Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 40
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Skotárás í Reykjavík  Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut í skotárás á Sæbraut stuttu fyrir hádegi í gær. Árás- armaðurinn fannst nokkru síðar á Þingvöllum þar sem hann hafði svipt sig lífi. Málið telst upplýst, en mörg- um spurningum er þó enn ósvarað. Lögregla hefur óskað eftir vitnum að atburðinum en staðið hefur á við- brögðum. »8 Banaslys í umferðinni  Banaslys varð við verslunina Minni-Borg í Grímsnesi á laug- ardagskvöld þegar ökumaður bif- hjóls féll af hjóli sínu í árekstri við jeppa sem kom á móti. »2 Kosningar í Japan  Stjórnarflokkurinn í Japan beið afhroð í kosningum til efri deilda þingsins í gær. Shinzo Abe, forsætis- ráðherra Japans, sagði að úrslitin væru mikil vonbrigði, en hann ætlar þó ekki að segja af sér, öfugt við spár margra. »14 Kæra umhverfisráðherra  Landeigendur, Náttúruvernd- arsamtök Íslands og Fuglavernd- unarfélag Íslands ætla að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna lagn- ingar Vestfjarðavegar í gegnum Teigsskóg. Sýslumaðurinn á Pat- reksfirði er ósáttur og segir stefn- endur fara með rangt mál. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Nýjar baráttuaðferðir Forystugreinar: Raunsæi í samgönguráðuneyti | Nató og Afganistan Ljósvaki: Allsherjar gúrka á sumrin UMRÆÐAN» Hinn stóri sannleikur Erindi Íslands í Palestínu Góð ferð Ingibjargar Sólrúnar Skipulagsslys á Kársnesi Gróður á nágrannaslóð Allt til alls á 28 fermetrum Að njóta ávaxtanna Fyrsta vatnsveitan á Íslandi … FASTEIGNIR » Heitast 18°C | Kaldast 10°C  Sunnan- og suð- austan 8-13 m/s og rigning eða súld. Hæg- ari og þurrt norð- austan- og austanlands. » 10 Heiða Jóhannsdóttir gefur umhverfis- slysinu Hómer Simpson fjórar stjörnur af fimm mögulegum. » 37 DÓMUR» Frægasta fjölskyldan FLUGAN » Flugan hlustaði á söng og flaug til Færeyja. » 32 Teiknimyndasögu- serían Y: The Last Man hefur notið töluverðra vinsælda og er væntanleg í kvikmyndahús. » 39 TEIKNIMYNDASÖGUR» Á leið á hvíta tjaldið KVIKMYNDIR » Um hvað er hin nýja mynd JJ Abrams? » 39 TÓNLIST» Flytjendur og gestir kunnu vel við sig á Borg- arfirði eystra. » 36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Árásarmaðurinn svipti sig lífi … 2. Lögregla lýsir eftir vitnum … 3. Maðurinn sem varð … 4. Banaslys á Biskupstungnabraut ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur kynnt dagskrána fyrir næsta leikár og ber þar hæst framúrstefnulegar útgáfur af verkum Kafkas og Tsjekhovs. Baltasar Kormákur leikstýrir Ivanov eftir þann síðarnefnda en stýrir um leið sama leikhópi í Brúð- gumanum, staðfærðri kvikmyndaút- gáfu á sama verki en þó er nálgunin gjörólík. Þá snýr Vesturportshóp- urinn heim á ný eftir vel heppnaða Lundúnaför með Hamskipti Kafkas þar sem fimleikum og tónlist Nicks Cave er bætt við verk Tékkans sér- lundaða. Önnur verk á Stóra sviðinu eru Sólarferð Guðmundar Steinssonar í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, serbneskar Engisprettur í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og barna- leikritið Skilaboðaskjóðan sem Gunnar Helgason leikstýrir. Á öðrum sviðum er einnig nóg að gera og einna helst ber