Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 25 Það gladdi mig alltaf að geta hringt eldsnemma á morgnana í mömmu mína, enda vissi hún alltaf hver var að hringja. Allir aðrir voru sofandi svo það var vitað mál hver var hinum megin á línunni. Það var sárt og erfitt þegar Ævar bróðir, Björk systir og Siggi fóru, en að missa mömmu er það versta. Ég vildi að ég hefði þakkað þér mamma mín á meðan þú varst hér. Ég man þegar ég færði þér háls- menið og Úlfari bróður úrið, bæði þú og Úlfar vilduð ólm kyssa mig í bak og fyrir. Þú skalt alltaf vita mamma mín að systkini mín sem þurfa á mér að halda munu alltaf eiga stað hjá mér. Þessu hafðir þú alltaf áhyggj- ur af, en ég veit að í hjartanu þínu vissir þú að þau ættu og myndu alltaf eiga stað hjá mér og fleirum. Í fjölskyldunni hafa allir færst nær hver öðrum á þessum erfiðu tímum og gott er að finna hvernig allir hafa einlægan vilja til að styðja hver annan. Mamma mín var besta kona sem ég hef kynnst, það komu tímar og aðstæður þar sem ég þurfti að standa upp og verja mömmu og alltaf var það sjálfsagt því alltaf stóð hún upp fyrir þeim sem þurftu á að halda. Ég vildi óska að stund- irnar hefðu verið fleiri því alltaf voru þær góðar. Mér þykir vænt um að hafa flutt norður á Akureyri og búið þar þessi 10 ár og átt þann tíma með henni. Það þurfti ekki mikið til að gleðja hana mömmu, ég man hvað henni þótti vænt um þegar ég mál- aði og setti upp borða í Lundagöt- unni, Anna frænka vildi sko slíkt hið sama. Eins að geta komið og tekið í spil og svo var oft farið í spilavist og þá spiluðum við saman parakeppnirnar. Hugurinn hefur reikað til bernskuáranna síðustu daga, svo notaleg er minningin um þegar mamma strauk fæturna, og um að geta læðst á nóttunni þegar mér var illt. Elsku mamma, það er svo sárt að missa þig, ég vissi auðvitað að þessi dagur myndi koma en ekki strax. Ég átti svo margt ósagt við þig. Þegar ég var að koma heim af sjón- um á nóttunni vakti ég og beið eftir að klukkan myndi slá 7 og þá hringdi ég og alltaf spurðir þú: „Jæja, hvernig var veðrið á leiðinni heim?“ Ég vissi alltaf að þú hafðir áhyggjur því sjórinn hafði tekið svo mikið frá þér, en alltaf varstu sterk. Ég veit að þú þjáðist mikið yfir þeim missi og reyndir að vera sterk okkar vegna. Þau voru vafa- laust mörg kvöldin sem þú grést og nú vildi ég óska þess að ég hefði talað um þessa hluti og reynt að hugga þig. Ef mér leið illa gat ég alltaf talað við þig, þér og Erling bróður gat ég sagt það sem ég gat engum öðrum sagt. Söknuðurinn er svo mikill að mér finnst ég ekki geta afborið hann. Þó ég líti fram á veginn þá veit ég að það að missa þig mun gjörbreyta lífi mínu. Ég hugsa svo mikið um þig og ætla enn að taka upp símann eld- snemma á morgnana og hringja í þig. Það er tómleiki og skarð í hjartanu mínu sem verður aldrei fyllt með öðru né öðrum því þar áttir þú stóran hluta og munt alltaf eiga. Ég á svo erfitt með að sætta mig við að geta ekki talað við þig aftur Sigríður Tryggvadóttir ✝ SigríðurTryggvadóttir fæddist í Gröf í Eyja- fjarðarsveit 20. júní 1923. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Höfðakapellu 2. maí mamma mín, en er samt svo þakklátur fyrir að hafa talað við þig stuttu áður en þetta gerðist. Það verður tekið vel á móti þér, Ævar bróð- ir, Björk og Siggi ásamt fleiri ástvinum sem eru farnir. Í fyrramálið verð- ur skrýtið að geta ekki hringt klukkan 7 um morguninn og spjallað um t.d. veðr- ið og boltann. Þú munt lifa í minningu minni og svo margra annarra. Ég elskaði þig heitar en nokkur mun vita í lifandi lífi og mun gera um ókomin ár. Þinn elskandi sonur, Börkur Ragnarsson. Ég var bara pínulítil stelpa þeg- ar mamma og pabbi fóru með mig til ömmu Siggu og afa Ragnars. Amma talaði svo oft um litlu stelp- una sem söng og dansaði fugla- dansinn í fallega kjólnum sínum. Undanfarið hef ég hugsað mikið um öll skiptin sem ég fékk að vera hjá ömmu og afa í Oddagötunni og svo síðar meir hjá ömmu, Tryggva og Stebba í Lundargötunni. Minn- isstæðast eru þó stundirnar sem ég fékk að gista með litla bróður mín- um í Oddagötunni. Sérstaklega þegar líða fór að jólum. Að vakna eldsnemma við kirkjuklukkurnar og amma sat við rúmstokkinn að klæða sig, batt á sig sjalið og reyndi að passa sig að vekja ekki litlu börnin sem urðu að