Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 39
Eftir Ómar Örn Hauksson
mori@itn.is
Það kannast ef til vill ekkimargir við nafnið JJAbrams en fleiri ættu aðkannast við sjónvarps-
þættina sem hann hefur framleitt;
Alias og Lost auk þriðju Mission:
Impossible-myndarinnar sem hann
leikstýrði. Þættirnir sem hann hef-
ur komið að hafa fjallað um leynd-
ardómsfulla hluti, samsæriskenn-
ingar og því um líkt sem kveikir
forvitni áhorfandans og límir hann
við skjáinn í hverri viku. Núna hef-
ur JJ Abrams bætt um betur og
gert kvikmyndaáhugamenn
snælduvitlausa yfir stiklu sem var
sýnd á undan kvikmyndinni Trans-
formers í Bandaríkjunum og er
kynningarmyndbrot fyrir næstu
mynd Abrams sem verður frum-
sýnd í janúar á næsta ári.
Það er lifandi og risastórt
Stiklan sýnir myndbandsupptöku
úr kveðjupartíi fyrir Rob nokkurn
sem er á leið til Japans en í miðju
teitinu kveður við ógurlegt öskur
og drunur utan frá. Gestirnir
hlaupa upp á þak til þess að sjá
hvað er í gangi. Þar verða þau vitni
að gífurlegri sprengingu neðarlega
á Manhattan-eyju, svo öflugri að
logandi braki rignir yfir þau. Gest-
irnir forða sér aftur inn í húsið og
út á götu þar sem mikil skelfing
hefur gripið um sig. Einhver heyr-
ist kalla: „Ég sá það! Það er lifandi
og risastórt!“ Skiptir svo engum
togum að höfuð Frelsisstyttunnar
kemur fljúgandi inn götuna og
lendir rétt hjá kvikmyndatöku-
manninum. Stiklan endar svo með
dagsetningunni á frumsýningunni
og engu öðru, ekki heiti mynd-
arinnar eða nöfnum leikara.
Þögull sem gröfin
Þetta stutta myndskeið sem fór
eins og eldur um sinu á Netinu og
var nóg til þess að kvikmyndanör-
dar um allan heim fóru að rýna í og
ráða stikluna. Er þetta ný Godzilla-
mynd? Mynd byggð á sögum H.P.
Lovecraft um Cuthuhlu? Eða jap-
anska risavélmennið Voltron? JJ
Abrams hefur sjálfur sagt að efni
myndarinnar sé nýtt og ekki byggt
á nokkrum sköpuðum hlut. Hann
hefur bent á að framleiðslufyr-
irtæki hans hafi komið á fót vefsíð-
um tengdum myndinni (vitað er um
01-18-08.com og Slusho.jp) sem
innihaldi þær vísbendingar sem
segi til um raunverulegan söguþráð
myndarinnar en annars er Abrams
þögull sem gröfin.
Ódýr í framleiðslu
Nafn myndarinnar (í það minnsta
leyniheiti hennar) mun vera annað
hvort Cloverfield eða Slusho. Clo-
verfield mun vera gamalt nafn á
flugvelli sem er skammt frá skrif-
stofu Abrams en Slusho er svala-
drykkjartegund sem hefur áður
komið fyrir í Alias og Lost og halda
menn að myndin gerist í sama
„veruleika“ og þeir þættir – þótt
hún tengist þeim ekki á neinn ann-
an hátt. Myndin er einnig furðu
ódýr í framleiðslu, kostar um 30
milljónir dala og helmingnum af
þeirri upphæð verður eytt í tækni-
brellur. Einnig er vitað að myndin
verður öll tekin upp á myndbands-
upptökuvélar, líkt og Levis-
netauglýsingarnar sem teknar voru
upp hér á landi í fyrra og sýndu
myndbandsupptökur almennings af
risastórri strengjabrúðu sem labb-
aði niður Laugaveginn.
