Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN INNAN vísindanna hefur löngum verið fjallað um þróun og þroska einstaklinga út frá áhrifum erfða- og umhverfisþátta. Við upp- haf síðustu aldar voru hugmyndir almennt á þann veg að erfðir væru ríkjandi áhrifaþáttur í þessum efn- um og þroskaferli því nokkuð fyr- irsjáanleg. Síðustu áratugi hafa áhrif umhverfis þó hlotið aukna viðurkenningu og í dag ganga hugmyndir fræðimanna út á áhrif erfða jafnt sem umhverfis. Við- urkennt er að um samspil sé að ræða á milli erfða- og umhverf- isþátta og þroskamöguleikar hvers og eins því mun sveigjanlegri en áður var talið. Þróunar- og þroskaferli ein- staklinga tengjast náms- og færni- getu þeirra og þar sem annars staðar hefur umhverfið töluverð áhrif. Þegar barn tileinkar sér ákveðna færni, svo sem að lesa, skrifa eða reikna, skiptir góð þekking á undirstöðuatriðum færninnar mestu máli. Mikilvægt er að fyrstu skrefin í allri færni- þjálfun byggist á einföldum atrið- um sem miða að því að barnið nái sjálfvirkni og öryggi í því sem það tekst á við. Vert er að hafa þetta að leiðarljósi þegar unnið er með börn sem stíga sín fyrstu skref í grunnskólanámi. Sú hætta er fyrir hendi að þau börn sem ekki ná að fylgja jafnöldrum sínum eftir í upphafi nái ekki þeirri sjálfvirkni í grundvallarfærniþáttum sem nauðsynleg er á síðari náms- stigum. Góð grunnþekking mynd- ar því styrkar stoðir undir frekara nám og auðveldar leiðina að til- settum náms- og þroskamark- miðum. Mikilvægt er að öll börn fái eins mikla einstaklingsmiðaða þjálfun og mögulegt er strax frá fyrsta skóladegi þar sem námsörð- ugleikar stafa oft af ónógri þjálfun eða röngum áherslum. Grunnatriði verða að þjálfast nægjanlega sem og greining þeirra færniþátta sem reynast erfiðastir í hverju tilviki fyrir sig. Vert er í því sambandi að hafa í huga að ekki er hægt að stytta sér leið í færninámi, hvort sem um er að ræða lestur, stærð- fræði eða aðra færni. Því er við hæfi að gamla góða setningin „æf- ingin skapar meistarann“ sé í há- vegum höfð ef markviss færni- þjálfun á að skila sér. Undirliggjandi ástæður (hæfi- leikar) geta þó í mörgum tilvikum leitt til erfiðleika í færninámi. Rannsóknir sýna að vandamál tengd sjónkerfi, hljóðkerfisvitund og vinnsluminni, geta hindrað eða hægt á þróun á færni eins og lestri, stærðfræði og hreyfigetu. Mjög mikilvægt er að þeim börn- um sé sýndur fullur skilningur og umburðarlyndi og að þau fái þá kennslu og þjálfun sem best hæfir hverju sinni. Afleiðingar vangetu á einhverju færnisviði geta verið alvarlegar. Börn sem standa frammi fyrir slíkum erfiðleikum hafa oft skerta sjálfsmynd, upplifa vanlíðan og veigra sér jafnvel við að taka þátt í félagslegum athöfnum, s.s. leikj- um og almennri hreyfingu. Það að börnin séu ekki virkir þátttak- endur í slíku getur hamlað al- mennri færni þeirra enn frekar og hugsanlega aukast líkur á einelti eða aðkasti í þeirra garð. Hjálp og stuðningur í upphafi grunnskóla- náms eru því lykilatriði sem stuðl- að geta að vellíðan, bættri náms- færni og sem bestum mögulegum þroska allra barna. Mikilvægt er að allir þeir sem koma að uppeldi og námi barna séu samstiga í þeim markmiðum sem ætlast er til að náist og að skynsemi sé þar höfð að leið- arljósi. Þar er mest um vert að þjálfun hafi skýr markmið og að sú færni sem unnið er með sé þjálfuð nægjanlega og á réttan hátt. Öll börn eiga að hafa mögu- leika á að tileinka