Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 41
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR
Á SAMbio.is
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
WWW.SAMBIO.IS
tv - kvikmyndir.is
eee
LIB, Topp5.is
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
eee
H.J. - MBL
eeee
KVIKMYNDIR.IS
ÁSTIN ER BLIND
HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT?STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS
"LÍFLEG SUMAR-
SKEMMTUN"
eee
L.I.B. TOPP5.IS
eee
S.V. MBL.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SHREK, FÍÓNA, ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
STÆRSTA
GRÍNMYND
SUMARSINS
FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY
Guð hefur stór áform
... en Evan þarf að framkvæma þau
Evan hjálpi okkur
HARRY POTTER K. 6 - 9 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BLIND DATING kl. 8 LEYFÐ
DIE HARD 4 kl.10 B.i. 14 ára
HARRY POTTER 5 kl. 6 - 9 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
KÚBANAR eiga snjalla kvik-
myndagerðarmenn og hefur verk-
in þeirra rekið stöku sinnum á
kvikmyndahátíðir landsmanna. Að
öllu jöfnu eru þær fáséðar og
vandfundnar, ekki síst vegna út-
flutningshafta „Stóra bróður“ í
norðri. Það eru því fagnaðarefni
að nú er hægt að panta af banda-
rískum netverslunum glænýtt safn
fimm athyglisverðra mynda frá
eyjunni í Karíbahafinu
Verkin sem um ræðir voru unn-
in á árunum 1962–1986, og eru
markaðssett undir nafninu The
Cuban Masterworks Collection.Við
sögu koma þrír virtir leikstjórar,
fyrstan skal frægan telja Tomás
Gutiérrez Alea (1928-1996). Hann
er þekktastur kúbanskra leik-
stjóra fyrr og síðar og hafa a.m.k.
þrjár mynda hans verið sýndar
hérlendis: Memorias del subdes-
arrollo (’68), Fresa y chocolate
(’94) og Guantanamera (’95). Hann
á í öskjunni frumraunina, Las
Dose sillas eða Tólf stóla (’62).
Hún er byggð á kunnri, rúss-
neskri smásögu, sem hefur verið
margoft kvikmynduð, m.a. af Mel
Brooks, árið 1970.
Eftir Julio García Espinosa
(1926-), stofnanda og lengst af
stjórnanda kúbanska kvik-
myndaháskólans, er umdeild
mynd, Las Aventuras de Juan
Quin Quin (‘67). Hún gerist á fyrri
hluta 19. aldar og segir sígilda
sögu af framapotara sem notfærir
sér m.a. pólitískar aðstæður með
góðum árangri.
Þrjár myndir eftir Humberto
Solás (1941-), einn merkasta núlif-
andi leikstjóra eyjarskeggja, fylla
síðan pakkann. Solás er hvað
kunnastur fyrir myndir um konur
og þær eru umfjöllunarefni Cecilia
(’81) og Amada (’83). Sú fyrr-
nefnda gerist meðal þræla á plant-
ekrum 19. aldar, hin segir af há-
stéttarkonu sem verður ástfangin
af byltingarsinnuðum frænda sín-
um, rétt fyrir uppreisn Castros.
Þriðja verk Solás, Un Hombre de
éxito (’85), er á svipuðum nótum:
Leiðir tveggja bræðra skiljast á
tímum byltingarinnar.
Safn kúbönsku
meistaraverkanna
MINNIR á Crash að því leyti að
finna má skyldleika með vítahring
orsaka og afleiðinga í báðum verk-
unum. Edmond (Macy) er venjuleg-
ur borgari á ytra borðinu en innra
með honum eru vondir hlutir í gangi
og einn góðan veðurdag verður
sprenging.
Það lítur út fyrir að spákona
hleypi út innri manninum þegar hún
segir við Edmond: „Þú ert ekki á
réttum stað.“ Þannig nálgast Mamet
augnablikð þegar við höfum fengið
okkur fullsödd og verðum að gera
breytingar, en myndin er byggð á
einu minniháttar sviðsverka hans.
Edmond er ýkt, forvitnileg og
áhrifarík, full af vel ígrunduðum til-
svörum og athyglisverðum nið-
urstöðum hugleiðinga um tilveruna.
Ef það nægir ekki, þá er stórleikur
Macys einn þess virði að myndinni
sé gefinn gaumur. Auk hans kemur
við sögu fjöldi góðra skapgerðarleik-
ara, m.a. Joe Mantegna o.fl. úr Ma-
met-klíkunni. Edmond fer allan
hringinn, að lokum er hann ekkert
líkur né skyldur manninum sem við
sáum í upphafi. Skoðunarferðin um
líf hans og okkar allra er ljót, und-
anbragðalaus og ekki fyrir við-
kvæmar sálir. En persónan hefur
fundið svarið sem hann leitaði.
Strengurinn brestur
Sæbjörn Valdimarsson
Mynddiskur
Edmond Bandaríkin 2006. Myndform. 80 mín.
Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Stu-
art Gordon. Aðalleikarar: William H.
Macy, Julia Stiles.
