Morgunblaðið - 30.07.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 30.07.2007, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég ólst upp á bóndabæ íIowa, um sex til sjö kíló-metra frá þúsund mannabæ, Winfield,“ segir Neil Klopfenstein, sem nýverið kom til starfa sem næstráðandi í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. „Það má því segja að ég hafi verið dreifbýlispiltur að flytja til stórborgarinnar þegar ég kom til Íslands, Reykjavík var stærsta borgin sem ég hafði búið í þegar ég kom hingað. Það hlýtur að vera nokkuð óvenjulegt fyrir Banda- ríkjamann,“ bætir hann við. Klopfenstein dvaldi hér á Íslandi, þá átján ára gamall, 1974-1975. Hug- myndin að vistaskiptunum fæddist eftir að norskur piltur hafði dvalið eitt ár á heimili hans sem skiptinemi. „Þegar ég steig um borð í flugvél- ina, sem flutti mig áleiðis til Íslands, hafði ég séð sjóinn þrisvar sinnum, ef ég man rétt,“ segir Klopfenstein. „Ég hafði séð Mexíkóflóa og við höfðum tvívegis farið og heimsótt frænda minn í Kaliforníu. Við komum úr sveit inni í miðju landi og ég hafði aldrei farið til útlanda. Ísland var því fyrsta landið sem ég heimsótti.“ Klopfenstein segir foreldra sína hafa alist upp í kreppunni miklu. Það hafi mótað þau. Þau hafi viljað að börn þeirra fengju fleiri tækifæri en þau höfðu orðið aðnjótandi; að þau sæju heiminn, fengju annað sjón- arhorn á veröldina. En hvernig leit þá Ísland út þegar Klopfenstein kom hingað í júlí 1974? „Ég man að það var afar heitt í New York þegar ég fór þar um, loftið var mjög rakt. Ég hafði lagt upp frá afar litlum flugvelli í Iowa en flugvöll- urinn í Keflavík var jafnvel enn minni! Ég trúði því varla. Íslenskur „bróðir“ minn kom að sækja mig og ég man að ég velti því fyrir mér, þeg- ar við ókum um hraunið, hvað ég væri eiginlega búinn að koma mér út í!“ Hjónin Sigfús Örn Sigfússon verk- fræðingur og Margrét Jensdóttir höfðu ákveðið að taka Klopfenstein að sér þetta ár á Íslandi. Sigfús, sem lést í bílslysi fyrir um áratug, hafði verið námsmaður í Bandaríkjunum og þekkti því til þar. Á heimilinu bjuggu einnig bræðurnir Viktor Arn- ar Ingólfsson og Jens Ingólfsson, en þeir voru börn Margrétar frá fyrra hjónabandi. Viktor Arnar er í dag vinsæll rithöfundur en Jens starfar við fyrirtækjaráðgjöf hjá Kontakt. Dóttir Sigfúsar og Margrétar, Gerður, var síðan níu árum yngri en Klopfenstein. Um ári eftir að Klopfenstein hélt heim aftur fór fjölskyldan hans ís- lenska raunar á eftir honum, en þá fór Sigfús að vinna fyrir Alþjóða- bankann. Segir Klopfenstein að Gerður Sigfúsdóttir hafi síðan ílengst í Bandaríkjunum. „Hún er arkitekt og það er merki- legt en hún býr um kílómetra frá mér í Maryland. Þetta er því sannarlega fjölskyldusamband, þetta er fjöl- skyldan mín og það er það sem er svo frábært við svona skiptinemaáætl- anir: Þegar allt gengur upp þá hald- ast böndin um aldur og ævi.“ Árið á Íslandi er Klopfenstein mjög eftirminnilegt. Skiptinemaáætl- unin var á vegum Þjóðkirkjunnar og þar vildu menn að skiptinemarnir fengju víðtæka sýn af Íslandi. Þeir höfðu því bækistöð á einum stað, en reyndu jafnframt ýmislegt annað. „Ég fór fyrst í Lýðháskóla í Skálholti. Skólastjórinn var Heimir Steinsson og skólanum hafði bara nýlega verið komið á fót. Þetta var heimavist- arskóli og það var þarna sem ég lærði mína íslensku, þá litlu sem ég kann. Þetta var áhugaverð reynsla. En síðan vildu skipuleggjendur að við færum líka í vinnu. Við fengum að halda 2/3 af tekjunum en afgangurinn fór til reksturs skiptinemaáætlunar- innar, til að greiða fyrir námið í Skál- holti og annað þess háttar. Ég vann fyrir Breiðholt hf. sem var bygginga- fyrirtæki og ég fór til Vestmannaeyja til að vinna, þetta var tveimur árum eftir gosið. Verkefnið var að end- urreisa byggðina í Eyjum. Þetta var í janúar og fram í mars, versti tími árs- ins. Við unnum tólf tíma vaktir í tíu daga í röð og svo var flogið með okkur aftur til Reykjavíkur þannig að við fengjum fjögurra daga fríhelgi.