Eitthvað að frétta á næstunni
Þessi auglýsingabrella sem
Abrams og félagar notast við er
kölluð „viral marketing“ og var
einnig notuð fyrir Lost-seríuna
þegar nokkrar sjónvarpsstöðvar
víðsvegar um heiminn tóku sig
saman fyrir ári um að færa raun-
veruleika þáttanna yfir til okkar í
formi vefsíðna fyrirtækisins Hanso
Foundation sem stundar rann-
sóknir á eyjunni dularfullu, auk
bloggsíðu einstaklings sem leitast
við að uppræta fyrirtækið ógurlega.
Tilraunin tókst vel og því er ekkert
skrítið að þeir vilji reyna þessa að-
ferð fyrir þessa dularfullu kvik-
mynd.
Það verður því spennandi að sjá
hvaða upplýsingar leka út á næst-
unni en vonir manna um að eitthvað
myndi fréttast á Comic-con þar
sem JJ Abrams var gestur um
helgina virðast hafa orðið að engu.
Hvað er
Cloverfield?
Ráðgáta Godzilla, Cuthuhlu eða risavélmennið Voltron? Hver sneiddi höfuðið af Frelsisstyttunni?
Dularfullt Kvikmyndanördar um allan heim reyna nú sem þeir geta að
ráða í vísbendingar um efni nýjustu myndar JJ Abrams.
»Einhver heyrist
kalla: „Ég sá það!
Það er lifandi og
risastórt!“
KVENNASVEITIN Heimilistónar
hefur sent frá sér plötuna Herra ég
get tjúttað. Auk geisladisksins
fylgir útgáf-
unni DVD-
diskur með
heimild-
armyndinni
Heimilistónar í
Ameríku.
Myndin segir
frá ferð hljóm-
sveitarinnar til
Bandaríkjanna, tónleikahaldi henn-
ar og ýmsum ævintýrum þar í
landi.
Tónlist Heimilistóna er létt popp
frá sjöunda áratugnum sem hefur
verið snarað á íslensku. Textarnir
eru oft þýddir beint yfir á íslensku
og eru afskaplega skemmtilega
samsettir. Beinu þýðingarnar gera
þá oft skemmtilegri en ella, þeir
verða fyndnari og hrárri fyrir vikið.
Myndin er skemmtileg viðbót
enda flestar liðskonur Heimilistóna
vandaðar leikkonur. Ekki fer mikið
fyrir raunsæi en til þess var leik-
urinn ekki gerður.
Herra ég get tjúttað var nú lík-
lega ekki tekin upp í þeim tilgangi
að breyta tónlistarsögunni en engu
að síður er hún mjög skemmtileg.
Mér þótti best að hlusta á hana við
heimilisstörfin og legg til að aðdá-
endur sveitarinnar geri slíkt hið
sama. Tónlist á borð við þessa á að
gleðja – og ná dömurnar í Heim-
ilistónum svo sannarlega að koma
því verki til skila.
Gleðitónar
Heimilistóna
TÓNLIST
Heimilistónar – Herra ég get tjúttað
Helga Þórey Jónsdóttir
HLJÓMSVEITIN Lada Sport hefur
verið starfandi um alllangt skeið.
Hún tók þátt í Músíktilraunum árið
2004 og komst
þar í annað
sæti. Síðan hafa
orðið talsverðar
mannabreyt-
ingar í sveitinni
sem hún hefur
staðið af sér
með prýði.
Time and
Time Again er fyrsta stóra platan
hennar. Tónlistin er hresst rokk í
anda Weezer og fleiri álíka hljóm-
sveita – án þess þó að vera „stóner“-
rokksveit. Mér þótti ég einnig heyra í
Dinosaur Jr og fleiri síðrokks-
sveitum. Engu að síður hefur Lada
Sport sinn eigin hljóm, hún eru ekki
ein af þessum sveitum sem apa upp
eftir eftirlætis tónlistarmönnunum
sínum og gefa það út á plötu. Frekar
fylgja þeir þeim stíl sem þeim líkar og
leika sér innan hans.
