Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 23 Falleg og björt 4-5 herbergja hæð (1. hæð - nokkrar tröppur upp) á eftirsóttum og grónum stað rétt við Laugardalinn. Hæðin skiptist í hol, eldhús, búr, borðstofu, baðherbergi, stofu og þrjú herbergi. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og lítið sam. geymslurými. 111 fm. Verð 32,9 m. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is „ÁTÖK fyrir botni Miðjarðarhafs“ Svona fyrirsögn hefur verið viðvar- andi í fréttum um margra áratuga skeið. Með alþjóðlegu samkomulagi um stofn- un Ísraels og skiptingu Palestínu má segja að lagður hafi verið grunn- ur að þeim átökum sem staðið hafa í heimshlut- anum nær samfellt all- ar götur síðan. Enda þótt góður vilji hafi ugglaust legið að baki ákvörðuninni að stofna tvö ríki í Palestínu er staðreyndin sú að Pal- estínumenn hafa í raun aldrei notið viðurkenn- ingar alþjóðasamfélagsins. Ástæða þess er ekki síst að Ísrael, með dygg- um og fyrirvaralausum stuðningi Bandaríkjanna, hafa gert allt sem hægt er til að grafa undan Palest- ínumönnum. Margir þeir sem eru hvað best heima í málefnum Miðaust- urlanda telja einmitt að rót vandans í þessum heimshluta liggi í þeim þjóð- ernishreinsunum sem Ísrael hefur staðið fyrir gagnvart palestínsku þjóðinni. Afstaða Íslands Íslensk stjórnvöld hafa allajafna verið höll undir stefnu Bandaríkj- anna í utanríkismálum, afstaðan til málefnanna fyrir botni Miðjarð- arhafs er engin undantekning þar á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst ráðið ferðinni í landstjórninni, því miður, og samstarfsflokkar hans nær undantekningarlaust beygt sig undir utanríkisstefnu hans og fylgt leið- sögn Bandaríkjanna í hvívetna. Það var helst að Steingrímur Her- mannsson hefði dug og kjark til að taka málstað Palestínumanna og sýna þeim virðingu og viðurkenn- ingu. Engum dylst að Bandaríkin hafa mikil áhrif í alþjóðastjórnmálum og engin viðvarandi lausn finnst á deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs nema þau leggi sitt lóð á vogarskál- arnar. En eins og þau hafa komið fram er lítil von til þess að friður komist á. Þau verða nefnilega að breyta um afstöðu gagnvart Ísrael og líklega er það óraunsætt miðað við stöðu mála í bandarískum innan- landsstjórnmálum. Þó væri vert fyrir þarlenda ráðamenn að íhuga að ein- mitt hlutdræg afstaða þeirra í mál- efnum þessa svæðis, kann að eiga stóran þátt í þeim ófriði og ofbeld- isverkum sem almennt eru kennd við hryðju- verk. Ferð utanrík- isráðherra Á stuttu vorþingi nú í kjölfar alþingiskosn- inga, flutti þingflokkur Vinstri grænna tillögu til þingsályktunar um viðurkenningu á rétt kjörinni ríkisstjórn Pal- estínu. Í umræðu um málið upplýsti utanrík- isráðherra að hún hefði ákveðið að heimsækja umrædd svæði og sagðist jafnframt vonast til þess að þverpólitísk samstaða tækist um að koma á eðlilegum samskiptum við stjórn Palestínumanna og að Alþingi kæmi sér saman um ályktun í því sambandi. „Það verður auðvitað verkefni utanríkismálanefndar að takast á við það verkefni,“ sagði utan- ríkisráðherra. Hins vegar hafði ráð- herrann ekkert samráð við utanrík- ismálanefnd um það hvort og þá hvenær væri tímabært að íslenskir ráðamenn færu í heimsókn til átaka- svæðanna og ekkert samráð um hug- myndir, tillögur eða yfirlýsingar um afstöðu Íslands. Þótt það sé afar já- kvætt að utanríkisráðherra Íslands vilji að við sem þjóð beitum okkur í þágu friðar og undir það sé tekið hér, þá veldur það miklum vonbrigðum hvernig sami utanríkisráðherra hef- ur haldið á málum og hvernig hún hefur kosið að hafa að engu sjón- armið jafnaðar og réttlætis til handa hinni kúguðu palestínsku þjóð, til þess eins, að því er virðist, að þóknast Bandaríkjunum og samstarfs- félögum sínum í ríkisstjórn, Sjálf- stæðisflokknum. Það mun engum verða ágengt við að koma á friði sem fyrirfram hefur tekið málstað eins aðilans. Lýðræðið fótum troðið Jafnframt vekur það furðu, að for- maður í norrænum jafnaðarflokki, utanríkisráðherra Íslands, skuli lýsa yfir því að ekki komi til mála að ræða við fulltrúa Hamas-samtakanna, og því er borið