Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir að fylkin á austurströnd Kan- ada horfi mikið til austurs og vilji gjarnan efla tengslin yfir Atlantshaf- ið. Í gær var fyrsti dagur heimsókn- ar forsætisráðherrahjónanna og föruneytis þeirra til Kanada og hófst hún í Nova Scotia. „Ég held að hér séu mjög mikil tækifæri í öllum viðskiptum og að loftferðasamningurinn [milli Íslands og Kanada] og samningurinn sem búið er að gera milli EFTA og Kan- ada um fríverslun eigi eftir að hjálpa mikið til í þessu öllu,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Dagurinn hófst með heimsókn í Markland í Nova Scotia þar sem er minnismerki um íslenska landnema á 19. öld. Minnismerkið var afhjúpað árið 2000. Þau hittu fulltrúa félags áhugamanna um þá sögu og eins full- trúa þess sem kalla má norræna fé- lagið á svæðinu. Þá var heimsótt safn í Halifax, kennt við hafnargarð 21 (Pier 21) sem er til minningar um innflytjendur sem komu þar um langt árabil og þykir merkilegt kennileiti í Kanada. Geir átti einnig viðræður við ferðamálaráðherra Nova Scotia. „Þeir eru mjög ánægðir með að Icelandair skuli vera byrjað aftur að fljúga hingað og að við skul- um hafa náð að ljúka loftferðasamn- ingnum sem hefur verið lengi í deigl- unni. Það eru miklir hagsmunir hjá þeim líkt og hjá okkur að þetta flug komist á reglulegan ársgrundvöll,“ sagði Geir. Hann sagði menn m.a. telja mikla möguleika felast í aukn- um ferðamannastraumi og ýmsum viðskiptum milli landanna þegar samgöngur verða greiðari. Einnig voru starfsstöðvar Eim- skips og Landsbankans heimsóttar í gær. Geir þótti athyglisvert að sjá hvernig þessi fyrirtæki hafa og eru að hasla sér völl í viðskiptalífinu. Eimskip hefur starfað þar um árabil. Í dag liggur leiðin til Nýfundna- lands og þar mun Geir eiga fundi með forsætisráðherra, ríkisstjóra og ýmsum ráðherrum fylkisins. Geir sagði heimsókn þessa undir- strika mikilvægi aukinna samskipta Íslands og Kanada og hve mikla áherslu Íslendingar leggja á þau. Mikil viðskiptatækifæri á austurströnd Kanada Ljósmynd/Halldór Árnason Minnismerkið Íslendingar fluttu til Marklands 1875-1882. F.v.: Marshall Burgess ritari og Dolly Bellmore, forseti Icelandic Memorial Society of Nova Scotia, Inga Jóna Þórðardóttir og Geir H. Haarde forsætisráðherra. KNATTSPYRNULIÐ Aftureld- ingar í 3. og 4. flokki kvenna hlutu háttvísiverðlaun Mastercard og KSÍ á Rey Cup-mótinu sem haldið var um helgina. Michel Platini, for- seti Knattspyrnusambands Evrópu, afhenti verðlaunin og þær Sóldís Guðbjörg Ólafsdóttir (t.v.) og Svan- dís Ösp Long (t.h.) tóku við þeim fyrir hönd Aftureldingarstúlkna. Háttvísiverðlaunin þykja eftirsókn- arverð og eru veitt fyrir háttvísi innan vallar sem utan. Michel Platini var jafnframt við- staddur vígslu á nýjum húsakynn- um Knattspyrnusambandsins í Laugardal. Vígði hann bygginguna formlega ásamt Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ. Platini hefur áður komið hingað til lands, bæði sem leikmaður og þjálfari. | Íþróttir Morgunblaðið/Frikki Platini heiðraði háttvísar stúlkur Stykkishólmur | Ásgeir Árnason, vitavörður í Elliðaey á Breiðafirði, hefur umsjón með vit- anum og nytjar eyjuna og sinnir því starfi af miklum áhuga. Fósturfaðir Ásgeirs var Eggert Björnsson skipstjóri og gegndi hann vitavarð- arstarfi á undan honum. Því hefur Ásgeir verið tengdur Elliðaey frá því að hann man eftir sér. Hann segir að stór hluti af hans lífi tengist eyj- unum. 12 ára gamall fór Ásgeir einn út í Elliðaey á vélbát með lélegri vél og 10 ára gamall reri hann á bát ásamt þremur drengjum á líkum aldri og lögðu þeir haukalóð við Skoreyjar. Á lóðina fengu þeir 60 kg lúðu sem þeir náðu að innbyrða og komu stoltir í land með fenginn. „Ég lærði að treysta á sjálfan mig, meta aðstæður rétt og fara varlega þegar ég var ungur að þvælast á trillum hér fyrir utan,“ segir Ásgeir. Nú stendur lundavertíðin yfir hjá Ásgeiri í Elliðaey. „Lundinn er mjög feitur og vel á sig kominn. Hann ber síli, en ekki eins mikið og þeg- ar mest er. Ég háfa á milli 1.000 og 2.000 lunda í Elliðaey á sumrin, mest á sama stað. Það gerir bara gott að grisja lundann. Það hafa ekki verið miklar sveiflur í stofninum, en nú hefur hann dreift sér um alla eyjuna. Ég veiði samt á sama svæðinu,“ segir Ásgeir og bætir við. „Ég háfaði minn fyrsta lunda 6 ára gamall og hef stundað lundaveiðar öll árin síðan; í 43 ár. Ég væri ómögulegur maður ef ég missti úr sumar, ég sé það ekki fyrir mér,“ segir hann. Ásgeir hefur meiri áhyggjur af ritunni og krí- unni en lundanum. „Ritan hefur ekki mikið verpt síðustu 3-4 ár. Hún situr í bjarginu á tómum hreiðrum. Eins er það með kríuna,“ segir hann. „Ég var að fylgjast með henni um daginn. Hún lá á hreiðri, en það voru engin egg í hreiðrunum. Þetta er breyting frá fyrri árum.