Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
KARLMAÐUR á fertugsaldri lést
af sárum sínum eftir skotárás á
Sæbraut á tólfta tímanum í gær-
dag. Árásarmaðurinn, sem er á
svipuðum aldri, fannst á Þingvöll-
um nokkru síðar; hann hafði svipt
sig lífi. Málið telst upplýst og er
aðdragandinn sá að maðurinn sem
varð fyrir skotárásinni hafði ný-
verið tekið upp samband við fyrr-
verandi eiginkonu árásarmannsins.
Í bréfi stíluðu á lögreglu var tilefni
árásarinnar staðfest.
Fá vitni höfðu í gærkvöldi gefið
sig fram við lögreglu og er því
margt á huldu hvað skotárásina
varðar. Vitað er að sprungið dekk
var á bifreið fórnarlambsins og af
ummerkjum á vettvangi mátti sjá
að náð var í varadekk í farang-
ursgeymslu bílsins, en ekki lengra
komist. Hvort árásarmaðurinn
veitti fórnarlambinu eftirför eða
röð tilviljana réð því að þeir hittust
á þessum tiltekna stað fæst ekki
staðfest, né heldur hvað þeim fór á
milli. Samskipti þeirra enduðu með
því að árásarmaðurinn hleypti af
22 kalíbera rifli og byssukúla hafn-
aði í vinstra brjósti fórnarlambs-
ins.
Bílstjóri sendibifreiðar, og jafn-
framt helsta vitnið um aðstæður á
vettvangi, var á leið um Sæbraut
þegar stórslasaður maðurinn
stöðvaði ferð hans og bað um
hjálp. Ekki náðist í bílstjórann en
lögregla höfuðborgarsvæðisins
staðfesti að árásarmaðurinn hefði
þá enn verið á staðnum og með
skotvopnið á lofti. Sá gerði hvorki
tilraun til að stöðva fórnarlamb sitt
né hafði hann uppi ógnandi tilburði
í garð bílstjórans.
Fannst á Þingvöllum
Bílstjóri sendibifreiðarinnar ók
með manninn að Laugardalslaug
og gerði jafnframt lögreglu við-
vart. Tveir starfsmenn laugarinnar
komu að og reyndu björgunarað-
gerðir, en maðurinn var þá varla
með lífsmarki. Sjúkraliðar komu
að stuttu síðar, hófu endurlífgun-
araðgerðir og fluttu manninn í
skyndi á bráðamóttöku Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss. Maðurinn
gekkst undir aðgerð en ekki
reyndist unnt að bjarga lífi hans.
Hann var úrskurðaður látinn rétt
fyrir klukkan eitt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu hélt blaðamannafund um miðj-
an dag í gær þar sem greint var
frá helstu atvikum. Þar kom m.a.
fram að þegar í stað hafi grunur
fallið á ákveðinn aðila. Einu tengsl
þeirra voru þau að hinn látni hefði
nýlega tekið upp samband við fyrr-
um konu árásarmannsins. Leit var
gerð að manninum og stóð yfir
þegar tilkynnt var um látinn mann
í bifreið við Hrafnagjá á Þingvöll-
um, það var laust eftir klukkan
eitt. Maðurinn svipti sig lífi með
sama skotvopni.
Hann ritaði bréf fyrir sjálfsvígið
og stílaði á lögreglu. Hörður Jó-
hannesson yfirlögregluþjónn vildi
ekki upplýsa um efni bréfsins að
fullu en sagði það staðfesta tengsl-
in milli skotárásarinnar og sjálfs-
vígsins. Málið er því talið upplýst.
Ýmsum spurningum ósvarað
Hvorugur mannanna á að baki
sakarferil og lögregla hefur ekki
upplýsingar um hvort deilur hafi
staðið milli þeirra. Þá vildi Hörður
ekki greina frá högum fólksins,
sagði málið vera harmleik og eng-
um tilgangi þjóna að upplýsa um
einkahagi fólksins.
Þrátt fyrir að málið sé talið upp-
lýst heldur rannsókn áfram og er
ýmsum spurningum ósvarað, s.s.
um aðdraganda árásarinnar. Lög-
regla hefur óskað eftir vitnum en
staðið hefur á viðbrögðum.
Lést eftir skotárás á Sæbraut
Morgunblaðið/Sverrir
Sendibíllinn Ökumaður sendibifreiðar flutti manninn að Laugardalslaug þar sem starfsmenn reyndu endurlífgun.
Sæbraut Sprungið dekk var á bíl mannsins og hafði varadekkið verið tekið úr farangursgeymslunni.
Árásarmaðurinn svipti sig lífi í kjölfarið Málið talið upplýst og rakið til afbrýðisemi
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Nýr vegur Í framtíðinni liggur ökuleiðin að Hreðavatni í gegnum Bifröst.
Göngustígur Neðan við núverandi veg að Hreðavatni verður lagður
göngustígur niður Grábrókarhraun þar sem nýja vatnslögnin er.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
AFLEGGJARINN að Hreðavatni
verður sameinaður aðkomunni að
Bifröst og lagður þar sem nýja vatns-
æðin var lögð á milli núverandi veg-
ar að Hreðavatni og Bifrastar. Neð-
an vegarins að Hreðavatni verður
gerður göngustígur þar sem vatns-
æðin liggur yfir Grábrókarhraun
auk aðkomuleiðar að borholunum.
Byrjað var að bora eftir vatni í
miðju Grábrókarhrauni neðan Bif-
rastar árið 2005 og lagnir einkum
lagðar þar árið eftir. Vel gekk að
leggja um 30 km nýja vatnsæðina frá
Bifröst í Borgarnes og var hún vígð í
byrjun janúar í ár.
Samfara lagningu vatnsæðarinnar
varð þónokkurt rask á hrauninu og
miklu meira en landeigendur höfðu
gert ráð fyrir, að sögn Birgis Hauks-
sonar, eins af eigendum Hreðavatns.
Hann segir að í samráði við landeig-
endur hafi verið reynt að bregðast
við jarðraskinu með því að hreyfa
við því þannig að ekki væri hægt að
Göngustígur og vegur í Grábrókarhrauni