sér sem besta og mesta færni miðað við getu og gegna fagaðilar sem og foreldrar þar lykilhlutverki. Mismunandi er hversu mikla möguleika börn hafa á aðstoð við heimanám að loknum skóladegi og þar gætu fagaðilar á vegum grunnskólanna skipt sköp- um. Einnig er vert að hafa það í huga að þó að barn hafi náð af- burðafærni svo sem í lestri og stærðfræði, þýðir það ekki að barnið búi sjálfkrafa yfir góðri færni í annars konar færniþáttum. Færni þess er bundin við lestur og stærðfræði en gerir barnið engu færara í skrift svo dæmi sé tekið. Einnig þarf að horfa til þess að börn tileinka sér færni á mis- munandi hraða og þrátt fyrir að lágmarks árangursviðmið séu þörf ættu þau ekki að vera höfuðmark- mið á fyrsta ári grunnskólanáms. Sveigjanleiki að þörfum hvers og eins gefur einstaklingnum færi á að þroskast og þróast út frá eigin forsendum og aðlagast umhverfi sínu á jákvæðan hátt. Færniþróun þroskar það sem þjálfað er Sigrún V. Heimisdóttir, Sjöfn Evertsdóttir og, Hermundur Sigmundsson skrifa um færni- þjálfun barna »Mikilvægt er að öllbörn fái eins mikla einstaklingsmiðaða þjálfun og mögulegt er strax frá fyrsta skóla- degi … Sigrún Heimisdóttir Sigrún og Sjöfn eru með BA-próf í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri, Hermundur er prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Hermundur Sigmundsson Sjöfn Evertsdóttir LEITIN að sannleikanum hefir verið viðfangsefni mannkynsins frá örófi alda. Sú leit hefir bæði byggst á trú og reynslu. Í heimi nútímavísinda gætir áhrifa trúarinnar minna en áð- ur var. Það hefir orðið gjörbreyting á lífskjörum fólks og opnast margir möguleikar á sviði vísinda, mennt- unar og tækni. Mörg- um kann að finnast að tímabært sé nú orðið að staldra við og íhuga sinn gang. Það má kannski segja sem svo, að fulllangt sé gengið að sitja bara og styðja á takka eða láta róbóta vinna fyrir sig. Er það virkilega takmarkið og draumurinn til betra, hamingjusamara og heilbrigðara lífs? Ekki þarf að svara þessu beint, samtíminn er þegar farinn að svara því með ýmsu móti. Margvísleg líkams- þjálfun og hollusta í mataræði er nú miklu meira á dagskrá en áð- ur var. Er það eitthvað sérstaklega áhugavert markmið, að vera bara áhorfandi að því sem er að gerast heldur en að taka raunverulegan þátt í því af lík- ama og sál? Það fer nú að nálgast, að fólk fórni öllum tíma sínum og fjár- munum til að eignast enn dýrari tæki og enn nýtískulegri muni, og það líð- ur ekki á löngu þar til þeir úreldast líka. Þetta er auðvitað mjög hag- kvæmt fyrir markaðinn og auðhyggj- una, sem nærist á þessu og heldur kapítalismanum gangandi svo ég noti nú gamaldags orð. Gróðahyggjan er driffjöðrin í allri þeirri gegndarlausu og að mörgu leyti óþörfu iðnfram- leiðslu sem rekin er langt framyfir nokkra nauðsyn. Það er auðvelt að benda á það sem miður fer, en ekki eins auðvelt að bæta úr því. Það eru engin auðveld úrræði sem leysa þetta í einum hvelli. Það þarf líklega gjör- breytt sjónarmið til þess. Dýrka minna Mammon og gera sér meira annt um náunga sinn. Þetta er ekki nýr boðskapur, en hann hefir bara aldrei verið tekinn nógu alvarlega. Það skyldi þó aldrei vera, að heil- brigðasta hagkerfið búi innra með okkur sjálfum, ef við fengjumst til að breyta því okkur og öðrum til ham- ingju og dýrðar. Við náum sennilega aldrei góðum árangri nema hver og einn taki í hnakkadrambið á sjálfum sér og leiti djúpt í eigin barm að