Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
GEORGIA RULE kl. 3 - 5:30 - 8 -10:30 B.i.7.ára
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 B.i.10.ára
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 B.i.10.ára DIGITAL
HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 LÚXUS VIP
EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
OCEAN'S 13 kl. 10:10 B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
GEORGIA RULE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára
HARRY POTTER 5 kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 10 ára DIGITAL
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 10 B.i. 10 ára
WWW.SAMBIO.IS
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Frá leikstjóra „Pretty Woman“
og „Princess Diaries“
Evan hjálpi
okkur
ÞAÐ VERÐUR að teljast harla
gott þegar gestir á tónleika í
sveitaþorpi eru ríflega fjórum sinni
fleiri en búa á staðnum, en svo er
því háttað með tónlistarhátíðina
Bræðsluna sem haldin er helgina
fyrir verslunarmannahelgi ár hvert
í Borgarfirði eystra. Hátíðin var nú
haldin í þriðja sinn og tónleikarnir
sem boðið var upp á ekki af verri
endanum með Lay Low og Megas
og Senuþjófana sem aðalnúmer, en
þetta voru fyrstu stóru tónleikar
Megasar með hljómsveitinni sinni
nýju. Aðrir sem tróðu upp voru
systkinin Magni og Aldís Fjóla Ás-
geirsbörn og Jónas Sigurðsson sem
koma fram með eigin hljómsveit.
Ekki eru nema um 150 skrásettir
með fasta búsetu á Borgarfirði
eystra, en íbúunum fjölgar þónokk-
uð yfir sumarið og það kom vel í
ljós þegar fólk dreif að gamla síld-
arskúrnum, Bræðslunni, þar sem
tónleikarnir voru haldnir. Þegar
mest var inni í húsinu má gera ráð
fyrir að gestir hafi verið vel á sjö-
unda hundraðið, en það var líka
hópur manna fyrir utan sem lét sér
nægja reykinn af réttunum og not-
aði óminn sem bakgrunn fyrir
spjall og skálarræður.
Söngvinafjöld
Borgfirðingar eru söngvinir og
greinilega talsvert hæfileikafólk
þar að finna – ekki bara að Magni
„Rockstar“ (sem er fæddur og upp-
alinn í plássinu) sé hæfileikamikill
söngvari heldur hefur systir hans,
Aldís Fjóla, líka fína rödd og
þroskaða eins og kom í ljós þegar
hún opnaði dagskrána. Hún á eðli-
lega nokkuð í land í svipsframkomu
og túlkun, enda að stíga fyrstu
skrefin, en gæti náð prýðilegum ár-
angri ef hún kærði sig um það.
Jónas Sigurðsson sendi frá sér
frábæra plötu á síðasta ári, Þar
sem malbikið svífur mun ég dansa,
og kynnti hana með félögum sínum.
Meðal þeirra var fáskipuð en öflug
blásarasveit sem gaf lögunum
skemmtilega mikinn þunga. Jónas
er sviðsvanur og kunni greinilega
vel við sig í Bogarfirðinum, var að
leika á sínum öðrum tónleikur þar
á tveimur dögum. Lögin af skífunni
öðlast nýtt líf með svo öflugri
hljómsveit – verða enn betri og
voru þó góð fyrir.
Ný lög með Magna
Magni Ásgeirsson hélt útgáfu-
tónleika á Borgarfirði á föstudags-
kvöld og bauð því ekki nema upp á
örfá lög á laugardagskvöldinu, en
það voru líka allt ný lög af vænt-
anlegri sólóskífu hans. Hann flutti
lögin af öryggi og komst vel frá
sínu. Sérstaklega var lagið „Addic-
tion“ flott lag og grípandi við
fyrstu hlustun.
Lay Low bauð aðeins upp á eitt
nýtt lag að þessu sinni, en gömlu
lögin eru líka afbragð og nokkuð í
að máður fái leið á þeim. Nýja lagið
var reyndar einna skemmtilegast
fannst mér, kannski er það nýja-
brumið, en það var afskaplega
grípandi og skemmtileg lag, „Doma
Mo’s Blues.“ Leggið það á minnið.
Hér sé stuð!
Á eftir Lay Low komu svo Meg-
as og Senuþjófarnir og þá byrjaði
stuðið fyrir alvöru. Að mínu viti
hefur Megas ekki verið betri á
mörg ár og krafturinn í honum með
ólíkindum – segir sitt að hann spil-
aði tuttugu og átta lög með Senu-
þjófunum, tuttugu og fimm + þrjú
í uppklapp. Hann var því ekki bara
að kynna skífuna nýju, þó að lög af
henni hafi verið á dagskránni: Kon-
Magnað stuð í Bræðslunni
TÓNLIST
Bræðslan – tónlistarhátíð á Borgarfirði
eystra. Fram komu Aldís Fjóla Ásgeirs-
dóttir, Jónas Sigurðsson, Magni Ásgeirs-
son, Lay Low og Megas og Senuþjófarnir.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Magnaður Megas var í banastuði á Borgarfirði eystra. Blástur Jónas Sigurðsson var í
miklu stuði með hljómsveit sinni.
Efnileg Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir er með fína söngrödd.
Sjóaður Magni kynnti nýja plötu.
Einlæg Lay Low náði vel til Borgfirðinga.