtæki á útisvæði verða fleiri í ár en í fyrra, og úrval véla til sýnis eykst mikið milli ára. Um sýning- arhelgina verða tónleikar að Hól- um, kvöldverður í Glaumbæ og margt fleira í boði, en nánari upp- lýsingar um landbúnaðarsýn- inguna og afþreyingu í Skagafirði helgina 17. – 19. ágúst má finna á slóðinni: www.horse.is/landbunad- arsyning,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá undirbúningsnefnd. Landbúnaðar- sýning á Krókn- um í þriðja sinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.