Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 9
Morgunblaðið/Sverrir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Dragtir á hálfvirði LAGERSALA 23. JÚLÍ - 3. ÁGÚST Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 FJÓRIR voru fluttir á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss þegar lögreglubifreið í forgangsakstri lenti í árekstri við sendibifreið á gatnamótum Kringlumýr- arbrautar og Laugavegar um hádegisbil í gærdag. Lögregluþjónar voru á leið á vettvang skotárásar sem átti sér stað á Sæbraut. Enginn slasaðist alvarlega og allir voru útskrifaðir samdægurs. Bílarnir skemmdust hins vegar töluvert. Lentu í árekstri á leiðinni Morgunblaðið/Sverrir LÖGREGLAN boðaði til frétta- mannafundar kl. 15.30 í gær og greindi þar frá gangi rannsóknar á morðinu við Sæbraut, en þá var í reynd búið að upplýsa málið. Hafði þá lík meints morðingja fundist á Þingvöllum og þar fannst jafnframt bréf stílað á lögregluna. Það voru þeir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn, Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn og Sigurbjörn Víðir Eggerts- son aðstoðaryfirlögregluþjónn sem hittu fréttamenn í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Harmleikurinn upplýstur Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ vonumst til þess að sem flest- ir íbúar noti þetta tækifæri sem hugmyndaleitin gefur til að senda tillögur sínar og hugmyndir og að- stoða þannig borgaryfirvöld við að byggja upp svæðið til framtíðar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavík- urborgar, um hugmyndaleit um uppbyggingu í Kvosinni sem nú stendur sem hæst. „Markmiðið er að reyna að tengja saman sögu og fortíð þessa svæðis, en eins að huga að framtíðarnýtingu og uppbygg- ingu,“ segir Hanna Birna sem er formaður dómnefndar hugmynda- leitarinnar, en með henni í dóm- nefnd sitja borgarfulltrúarnir Dag- ur B. Eggertsson og Óskar Bergsson, Björgólfur Guðmunds- son frá Landsbankanum, Lárus Blöndal frá Hótel Borg og Dennis Jóhannesson og Valdís Bjarnadótt- ir frá Arkitektafélaginu. Hugmyndaleitin öllum opin Borgarráð ákvað sem kunnugt er að efna til hugmyndaleitar um heildarlausn á uppbyggingu í kjöl- far bruna húsanna í Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Hanna Birna minnir á að hugmyndaleitin nái ekki bara til svæðisins sem brann heldur líka til Lækjartorgsins og alls umhverfis þess, allt til Póst- hússtrætis og Tryggvagötu. „Hug- mynd okkar með þessu verkefni er að íbúar fái tækifæri til að koma hugmyndum sínum áleiðis um upp- byggingu og fegrun þessa svæðis, hvort heldur fólk hafi hugmyndir um allt svæðið eða einstaka litla hugmynd um hvað við getum gert til að tryggja að þetta svæði hafi þann sess sem við viljum að það hafi í huga borgarbúa,“ segir Hanna Birna og minnir á að hug- myndaleitin sé öllum opin, bæði fagmönnum og íbúum. Tekur Hanna Birna fram að hægt sé að skila inn hugmyndum í því formi sem fólk sjálft kjósi, hvort heldur í formi teikninga eða niðurskrifaðra hugmynda. Leggja áherslu á að uppbygging hefjist sem fyrst Að sögn Hönnu Birnu hefur dómnefndin þegar valið sex arki- tektastofur sem setja muni fram tillögur að uppbyggingu. Þær eru Argos, Gullinsnið og Studio Granda, VA arkitektar og Landslag ehf., Henning Larsen architects, Arkitema K/S og ARKþing ehf. arkitektar, KRADS arkitektar og Gehl architects. Aðspurð hvað taki við að hugmyndaleit lokinni segir Hanna Birna að dómnefndin muni fara yfir framkomnar hugmyndir og velja samstarfsaðila fyrir borg- ina. „Dómnefnd mun fyrir haustið velja aðila til að halda utan um og þróa áfram uppbygginguna á svæð- inu. Það getur orðið einn eða fleiri aðilar, allt eftir því hvaða hug- myndir skila sér. Síðan verða veitt- ar viðurkenningar fyrir þær hug- myndir sem taldar eru þess eðlis að borgin vilji vinna frekar með þær.“ Spurð hvenær búast með við að formleg uppbygging á svæðinu hefjist í stað þeirra húsa sem brunnu segir Hanna Birna ljóst að borgaryfirvöld leggi áherslu á að uppbygging geti hafist sem fyrst. Segir hún vonir standa til þess að deiliskipulagsvinna liggi fyrir með haustinu. Þess má að lokum geta að frestur til að skila hugmyndum rennur út 9. ágúst nk. og eiga hug- myndir að berast til skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar má nálgast á: skipbygg.is. Tengir saman for- tíð svæðisins og framtíðarnýtingu  Borgaryfirvöld vonast eftir tillögum frá sem flestum íbúum  Stefnt að því að deili- skipulagsvinna liggi fyrir með haustinu horfa eftir langri, beinni línu. Þar eigi að setja fínna efni í botninn og útbúa göngustíg niður eftir hraun- inu, en með tímanum sé vonast til að mosi grói að stígnum. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, seg- ir að ekki hafi þurft að leggja slóða vegna lagnarinnar heldur hafi hún verið lögð í gamlan girðingaslóða sem hafi verið lagður fyrir um 20 ár- um. Í samráði við landeigendur og aðra hagsmunaaðila hafi frágangur verið mismunandi. Sums staðar hafi kurl verið sett í slóðann þar sem verði gönguslóðar og á öðrum stöð- um sé verið að gera tilraunir með endurheimt á upprunalegum gróðri. Reynslan sýni að mosinn grói nokk- uð vel á um áratug en reynt sé að flýta fyrir þeirri þróun með þessum tilraunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.