Drama
MYNDDISKAR >>
ORÐIN sem vitnað er í í fyrirsögn-
inni eru höfð eftir bresku blaðakon-
unni Rachel (Nicola Walker) hjá
BBC. Hún segist hafa grátið og orðið
hugsað til móður sinnar í hvert skipti
sem hún sá myrta hvíta konu þar sem
hún starfaði áður í Bosníu. Hér felli
hún ekki tár. Shooting Dogs gerist í
Rúanda um það leyti sem þjóðarmorð
hútúa á tútsum er að hefjast og eng-
inn skortur er á líkum, hroðalega út-
leiknum líkum.
Rachel skammast sín fyrir skoð-
anir sínar en hún viðurkennir þær og
hér er komið að kjarna málsins – sem
má helst ekki nefna: Afríka og íbúar
hennar eru of langt í burtu til að við
Vesturlandabúar höfum nægilegar
áhyggjur til að gera eitthvað af-
drifaríkt í málum líkt og þjóðarmorð-
inu í Rúanda 1994. Í dag er verið að
stráfella saklaust fólki í Darfur, guð
má vita hvar sveðjurnar verða á lofti
á morgun. Við fréttum af því og sitj-
um e.t.v. hneyksluð yfir bíómynd um
atburðina, en blóðböðin halda áfram
af sömu grimmd ef ekkert verður að
gert. Ef það er þá mögulegt.
Shooting Dogs er byggð utan um
ungan kennara (Dancy) og roskinn
prest (Hurt), sem horfa máttvana á
atburðarásina án þess að geta hjálp-
að, frekar en hermenn SÞ. Átakanleg
mynd og segir engu síðri sögu en
Hotel Rwanda, af glæpum gegn
mannkyni og getuleysi þess til að
grípa í taumana undir slíkum kring-
umstæðum.
„Bara dauðir Afríkubúar“
Sæbjörn Valdimarsson
Mynddiskur
Shooting Dogs
England/Þýskaland 2006. Myndform
2007. 108 mín. Bönnuð yngri en 14 ára.
Leikstjóri: Michael Caton-Jones. Aðal-
leikarar: John Hurt, Hugh Dancy.
Drama
HARVEY (Bartholomew) er of-
dekraður og spilltur stráklingur og
einkaerfingi auðæfa föður síns.
Hann er rekinn úr skóla og fer í
Evrópusiglingu með farþegaskipi,
en fellur fyrir borð á Nýfundna-
landsmiðum. Er bjargað af Portú-
galanum Manuel (Tracy) um borð í
fiskiskip og þar verður hann að
dveljast næstu mánuði, uns skipið
er fullhlaðið.
Ævintýraheimur Kiplings birtist
ljóslifandi í mynd sem er engu síð-
ur sígild en bókin. Sjómannslíf
(eins og hún var þýdd á íslensku)
er fyrst og síðast stórkostleg
dæmisaga um að „oft verður góður
hestur úr göldum fola“, ef uppeld-
ismálin eru í höndum manna sem
skilja rétt frá röngu. Hún gefur
jafnframt mikilvæga innsýn í löngu
horfna atvinnuhætti og þá er at-
hyglisvert að bera hana saman við
tölvustýrt og ofbeldisfullt afþrey-
ingarefni samtímans.
Sjarmatröllið Tracy fékk Ósk-
arsverðlaunin og myndin er í heild
framúrskarandi og hefur jafn mik-
ilvægt uppeldis- og skemmtigildi í
dag og bókin hafði þegar hún kom
út fyrir hartnær öld. Dæmalaust
ólík öllu sem gert er í dag, svo lær-
dómsrík og mannleg.
„Hey, ho, little fish, don’t cry,
don’t cry …“
Þrír mán-
uðir í
skóla lífsins
Mynddiskur
Captain Courageous –
Sjómannslíf
Bandaríkin 1937. Sam-myndir. 115 mín.
Leikstjóri: Victor Fleming. Aðalleikarar:
Spencer Tracy, Richard Bartholomew.
Ævintýri/Drama
Sæbjörn Valdimarsson
GRANT hefur skrifað handrit yfir
meðallagi um konur, fyrir karla
sem konur (Erin Brockovich, 28
Days, In Her Shoes). Hér reynir
hún getu sína bak við myndavél-
ina en hefur ekki erindi sem erf-
iði.
Gray (Garner) verður ekkja á
brúðkaupsdaginn og nýtur í kjöl-
farið styrks og stuðnings vina- og
félagahóps þess látna, sem bera
hana á örmum sér.
Gray kemst smám saman að því
að mannsefnið hefur leynt hana
ýmsu, m.a. kemur lítill sonur
óvænt til sögunnar, ásamt nudd-
konunni, móður hans (Juliette
Lewis). Myndin á örugglega að
fara ofan í saumana á sambandi
manns og konu sem eru að ganga
í heilagt hjónaband, sýna hvað
makinn, í þessu tilfelli konan, veit
nauðalítið um hinn aðilann. Grant
og Garner klúðra málunum, út-
koman yfirborðskennd, vanskrifuð
og illa leikin af aðalleikkonunni.
Leisktjórinn Kevin Smith og
Olyphant eru mættir úr Die Hard
4.0, en gera lítið fyrir innihaldið
að þessu sinni. Lewis og Fiona
Shaw (Potter-bálkurinn) lífga upp
á alhliða meðalmennsku.
Maður kemur í manns stað
Sæbjörn Valdimarsson
Mynddiskur
Catch and release Bandaríkin 2007. Sena. 107 mín. Leik-
stjóri: Susannah Grant. Aðalleikarar:
Jennifer Garner, Timothy Olyphant.
Ganmandrama