“ Klopfenstein vann við það að hreinsa timbur sem notað hafði verið í steypuvinnu. Hann er ekkert að skafa utan af því er hann lýsir vinnunni. „Þetta var alveg örugglega hundleiðinlegasta vinna sem ég hef haft!“ segir hann og bregður fyrir sig íslenskunni sem hann kann. Klopfenstein segir Vestmanna- eyjabær hafi verið taka við sér á ný eftir gosið mikla og það hafi verið áhugavert að fylgjast með því þegar líf færðist aftur í bæinn. Askan hafi verið alls staðar, hraunið enn heitt. „Og auðvitað var gaman að heyra sögur heimamanna frá gosdeginum sjálfum.“ Eftir þessa merkilegu reynslu fór Klopfenstein norður í land, bjó á Gunnarsstöðum í Þistilfirði í nokkrar vikur. Húsráðendur þar voru Sigfús A. Jóhannsson og Sigríður Jóhann- esdóttir en sonur þeirra er Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Steingrímur var sjálfur skiptinemi á Nýja-Sjálandi þetta ár en Klopfenstein kynntist honum þó og ber honum vel söguna, segir að það sé það frábæra við það að búa í lýðræðisríki að menn þurfi ekki alltaf að vera sammála í stjórnmálum til að ná saman! „Það var mjög skemmtilegt að búa á Gunnarsstöðum,“ segir Klopfen- stein og bætir svo við: „Það var eins og að hverfa aftur til Íslands eins og það var í gamla daga. Af því að ég var sjálfur bónda- strákur að upplagi þá höfðu bænd- urnir í sveitinni mikinn áhuga á að fá mig í heimsókn til að heyra um land- búnaðinn heima. Ég fór því á bæina – og hér bregður Klopfenstein aftur fyrir sig íslenskunni – „og fékk ást- arpunga og kaffi og kleinur og annað þess háttar.“ Hann var ekki eins hrifinn af morg- unmatnum sem var á boðstólum á Gunnarsstöðum. „Þau borðuðu súrt slátur með hafragraut á hverjum morgni! Ég á býsna auðvelt með að borða íslenskan mat, ég borða jafnvel svið þó ég sé ekki mikill aðdáandi. En súrt slátur með hafragraut var eitt af því fáa sem ég gat bara ekki borðað.“ „Árið breytti lífi mínu“ „Ég verð að segja að árið á Íslandi breytti lífi mínu,“ segir Klopfenstein. „Ég var að fara til útlanda í fyrsta skipti og ég uppgötvaði að ég hafði mikla ánægju af því að kynnast menningu annarra þjóða, ég kann vel við að búa í öðrum löndum í stað þess að ferðast sem túristi og sjá yf- irborðslega hluti. Þetta er auðvitað ástæða þess að utanríkisþjónustan höfðaði til mín.“ Klopfenstein segist hafa verið afar heppinn. Hann hefur unnið í sendi- ráðum Bandaríkjanna í Brasilíu, Taí- landi og Noregi og nú á Íslandi. Hann eigi góðar minningar frá öllum stöð- unum. Hann hefur margoft komið til Íslands á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá dvöl hans hér, en m.a. kom hann nokkrum sinnum frá Noregi er sendiráðið í Reykjavík þurfti sér- staka aðstoð við skipulagningu stærri verkefna. Þegar auglýst var eftir varasendiherra á Íslandi hefði hann ákveðið að sækja um. Klopfenstein segist þakklátur sendiherranum, Ca- rol Van Voorst, fyrir að velja sig til starfans. „Það er á margan hátt auð- velt fyrir mig að koma hingað, ég veit hvernig Íslendingar hugsa og hvern- ig þeir vinna. Ég hef sterkar tilfinn- ingar til bæði Bandaríkjanna og Ís- lands og það er frábært að mér skuli gefast tækifæri til að gera þetta, það er ekki algengt að maður fái tækifæri til að vinna að málum sem skipta mann jafn miklu máli. Og ég get ekki hugsað mér neitt ánægjulegra en að fá tækifæri til að reyna að treysta sambandið milli ríkjanna tveggja enn frekar.