Morgunblaðið - 30.07.2007, Side 15

Morgunblaðið - 30.07.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 15 MENNING KATALÓNSKI sirkusinn Lice de Luxe frá Barcelona skemmtir gestum og gangandi á Ingólfstorgi í dag kl. 17. Götusirkus þessi er í heims- reisu og næst á eftir Íslandi í röðinni eru Ítalía og Perú. Þetta er með minni sirkusum enda ekki nema þrír sem skemmta, en þeir hafa einnig unnið með sænska sirkusnum Cirkus Cirkör sem margir Ís- lendingar kannast við. Atriðið er upphitun fyrir Reyfi-hátíðina sem haldin verður á vegum nor- ræna hússins, en hún hefst hinn 18. ágúst og stendur til 28. ágúst. Götulist Frá Ingólfstorgi til Perú Kona úr sirkusnum tekur fáein spor. ANNAÐ kvöld kl. 20.30 heldur Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari tónleika í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Þar flytur hún verk eftir Jo- hann Sebastian Bach, Wolf- gang Amadeus Mozart, Claude Debussy, Frederic Chopin, Ro- bert Schumann og Snorra Sig- fús Birgisson. Þetta eru fyrstu einleikstónleikar Guðrúnar Dalíu hérlendis að loknu námi við Tónlistarháskólann í Stuttgart. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 krónur en Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er til húsa á Laug- arnestanga 70. Tónlist Píanótónleikar Guðrúnar Dalíu Guðrún Dalía Salómonsdóttir Í NÝJASTA tölublaði enska tónlistartímaritsins Early Music Today er grein um Ís- land og ýmsa íslenska tónlist- armenn sem leika forntónlist. Höfundur greinarinnar er Jer- emy Barlow en hann lék sjálfur með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands árið 1963. Í greininni tekur hann viðtal við þá Arngeir Heiðar Hauks- son, Árna Heimi Ingólfsson og Sigurð Halldórsson og segir frá helstu viðburðum og tónlistarhópum tengdum forntónlist á Íslandi og hvar helst er hægt að nálgast hjóðritanir af slíku efni. Tónlist Íslensk forntónlist í bresku tímariti Árni Heimir Ingólfsson Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is Haft var eftir Chopin aðekkert væri yndislegraen að hlusta á klassískangítar – nema þá kannski að hlýða á samleik tveggja gítara. Ís- lendingum gefst svo sannarlega kost- ur á að sannreyna þessar hugleið- ingar meistarans helgina 10.-12. ágúst næstkomandi, en þá verða hinir árlegu Kammertónleikar á Kirkju- bæjarklaustri haldnir sextánda sinni. Klassísku gítarleikararnir Francisco Javier Jáuregui og Robert Bright- more hyggjast hleypa þar fimum fingrum um strengi, en auk þeirra koma fram fiðlungurinn Elena Jáu- regui og píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson. Hinn síðarnefndi hlaut einmitt Íslensku tónlist- arverðlaunin árið 2006 sem besti flytjandinn í flokki sígildrar tónlistar, meðal annars fyrir leik sinn á Kamm- ertónleikunum í fyrra. Loks syngur hin margverðlaunaða Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir messósópr- ansöngkona. Allir flytjendurnir eru búsettir erlendis, svo að Íslendingum býðst hér ljómandi tækifæri til þess að bergja af list þeirra. Syngur réttu orðin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir hitar raunar ekki einungis upp raddböndin fyrir hátíðina. „Þetta er annað árið í röð sem ég er listrænn stjórnandi,“ segir hún. „Í ár verður hljóð- færaskipan með nokkuð breyttu sniði; í fyrra vorum við með tvo söngvara, fiðlu, horn, píanó og gítar.“ Þetta árið verður dagskráin líka sér- lega litskrúðug, „allt frá klassíska tímabilinu, Haydn og Beethoven, og fram til dagsins í dag.“ Fjölmörg tón- skáld verða á borð borin: til að mynda spænsk tónskáld og tuttugustu aldar tónsmiðir. „Þá verður nýtt verk frumflutt. Hugi Guðmundsson var beðinn sér- staklega um að semja það – en ekki var þó einungis fenginn tónsmiður heldur einnig skáld. Kristján Þórður Hrafnsson skrifaði mónólóg eða ein- tal, „Réttu orðin“.“ Síðan sneið Hugi tónverk við orðin, fyrir messósópran, fiðlu og tvo gítara. „Þetta er svolítið leikrænt verk, svona eins og lítil sena,“ útskýrir Guðrún. En hvernig verður dagskránni svo háttað? „Ég reyni að láta alla koma fram á öllum tónleikum. Þetta verður mjög blönduð dagskrá. Allir hljóð- færaleikararnir spila einleik og einn- ig með öðrum – það er sem sólistar og kammertónlistarmenn. Kannski mætti segja að laugardagstónleik- arnir verði sérstaklega spænskir og á sunnudaginn verði nýrri tónlist í önd- vegi, það er frá 20. og 21. öldinni. Á fyrstu tónleikunum hljómar svo eldri tónlist og klassískari.“ Hvað fylgir svo í kjölfarið? „Ég söng nýlega með Philharm- onia Orchestra í Royal Festival Hall í London, verk eftir George Benjamin; svo frumflutti ég einnig nýlega verk eftir Huga Guðmundsson í Hollandi. Eftir Kammertónleikana syng ég í Íslensku óperunni, tónskáldið í Ari- adne auf Naxos eftir Richard Strauss, og einnig með Sinfóníunni í nóvember.