Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 40
40 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS
HLJÓÐ OG MYND
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 B.i.10.ára
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 B.i.10.ára DIGITAL
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 LÚXUS VIP
EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl.10:10 B.i.7.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 B.i.10.ára
/ ÁLFABAKKA
HARRY POTTER 5 kl. 6 - 7 - 9 - 10 B.i. 10 ára DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 10 B.i. 10 ára
eeee
FGG - Fréttablaðið
eeee
ÓHT - Rás2
eeee
Morgunblaðið
eeee
RUV
eeee
DV
eeee
Tommi - Kvikmyndir.is
ÞAÐ ÞÓTTU tíðindi víða um heim
þegar sjöunda og síðasta bókin í
bálkinum mikla um galdrastrákinn
Harry Potter kom út sl. laugardag,
enda hafa bækurnar notið meiri
vinsælda en dæmi eru um. Fyrstu
sex bækurnar hafa þannig selst í
325 milljónum eintaka og flest
benti til þess að sjöunda bókin
myndi slá flest sölumet – í Banda-
ríkjunum einum var fyrsta upp-
lagið af Harry Potter and the
Deathly Hallows tólf milljónir ein-
taka.
Þessi dæmalausa velgengni hef-
ur ekki aðeins gert höfundinn, Jo-
anne Rowling, að einni ríkustu
konu heims, heldur hefur hún líka
haft gríðarleg áhrif á bókamark-
aðinn ytra, sett ný viðmið í útgáfu
á barnabókum og um leið gert út-
gáfufyrirtæki bókanna, Blooms-
bury, að einu því öflugasta á sínu
sviði. Segir sitt að verðmæti fyr-
irtækisins á hlutabréfamarkaði
hækkaði um tugi milljarða við það
eitt að síðasta bókin kom út, enda
sjá menn ekki fyrir sér að annað
eins æði eigi eftir að grípa um sig
aftur.
Byrjað á morði
Í góðum barnabókum blanda
menn saman hinu óttalega og hinu
fallega, hvort fyrir sig er lítils virði
án hins, og því er einmitt svo farið
í bókunum um Harry Potter.
Gleymum því ekki að fyrsta bókin,
Harry Potter og viskusteinninn,
sem kom út fyrir tíu árum, hefst
með því að ung hjón eru myrt á
óttalegan hátt. Fjölmargir aðrir
láta lífið í bókunum, aldrei þó fleiri
en í þeirri bók sem hér er fjallað
um, þeir skipta tugum, og all-
margir af þeim í góða liðinu, ef svo
má segja, þar á meðal persónur
sem fylgt hafa okkur í gegnum
bækurnar allar. Þrátt fyrir það eru
þær ekki bara óttalegar, þær eru
líka skemmtilegar og meira að
segja fyndnar á köflum.
Það er nokkur kúnst að flétta
þetta saman svo vel sé og Rowling
kemst alla jafna vel frá sínu. Hún
er ekki mikill stílisti, eins og ýmsir
hafa bent á, og margar sögu-
persónurnar ná varla að lifna við í
bókunum og fyrir vikið er manni
nánast saman um sumar þeirra;
hver sá þannig á eftir Sirius Black
sem Bellatrix frænka hans myrti í
Harry Potter og Fönixreglunni?
Morð á morð ofan
Smám saman hefur tónninn í
bókunum orðið myrkari, atburðir
óttalegri og dauðsföllin fleiri. Þær
hafa líka lengst, eða lengdust í það
minnsta fram að fimmtu bókinni,
Harry Potter og Fönixreglan, en
styttust svo aftur, þó sjöunda bók-
in sé nærfellt þrefalt lengri en sú
fyrsta. Fyrir vikið hefur Rowling
haldið í lesendur sína ólíkt því sem
vill verða með barnabókaraðir sem
þessa, því alla jafna les tvítugur
lesandi ekki sömu bækur og hann
las tíu ára gamall.