“ Baðst undan því að borða súrt slátur Morgunblaðið/Sverrir ÞAÐ hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi frá því að Neil Klopfenstein var hér skiptinemi, 1974- 1975. „Stærsta breytingin felst í því hversu mikið fjar- skipti hafa tekið stakkaskiptum. Ég man að þegar ég kom til Íslands var bara ein útvarpsstöð – „útvarp Reykjavík, klukkan er tólf“ [á íslensku] – og ein sjón- varpsstöð og hún var í fríi á fimmtudögum og fór svo í mánaðarlangt frí í júlí. Það var auðvitað ekkert net þá og raunar enginn sími. Ég man að ég talaði við foreldra mína í síma einu sinni á þessu ári sem ég var á Íslandi. Þau hringdu um jólin. Og það var býsna flókið, það þurfti að panta símtalið og svo hringdi skiptistöðin aft- ur í þau til að segja þeim hvenær línan væri laus svo hægt væri að hringja til Íslands. Og auðvitað kom sím- talið klukkan tvö um nótt þegar ég var alltof þreyttur til að hugsa,“ segir Klopfenstein. Eitt hefur þó ekki breyst, er ekki horfið á öskuhauga sögunnar: auglýsingaskilti verslunarinnar Stellu í Bankastræti og þar stillti Klopfenstein sér upp til myndatöku, um leið og hann rifjaði upp dvöl sína á Ís- landi. „Reykjavík hefur stækkað svo mikið,“ segir hann. Garðahreppur hafi verið úti í sveit, Kópavogur og Hafnarfjörður ekki samgróin Reykjavík. „Og ég er ennþá alltaf að tala um Mosfellssveit og menn eru alltaf að leiðrétta mig. Mosfellssveit er engin sveit lengur, segja þeir!“ Stella er enn á sínum stað Neil Klopfenstein var skiptinemi á Íslandi fyrir rúmum þrjátíu árum. Hann er hingað kominn aftur, nú sem næstráðandi í banda- ríska sendiráðinu í Reykjavík. Davíð Logi Sigurðsson hitti Klopfenstein að máli fyrir helgi en hann segir ekki erfitt að aðlagast að- stæðum á nýjan leik, hér eigi hann „fjölskyldu“ sem styðji við bakið á honum og sem hann hafi haft samband við í gegnum árin. david@mbl.is Eftir Ástu Sóleyju Sigurðardóttur astasoley@mbl.is LANDEIGENDUR, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um vegalagningu Vest- fjarðavegar númer 60 í gegnum Teigsskóg. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Pat- reksfirði, er ósáttur við mótmæli stefnenda. Í svæðisskipulagi sem unnið var 1996 af Reyk- hólahreppi og Dalabyggð segir hann hafa verið gert ráð fyrir þessum vegi og eigendur tveggja jarða af þremur sem um ræðir, Grafar og Hall- steinsness, engu mótmælt. Þeir hafi hins vegar óskað eftir að þeim skyldi heimilað að reisa að minnsta kosti fjóra sumarbústaði á hvorri jörð. Þórólfur segir það ekki rétt sem landeig- endur haldi fram að skógurinn sé ósnortinn, þar hafi verið raftviðartaka og hrístaka öldum saman. Einnig sé rangt að allir ráðgjafar hafi verið sammála. Allar sveitarstjórnir á sunn- anverðum Vestfjörðum hafi barist fyrir þessu í mörg ár. „Ég lít þannig á að Gunnlaugur Pét- ursson sé að notfæra sér tengsl sín, sem hann hefur hjá bæði Náttúruverndarsamtökum Ís- lands og Fuglaverndunarfélagi Íslands, til að skara eld að eigin köku,“ segir Þórólfur. „Sú leið hefur verið valin sem skaðar skóginn minnst. Fyrrverandi umhverfisráðherra kynnti sér málið vel og fór í einu og öllu að lög- um í ákvörðun sinni,“ bætir Þórólfur við. Þórólfur segir útreikninga Gunnlaugs Pét- urssonar á kostnaði við jarðgöng undir Hjalla- háls í stað umrædds vegar ekki raunhæfa. Jarðgöng sem Gunnlaugur miði við mæti ekki kröfum Vegagerðarinnar um hæð jarðganga yfir sjávarmáli og séu því mun styttri en þau yrðu í raun. Ekki sé heldur tekið með í reikn- inginn áframhald af veginum. Í fréttatilkynningu frá lögmönnum stefn- enda segir að Skipulagsstofnun hafi lagst gegn vegalagningu í gegnum Teigsskóg vegna um- hverfisáhrifa en talið leið sem fylgir núverandi vegi yfir Hjallaháls ásamt öðrum vegi yfir Ódrjúgsháls heppilegustu leiðina. Leiðin yfir Hjallaháls sé mun ódýrari enda þótt leiðin um Teigsskóg sé nokkuð styttri. Í tilkynningunni kemur einnig fram að umhverfisráðherra hafi fellt úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi og fallist á lagningu vegarins um Teigsskóg. Landeigendur höfða mál Teigsskógur Deilt er um hvort vegurinn skaði skóginn mikið eður ei.  Ósáttir við ákvörðun um vegalagningu gegnum Teigsskóg  Sýslumaðurinn á Patreksfirði segir mótmælin aðeins vernd eiginhagsmuna landeigenda Umhverfisráðherra fór í einu og öllu að lögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.