“ Íslendingum gefst því gnótt tæki- færa til að hlýða á söngkonuna á síð- ari hluta þessa árs og er um að gera að nýta þau, því síðan heldur söng- konan í tónleikaferðalag um Kóreu og Kína með spænskri kammersveit. Hún hefur mikið unnið með þeirri sveit og meðal annars ferðast til Búlgaríu, Svíþjóðar og Finnlands. Spennandi og fjölskrúðug dagskrá Morgunblaðið/ÞÖK Guðrún Jóhanna Vinsælt er hjá tónlistarunnendum að gista í ná- grenni Kirkjubæjarklausturs og njóta náttúrufegurðar og tónlistar. Hinir árlegu Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri haldnir helgina 10.-12. ágúst, nú í sextánda sinn KALDA stríðið er löngu búið og nú skiptast Rúss- ar og Banda- ríkjamenn á listasýningum frekar en kjarn- orkuáætlunum. Fyrir tveimur ár- um var listasýn- ingin Russia! haldin í New York og nú þakka Rússarnir fyrir sig með sýn- ingunni Art in America: 300 Years of Innovation. Mótorhjól eru í stóru hlutverki, enda var Dennis Hopper fenginn til þess að opna sýninguna, ásamt raunar breska leikaranum Jeremy Irons sem viðurkenndi að hann væri ekkert sérstaklega hrif- inn af bandarískri list – en sú list þrífst þó að mörgu leyti á því að Evrópubúar fyrirlíti hana um leið og þeir innbyrða hana oft af meiri áfergju en sína eigin list. Meira en 100 myndir eru á sýn- ingunni sem sýna hvernig Banda- ríkin hafa breyst úr litlu nýlend- uríki yfir í stórveldi á aðeins 300 árum. Moscow Times greindi frá. Stórveldi skiptast á list Ingrid Verk Andy Warhol af Ingrid Bergman með hatt. Í UPPHAFI þessa mánaðar voru hundrað ár liðin frá fæðingu mexíkönsku bylt- ingarkonunnar og listmálarans Fridu Kahlo. Af því tilefni er nú í gangi fyrsta stóra yfirlitssýn- ingin á verkum hennar sem haldin er í Mexíkóborg, nánar tiltekið í menningarhúsinu Palacio de Bellas Artes. Verkin eru fengin að láni frá listasöfnum víða um heim og auk þess eru til sýnis ljósmyndir, heimildarmyndir, einkabréf og fleira tengt listakon- unni, margt áður óbirt. Frida Kahlo lifði erfiðu lífi og málverk hennar tjá sársauka henn- ar, líkamlegan sem og andlegan. Ung að árum lenti hún í alvarlegu bílslysi sem hún jafnaði sig í raun- inni aldrei á. Hjónaband hennar og kommúnistans og málarans Diego Rivera var stormasamt og bæði héldu þau reglulega framhjá, Frida átti meðal annars í frægu sambandi við byltingarleiðtogann fyrrver- andi Trotsky eftir að hann flúði til Mexíkó frá ógnarstjórn Stalíns. Frida Kahlo sýnd í Mexíkó Hluti sjálfsmyndar Fridu Kahlo. ÍSLENSKI listamaðurinn Hreinn Friðfinnsson fékk afar lofsam- legan dóm í sunnudagsútgáfu The Observer fyrir sýningu sína í Serpentine Gallery. Gagnrýnandinn Laura Cumm- ing er afskaplega hrifinn af því hvernig Hreinn nær að leiða áhorfandann aftur til vetrarnætur á íslenskri strönd fyrir 36 árum þar sem hann byggði hvít hlið sem aðeins sunnanvindurinn gat opn- að. Þetta barnabókalega stef er um leið goðsagnakennt og 14 ljós- myndir Hreins frá þessum tíma má sjá á sýningunni. Hún lýsir Hreini sem ekki síðra skáldi en ljósmyndara og skúlp- túrlistamanni og er hrifin af því hve óhræddur listamaðurinn er við það að vera rómantískur og nefnir það þegar hann gerir til- raun til þess að grípa regnbogann með höndunum. Þá sé hann spar á alla stæla og sanni svo sannarlega að lítið sé oft meira. Þá þykir Lauru hann ná með eftirminnilegum hætti að end- urvekja minningar sem ásækja huga okkar, um horfna staði, gleymdar tilfinningar og týnda vini. Hún lýsir Hreini sem helsta listamanni Íslendinga og telur einnig til hinn hálfíslenska Ólaf Elíasson og Steingrím Eyfjörð, sem hún segir yndislega glettinn. Fyrir áhugasama gesti Lund- únaborgar stendur sýningin til 2. september. Hreinn fær frábæra dóma í Observer Lundúnir sigraðar Hreinn Frið- finnsson þykir lunkinn við að kveikja á sameiginlegum minn- ingum listunnenda. ♦♦♦ Kammertónleikar á Kirkju- bæjarklaustri 2007: Föstudagur 10. ágúst kl. 21.00. Einkum leikin gömul, klassísk tónlist, svo sem verk eftir meistara á borð við Haydn og Beethoven. Laugardagur 11. ágúst kl. 17.00. Spænsk tónlist í fyrirrúmi. Sunnudagur 12. ágúst kl. 15.00. Tónlist frá 20. og 21. öld áber- andi. Flytjendur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, messósópran og listrænn stjórnandi. Víkingur Heiðar Ólafsson, pí- anó. Francisco Javier Jáuregui, klassískur gítar. Robert Brightmore, klassískur gítar. Elena Jáuregui, fiðla. Dagskráin AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.