Morgunblaðið - 30.07.2007, Side 12

Morgunblaðið - 30.07.2007, Side 12
12 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA HELST ... ● HAGNAÐUR fréttaveitunnar Reut- ers á fyrri hluta ársins nam 114 milljónum punda sem er 19% aukn- ing frá sama tímabili í fyrra. Veiking dollarans gagnvart pundinu hafði áhrif á afkomuna en tekjur Reuters á tímabilinu drógust saman um 0,7%. Nú er ókyrrð á mörkuðum sem eykur fréttaeftirspurn. Ráðamenn Reuters búast því væntanlega við líflegum viðskiptum á næstunni. Óróinn eykur viðskipti ● HAGNAÐUR evrópska flug- vélaframleiðand- ans EADS, sem framleiðir Airbus- flugvélarnar, á fyrri helmingi þessa árs var 78% lægri en á sama tímabili í fyrra. Nam hagnaður- inn 367 milljónum evra í ár, eða um 30 milljörðum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að sterk evra gagn- vart dollara og seinkun á afhendingu flugvéla frá verksmiðjunum eigi stærstan þátt í minni hagnaði, en af- hending A380 risaþotunnar til við- skiptavina hefur að margra mati dregist úr hófi fram. Sala EADS á fyrri hluta þessa árs nam 9,5 millj- örðum evra, sem er um 4% minni sala en á sama tímabili í fyrra. Franska ríkið á 15% í EADS og franska samsteypan Lagardere á 7,5% hlut. Þýska ríkið á ekki beinan eignarhlut í EADS en þýska fyr- irtækið DaimlerChrysler og þýskir bankar eiga 22,5% hlut. Minni hagnaður hjá móðurfélagi Airbus Þotur Fjórar A380 risaþotur á flugi. Í FRÉTT á heimasíðu Neytenda- samtakanna er farið þungum orðum um þá aukningu sem orðið hefur á gengisbundnum útlánum. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu eru gengisbundin lán nú 12% af heildarskuldum heimilanna. „Þróunin er sláandi í ljósi þess að þrjár af fjórum spám gengisvísitölu krónunnar spá veikingu upp á 12- 17% og 14,6% að meðaltali,“ segir í frétt samtakanna. Samkvæmt 4,8% meðalverðbólgu- spá til ársloka 2008 má því ætla að höfuðstóll gengistryggðs láns muni vaxa 10% umfram höfuðstól verð- tryggðs láns á sömu vöxtum. Neytendasamtökin segjast ekki geta mælt með töku gengistryggðra lána og mæla einnig með að þau séu greidd upp eins og kostur er á meðan gengi íslensku krónunnar er eins sterkt og nú því von sé á mikilli veik- ingu. Stýrivextir stjórni gengi krón- unnar vegna þess að möguleikar á að ávaxta íslenskar krónur í ríkis- skuldabréfum auka eftirspurn eftir íslenskum krónum og almennt sé bú- ist við að Seðlabankinn lækki vexti og þar með muni gengi krónu lækka. Morgunblaðið/Golli Lán Neytendasamtökin mæla með greiðslu gengistryggðra lána sem fyrst. Áhyggjur af gengis- bundnum útlánum til starfa hjá félaginu skömmu eftir stofnun þess. Félagið var stofnað á árinu 1970 og var Eyjólfur þá sigl- ingafræðingur hjá Loftleiðum. Flugvöllurinn í Saarbrücken er svipaður á stærð og Reykjavíkur- flugvöllur með um tvö þúsund metra flugbraut. Um hálf milljón farþega fer um flugvöllinn á ári en þaðan er aðallega flogið til og frá flugvöllum innan Þýskalands og nágrannaland- anna. Saarbrücken er í suðvestur- hluta Þýskalands, skammt frá landa- mærunum að Frakklandi. Þar búa um 180 þúsund manns. Ráðinn flugvallar- stjóri í Þýskalandi Eyjólfur Hauksson fer frá Cargolux til Saarbrücken Morgunblaðið/Frikki Flugvallarstjórinn Eyjólfur Hauksson tekur við nýja starfinu í næstu viku, en hann hefur starfað hjá Cargolux í rúm 36 ár. EYJÓLFUR Hauksson, flugmaður og flugrekstrarstjóri hjá Cargolux í Lúxemborg, hefur verið ráðinn flug- vallarstjóri í Saarbrücken, höfuð- borg Saarlands í Þýskalandi. Hann tekur við starfinu hinn 1. ágúst nk. Hann segir að það leggist vel í sig að taka við hinu nýja starfi. „Ég ákvað reyndar fyrir nokkrum árum að hætta að fljúga um sextugt og fara þá á eftirlaun, en ég varð ein- mitt sextugur í febrúarmánuði síð- astliðnum. Stjórnvöld í Saarlandi, sem sjá nú um rekstur flugvallarins, höfðu hins vegar samband við mig fyrir nokkru og báðu mig um að taka að mér þetta starf í að minnsta kosti eitt ár. Mér leist ágætlega á það og ákvað því að slá til.