Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 29 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Hjúkrunarfræðingur með viðtalstíma frá kl. 9-11. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handav. kl. 9-12. Smíði/ útskurður kl. 9-16.30, Félagsvist kl. 13.30.Kl. 10-16 Púttvöllurinn. Sumarferð um Reykjanesið, Grinda- vík, Krísuvík og Strandakirkju verður farin 8. ágúst kl. 10. Upplýsingar í s. 535-2700. Dalbraut 18-20 | Brids alla mánudaga í sumar frá kl. 13 í félagsmiðstöðinni að Dalbraut 18-20. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK Gullsmára 9 og Gjábakka verður lokuð vegna sum- arleyfa 1.-31. júlí. Hægt er að hafa samband ef þörf krefur, við Kristjönu í 897-4566, Guðmund í 848- 5426 og Kristmund í 895-0200. Félagsvist er spil- uð í Gullsmára á mánud. kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ferð um Fjallabaksleið nyrðri og Lakagíga 10. og 11. ágúst. Gist á Hótel Klaustri, Geirlandi. Dagur 1: Landmannalaugar-Eldgjá-Skaftártunga að Geir- landi. Dagur 2: Fjaðrárgljúfur-Fagrifoss og Lakagíg- ar. Brottför Gullsmára kl. 8, Gjábakka kl. 8.15. Listar og nánari upplýsingar í félagsmiðstöðvunum. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Heitt á könnunni til kl. 16. Í Gjábakka er hægt að lesa dagblöðin, taka í spil eða spjalla. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10 postulíns- málun og ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 handavinna. Kl. 20.30 félagsvist. Félagstarfið Langahlíð 3 | Handverks- og bóka- stofa opin. Kl. 10.30 sögustund. Kl. 14.30 kaffiveit- ingar. Kl. 15 söng og samverustund. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin, kl. 10 bænastund, kl. 12 hádegismatur, kl. 15 kaffi. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin, kl. 10 bænastund, kl. 12 matur, kl. 15 kaffi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11-12 leikfimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 11.45- 12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handavinnustofan opin í dag, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar, frjáls spilamennska frá kl. 13-16. Kirkjustarf Vídalínskirkja Garðasókn | Á morgun þriðjudaginn 31. júlí fer Opið hús Vídalínskirkju í vettvangsferð. Lagt af stað frá Vídalínskirkju kl. 13. Ekið um Reykjavík og kaffi drukkið í Perlunni. Heimkoma áætluð um kl. 16. Þeir sem óska að koma með láti vita í síma 895-0169. Allir velkomnir. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur Ásgerður Hlín Þrastardóttir og Magnea Dís Owen, héldu tombólu við 10-11 verslunina á Holti í Hafn- arfirði og færðu Rauða krossinum ágóðann, 2.630 krónur. dagbók Í dag er mánudagur 30. júlí, 211. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Ánæstu vikum má vænta þessað geitungarnir fari á stjá,með tilheyrandi ónæði. Ólaf-ur Sigurðsson mein- dýraeyðir og geitungabani segir ekki stafa mikla hættu af geitungunum þótt stungan geti verið sár: „Geitung- arnir voru frekar seint á ferðinni í ár og má gera ráð fyrir að búin byrji að flosna upp um miðjan ágústmánuð. Þá fljúga úr hverju búi hundruð drottn- inga sem svo leggjast í dvala inni á loftum eða í gróðri þar sem þær hafa skjól, og bíða næsta sumars,“ útskýrir Ólafur. „Þegar engin drottning er eft- ir hætta vinnuflugurnar að sinna bú- störfum og í öllu iðjuleysinu fara þær á ráp áður en þær drepast.“ Ólafur segir geitungana hins vegar ekki árásargjarna nema ef þeim þykir búinu ógnað: „Þá getur verið nóg að labba fram hjá búinu, eða ef bolti skekur tréð eða vegginn þar sem geit- ungarnir hafa komið sér fyrir.“ Í flestum tilvikum má koma auga á búin og þannig vita hvaða svæði geit- ungarnir eru líklegir til að verja: „Trjágeitungurinn er algengastur og byggir sér bú sem líkist grárri kúlu í trjám eða utan á húsum. Erfiðara get- ur verið að koma auga á búið ef geit- ungarnir hafa komið sér fyrir undir þakklæðningu, og að sama skapi vandasamt að uppræta slík bú ef af þeim hlýst mikið ónæði,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs geta einföld húsráð dugað við flestum stungum: „Það er andstyggð að vera stunginn og sár- vont í nokkrar klukkustundir á eftir. Einfalt ráð er að kreista til blóðs úr stungunni sem allra fyrst, til að ná eitrinu út, en það getur dregið nokkuð úr sársaukanum,“ segir Ólafur. „Ef fólk hins vegar kennir einhverra of- næmiseinkenna, s.s. útbrota, bjúgs á vörum, erfiðleika við öndun eða al- mennrar vanlíðanar og ógleði þarf strax að leita til læknis. Ofnæm- isviðbrögð eru sjaldgæf, en geta í sumum tilvikum verið lífshættuleg.