Sögupersónurnar í bókinni hafa
líka þroskast, eða í það minnsta
elst, og frá því að vera börn hafa
þau breyst í unglinga með tilheyr-
andi tilfinningaróti og geðsveiflum
sem hafa oftar en ekki komið þeim
í enn frekara klandur. Það dregur
reyndar nokkuð úr gamninu við að
lesa síðustu bækurnar tvær eða
þrjár, og er til að mynda mjög
áberandi um miðbik sjöundu bók-
arinnar, að lesandinn verður
þreyttur á því hvað Harry Potter
(og vinir hans svosem líka) er ótta-
leg gelgja; hvernig er hægt að
vera aðal, en samt svo mikill kjáni?
Þannig kemur hann öllu í óefni
með skapsveiflum sínum oftar en
einu sinni í bókinni, lætur tilfinn-
ingarnar leiða sig í gildru, notar
nafn Voldemorts þó það komi hon-
um og félögum hans í klandur, fyll-
ist þráhyggju á óheppilegum tíma
og undirbýr svik sem verður þó
ekkert úr sem betur fer. Fyrir vik-
ið þarf hann oftar en ekki að
treysta á aðra til að bjarga sér eða
hreina heppni. Það má segja að
hann verði eiginlega ekki að manni
fyrr en í lokaorrustunni (eða rétt-
ara sagt lokaorrustunum) þegar
allt er útkljáð.
Rowling hefur lýst því hvernig
sögupersónan vitraðist henni í lest
fyrir sautján árum og hvernig hún
skipulagði bækurnar í hörgul áður
en hún hófst handa við að skrifa
þær. Það kemur og í ljós er greið-
ist úr flækjunni í lokin að sagan er
samhangandi, enda skipta atburðir
í fyrstu bókinni talsverðu máli í
þeirri síðustu. Að sama skapi
skýrðist ýmislegt sem áður var
hulið og þannig kemur vel fram
hve Dumbledore var gallaður mað-
ur, eins og við öll, og verður fyrir
vikið mun viðkunnanlegri en sú
táknmynd visku og góðmennsku
sem hann hefur verið að segja í
gegnum allar bækurnar.
Óhnýttir endar
Ekki vil ég spilla ánægju manna
af að lesa bókina og því best að
segja sem minnst um sögulokin, en
þó má geta þess að spádómurinn í
Harry Potter og Fönixreglunni um
að þeir verði að fella hvor annan
því hvorugur muni lifa ef annar
kemst af, „either must die at the
hand of the other for neither shall
live if the other survives“, er þó
hárrétt.
Lausnin á öllu saman, lokaorr-
usturnar, er um margt fyr-
irsjáanleg, og eins niðurstöður
þeirra og örlög Severus Snape
leiða líka betur í ljós það sem
mátti lesa úr Harry Potter og
Fönixreglunni og Harry Potter og
blendingsprinsinum (nei, hann er
ekki pabbi Harry Potter).
Ýmsir endar eru og enn óhnýtt-
ir, atvik óútskýrð og hér og þar
má rekast á rökleysur. Því verður
ekki neitað að þó að lestur bók-
anna sjö sé hin besta skemmtun,
og sú síðasta eiginlega sú
skemmtilegasta, meðal annars fyr-
ir magnaða uppákomu í Gringott-
„bankanum“ og loka-lokaorr-
ustuna, þá eru þær fulllangar –
þessa sögu mátti segja í styttra
máli en á 3.559 síðum.
Vinsældir Sala á nýjustu Harry Potter bókinni hófst seint síðastliðið föstudagskvöld. Ef marka má dóm gagnrýnanda er bókin sú skemmtilegasta í bókaflokknum.
3.559 síðum og mörgum morðum síðar
Árni Matthíasson
BÆKUR
Harry Potter and the Deathly
Hallows eftir Joanne Rowling.
Bloomsbury gefur út 2007.
607 síður innb.
Morgunblaðið/Sverrir