Morgunblaðið - 30.07.2007, Side 31

Morgunblaðið - 30.07.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 31 Krossgáta Lárétt | 1 mikill þjófur, 8 sýður saman, 9 elur, 10 greinir, 11 frumstæða ljósfærið, 13 peningum, 15 stubbs, 18 fornrit, 21 hrós, 22 æla, 23 vondum, 24 farartæki. Lóðrétt | Lóðrétt: 2 hylur grjóti, 3 stúlkan, 4 skíra, 5 skapanorn, 6 riftun, 7 örg, 12 erfðafé, 14 sár, 15 fokka, 16 óhreinka, 17 ólifnaður, 18 í vafa, 19 pumpuðu, 20 ná yfir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 trúss, 4 ræsta, 7 parts, 8 suðið, 9 sek, 11 rúst, 13 gaur, 14 ætlun, 15 skýr, 17 álit, 20 enn, 22 loddi, 23 aug- un, 24 nunna, 25 nesta. Lóðrétt: 1 tæpar, 2 útrás, 3 sess, 4 rösk, 5 síðla, 6 arður, 10 eklan, 12 tær, 13 Gná, 15 sælan, 16 ýldan, 18 logns, 19 tinna, 20 eira, 21 nafn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þegar þú heldur að samband eigi eftir að endast skaltu treysta því. Líka að glötuð sambönd kenni þér ým- islegt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er engin tilviljun að finna frá- bær bílastæði. Heldur ekki að fá þú- veist-hvern. Það er plan í gangi og þú ert með taktinn á hreinu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert mjög næmur á sam- skipti þín og annarrar manneskju. Hvar sem þú ert færðu og skilur skilaboðin og undirskilaboðin. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það þarf hvorki að ræða né rýna í vandamálin þín. Gleymdu þeim í 24 tíma og þau gætu þess vegna horfið. Á meðan skaltu einbeita þér að ein- hverju áhugaverðu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Hentu þér út í fjörið þótt það liggi kannski ekki endilega lífið á. Það góða við þig er að þú bíður ekki alltaf fram á seinustu stundu með að framkvæma hlutina. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú rekst á þá sem geta haft mikil áhrif á frama þinn. Þú þarft ekk- ert að gera til þess að þessi sambönd gagnist þér. Í raun er betra að þegja. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert á móti rótgróinni hegðun og trú. Þú þarft ekki að vera í áhrifastöðu til að hafa áhrif. Ást er sterkasta aflið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þegar þú varst lítill dreymdi þig um þennan tíma í lífi þínu. Nú dreymir þig um þegar þú varst lítill. Ákveddu í dag að fara bara fram á við. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hættu að haga þér eins og þú heldur að þú eigir að gera, í stað sem er þér eðlislægt. Eins og Jedi Master Yoda sagði: „Gerðu það eða ekki. Það er ekkert sem heitir að reyna.“ (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert sérlega næmur, skiln- ingsríkur og samúðarfullur við fólkið sem þú elskar – og líka við það sem þú þekkir varla. Það er þitt framlag til friðar á jörðu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Viltu enda rifrildi um völd? Láttu undan, gefðu hinni manneskju fulla stjórn yfir aðstæðum. Það verður bara til þess að þú verður glaður á ný. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það reynir á að finna út hvort þú sért í alvöru tilbúinn eða ekki. Gerðu það samt fljótt, tækifærið er að renna þér úr greipum. stjörnuspá Holiday Mathis 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d4 cxd4 5. Rxd4 d5 6. Bf4 Be7 7. e3 O-O 8. Be2 Rc6 9. O-O a6 10. Bf3 h6 11. Hc1 Bd6 12. cxd5 exd5 13. Rxd5 Rxd5 14. Bxd5 Bxf4 15. Bxc6 Bxe3 16. fxe3 bxc6 17. Rxc6 Dg5 18. Dd4 He8 19. Hf3 Dg4 20. Re7+ Kf8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Ottawa í Kanada. Sigurvegari mótsins, kín- verski stórmeistarinn Bu Xiangzhi (2685), hafði hvítt gegn Bandaríkja- manninum Daniel Rensch (2400). 