“ Ólafur segir erfitt að fyrirbyggja fjölgun geitunga: „Helst má ráðleggja fólki, ef það sér til stórra flugna á vori, að reyna að ná þeim því þar er drottning á ferð að leita að hentugum stað fyrir bú. Einnig þurfa húsbyggj- endur hér á landi að setja skordýr- anet í þakkanta líkt og gert er á Norðurlöndunum, svo geitungurinn og önnur skordýr geti ekki komið sér þar fyrir.“ Heilsa | Geitungarnir fara á stjá í ágúst en eru sjaldan hættulegir Best að forðast búin  Ólafur Sigurðs- son fæddist í Hafn- arfirði 1953. Hann lauk BS í mat- vælafræði frá HÍ. Hann starfaði hjá Iðntæknistofnun, var gæðastjóri í fiskiðnaði á Hjalt- landseyjum um skeið og síðar gæðastjóri hjá Hag- kaupum og því næst hjá Kaupási. Ólafur hefur starfað við mein- dýravarnir í hartnær áratugi. Eig- inkona Ólafs er Anna Bergsteinsdóttir læknaritari og eiga þau tvær dætur. RÚSSNESKUR hermaður lemur í sundur múrsteina með hamri á maga félaga síns. Þessi óvenjulega skemmtun var hluti af hátíðardagskrá rússneska sjóhersins sem fram fór í borginni Vladivostok í austurhluta Rússlands nú um helgina. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjum hafi orðið meint af en menn hljóta að spyrja sig hvað rússneski sjó- herinn geri við óvini sína fyrst þetta eru blíðuhótin sem þeir veita vinum sínum. Reuters Helgargaman rússneskra sjóliða FRÉTTIR MEÐAL þeirra sem koma fram á Síldarhátíðinni á Siglufirði í ár eru: Páll Óskar, Jógvan, sigur- vegari X-Factor, og Hara systur, sem urðu í öðru sæti í X-Factor. Hljómsveitin Bermúda kemur fram auk hljómsveitarinnar Karma með Labba í Mánum fremstan í flokki. Gylfi Víðisson, sem margir kannast við úr X-Factor, og Lísa Hauksdóttir, Idol-stjarna úr Idol stjörnuleit 2005. Geirmundur Valtýsson og hljómsveit og hljómsveitin Tröllaskagahrað- lestin. Á staðnum verður tívolí á veg- um Sprell-leiktækja. Atriði verð- ur flutt úr Abbababb, trúðarnir Búri og Bína leika sér og andlits- málun verður fyrir börnin. Dorg- veiðikeppni, söngvarakeppni fyr- ir börnin, síldarsaltanir og bryggjuböll, sjóstangveiðimót og sæþotuleiga er meðal þess sem hægt verður að dunda sér við. Margt fleira verður í boði en dagskrá og aðrar upplýsingar um hátíðina má finna á slóðinni www.siglo.is. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Söltun Síld kemur við sögu á Siglufirði um verslunarmanna- helgina. Dagskrá Síldar- ævintýris á Siglufirði                            AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Myndlist Ráðhús Reykjavíkur | Reynir Þorgrímsson opnar sýn- inguna „Skartgripir fjallkonunnar“ kl. 14. Hún stendur til 12. ágúst. Morgunblaðið/Sverrir BARÐSNESHLAUP verður venju samkvæmt haldið í Nes- kaupstað um verslunarmanna- helgina, laugardaginn 4. ágúst. Raunar er nú um tvö hlaup að ræða, þ.e. hið hefðbundna 27 km Barðsneshlaup og hið 13 km Hellisfjarðarhlaup, sem er eig- inlega hálft Barðsneshlaup þar sem hlaupinn er síðari leggur þess hlaups. Skipuleggjendur hlaupsins leggja mikið upp úr því að sem flestir taki þátt, hvort sem þeir kjósa að hlaupa, skokka eða ganga. Þetta sumarið eru 10 ár síðan stofnað var til Barðsneshlaups- ins og verður nú hlaupið í 11. skipti. Barðsneshlaup er 27 km víðavangshlaup sem hlaupið er frá Barðsnesi sunnan Norð- fjarðarflóa til Neskaupstaðar um firðina þrjá er ganga inn úr flóanum – Viðfjörð, Hellisfjörð og Norðfjörð. Síðustu árin hefur ungur Norðfirðingur, Þorbergur Jóns- son, sigrað í Barðsneshlaupinu með töluverðum yfirburðum. Á þeim árum sem Þorbergur hef- ur hlaupið hefur hann bætt tíma sinn mikið og er nú kom- inn fast að tveimur tímum með tímann 2:00:29. Unnið er að gerð heimildarmyndar um Barðsneshlaup og náttúru Norðfjarðarflóa og verður hlaupið og undirbúningur þess kvikmyndaður. Barðsneshlaup í ellefta skipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.