Lögin eru afskaplega vönduð og
vel samin. Útsetningarnar ganga upp
og henta lögunum ágætlega. Textana
myndi ég seint kalla tímamótaverk en
þeir eru skemmtilegir, oft fyndnir og
jafnvel fullir af reiði. Lagið „Gene
Pacman“ þótti mér sérstaklega
skemmtilegt en einnig má nefna „The
World is a Place for Kids Going Far“
sem einnig er hressandi tónsmíð.
Lada Sport mega vel við plötu
þessa una. Hún er vönduð og metn-
aðarfull auk þess sem hljóðfæraleik-
urinn er mjög fínn. Við hlustun plöt-
unnar varð mér þó ljóst að Lada
Sport nýtir ekki fyllilega þá fjöl-
breytni sem hún býr greinilega yfir.
Það sem skortir er bætt upp með
virkilega góðu samspili og mjög
sterkum lagasmíðum. Á heildina séð
er þetta mjög eiguleg plata, stútfull af
fallegu gleðirokki.
Hrífandi gleðirokk
TÓNLIST
Lada Sport – Time and Time Again
Helga Þórey Jónsdóttir
TEIKNISÖGUSERÍAN Y: The
Last Man hefur hlotið töluverðar
vinsældir en nú er von á að verk
þeirra Brian K. Vaughan (höfundur)
og Piu Guerra (teiknari) rati á hvíta
tjaldið. Eins og nafnið gefur til
kynna fjallar serían um síðasta
manninn á jörðinni með y-litning og
það er leikstjórinn DJ Caruso sem
mun reyna að skila þessari sögu um
dauðateygjur karlmennskunnar sem
best hann getur á hvíta tjaldið. Shia
LeBeouf sem er sjóðheitur eftir að
hafa slegið í gegn sem einn af fáum
mennskum leikurum í Transformers
er sterklega orðaður við hlutverk
þessa síðasta karlmanns jarðkringl-
unnar. LeBeouf lék einmitt fyrir Ca-
ruso í síðustu mynd hans, Disturbia,
eins konar táningaútgáfu af Rear
Window Hitchcocks sem væntanleg
er í íslensk kvikmyndahús í lok
ágúst.
Síðasta
karldýr
jarðarinnar
Comix Úr myndasögunum um Y.
KVIKMYNDIN um Simpsons-
fjölskylduna sívinsælu fór beint á
toppinn vestanhafs yfir mest sóttu
kvikmyndirnar um helgina. Alls
kom ríflega 71 milljón dollara í
kassann en aðeins fjórar kvikmynd-
ir hafa gert betur sína fyrstu sýn-
ingarhelgi á þessu ári.
Myndin sem var í fyrsta sæti yfir
mest sóttu myndirnar í síðustu
viku, I Now Pronounce you Chuck
and Larry, hrapaði í annað sæti,
með ríflega 19 milljónir dollara og
álíka upphæð samanlagt eftir tvær
sýningarvikur og The Simpsons
rakaði inn á fyrstu sýningarhelgi.
Hrapaði gróði hennar um 40% frá
fyrri viku.
Fimmta Harry Potter-myndin er
í þriðja sæti eftir þrjár sýning-
arvikur, með samanlagt 241 milljón
dollara í gróða og stefnir hún í að
verða mest sótta Harry Potter-
myndin á eftir Viskusteininum.
Söngvamyndin Hairspray er síðan í
fjórða sætinu en þar er John Tra-
volta sagður fara á kostum í hlut-
verki íturvaxinnar húsmóður. Í
fimmta sæti er ný mynd, No Re-
servations en í sjötta kemur svo
framtíðartryllirinn Transformers
sem væntanleg er í bíó landsins..
The Simpsons
slá í gegn – enn á ný
Reuters
Mest sótt Skapari The Simpsons, Matt Groening, ætti að geta verið kátur.