“ Fyrsti flugvöllurinn Eyjólfur segir að aðstaðan á flug- vellinum sé mjög góð og hann sé ein- ungis í rúmlega 100 kílómetra fjar- lægð frá heimaslóðum hans í Lúxemborg. „Svo skemmtilega vill til að Saar- brücken er fyrsti flugvöllurinn sem Cargolux flaug til eftir að fyrirtækið var stofnað. Dagfinnur Stefánsson var flugstjóri í þeirri ferð, en verk- efnið var að sækja varahluti fyrir Ford-bílaverksmiðjurnar sem eru við Saarbrücken og fljúga með þá til Englands.“ Eyjólfur hefur starfað í rúm 36 ár hjá Cargolux en hann var fyrsti að- stoðarflugmaðurinn sem ráðinn var Í HNOTSKURN » Í Saarbrücken búa180.000 manns en á höfuð- borgarsvæðinu öllu býr rúm milljón manna. » Saarland var lengi mikiðkola- og iðnaðarhérað og þar var unnið járn og stál. » Nú hefur frægðarsól hér-aðsins hnigið að þessu leyti með minnkandi mikil- vægi kola í iðnaði. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FASTEIGNAVERÐ er tekið að lækka í sumum nágrannalöndum okkar og seljendur eiga orðið erfið- ara með að losna við íbúðir en verið hefur í nokkurn tíma. Þetta á til að mynda við í Danmörku, á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Þessu er öfugt farið hér á landi því verðið hefur víð- ast hvar haldið áfram að hækka og umsvifin hafa að stærstum hluta haldist mikil. Fyrst fór að bera á miklum erf- iðleikum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum síðastliðið vor. Í marsmánuði voru birtar upplýsingar um að vanskil af íbúðalánum hefðu aukist mikið og að þau væru meiri en þau hefðu verið frá því mælingar hófust. Vanskilin hafa aukist síðan. Vandinn í Bandaríkjunum var og er mestur í tengslum við auknar lán- veitingar fjármálafyrirtækja sem gerðu ekki jafn stífar kröfur til lán- takenda um greiðslugetu og áður hafði verið gert. Þessi lánafyrirtæki tóku því meiri áhættu, en það hefur með afgerandi hætti komið í bakið á þeim. Aukin vanskil lántakenda í Banda- ríkjunum eru að stórum hluta til komin vegna hækkunar á vöxtum þar í landi, auk þess sem hækkun ol- íuverðs hefur haft sín áhrif. Nýjustu upplýsingar frá Banda- ríkjunum eru ekki uppörvandi fyrir fasteignamarkaðinn þar í landi, en sala á nýjum íbúðum dróst saman um 6,6% í júnímánuði síðastliðnum. Það er töluvert meiri samdráttur en sérfræðingar höfðu spáð. Þá lækkaði verð um 2,2%. Sala á notuðum íbúð- um vestanhafs hefur einnig dregist saman. Í frétt á fréttavef BBC- fréttastofunnar er haft eftir sérfræð- ingum að þessar upplýsingar bendi til þess að lægðin á fasteignamark- aðinum í Bandaríkjunum sé jafnvel enn dýpri en áður hafi verið talið. Daufari sala í Danmörku Í frétt á fréttavef danska blaðsins Berlingske Tidende segir að töluvert erfiðara sé fyrir byggingaraðila að selja nýjar íbúðir. Þetta eigi til að mynda við um lúxusíbúðir á hafnar- svæðinu í Kaupmannahöfn. Um 1.700 þeirra standi nú auðar, og þær sé ekki einu sinni hægt að leigja út. Þá segir í frétt blaðsins að vandinn sé einnig farinn að dreifast út fyrir borgarmörk Kaupmannahafnar, og ástæðan sé að stórum hluta hækkun vaxta þar í landi að undanförnu. Í frétt Berlingske er haft eftir Christian Heinig, sérfræðingi hjá Danske Bank, að tempóið í bygging- ariðnaðinum í Danmörku sé greini- lega á