Morgunblaðið - 30.07.2007, Page 32

Morgunblaðið - 30.07.2007, Page 32
Er sterklega orðaður við hlutverk þessa síðasta karlmanns jarð- kringlunnar … 39 » reykjavíkreykjavík Rétt fyrir helgi skaust Fluga eld-snemma að morgni í Leifsstöð til aðtaka á móti bandarískri vinkonusem heimsækir Æsland reglulega og kom skemmtilega á óvart að loks er hægt að kaupa sér gott kaffi í litla móttökusalnum og tylla sér á háan barkoll og fletta blöðum. Meira að segja kvennaritið 19. júní var þar í stórum stæðum og væsti því ekki um frjáls- lyndar flugur eins og okkur Hannes Hólm- stein Gissurarson háskólaprófessor, sem einn- ig var að taka á móti gestum úr villta vestrinu. Um hádegisbil á föstudag, eftir hressandi sundsprett í Laugardalslauginni, var svo sest að snæðingi í hollustuhorni líkamsrækt- arstöðvarinnar Lauga og nartað í makindum í kjúklingalundir á spjóti, ólífur, sveppi og þykka graskerssúpu með æðislegu brauði. Glitti þá í Gullveigu Sæmundsdóttur, fyrrver- andi ritstjóra tískuritsins Nýs Lífs, sem skundaði léttfætt með æfingatösku inn í magaæfingamusterið. Svo var keyrt austur yf- ir fjall en til stóð að eyða nótt á Hótel Selfossi eftir þriggja rétta kvöldverð á veitingastað hótelsins. Ameríska vinkonan var yfir sig hrif- in af útsýninu yfir fossandi Ölfusána og enn hrifnari þegar við vöknuðum í bítið næsta morgun við kirkjuklukkur sem klingdu rétt fyrir utan hótelgluggann okkar. Við lögðumst á gægjur í þeirri von að sjá sætt sveitabrúð- kaup en er fáninn blakti í hálfa stöng varð okkur ljóst að um annars konar hátíðlega at- höfn var að ræða. Morgunkaffið á hótelinu reyndist vera ómögulegt sýrópssull svo brun- að var á Eyrarbakka og sest í bragðsterkt kaffi í Rauða húsinu sem klikkar aldrei. … Leyndarmálið losar ríkidæmið úr læðingi … Leyndarmálið, þ.e. bókin og ,,heimild- armyndin“, hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og aðdáendur þess fylla nú örugglega stærsta söfnuð landsins. Predik- arar leyndarmálsins, sem eru eins hjarta- hreinir og hreintrúuðustu Herbalife- sölumenn, tjá sig hver í kapp við annan um að nú geti allir orðið auðugir, hamingjusamir og lifað í vellystingum, einfaldlega með því að hafa stjórn á hugsunum sínum og tilfinn- ingum. Ja, hvern hefði grunað það …? Fluga er nú satt best að segja nokkuð reið yfir að þessari lífsspeki skuli hafa verið haldið leyndri svo lengi. Var ekki hægt að ljóstra upp Leynd- armálinu fyrr og sleppa þar með við til dæmis heimsstyrjaldirnar, helförina og hamborg- aravæðinguna? Loksins eiga allir kost á að öðlast fjárhagslegt frelsi án þess að fjárfesta með eiginlegum peningum og það sem best er; þurfa ekki að skammast sín fyrir græðgina. Leyndarmálið hefur gert núlifandi hippum og nýaldarsinnum kleift að vera stoltir af ágirnd sinni. Morgunblaðið/Eggert Brynja Birgisdóttir og Ragna Fossádal. Sigurður Jökull Ólafsson og Davíð Sam- úelsson. Kristján Andri Stefánsson, Kristín Ólafs- dóttir og Örn Svavarsson. Laila Hentze og Knut Ødegård. Eygló Haraldsdóttir og Eiður Guðnason. Morgunblaðið/Eggert Blædís Dögg Guðjónsdóttir og Kristín Rún Friðriksdóttir. Brynjar Sigtryggsson og Anna Margrét Guð- mundsdóttir. Valgeir Skagfjörð, Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar. Ingunn Aðalsteinsdóttir Rósa Lind Sigurð- ardóttir og Björg Aðalsteinsdóttir. Jóna Sæmundsdóttir og Þuríður Traustadóttir. flugan Magaæfingamusterið og gestir úr villta vestrinu … lögðumst á gægjur í þeirri von að sjá sætt sveitabrúðkaup… Tóta Hvönn, Þóra Guðmundsdóttir og Kolbrún Linda Ísleifsdóttir. Vala Bára Valsdóttir, Áskell Heiðar Ás- geirsson og Kári Sturluson. Guðný Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Jörgen Óskarsson og Hjörvar sonur þeirra. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ragnar Baldursson og Bergrún Jónsdóttir. » Guðrún Gunnarsdóttir söng í Seltjarnarneskirkju um helgina og þessi mættu. » Gestir á Ólafsvöku í Fær-eyjum skemmtu sér vel um helgina og gera væntanlega sumir enn. » Á tónleikahátíðinni Bræðsl-unni á Borgarfirði Eystri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.