til tíðinda að Hugleikur Dagsson fylgir eftir vel- gengni Legs með Baðstofunni þar sem sami leikhópur heldur áfram að skemmta áhorfendum en auk þess verður Leg sýnt áfram. | 33 Tsjekhov og Baltasar ÍSLENSKA skákkonan Lenka Ptácníková tryggði sér í gær Norð- urlandameistaratitil kvenna í skák, með sigri á norsku skákkon- unni Torill Skytte í loka- umferð Norð- urlandamótsins. Lenka tryggði Íslandi þannig titilinn í annað skipti, því hún sigraði einnig í Finnlandi 2005. Lenku gekk með eindæmum vel því hún var taplaus á mótinu með 9,5 vinninga í 11 skákum. Í öðru sæti var hin sænska Christin And- erson frá Svíþjóð með 9 vinninga, en í 3-4 sæti voru Svetlana Agrest frá Svíþjóð og Oksana Vovk frá Danmörku, báðar með 7 vinninga. Þetta er í sjötta sinn sem íslensk kona verður skákmeistari Norð- urlanda, því Guðlaug Þorsteins- dóttir vann titilinn þrisvar sinnum, árin 1975, 1977 og 1979. Sigurlaug R. Friþjófsdóttir varð Norð- urlandameistari árið 1981, en svo varð 24 ára hlé þar til Lenka sigr- aði 2005. Þess má geta að Lenka keppti þrátt fyrir að vera komin 7 mánuði á leið og því spurning hvort þar leynist væntanlegur stórmeistari. Varði meist- aratitilinn Lenka Ptácníková ÞAÐ hlýtur að teljast ósennilegt að nokkur næstráðandi bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, þ.e.a.s. staðgengill sendiherra Bandaríkj- anna, hafi haft jafn mikla reynslu af landi og þjóð og Neil Klopferstein. Klopferstein kom til starfa í sendi- ráðinu fyrr í sumar en þetta er al- deilis ekki fyrsta heimsókn hans til Íslands: Klopferstein hefur stundað nám í Skálholti, unnið verkamanna- vinnu í Vestmannaeyjum og verið í sveit í Þistilfirði, svo fátt eitt sé nefnt! Klopferstein var skiptinemi á Ís- landi fyrir meira en þrjátíu árum, 1974-1975. Hann bjó hjá hjónunum Sigfúsi Erni Sigfússyni, sem nú er látinn, og Margréti Jensdóttur, þar sem þá var Garðahreppur, en heitir nú Garðabær. Gott samband hefur haldist með Klopferstein og íslensku „fjölskyldunni“ hans og það var auð- sótt mál að stefna honum og Mar- gréti saman til myndatöku. „Ég tala við hana einu sinni til tvisvar í viku og hún hefur verið að hjálpa mér að aðlagast aðstæðum,“ segir Klopfer- stein. Margrét segist hins vegar nán- ast líta á hann sem einn af sonum sínum. Klopferstein lætur vel af flutningnum til Íslands, tími hans hér á Íslandi hafi breytt lífi hans og hann eigi héðan margar góðar minn- ingar. „Ég drekk að vísu ekki kók með lakkrísröri lengur eins og ég gerði þá en þetta er samt á margan hátt eins og að koma heim.“ | 6 Eins og að koma heim Nýr staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi segir dvöl sína á Íslandi fyrir þrjátíu árum hafa breytt lífi sínu Mæðgin Neil Klopferstein og Margrét Jensdóttir á heimili hennar. NÍNA Björk Geirsdóttir úr GKj í Mosfellsbæ varð í gær Íslandsmeistari kvenna í höggleik í fyrsta sinn, lék á þremur höggum færri en Tinna Jóhannsdóttir úr GK. Í karlaflokki sigraði Björgvin Sigurbergsson úr GK í fjórða sinn. Hér fagnar Nína titlinum með kærasta sín- um, Pétri Óskari Sigurðssyni, kylfingi úr GR. Íslandsmótinu í höggleik lauk á Hvaleyrinni í gær Nína Björk meistari í fyrsta sinn Morgunblaðið/Frikki ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.