21. Hcf1! De6 svartur hefði einnig tapað eftir 21...Hxe7 22. Dd8+. 22. Dd6! Hxe7 drottningin á d6 var friðhelg vegna mátsins á f7. 23. Hxf7+ Dxf7 24. Hxf7+ Kxf7 25. Dd5+ og svartur gafst upp enda hrókurinn á a8 að falla. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Tilfinningasveiflur. Norður ♠K62 ♥K3 ♦Á107652 ♣D5 Vestur Austur ♠107 ♠G9853 ♥G52 ♥Á1064 ♦984 ♦KD ♣98764 ♣102 Suður ♠ÁD4 ♥D987 ♦G3 ♣ÁKG3 Suður spilar 3G. Breski blaðamaðurinn Mark Horton segir skrítnar sögur. Hann horfir mik- ið á aðra spila og mjög oft líkar honum illa það sem hann sér. Hér vakti norður á tígli og austur kom inn á einum spaða. Ekki stór glæpur, en Horton var ekki hrifinn: „Lélegur litur og óþarfi að hjálpa sagnhafa að staðsetja háspilin.“ Nú, sagnir enduðu í 3G og vestur kom út með spaðatíu, sem sagn- hafi tók heima og lét tígulgosann rúlla til austurs. Aftur spaði, enn drepið heima og tígli spilað á ÁSINN. „Þetta hefur austur fyrir blaðrið,“ kveðst Horton hafa hugsað, en þá gerast und- ur mikil: Sagnhafi spilar næst LITLUM tígli úr borði og vestur fær slaginn á níuna! Suður hafði sem sagt „gleymt“ því að tígulgosinn var farinn. „Það er nefnilega það,“ hugsaði Hor- ton, stóð upp og fékk sér sæti við annað borð. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði var aðalræðumaðurá ráðstefnunni Skattalækkanir til kjarabóta nú fyrir helgi. Hvað heitir hann? 2 Íslenskir skátar eru á leið á heimsmót sem er aðhefjast. Í hvaða landi er það haldið? 3 Hver er nýr framkvæmdastjóri Íþróttasambands Ís-lands? 4 Frændur á Akranesi hafa gefið út hljómdisk meðSkagalögum til styrktar ÍA. Hverjir eru þeir? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Gamalreyndur fréttahaukur hefur verið ráðinn almanna- tengslafulltrúi Kópavogsbæjar. Hver er hann? Svar: Þór Jóns- son. 2. Ný göng á Austfjörðum eru sögð í burðarliðnum. Hvaða bæi tengja þau? Svar: Eskifjörð og Neskaupstað í Norðfirði. 3. Útgerðarfélagið Brim hefur fengið nýjan togara. Hvað nefnist hann? Svar: Brim- nes. 4. Stórtónleikar með tíu hljómsveitum verða í borginni á Menningarnótt. Hvar? Svar: Miklatúni. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR LANDSLIÐ Íslands í fallhlífarstökki dvelur nú við æfingar í Kolomna í Rússlandi við undirbún- ing fyrir þátttöku í heimsbikarmóti í fallhlíf- arstökki sem haldið verður í Stupino í Rússlandi í ágúst. Meðlimir landsliðsins eru Sigurður Jó- hannsson, Hjörtur Blöndal, Örvar Arnarson, Tryggvi Jónasson og Skúli Þórarinsson. Á meðan á æfingum stendur í Rússlandi hefur liðið ráðið margfaldan heimsmeistara í mynst- urflugi að nafni Stephan Lipp, sem var meðlimur í Golden Knights til fjölda ára, en þeir voru heimsmeistarar í mynsturflugi í fjöldamörg ár. Að sögn Sigurðar hefur Stephan komið með mikla þekkingu og tækni við þjálfun á liðinu. Mynsturflug byggist upp á að raða saman á fyrirfram ákveðinn hátt þeim fjölda af fólki sem í stökkinu er. Aðaltilgangur er að ná eins mörg- um munstrum eins og hægt er á 35 sekúndum. Með í stökkinu er myndatökumaður og tekur hann upp allar æfingar og munstur sem liðið nær að raða saman og dæmt er að lokum eftir þeim myndatökum. Landsliðið í fall- hlífarstökki við æf- ingar í Rússlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.