“ Hvönnin veður yfir eyjarnar „Þegar ég var ungur strákur fór ég oft út í Elliðaey með Eggerti, fóstra mínum, og Jónasi afa. Við vorum með fjárbúskap á þessum árum, vorum mest með 50 kindur. Að rúningi loknum var farið með kindurnar í Höskuldsey og Þor- móðsey og eyjan hvíld fram á haust. Í haust fékk ég mér 10 kindur til að hafa úti í Elliðaey. Helsta ástæðan fyrir því er að við höfum átt í vandræð- um með hvönnina. Hún veður um eyjarnar, þek- ur heilu svæðin og kæfir allan gróður. Besta ráð- ið hingað til er að hafa kindur í eyjunum, þær halda henni niðri,“ segir Ásgeir. Minkaleit sleppt í vor Þó að Elliðaey sé 2 sjómílur frá öðrum eyjum hefur minkur komið í land þar í sumar. „Það er ótrúlegt hvað þetta kvikindi getur synt á milli eyja þó að oft sé þar mikill straumur,“ segir Ás- geir. „Hér áður fyrr flæktist minkur stundum með ís sem myndaðist á Breiðafirði, en nú er enginn ís og því hlýtur hann að synda á milli. Af hverju hann leggur í svo langa sjóferð er erfitt að segja til um. Nú gerir minkurinn mikinn usla, drepur lunda, lundakofu og fýlsunga.“ Í gangi er verkefni sem gengur út á það að út- rýma mink í Snæfellsnessýslu. „Venjan er að minkaleit fari fram á vorin í eyjunum. Nú bregð- ur svo við að nokkrum eyjum var sleppt í vor í byrjun verkefnis. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því sé sú að stjórnendur verkefnisins hafi ekki talið þörf á að leita þessar eyjar því þar hefur ekki verið minkur í nokkur ár. Ég skil ekki svona stjórnun og spurningin er hver árangur verkefnisins verður ef til eru fleiri svona dæmi. Allavega tók minkurinn ekki mark á þessu og staðreynd er að minkur er í Elliðaey og greni var í Fagurey og kannski leynist hann líka í ná- lægum eyjum,“ segir Ásgeir. Hann er mikill eyjamaður og segir að skemmtilegasti tíminn sé á vorin er fuglinn sé að koma upp. „Að vera einn eða í góðum hópi úti í eyju er upplifun sem maður sækist eftir, þar er friðurinn og kyrrðin,“ segir Ásgeir að lokum. Ásgeir Árnason, vitavörður í Elliðaey á Breiðafirði, háfaði sinn fyrsta lunda 6 ára gamall Lundinn vel á sig kominn á Breiðafirði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Lundi Ásgeir nýkominn úr veiði. Hann háfar milli 1.000-2.000 lunda í Elliðaey á sumrin. SENN líður að uppgjörsdegi liðins skattárs en í dag kl. 16.00 verður mögulegt að nálgast álagningarseðla á þjónustuvef Ríkisskattstjórans. Rafræn stjórnsýsla á vegum Rík- isskattstjóra hefur verið efld til muna á síðustu árum og í tilkynn- ingu frá embættinu segir að hægt verði að nálgast seðlana á vefslóðinni www.skattur.is og þarf að skrá inn bæði kennitölu og veflykil svokallað- an til að fá aðgang að álagningarseðl- inum. Þeir sem ekki hafa veflykil geta nálgast hann á áðurnefndri vef- síðu en einnig má nálgast allar aðrar upplýsingar á upplýsingavef Ríkis- skattstjóra, www.rsk.is. Seðlar bornir út á þriðjudag Álagningarseðlar verða þó bornir út þriðjudaginn 31. júlí til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír, segir einnig í tilkynningunni. Inneignir verða síðan lagðar inn á bankareikning hvers og eins á mið- vikudag eða greiddar út með ávís- unum. Samkvæmt tilkynningunni mun innheimtumaður í hverju um- dæmi fyrir sig veita upplýsingar ef inneign verður tilgreind á álagning- arseðli en ekki getið um útborgun hennar á seðlinum. Álagning- arseðlar á leiðinni ÖKUMAÐUR bifhjóls beið bana á laugardag er hann féll af hjóli sínu í árekstri við jeppa á Biskupstungnabraut í Grímsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi lenti bifhjóla- maðurinn á hægra afturhorni jeppabifreiðar sem kom á móti. Jeppabifreiðin var að beygja í átt að versluninni Minni-Borg og fór fyrir bifhjólið. Bifhjólamaðurinn ók til suðvesturs og var hann í sam- floti með öðrum bifhjólamönnum. Ökumaður bifhjólsins var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild LSH en var úrskurðaður látinn við kom- una þangað. Ekki er hægt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu. Ökumaður bifhjóls beið bana ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.