Morgunblaðið - 30.07.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 30.07.2007, Síða 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ M örgum þætti það hreint glapræði að tryggja ekki heim- ilið sitt, til dæmis fyrir bruna, inn- broti eða öðrum minni tjónum enda oftast verulegir fjármunir fólgnir í heimilum fólks og innbúi. Hið sama ætti að sjálfsögðu að eiga við um þau heimili sem eru dregin út um allt land og er þar átt við húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, pallhús og tjaldvagna en þar sömuleiðis getur vantrygging reynst dýrkeypt. Við þetta bætist að áhættan á vegum landsins er fremur há, t.d. fjúka hjólhýsi reglulega þegar vindstrekkingur lætur til sín taka. Greinarmunur á húsvögnum og húsbílum Húsbílar og hjólhýsi hafa fyrir löngu náð að heilla landann enda þykir fólki þægilegt að geta leitað í gott skjól undan óstöðugu veð- urfari. Með tilliti til trygginga er hinsvegar gerður greinarmunur á þessum heimilum á hjólum að því leytinu til að húsbílar, sem ganga fyrir eigin vélarafli eru tryggðir á sama hátt og fólksbílar, en vagnar sem eru dregnir eru tryggðir á annan hátt. Þannig er vagninn tryggður í umferðinni þegar hann er aftan í bíl og ber ábyrgðar- trygging bílsins þannig ábyrgð í því tjóni sem vagninn veldur, sam- kvæmt umferðarlögum. Almenna reglan er sú að iðgjald er reiknað út frá verðmati. Þannig er lítið mál að ákvarða bætur á kaskótryggðum vögnum ef um er að ræða nýlega vagna eða algenga og gildir það sama hjá stærstu tryggingafélögunum sem öll bjóða upp á tryggingar fyrir þennan hóp en skoðaðar voru tryggingar hjá Tryggingamiðstöðinni, Verði, Sjóvá-Almennum tryggingum og Vátryggingafélagi Íslands. Ekki fengust aðrar upplýsingar hjá Verði og TM en þær sem koma fram á heimasíðum þeirra um tryggingar á ferðavögnum þar sem ekki náðist í fólk vegna sum- arleyfa. Hjá Sjóvá þarf ekki að gera neinar sérstakar ráðstafanir varð- andi húsbíla sem eru metnir upp að 8 milljónum. Ef kemur til tjóns er tjónamatið samskonar og með alla aðra bíla en hér getur komið upp vandamál ef til tjóns kemur þegar um er að ræða bíla sem ekki eru til fyrir á markaðnum. Það eru t.d. til húsbílar sem kosta allt að 20 milljónir á landinu sem eiga sér enga líka og þannig getur verið erfitt að ákvarða markaðs- virði bílsins og því mögulegt að upp komi ágreiningur um verð- matið milli vátryggingartaka og tryggingafélagsins þar sem raun- virðið ákvarðar upphæðina sem greidd er út við t.d. altjón. Arndór Hjartarson deildarstjóri einstaklingsþjónustu hjá Sjóvá- Almennum tryggingum, segir að ekki þurfi að gera neinar ráðstaf- anir með húsbíla ef þeir eru undir 8 milljónum króna að raunvirði. „Raunvirði er sú fjárhæð sem sambærilegt ökutæki að tegund, aldri eða gæðum kostar á almenn- um markaði á tjónsdegi“ segir Arndór, en ef ekki er til sambæri- legt ökutæki þá er reynt að finna út sanngjarnt verð og samkomu- lagi náð við vátryggingartakann þannig.“ Agnar Óskarsson, forstöðumað- ur tryggingaþjónustu, sem varð fyrir svörum hjá Vátrygginga- félagi Íslands, segir VÍS tryggja út frá verðmati ökutækisins, þegar um sérstök eða öðruvísi ökutæki er að ræða, en það þurfi þá vissu- lega að meta það áður en það er tryggt. „Í þessum tilvikum horfum við á viðkomandi tæki ef það er öðruvísi en öll önnur. Ef menn koma ekki með hefðbundinn bíl verðum við að meta það sérstaklega og meta út frá þeirri áhættu sem þar ligg- ur að baki. Við skoðum verðmatið með eigandanum og menn komast svo bara að niðurstöðu með það. Verðmatið er svo lagt til grund- vallar iðgjaldinu,“ segir Agnar en þar með er hægt að girða fyrir að ágreiningur komi upp síðar ef tjón verður. Það er því full ástæða fyrir þá sem hafa húsbíl eða húsvagn sem hefur farið í gegnum gagngerar breytingar, er sérinnfluttur og er ekki sambærilegur við aðra bíla eða vagna, að athuga hvernig þessum málum er háttað hjá tryggingafélagi vátryggingartak- ans og það áður en kemur til tjóns. Hjólhýsi og vagnar einfaldari í tryggingu Þannig má segja að það sé helst að fólk geti lent í vandræðum með tryggingarnar á húsbílum, en hús- vagnar, hjólhýsi, fellihýsi, pallhús og tjaldvagnar eru í langflestum tilfellum álíka útbúin eða þá að auðvelt er að færa sönnur á raun- virði eða markaðsvirði. Húsbílar eru eins og áður sagði tryggðir líkt og um fjölskyldubíl- inn sé að ræða og á það einnig við um kaskótrygginguna. Húsvagnar hvers konar eru hinsvegar bara tryggðir fyrir því tjóni sem vagn- inn veldur þegar vagninn er í um- ferð aftan í bíl. Til viðbótar er hægt að kaskó- tryggja húsvagna og þar er verð- mæti lagt til grundvallar iðgjald- inu