við að þau beri ábyrgð á hryðjuverkum. Hvað er eiginlega átt við? Þýðir þessi afstaða að það sé skoðun ráðherrans og ráðgjafa henn- ar að aðrir aðilar deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs hafi ekki stund- að hryðjuverk? Sannleikurinn er sá að allir deiluaðilar eiga sér sögu vopnaðrar baráttu, hryðjuverka. Og allra síst er Ísraelsríki undanskilið í því sambandi. Þetta viðhorf utanrík- isráðherra er bersýnilega hið sama og Bandaríkjastjórn hefur predikað og sjálfstæðismenn, einir flokka hér á landi, hafa tekið undir. Þar til nú, að formaður Samfylkingarinnar gengur í þessa gildru. Samfylkingin hefur samþykkt stefnu sem boðar að við- urkenna beri sjálfstætt ríki Palest- ínumanna og lýðræðislega kjörna stjórn. Í síðustu þingkosningum fengu Hamas-samtökin meirihluta á palestínska þinginu. Á ekki að virða þann vilja þjóðarinnar af því að hann er ekki þóknanlegur Ísrael og Bandaríkjunum? Sem síðan hafa beitt sér fyrir því að þjóðstjórnin, sem mynduð var snemma á þessu ári, hefur verið leyst upp og mynduð minnihlutastjórn Abbasar forseta sem þó byggist ekki á stuðningi pal- estínsku þjóðarinnar. Sú afstaða sem Ísrael og Bandaríkin hafa, og utan- ríkisráðherra Íslands hefur að því er virðist nú skrifað upp á, gengur út á að fótum troða lýðræðið og velja sér viðmælendur sem um leið eru við- hlæjendur. Trúir því nokkur virki- lega að Ísland geti átt hlutverki að gegna við að koma á friði þegar hér- lend stjórnvöld virða palestínsku þjóðina að vettugi? Erindi Íslands í Palestínu Árni Þór Sigurðsson skrifar um afstöðu ríkisstjórnarinnar til ástandsins fyrir botni Mið- jarðarhafs » Afstaðan sem [...] ut-anríkisráðherra hef- ur nú skrifað upp á, gengur út á að fótum troða lýðræðið og velja sér viðmælendur sem um leið eru viðhlæj- endur Árni Þór Sigurðsson Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna. FERÐ Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, til Mið-Austurlanda var gott framtak hjá ráð- herranum. Ferðin var farin til þess að afla upplýsinga i þessum heimshluta svo Ísland gæti mótað sjálfstæða stefnu í málefnum Ísr- aels og Palest- ínuaraba. Þarna er al- ger púðurtunna, sem getur spillt heims- friðnum hvenær sem er. Það skiptir allar þjóðir heims miklu máli hvernig mál Ísr- aelsmanna og Palest- ínuaraba skipast. Margir telja, að lítil þjóð eins og Íslend- ingar geti ekki haft nein áhrif á deilur Ísr- aelsmanna og Palest- ínuaraba. En Norð- menn hafa afsannað þá kenningu. Þeim tókst að gegna hlutverki sáttasemjara í deilu þessara aðila og fyrir tilstuðlan þeirra var hið fræga Óslóar- samkomulag gert. Það er síðan önn- ur saga, að lítið hefur komið út úr því samkomulagi. En deiluaðilar treystu Norðmönnum og sennilega er auðveldara fyrir lítil ríki að gegna hlutverki sáttasemjara í þeirri erfiðu deilu, sem um er að ræða, en fyrir stórveldin og þau ríki, sem tekið hafa eindregna afstöðu með öðrum hvorum deiluaðila. Það er virðingarvert, að utanrík- isráðherra skuli leggja á sig erfiða ferð til Mið-Austurlanda til þess að geta betur en ella markað sjálfstæða stefnu í málefnum þessara landa og þurfa ekki að vera algerlega háð upplýsingum annarra ríkja í þessu efni. Hefur Ísland hlutverki að gegna? Nokkrir þingmenn á þingi Ísraels hreyfðu því í viðtölum við Ingibjörgu Sólrúnu, að ef til vill gæti Ísland tek- ið að sér hlutverk sáttasemjara í deilu Ísraelsmanna og Palest- ínuaraba. Utanríkisráðherra hefur aðeins sagt í því sambandi, að öll ríki heims ættu að reyna að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að stuðla að friði fyrir botni Miðjarð- arhafs. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gagnrýnt það, að Ingibjörg Sólrún skyldi ekki ræða við Hamas-samtökin, þar eð þau hafi fengið mest fylgi í þing- kosningunum í Palestínu. Ingibjörg Sólrún ræddi við Peres, forseta Ísr- aels, og Abbas, forseta Palest- ínuaraba. Hún ræddi við löglega kjörna þjóðhöfðingja beggja þessara þjóða svo og ráðherra og þingmenn þeirra. Hún gerði sér far um að kynnast sjónarmiðum beggja aðila en hún blandaði sér ekki í inn- byrðis deilur Palest- ínuaraba. Hamas hafa með vopnavaldi náð yf- irráðum á Gaza. Það var því útilokað, að ut- anríkisráðherra Íslands ræddi við þau samtök. Ég tel, að hún hafi hald- ið rétt á málum í því efni. Ögmundur Jón- asson telur, að Ingi- björg Sólrún sé að þóknast Bandaríkja- mönnum og Ísraels- mönnum með því að ræða ekki við Hamas- samtökin. Það tel ég ekki vera. Enda þótt Ís- land hafi oft áður fylgt Bandaríkjamönnum óeðlilega mikið að mál- um í utanríkismálum er ekki þar með sagt, að Ísland geri það áfram með nýrri ríkisstjórn og nýj- um utanríkisráðherra. Ég geri mér vonir um, að utanríkisstefna Íslands verði sjálfstæðari í framtíðinni og ferð utanríkisráðherra til Mið- Austurlanda er liður í því að marka slíka stefnu, að mínu mati. Írak: Mestu mistök í utanrík- ismálum Íslands Ingibjörg Sólrún fór einnig til Jórdaníu, en þar er mikill fjöldi flóttamanna frá Írak. Heimsótti ráð- herrann sjúkrahús í Jórdaníu og kynntist þar hörmulegum afleið- ingum stríðsins í Írak og afleið- ingum þess. Er talið, að allt að 700 þúsund flóttamenn frá Írak séu í Jórdaníu. Það hlýtur að hafa tekið á íslenska utanríkisráðherrann að sjá með eigin augum afleiðingar Íraks- stríðsins á sjúkrahúsum í Jórdaníu, vitandi það að Ísland lýsti yfir stuðningi við innrásina í Írak. Sennilega er stuðningur Ís- lands við innrásina í Írak mestu mistök Íslands í utan- ríkismálum fyrr og síðar. Ábyrgð þeirra íslensku stjórnmálamanna, sem ákváðu stuðning Íslands við innrás í Írak, er mikil. Ferð Ingibjargar Sólrúnar til Mið-Austurlanda hefur tekist vel og mun áreiðanlega verða til góðs. Góð ferð Ingibjarg- ar Sólrúnar Björgvin Guðmundsson skrifar um för utanríkisráðherra til Mið-Austurlanda .Björgvin Guðmundsson » Sennilega erstuðningur Íslands við inn- rásina í Írak mestu mistök Íslands í utan- ríkismálum fyrr og síðar. Höfundur er viðskiptafræðingur. MORGUNBLAÐIÐ hefur það orðrétt eftir Þórunni Sveinbjarn- ardóttur umhverfisráðherra 28. júlí sl. að það hefði engu breytt um framkvæmdina við Múlavirkjun „hvort fram hefði farið um- hverfismat eða ekki, vegna þess að fram- kvæmdaraðilar stóðu ekki við fyrirætlanir sínar og fram- kvæmdin var með öðrum hætti en það sem var lagt fyrir Skipulagsstofnun.“ Ráðherrann virðist ekki átta sig á tilgangi þess að setja fram- kvæmd í umhverf- ismat og leikreglum þar að lútandi. Í fyrsta lagi fær almenningur í slíku matsferli tækifæri til at- hugasemda á grundvelli frummats- skýrslu framkvæmdaraðilans. Í öðru lagi þarf Skipulagsstofnun í framhaldi af slíku opnu matsferli að gefa rökstutt álit á því hvort skýrslan uppfylli skilyrði laga þess- ara og reglugerða settra sam- kvæmt þeim og að umhverfisáhrif- um sé lýst á fullnægjandi hátt. Þegar álit Skipulagsstofnunar ligg- ur fyrir skal það kynnt umhverf- isráðherra, framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og öðrum umsagnarað- ilum, svo og þeim sem gert hafa athugasemd- ir við frummats- skýrslu á kynning- artíma. Almenningur skal eiga greiðan að- gang að áliti Skipu- lagsstofnunar og matsskýrslu og skal stofnunin auglýsa í dagblaði sem gefið er út á landsvísu að álitið og matsskýrslan liggi fyrir. Þá skal sá sem veitir framkvæmdaleyfi á grund- velli skipulags- og byggingarlaga auglýsa leyfisveitinguna og þau skilyrði sem henni fylgja ásamt áliti Skipulagsstofnunar og gefa al- menningi sem málið varðar kost á athugasemdum. Ákvörðun sveit- arstjórnar um útgáfu fram- kvæmda- og byggingarleyfis er síð- an kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Við umhverfismat koma ef rétt er að staðið fram aðrar og fyllri upplýs- ingar en ella um viðkomandi fram- kvæmd og ekkert er hægt að full- yrða um það fyrirfram að í hana verði ráðist. Fullyrðing umhverfisráðherra er þannig út í hött og í henni felast röng skilaboð til almennings, stjórnkerfisins og framkvæmda- raðila. Ótrúleg ummæli umhverfisráðherra Hjörleifur Guttormsson skrifar um framkvæmdir við Múlavirkjun » Fullyrðing umhverf-isráðherra er út í hött og í henni felast röng skilaboð til al- mennings, stjórnkerf- isins og framkvæmda- raðila. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.