Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skítt með þorskinn, nóg að eiga einn góðan úr þotuliðinu. VEÐUR Róttækir umhverfisvernd-arsinnar í Berlín hafa tekið upp nýjar baráttuaðferðir. Þeir beina nú athygli sinni að bílum, þ.e. stórum og dýrum bílum, sem eiga meiri þátt en minni bílar í þeim út- blæstri, sem ógnar framtíð mann- kynsins að flestra mati.     Þeir hafa gripið til þess ráðs aðskera á hjólbarða slíkra bíla. Ekki er ósennilegt að þessi bar- áttuaðferð eigi eftir að breiðast út. Hún er tiltölulega ein- föld í framkvæmd.     Í sjálfu sér þarf engum að komaþetta á óvart. Umræður í okkar heimshluta er farnar að beinast að því að ríkisstjórnir stuðli að því að fólk aki um á minni bílum, sem valdi minni skaða en hinir stærri bílar að þessu leyti. Þetta á að ger- ast með skattapólitík, þ.e. að hærri gjöld verði tekin af hinum óæski- legri farartækjum. Þetta er alls ekki fráleit pólitík en það tekur tíma að sannfæra al- menning um að hún sé rétt.     Til er ein alveg örugg leið til þessað koma í veg fyrir að slíkur skilningur skapist hjá hinum al- menna borgara. Það er sú leið, sem róttækir umhverfisverndarsinnar eru nú að fara í Berlín. Það er nokkuð öruggt að því fleiri hjól- barða, sem þeir skera á, þeim mun meiri verður andstaða almennings við þá hugsanlegu stefnumörkun af hálfu stjórnvalda að leggja hærri gjöld á dýrari bíla.     Hið sama á við um þá róttæku um-hverfisverndarsinna, sem hafa látið til sín taka að undanförnu með því að hlekkja sig við hitt og þetta. Þeir ýta hinum almenna borgara frá stuðningi við umhverfisvernd í stað þess að laða hann til stuðnings við hana. STAKSTEINAR Nýjar baráttuaðferðir SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             !"#         !"#  :  *$;<                        !"   *! $$ ; *! $%&" %"# ' (" )( =2 =! =2 =! =2 $'"& *  +,!(-  >2?         =   .! & ! !(   /#%- %$0!10   2     /  $10     $ ! !.!(0 !3( (  /#4(  (0 !%#   5&! #(  !"(4# (  6' # (/# ("7! 6 2  3( &#-#7  # /% 0 "+ !  %# (0!(   /#  !"("2       87 (99 ("1#( !(*  3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C     / / /                     / / / / / / / / / / / / /                     Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Bryndís Helgadóttir | 29. júlí 2007 Kampavínsvatnspípa Ég hef farið á nokkur kaffihús hér í Mumbai, þar sem boðið er upp á að reykja vatnspípur. Eftir að hafa rann- sakað málið aðeins með aðstoð Google, komst ég að því að þetta er tiltölulega ný tískubóla, ekki bara hér heldur einn- ig í Evrópu og Bandaríkjunum. Lík- lega berst þetta ekki til Íslands héð- an af, þar sem stjórnvöld hafa ákveðið að banna lýðnum að reykja á veitingastöðum. Meira: bryn-dis.blog.is Jón Magnússon | 29. júlí 2007 Lágflug herþotna Svo virðist sem það ástand sé komið upp í ríkisstjórninni að hægri höndin gleymi að tala við vinstri hönd- ina eða geri það alls ekki. Í gær mátti skilja af viðtali við forsætisráðherra að mikill áfangi hefði náðst með sam- þykki fastaráðs NATO um … eftirlit með lofthelgi Íslands … Í dag kem- ur samgönguráðherra og segir að ekki komi til greina að herþotur fái að fljúga lágflug. Meira: jonmagnusson.blog.is Berglind Steinsdóttir | 29. júlí 2007 Rukkað fyrir náttúru Auðvitað þurfum við á öllum tímum að velta fyrir okkur hvernig við stöndum að upp- byggingu landsins og ferðamannastaða, þá ekki síst hvernig við fjármögnum viðhald og framþróun. Mín fyrsta tilfinning er samt óþæg- indi. Og ef ekki beina innheimtu, hvað þá? Ég skrifaði þvert í hina áttina nýlega og sagðist ekki vilja neinn aðgangseyri að söfnunum. Meira: berglist.blog.is Friðrik Þór Guðmundsson | 29. júlí 2007 Össur er sekur! Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra sendir okkur Kast- ljósfólki kaldar kveðjur í hæðnistón með sérkennilegri bloggfærslu seint sl. laugardagskvöld. Í afar upplýsandi hæðn- istón gerir hann lítið úr okkur (en miklar sjálf- an sig) og uppnefnir okkur „djúpkafara í skandalaleit“ Glæpur Kastljóss var að fjalla um ráðstöfunarfé ráðherra; skoða í hvað það tiltekna skattfé hefur farið. Um hið sama hafa virðulegir þingmenn spurt á þingi. Það er mjúkt, ráðherrasætið. Gott að fá þurfandi fólk í heimsókn og verða því að liði. Kastljós beindi sjónum sínum ekki að fyrirkomulag- inu per se og það veit Össur, þótt hann hafi eiginlega ekki fylgst með umfjölluninni. Þetta er lögleg greiðasemi og mikill meirihluti styrkjanna fer í hin ágætustu mál. En ef Össur hefði í alvöru fylgst með umfjölluninni þá hefði hann numið fleiri „skandala“. Eða hvað? Kannski ekki ef hann telur á engan hátt vafa- samt að ráðherra byggi styrkveit- ingar algerlega á eigin geðþótta og að geðþóttinn komi honum til að styrkja sérstaklega fólk í hans eigin kjördæmi og þeim mun meira sem nær dregur kosningum og síðan enn meira ef útlit er fyrir að ráðherra- sætið mjúka tapist og annar komist í skúffuna. Og heldur þykja manni kaldar kveðjurnar frá hæstvirtum ráð- herra, til fjölmiðla, sem hann hefur sjálfur undirstrikað að eigi að vera og séu mikilvægt aðhaldstæki í lýð- ræðisríkinu. Eigi sem allra mest að veita m.a. opinberum stjórnvöldum aðhald. Úttekt á veitingu almanna- fjár er háklassískt dæmi um slíkt að- hald. Nú kallar Össur þetta að djúp- kafarar séu að leita að skandölum í gúrkutíðinni! Hann bara hlýtur að vera að djóka! Skyldu ungir jafnaðarmenn banka upp á hjá Össuri, minnugir fordæm- isins Valgerðar frá Lómatjörn? Verður ekki erfitt að segja þeim að skúffan sé tóm? Eða þegar Lög- reglukórinn kemur, Hrafn með Hrókinn sinn, Gay Pride hátíð- arnefndin og Kvenfélagasambandið? Segir Össur þeim að koma að ári? Meira: lillo.blog.is BLOG.IS MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Kristni Aðalsteinssyni vegna greinar Reyn- is Traustasonar ritstjóra sem birt- ist í tímaritinu Mannlífi, 10. tbl. 24. árgangi: „Í nýjasta tölublaði Mannlífs er grein eftir Reyni Traustason sem einkennist af útúrsnúningum, rang- færslum, sleggjudómum og hrein- um skáldskap höfundarins. Það yrði allt of langt mál að rekja allar rangfærslurnar, en ég sé mig knú- inn til þess að leiðrétta nokkur veigamikil atriði. Í greininni er því ranglega haldið fram að átök hafi einkennt upp- skipti í hluthafahópi Eskju. Upp- skiptin voru gerð í góðri sátt allra hlutaðeigandi, um það eru allir sammála. Engu að síður kýs Reynir að draga upp aðra mynd og gera uppskipti fyrirtækisins tortryggi- leg. Veiðiheimildirnar hafa vaxið Engar veiðiheimildir hafa verið seldar frá félaginu undanfarin miss- eri. Þvert á móti hafa veiðiheimildir fyrirtækisins verið auknar til muna og vaxið að verðmætum. Aðkoma stjórnenda Eskju hefur ávallt miðað að því að auka veg og vegsemd fyrirtækisins og starfs- fólks þess. Það var markmið frum- kvöðulsins Aðalsteins Jónssonar og því merki hefur verið haldið á lofti við stjórn fyrirtækisins. Svo virðist sem helsta markmiðið með greinarskrifunum hafi verið að tortryggja og sverta ímynd einstak- linga, þar sem órökstuddum dylgj- um er beitt að því er virðist, til þess að auka sölu tímaritsins. Orð Reynis og aðferðir dæma sig sjálf. Engu að síður þykir mér miður að dregin hafi verið upp dökk og skrumskæld mynd af fjölskyldu Að- alsteins Jónssonar og honum sjálf- um. Ósmekklegur rógburður Því fer víðs fjarri að Aðalsteinn Jónson dvelji afskiptur á elliheimili. Öll börn hans standa sameiginlega að umönnun hans og hafa alltaf gert. Hann þarf nú á fullri þjónustu að halda vegna heilsubrests. Sá rógburður að heilsu Aðalsteins hafi hrakað vegna viðskiptanna í Eskju er í hæsta máta ósmekklegur og er algerlega vísað á bug.“ Órökstuddum dylgjum beitt Segir um skáldskap að ræða í Mannlífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.