Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 19
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 19 Gríptu augnablikið og lifðu núna Og1 fyrir blandaðar fjölskyldur Viltu geta talað við GSM vin í klukkustund á dag, án mínútugjalds? Vertu með Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnar í Og1 – og sparaðu bæði tíma og peninga. Farðu á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar eða hringdu í 1414 og skráðu þína fjölskyldu í Og1. Heimasími, GSM, og Internet – allt á einum stað F í t o n / S Í A Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Hann Moli var skilinn eftirá dýraspítala þar semátti að lóga honum þeg-ar hann var pínulítill, bara eins mánaðar kríli. En þau sem voru að vinna þar frestuðu því eitt- hvað í von um að finna handa honum nýjan eiganda. Þeim fannst hann svo sætur. Bróðir hans pabba sá hann svo þarna þar sem hann svaf í nammiskál og hann gat ekki staðist það. Tók hann með sér heim og gaf pabba mínum hann. Pabbi leyfði mér svo að eiga hann með sér og ég fékk að ráða hvaða nafn hann fengi,“ segir Saga Einarsdóttir ell- efu ára, en mikil ást er á milli henn- ar og kolsvarta kattarins hennar sem tæknilega heitir Kolamoli og stundum Sykurmoli en er oftast kallaður Moli. „Hann er frábær köttur og ég elska hann svo mikið. Þegar pabbi þurfti að flytja fyrir nokkrum árum í húsnæði þar sem ekki var hægt að hafa ketti flutti Moli til okkar mömmu. Hann tók það svolítið nærri sér og lá undir rúminu hennar mömmu fyrstu þrjá dagana alveg logandi hræddur og vildi ekki einu sinni éta. En svo tókst mér að lokum að lokka hann til mín og hann hefur verið alsæll síðan.“ Hnerrar mörgum sinnum í röð Mæðgurnar eru nýfluttar á annan stað en Moli kippti sér ekki upp við flutningana. „Reyndar grét hann svolítið fyrstu nóttina en hann er al- veg slakur núna,“ segir Saga sem heyrir á mjálminu hans Mola hvern- ig honum líður. „Þegar hann er hræddur er mjálmið hans skærara og hefur allt annan tón heldur en þegar honum líður vel.“ Saga segir Mola stundum hegða sér meira eins og hann sé hundur en ekki köttur. „Hann svarar nafninu sínu þegar við köllum á hann og hann vill láta leika við sig eins og hund og láta djöflast með sig. Hann vill líka láta spjalla við sig, kemur til okkar með miklar skoðanir og krefst þess að við svörum.“ Moli er líka mjög hollur eiganda sínum, rétt eins og hundur. „Hann leyfir engum nema mér að hnoðast með sig og ég get gert næstum hvað sem er við hann. Þó að ég leggist með höfuðið á magann á honum hreyfir hann sig ekki. En hann sýnir klærnar ef einhverjir aðrir en ég ætla að vesenast með hann. En ég dekra líka við hann. Hann leggst stundum með andlitið klesst niður í gólf og lyftir upp rassinum og vill þá að ég klóri honum rétt ofan við róf- una, það finnst honum gott. Hann fær líka að sofa til fóta hjá mér á nóttunni. Hann hnerrar alltaf mörg- um sinnum í röð þegar hann vaknar og það er ótrúlega sætt.“ Pardusdýr fætt í ljónsmerkinu Moli er sérvitur köttur sem hefur þann einkennilega vana að leggjast ofan á fulla innkaupapoka þegar mæðgurnar koma heim úr verslun- arleiðöngrum og vill helst sofa þar góða stund. Nýstraujaður fatnaður freistar hans líka mikið. „Hann er mjög snyrtilegur og skoðar sig gjarnan í spegli og athug- ar hvort hann sé ekki örugglega nógu fínn og vel til hafður.“ Moli verður sex ára núna í lok júlí og er því fæddur í ljónsmerkinu. „Það passar ágætlega því sumir spyrja hvort hann sé lítið pardus- dýr. Hann hefur vissulega yfir sér reisn ljónsins og þessa stóísku ró,“ segir Saga sem er mikil dýrakona og helst af öllu myndi hún líka vilja eiga eins og einn hund, páfagauk, flóðhest og gíraffa. Uppáhaldsstaðurinn Ef eitthvað er uppi á þessari kommóðu þá sópar Moli því hiklaust niður á gólf. Kötturinn er hund- urinn á heimilinu Snyrtipinni Moli dáist oft að sjálfum sér í þessum spegli og verður fúll ef hann er dreginn í burtu. Hann er líka mjög hollur eiganda sínum. Hann er mjög snyrti- legur og skoðar sig gjarnan í spegli og at- hugar hvort hann sé ekki örugglega nógu fínn og vel til hafður. ÞEIR SEM standa í rannsóknum á hinum ýmsu kvillum mann- skepnunnar telja sig nú hafa fundið út hvers vegna þeir sem eru með astma hafi meiri tilhneigingu en aðrir til að glíma við offitu. Frá þessu er sagt á vefmiðli breska rík- isútvarpsins BBC. Vitnað er til fyrri rannsókna sem hafa leitt í ljós augljós tengsl á milli astma og offitu, en þó að ekki hafi verið fundin nákvæm ástæða fyrir þessum tengslum hefur verið vitað að minni hreyfing, sem fylgt getur sjúkdómnum, var ekki ástæða offitunnar. Nú segjast vísinda- menn við Kings College í London hins vegar hafa fundið prótein sem bæði valdi bólgum í öndunarfærum og veki hungurtilfinningu. Pró- teinið nefnist PMCH og segir í niðurstöðum vís- indamannanna að „þessi uppgötvun kunni að sýna tengslin milli ofnæmisbólgu, astma og of- fitu“. Frekari rannsókna er þó þörf enda glíma ekki allir astma- sjúklingar við offitu. Tengsl milli astma og offitu Próteinið PMCH veldur bólgum í öndunarfærum og hungurtilfinningu .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.