Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 27 Atvinnuauglýsingar Okkur vantar nýja kennara fyrir skólaárið 2007-2008 Börnin í 1.-2. bekk vantar umsjónarkenn- ara. Þau eru samtals 15 og mynda samheldinn og góðan hóp. Nemendur í þessum hópi þekkjast vel enda hefur samstarf á milli leikskóla og grunnskóla verið mikið og gott. Um er að ræða 80-100% stöðu. Myndmenntakennara vantar til skapandi og örvandi vinnu með fámenna hópa, ekki fleiri en 8 nemendur í hóp. Myndmenntakennari fær töluvert frjálsræði varðandi verkefna- og efnis- val. Um er að ræða um 80% stöðu en mögu- leiki á kennslu bóklegra greina á miðstigi til að fá 100% stöðu. Flóaskóli er einsetinn grunnskóli með um 60 nemendur í 1. -7. bekk og er samkennsla aldurs- hópa í flestum árgöngum. Flóaskóli er að hefja 4. starfsár sitt, en hann var stofnaður haustið 2004. Skólinn er í örri þróun og er aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk góð. Flóaskóli er rekinn af sveitarfélaginu Flóa- hreppi í Árnessýslu. Mikil uppbygging er á svæðinu og ótal tækifæri. Skólinn er staðsettur í kyrrlátu og fallegu umhverfi við Villingaholt. Íbúar á svæðinu njóta nálægðar við Selfoss og er því stutt í alla verslun og þjónustu. Samgöngur eru góðar og til Reykjavíkur er aðeins um klukkustundar akstur. Samstarfsandi við Flóaskóla hefur verið sér- lega góður - og nú vantar okkur fleiri góða í hópinn sem hjálpa okkur að byggja upp áfram- haldandi gott skólastarf á einum fallegasta stað landsins. Við leitum að metnaðarfullum kennurum sem hafa áhuga á spennandi starfi. Umsækjendur verða að:  Hafa brennandi áhuga á kennslu og þróun skólastarfs.  Vera skipulagðir og ákveðnir.  Eiga mjög gott með samskipti við aðra. Nánari upplýsingar veitir Kristín Sigurðardóttir skólastjóri í símum 486 3360/663 5720, netfang floaskoli@floaskoli.i , og tekur hún jafnframt við umsóknum. Flóaskóli, Flóahreppi, 801 Selfoss. www.floahreppur.is. Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Keilugrandi 1 Tillaga að breytingu á núgildandi deiliskipulagi fyrir svæði við Eiðsgranda, Boðagranda, Fjörugranda, Keilugranda vegna lóðarinnar að Keilugranda 1. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á lóðinni að Keilugranda 1, sem afmarkast af Eiðsgranda, Fjörugranda og aðliggjandi húsum við Boðagranda, megi fjarlægja núverandi byggingar (skemmu) og byggja íbúðarhús. Byggingin verður fjórar hæðir að Keilugranda, Fjörugranda og Boðagranda og allt að níu hæðum við Eiðsgranda. Bílakjallari verður undir húsinu, á tveimur hæðum, og er gert ráð fyrir að öll bílastæði og gestabílastæði verði neðanjarðar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Samhljóða auglýsing birtist þann 13. júlí sl. fyrir mistök og er því tillagan nú auglýst að nýju með nýjum athugasemdarfresti. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 30 júlí 2007 til og með 10. september 2007. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg. is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 10. september 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir inn- sendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 30. júlí 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um deiliskipulag í Kjósarhreppi Vegna mistaka við fyrri auglýsingu auglýsist hér með að nýju deiliskipulagstillaga í landi Háls í Kjósarhreppi. Tillagan gerir ráð fyrir 34,4 ha svæði. Á svæð- inu er gert ráð fyrir 69 frístundahúsalóðum. Lóðirnar eru staðsettar að norðanverðu við Hvalfjarðarstrandarveg nr. 47. Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Kjósar- hrepps í Ásgarðsskóla á skrifstofutíma frá 30. júlí til og með 16. september 2007. Athugasemdir skulu sendar til skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps, Ásgarðsskóla í Kjósarhreppi. Skipulags- og byggingafulltrúi Kjósarhrepps, Jón Eiríkur Guðmundsson. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Í dag, 30. júlí, hefði Ragn- ar orðið 70 ára. Mig langaði mikið vestur að jarðarförinni hans, en gat ekki komið því við. Ég hugleiddi þá að skrifa minningu um hann en af því varð ekki. Þörfin fyrir það hefur hins vegar ekki látið mig í friði og ákvað ég að gera það á þessum degi, sem hann náði ekki að lifa og njóta. Tálknafjörður er uppeldis- staðurinn minn og hann er og verður vafalaust alltaf mikilvægur í mínum huga. Góðar minningar ylja og gleðja, þær slæmu skilja, þrátt fyrir úrvinnslu, eftir mismikil ör á sálinni. Mín reynsla er sú að það er mjög mikilvægt að gera vægi góðu hlutanna sem mest og rifja þá upp sem oftast. Ég er lítil stelpa, ekki komin í skóla. Jonni á Hvammeyri er vinur hans pabba og kemur stund- um í heimsókn. Það er alltaf gott að fá hann. Stundum er hann með strákana sína með sér, einkum Ragnar þann litla, eins og sagt er, en í mínum augum er hann svaka stór og gamall enda töluvert eldri ég. Hann er alltaf svo góður og hrekkjar mig aldrei eða stríðir. Ég lít upp til hans. Tíminn líður. Ég hef elst og er farin að vinna í „frystó“. Enn er Ragnar sami ljúflingurinn, alltaf vin- gjarnlegur og þægilegur við- skiptis og svo augljóslega Ragnar Jón Jónsson ✝ RagnarJón Jóns- son fæddist á Hvammeyri í Tálknafirði 30. júlí 1937. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Tálknafirði 19. febrúar 2004 og var útför hans gerð frá Tálknafjarð- arkirkju 28. febrúar. góður maður sem á ekkert illt til. Ég og mín fjölskylda fórum sjaldan nokkuð af bæ á þessum árum svo það var hreint ævintýri fyrir mig þegar við einn daginn skruppum í heimsókn yfir að Hvammeyri. Við löbbuðum fram á Oddatá og Jonni sótti okkur á skektu. Mín fyrsta sjóferð. Þetta var um sumar og Ína önnur stóra systirin var á bænum, ekki síður ljúf og in- dæl en faðir og bræður. Óli eldri bróðirinn og Ragnar eru margra hluta vegna svo samofnir í minni minningu, einkum eftir að þeir komust til fullorðinsára, að mér finnst ég varla geta hugsað um annan án þess að hinn komi upp í huga minn. Öll þessi fjölskylda er mér góð fyrirmynd um það hvernig ég vil koma fram og vera við annað fólk. Þannig er lífið hér á „Hótel jörð“ sífelldur lærdómur til góðs eða ills og ómetanlegt að eiga sér í huga góðar og sannar persónur sem mann langar að líkjast. Þrátt fyrir lítil samskipti eftir að ég flutti burt þá fannst mér Tálknafjörður verða mun fátækari þegar ég frétti lát Ragnars, einhvern vegin eins og enn ein festa upphafsins væri farin, en ég heimsæki kirkjugarðinn í Laugardal og þakka þar það liðna. Þar er fleira fólk sem ég minnist með þakklæti og virðingu. Ég get ómögulega látið hjá líða að nefna hann Einar á Steinhúsi, sem var minn allra besti vinur þegar ég var smástelpa, og sýndi mér ótrúlega þolinmæði. Fjölskyldu Ragnars óska ég alls hins besta og bið að minningarnar um góðan dreng megi ylja ykkur um ókominn tíma. Rúna Knútsdóttir. MINNINGAR Hermann Heiðar Jónsson ✝ HermannHeiðar Jóns- son fæddist á Hólmavík í Strandasýslu 27. mars 1935. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans 30. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 10. júlí. ar Jónsson úrsmíða- meistari, varð bráðkvaddur 30. júní síðastliðinn. Er ég heyrði þessi sorglegu tíðindi hvarflaði hug- urinn til þess tíma er ég sá hann síðast en það var fyrir um þremur mánuðum. Ég átti erindi til þeirra feðga Hermanns og Jóns. Hermann tók mér vel að vanda. Ég fór að forvitnast um hvað hann væri að Góður félagi okk- ar, Hermann Heið- bardúsa við á vinnuborðinu þá stundina og kom þá í ljós að hann var að gera við forláta antik- klukku. Við ræddum viðfangsefnið fram og til baka um stund en Her- mann hafði seinni árin sinnt meira og meira viðgerðum og viðhaldi á gömlum úrum og klukkum. Sam- talinu lauk með því að við vorum sammála um að gömlu tímamæl- arnir hefðu eitthvað við sig en hvort það er einhvers konar sál vorum við ekki vissir um. Við Hermann áttum góð sam- skipti í fjölda ára bæði fagleg og félagsleg en hann var alla tíð virk- ur í félagsstarfinu og voru þau hjónin sankallaðir gleðigjafar hve- nær sem við hittumst. Hermann rak um langt árabil úra- og skartgripaverslun ásamt konu sinni, Sjöfn Bjarnadóttur. Fyrst í Lækjargötu en síðar við Ingólfstorg. Hermann var góður fagmaður og sat í prófanefnd Úr- smiðafélags Íslands en sem úr- smíðameistari útskrifaði hann nokkra sveina. Þar á meðal kenndi hann tveimur sonum sínum leynd- ardóma úrsmíðafagsins og útskrif- aði þá sem úrsmiði, Guðmundur Bjarni er með eigið fyrirtæki en Jón hefur unnið við hlið föður síns síðustu árin og hafði tekið við dag- legum rekstri fyrirtækisins. Fyrir nokkrum árum veiktist Hermann hastarlega en með heppni, jákvæðu hugarfari og góðra manna hjálp náði hann sér það vel að hann gat stundað vinnu sína og ekki síður sinnt aðaláhuga- málinu til margra ára sem var veiði og þá aðallega laxveiði. Leikni Hermanns við veiðar nálg- aðist töfrabrögð og var honum boðið að veiða í öllum bestu lax- veiðiánum af mönnum sem vildu allt til vinna að læra af meist- aranum. Hermann var mjög hóg- vær þegar þetta barst í tal. Við félagarnir kveðjum nú mæt- an félaga og sendum Sjöfn og fjöl- skyldu hans innilegustu samúðar- kveðjur. Axel Eiríksson, formaður Úrsmiðafélags Íslands. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.