sofa í minnst 10 tíma. Svo notaleg hljóðin þegar það brakaði í stiganum er hún var að ganga niður. Við systk- inin skriðum svo fram úr og hlup- um í gluggann því þar voru stígvél- in okkar undantekningarlaust troðin af nammi frá jóla. Þegar nið- ur var komið tók amma á móti okk- ur og opnaði hlerann á eldhúsgólf- inu og gekk með okkur niður brattan stigann til að fara á kló- settið og þvo okkur í framan. Síðan var tekinn tími til að borða kókó- puffs úr risastórri grænni skál sem við áttum hjá ömmu. Svo var ferð- inni heitið annaðhvort á andapoll- inn eða niðri bæ í kaupfélagið eða til gamla kaupmannsins. Dagurinn var aldrei lengi að líða því nóg var að skoða eða tala um. Alltaf var jafn spennandi þegar amma tók í höndina mína, strauk henni og hálf hvíslaði: „Fagur fisk- ur í sjó…“ eða þegar afi setti mig á hné sér, hossaði mér og bjó til pen- ingahljóð með höndunum… Alltaf var jafn gott að borða hjá ömmu, brauð með silungi og alltof miklu smjöri þótti frekar gott. Amma sat alltaf við vaskinn í eld- húsinu og hlustaði á rás 1 úr gamla appelsínugula útvarpstækinu á meðan við systkinin lékum okkur. Á kvöldin var svo skriðið upp í rúm og amma alltaf með sögurnar, um skítuga jólasveina og Grýlu og Leppalúða sem rændu litlum börn- um, sem voru alltaf jafn spennandi. Svo fengum við mjúkar hendur og langar neglur til að strjúka bakið og alltaf þurfti hún að vera á milli okkar svo ekki yrði rifist um hver fengi að kúra hjá henni. Amma Sigga var dugleg að fara með okkur á bókasafnið og kenndi okkur ungum að spila vist, fyrst ol- sen olsen og sagði okkur ótrúlega heppin í spilum. Ég á ófáar stund- irnar með henni frá unga aldri og fram til síðustu daga þar sem við spiluðum vist eða manna, bæði heima og svo á spilakvöldum. Eftir að ég flutti suður heyrði ég alltaf reglulega í ömmu og gátum við spjallað um allt og ekkert í langan tíma. Það er skrýtið að geta ekki kíkt norður og tekið í spil eða hringt og spjallað. Elsku amma mín, ég mun sakna þín svo sárt, og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að. Svo þakklát fyrir að aðeins tveimur klukku- stundum áður en mamma hringdi til að segja mér að þú værir á spít- ala þá sat ég hjá pabba og talaði við þig, ég gat sagt þér að mér þætti svo vænt um þig. Þú varst og verð- ur alltaf hluti af mér. Það er sárt að sjá pabba þjást og hvað hann sakn- ar þín. Ég mun sakna þín meira en orð fá lýst. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín Jóna Palla, Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir. Það er svo margt sem mig langar að skrifa niður núna um hana ömmu Siggu. Hugurinn fullur af minningum og hugsunum sem eru svo góðar og fallegar en er samt svo erfitt að setja niður á blað. Ég man mest eftir ömmu þegar hún bjó á Lundargötu. Man að mér þótti svo gott að fá að gista og fá að vaka oft langt fram eftir við að spila og hlusta á sögur. Stundum gátum við spilað frá snemma að kvöldi og langt fram á nótt. Amma kenndi okkur systkinunum ungum að spila og fannst alltaf jafn gaman að því þegar við „möluðum“ hana. Já og þegar fór að dimma og amma sagði að nú væri háttatími og tími fyrir sögustund. Sögurnar af Hans og Grétu eru þó minnistæðastar. Þegar hún var farinn að hrjóta þá lá ég oft skít- hræddur á gólfinu að hugsa um sögurnar sem hún sagði svo vel að þær urðu ljóslifandi fyrir mér. Áður en ég fór að sofa og eins yf- ir miðjan daginn, gátum ég og hún setið oft klukkutímum saman og hún gillað mig. Ég vann oft fyrir ömmu á sumrin sem lítill strákur við að slá og reyta arfa og fékk vel borgað. Vasarnir fylltir af klinki og kom fyrir að ég labbaði út með hálffyllta halda- poka. Núna eru stundir eins og að sitja og horfa á handboltann, fara í berjamó og borða góðan mat í eld- húsinu hjá henni, eins og kjötsúpu og bollur, svo dýrmætar fyrir mér. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið norður til ömmu. Ég á eftir að sakna hennar svo mikið. Elsku amma, ég mun varðveita hjá mér allar þær minningar sem ég hef eignast gegnum árin og aldrei gleyma þér. Þinn Þórólfur Ævar. Sigga, ég er svo fegin að hafa fengið að kynnast þér. Þú gefur öllu von með því að vera svo kær- leiksrík og laus að mínu mati við alla bresti sem fylgja flestum. Á stuttum tíma fór ég að horfa á þig sem ömmu og ég elskaði þig. Mjög stór missir að fá ekki að sjá né hitta þig meir. Þú munt ávallt vera nálægt mínu hjarta og í minningu minni. Þú ert heiðurskona, kjarnakona, yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Kveðja, Teddi, Theodór Heiðar. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SNÆBJÖRN ÁRNASON fyrrverandi verslunarmaður, Hjallaseli 55, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi, laugar- daginn 14. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 31. júlí kl. 15:00. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa Harting, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Garðar félagi minn er allur. Við Garðar kynntumst um 18 ára aldur þegar við lærðum saman smíðar. Hófst með okkur vinskapur sem hef- ur haldist síðan. Garðar var hreinskilinn, hnyttinn í svörum, ljúfur en ákaflega stríðinn. Það var aldrei logn í kringum hann. Hann var bindindismaður og það var mjög gaman að skemmta sér með honum. Garðar var góður í mannlegum samskiptum. Í vinnu þegar nýir menn byrjuðu að vori spurði hann þá hverra manna þeir væru frekar en að spyrja þá að nafni. Vissi Garðar þá oft meira um ættir þeirra en þeir sjálfir. Garðar lagði grunn að mörgu, hvort sem það voru hús, húsasmiðir eða verkamenn. Genginn er góður maður og hans verður sárt saknað sem vinar og vinnufélaga. Móður hans Sigríði vottum við okkar dýpstu samúð. Helgi, Sigurbjörg og synir. Við vorum allir harmi slegnir þeg- ar við fréttum af fráfalli vinar okkar og hokkífélaga Garðars Jónassonar. Við sem spilum hokkí þekkjum Garðar frá fyrstu tíð og í okkar huga Garðar Jónasson ✝ Garðar Jón-asson fæddist á Akureyri 6. desem- ber 1952. Hann lést eftir skammvinn veikindi á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut mánudaginn 16. júlí síðastliðinn. Garðar var jarð- sunginn frá Ak- ureyrarkirkju 27. júlí sl. stóð hann fyrir allt sem var stórt, sterkt og skemmtilegt, aldrei nein vandræði. Garðar var einstaklega skap- góður maður og þegar hann skautaði upp kantinn reyndum við allar kúnstir til að stöðva hann eins og að tækla, berja og lemja, en hann hélt bara áfram með bros á vör og ómögulegt var að reita hann til reiði. Garðar spilaði oftast vörn og var það öflugur að vindurinn komst ekki fram hjá honum þegar sá gállinn var á honum. Við hittumst allir gömlu skauta- mennirnir á Stórmóti Bjarnarins í Egilshöll í maí síðastliðnum. Garðar var þar jafnbesti leikmaður Akur- eyringanna og bar þar engin merki veikleika. Innbærinn og skautafélag- ið verða aldrei hin sömu án Garðars Jónassonar. Það er því með mikilli hryggð og eftirsjá sem við kveðjum góðan vin og félaga. Ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu sam- úð á þessum erfiða tíma. F.h. Skautafélags Reykjavíkur, oldboys, Kristján Óskarsson. Kæri pabbi og afi, nú þremur mánuðum eftir að þú lést þá er- um við mæðgin tilbúin að líta á þig sem minningu. Dauðsfall þitt bar brátt að svo við gerðum okkur ekki í hugarlund þá stundina hvað við höfðum misst. Núna í dag minnumst við góðu stundanna s.s. þegar Jóga byrjaði í skátunum og var að selja lakkrís, þá keyptir þú allan lakkr- ísinn svo og minnumst við þess þeg- ar þú keyptir handa Jónka fyrsta Valsbúninginn því þú varst svo ánægður með að dóttursonurinn væri að ganga í félagið þitt. Og þeg- ar þú komst með páskaliljurnar á Jóhann S. Björgvinsson ✝ Jóhann Sig-urður Björg- vinsson fæddist í Reykjavík 20. jan- úar 1936. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 22. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. páskadag, af því ég bjó ein. Svona hluta viljum við minnast, kæri pabbi og afi. Ekki má gleyma hringingunum á kvöldin einungis til að vita hvernig við hefðum það. Eftir að ég hóf búskap að nýju og barnabörnunum fjölgaði hringdirðu samt nær hvert kvöld til að vita hvernig við hefðum það. Og ef leit- að var til þín um að- stoð þá varstu alltaf tilbúinn svo sem lengi þú hefðir tíma til þess. Nú þegar við göngum að leiði þínu og vökvum sumarblómin rifjast alltaf fyrir okkur minningar um þig, góðar minningar um góðan pabba og góðan afa. Þannig viljum við minnast þín með kæru þakklæti með samfylgd- ina sem var alltof stutt. Björg Jóhannsdóttir, Jó- hanna Clara Jónsdóttir, Jón Knútur Jóns og Björgvin Margeir Hauksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.