sem áður. Í þessum tryggingum er trygging á innbúi upp að ákveðnu marki en einnig er hægt að fá sérstaka tryggingu fyr- ir innbú húsvagna ef um er að ræða sérstaklega dýrt innbú en DVD-spilari, sólarsellur, raf- stöðvar leiðsögukerfi og fleira í þeim dúr getur safnast saman í stórar fjárhæðir. „Þú velur ekki innbúsfjárhæðina heldur er þetta föst fjárhæð. Há- marksbætur fyrir lausafé í hús- vögnum eru allt að 100 þúsund fyrir tjaldvagn, 200 þúsund fyrir fellihýsi og 300 fyrir hjólhýsi,“ segir Agnar. Fyrir þá sem ferðast um landið með heimilið á hjólum er því ljóst að mikilvægt er að kynna sér skil- mála tryggingafélaganna ítarlega, sér í lagi ef ferðast er um á heim- ili á hjólum sem líklegt er að erfitt geti orðið að finna markaðsverð á. Þannig má vísa í heimasíðu Neyt- endasamtakanna en þar segir „mikilvægt er fyrir tryggingartaka að kanna vel hvað sé eðlilegt verð þeirra hluta, sem krafist er bóta fyrir og tryggingafélagið telur ekki borga sig að gera við. Kaup- verðið skiptir þar miklu máli“. ingvarorn@mbl.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Dýrt spaug Hjólhýsi geta verið sérlega viðkvæm fyrir hliðarvindum og stundum eru vindhviður það skarpar að hvers kyns aftanívagnar geta fokið fyrirvaralaust út af. Að tryggja heimili á hjólum Það er til margs að líta þegar tryggja skal húsbíla eða húsvagna, ekki síst ef um er að ræða bíla eða vagna sem eru einstakir, þ.e. ef ekki eru til sambærileg ein- tök af þeim á landinu. Ingvar Örn Ingvarsson kann- aði tryggingamál heimila á hjólum. nokkrum tugum senti- metra styttra heldur en getur hafa verið þægi- legt. Smám saman varð Víkverja ljóst að konu- kvölin þurfti að ganga í gegnum niðurlæg- inguna vegna þess að hún hugðist ganga í hjónaband á næstu vik- um. Þegar skrækjandi stúlknahópurinn sveif framhjá Víkverja heyrði hann þær æpast á um að fallhlífar- stökkið væri næst á dagskrá og því næst magadansinn. Víkverji hefur séð jafnmargar amerískar bíómyndir og hver annar og þekkir því hugmynd- ina um að fólk skuli ganga í gegnum einhverja manndómsvígslu fyrir hjónaband til þess að kveðja lífsstíl hinna einhleypu, þó að Víkverja finn- ist það að vísu heldur gamaldags hugsun að illmögulegt sé að lyfta sér upp eftir að í hnapphelduna er komið. Kannski liggur skýringin einmitt þar? Kannski hefur unga kynslóðin gert sér grein fyrir því að munurinn á lífsstíl hinna giftu og hinna ein- hleypu er ekki alltaf mjög mikill og stendur fyrir þessari fásinnu svo að brúðhjónunum finnist í raun og sann að þau séu að sleppa í örugga höfn hjónabandsins eftir ólgusjó æskuár- anna? Svo liggur þarna hugsanlega hótun – ef hjónabandið endist ekki, þá hverfa báðir aðilar aftur í hóp ein- hleypra. Víkverji væri tilbúinn að vera giftur næstum því hverju sem er ef það þýddi að hann þyrfti ekki að fara í fallhlífarstökk og magadans á meðan. Víkverji hefur um árabil mátt vera í sambýli við teiknimyndirnar um ástina á síðum Morgunblaðsins. Vík- verji fordæmir það að fólk á leið í hjónaband þurfi að æða í gegnum miðbæinn tjargað og fiðrað í nafni ástarinnar. Víkverji varð fyrirþeirri óskemmti- legu reynslu að sjá unga stúlku hafða að athlægi í miðbæ Reykjavíkur fyrir skemmstu. Henni hafði bersýnilega verið byrl- uð einhver ólyfjan, veg- farendur höfðu hana að háði og spotti og stúlkugreyið virtist ekki hafa rænu á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Skýringin á því kann að vísu að vera sú að förunautar hennar og helstu kvalarar virt- ust einnig vera hennar nánustu vinkonur og drógu þær hvergi af sér við að auka á þjáningar konunnar sem var klædd í heldur niðurlægjandi skrúða, með höf- uðdjásn úr plasti og í pilsi sem var           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MOLI (The piece) er sam- vinnuverkefni hönnuðanna Tinnu Gunnarsdóttur, Sigríð- ar Sigurjónsdóttur og Guð- rúnar Lilju Gunnlaugsdóttur, sem þær hafa nefnt „Tuesday project“. Markmiðið er að skoða íslenska náttúru og menningararfinn en einnig tækifærin sem felast í tak- mörkunum. Moli er kollur sem framleiddur er úr ís- lensku birki. Guðrún Lilja, hvers vegna birki? „Birki er ofsalega fallegur viður og sérstakur. Erlendis vekur hann jafn- an athygli enda öðruvísi, þéttari í sér en víða. Íslenska birkið er líka tak- markað eins og upplagið af kollunum, sem eru aðeins 111 en það var sam- anlagður aldur okkur hönnuðanna þegar við hönnuðum þá. Það má ekki ganga á auðlindir náttúrunnar.“ Óvæntur moli Molinn er á sýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum. www.listasafnreykjavikur.is www.tuesdayproject.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.