niðurleið. Kaupendur bíða á Bretlandi Staðan á Bretlandi er ekki ósvipuð því sem er í Danmörku, nema hvað þar er ekki einvörðungu dræmari sala á nýjum íbúðum. Erfiðara er einnig að selja notaðar íbúðir en ver- ið hefur lengi. Á fréttavef Independent er haft eftir fasteignasölum að þeir séu farn- ir að óttast að fasteignamarkaðurinn muni ekki ná sér aftur á strik á næst- unni. Margir hafi neyðst til að setja íbúðir sínar í sölu, eftir vaxtahækk- anirnar að undanförnu. En á sama tíma ákveði fleiri og fleiri nýir vænt- anlegir íbúðakaupendur að fresta kaupum þar til ljóst verði að vaxta- hækkunum sé lokið. Í frétt Guardian segir að sérfræð- ingar séu farnir að spá því að árið 2008 verði líklega það slakasta á fast- eignamarkaðinum á Bretlandi í ára- tug. Þá kemur fram að samtök breskra bankastarfsmanna og sam- tök byggingaraðila hafi sagt að vaxtahækkanir Englandsbanka, sem hefur hækkað stýrivexti sína fimm sinnum á innan við ári, séu sannar- lega farnar að bíta. Breytingar á markaði Íbúðaverð er farið að lækka í sumum nágrannalöndum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íbúðir Mun erfiðara er fyrir byggingaraðila að selja nýjar íbúðir í Dan- mörku, en fasteignaverð fer lækkandi í mörgum nágrannalanda okkar. HAGNAÐUR þýska bílafram- leiðandans Volkswagen jókst um 42% á öðrum ársfjórð- ungi samanborið við sama tímabil í fyrra og nam 1,22 milljörðum evra. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra nam hagnaður félagsins 859 millj- ónum evra. Sala VW jókst um 6,2% í fjórðungnum, nam 28,21 milljarði evra samanborið við 26,56 millj- arða evra árið á undan. Hagnaður VW á fyrstu sex mán- uðum ársins nam 1,96 milljörðum evra sem er 65% aukning frá fyrri hluta ársins 2006 er hagnaðurinn var 1,2 milljarðar evra. Lækkun á markaði Á fyrri hluta ársins námu tekjur VW 54,8 milljörðum evra sem er 5,7% aukning frá sama tímabili í fyrra er tekjurnar námu 51,8 millj- örðum evra. Skýrast auknar tekjur einkum af aukinni sölu í Evrópu og Asíu. Hlutabréf Volkswagen hækk- uðu um 2,1% í kauphöllinni í Frank- furt í gærmorgun eftir að afkoma félagsins var kynnt. Aukning hagnaðar kemur í kjöl- far mikillar hagræðingar í rekstri félagsins. Hefur starfsmönnum í Þýskalandi verið fækkað um 20% og samkvæmt nýjum samningum við starfsmenn vinna þeir 4,2 klukkustundir til viðbótar á viku án þess að fá greitt aukalega fyrir það. Hagnaðar- aukning hjá Volkswagen SAMKEPPNISYFIRVÖLD innan Evrópusambandsins hafa kært bandaríska örgjörvafyrirtækið Intel fyrir að hafa misnotað markaðsráð- andi stöðu sína með því að hindra að- gengi samkeppnisfyrirtækisins Adv- anced Micro Devices að viðskiptavinum. Í ákærunni er Intel sakað um að hafa veitt tölvuframleiðendum um- talsverðan afslátt af vörum sínum ef þeir hættu við að panta vörur frá Advanced Micro Devices eða frest- uðu því að setja tölvur á markað sem nota örgjörva frá Advanced Micro Devices. Intel er jafnframt ásakað um að hafa selt ákveðnum viðskipta- vinum örgjörva undir kostnaðar- verði til þess að hindra að þeir létu setja örgjörva frá Advanced Micro Devices í vélar sínar. Intel, sem er með höfuðstöðvar sínar í Santa Clara í Kaliforníu, er stærsti örgjörvaframleiðandi í heimi. Hefur fyrirtækið tíu vikur til að svara ásökunum ESB. Rannsókn ESB á Intel hefur staðið yfir frá árinu 2001. Byggist rannsóknin á kvörtunum frá AMD og tölvufram- leiðendum sem hafa ásakað Intel um að útiloka samkeppni á markaði fyr- ir örgjörva sem byggjast á Microsoft hugbúnaði. Evrópsk samkeppnis- yfirvöld gegn Intel VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.