sínu góða framlagi til lífsins. Þá sjáum við fangelsin tæmast, stríðunum hætt og óttinn við hryðjuverk hverfa. Millj- arðamennirnir ástunda að seðja hungraða og fá þá yl í brjóstið í stað aurahyggju. Umferðin verður svo sem best má verða, ungir og gamlir blanda geði saman öllum til ánægju, og hann Kári okkar gefur okkur lengri lífsvonir. Það er þess vert að minna á þetta þó við höfum það kannski ekki alveg á borðinu. Stjórnin okkar hefir náð frábæru trausti, það ætti að auð- velda henni að láta góðu áformin rætast og bæja hinum verri frá. Líklega verður þetta ekki alveg á næstu dögum svona, enda eru orðin til alls fyrst eins og segir í orð- takinu. Eflaust þurfum við samt eitthvað þessu líkt til að rétta mönd- ulhallann. Allavega þurfum við góð mark- mið til að vinna að, ann- ars erum við í einhverri óvissuferð, sem er ekki víst að endi nógu vel. Við þurfum að gera okk- ur far um að öðlast meira traust og hug- arró. Þeim fjársjóði megum við ekki týna. Að rækta betur sinn innri mann og umhyggju fyrir lífinu. Bera meira traust til mátt- arvaldanna og leggja meiri alúð við að svipast um í kring um okkur. Út í náttúrunni er fegurðina að finna og það hlýtur að vera traustvekjandi fyrir okkur jarðarbörnin að skoða og hugleiða öll þessi undur og stórmerki, sem okkur hefir verið gefið að njóta. Ef við ástundum gleði og þakklæti þá auðveldar það hin nýju markmið og aldrei líður manni betur en ef maður fær tækifæri til að gleðja aðra. Við þurfum líka að vera á verði í ýmsu, og ekki síst gagnvart íslensku og er- lendu auðvaldi, sem sækir nú fast að okkur og vill helst kaupa upp allt það sem hægt er að græða á. Erlendir auðhringir ganga nú fram með mikilli frekju og vilja kaupa upp auðlindir landsins. Svo virðist sem ríkisstjórnin standi máttvana gegn þessari ágengni. Við þurfum ekki bara minn- ismerki af Sigríði í Brattholti við Gullfoss. Við þurfum það líka við Al- þingishúsið á Austurvelli. Hinn stóri sannleikur Gunnþór Guðmundsson hvetur fólk til að endurskoða lífsgildin Gunnþór Guðmundsson »Mörgumkann að finnast að tíma- bært sé nú orðið að staldra við og íhuga sinn gang. Höfundur er fyrrverandi bóndi og rithöfundur. Oddviti sjálfstæðismanna og bæj- arstjóri Kópavogs Gunnar Birgisson er í sérstakri stöðu varðandi málefni Kársness þessa dag- ana. Á annan veginn er hann svo gott sem alr- áður í bæjarfélaginu og sem slíkur ábyrgur fyrir því skipulagsslysi sem þar er verið að reyna að troða upp á bæjarbúa. Á hinn bóg- inn er hann sem einn af íbúum hverfisins, bú- inn að lauma sér í hlut- verk fórnarlambs og leitar sem slíkur sam- úðar bæjarbúa. Hann gefur sig út fyrir að vera á bandi íbúa og segir að sér ói við umferð tæplega 19.000 bíla á dag um Kársnesbraut svo eitthvað sé nefnt. Gunnari sárnar verulega að ný- stofnuð samtök bæjarbúa hafi farið af stað með mótmæli og blaðaskrif gegn fyrirhuguðum breytingum en ekkert haft fyrir því að tala beint við hann. Hann virðist ekki átta sig á að sam- tökin urðu til eftir að ósáttir bæj- arbúar voru árangurslaust búnir að fara eftir þeim boðleiðum sem eðli- legt er að farið sé eftir í málum sem þessum. Hvaða mafíuhugsunarháttur er það að ósáttir bæjarbúar fari á hnjánum til bæjarstjóra eftir að hafa fylgt settum boðleiðum og fengið nei hjá öllum undirmönnum hans? Er meiningin sú að fólk eigi að standa í persónulegri þakkarskuld við bæj- arstjórann sem þá deilir og drottnar eða hvert er málið? Ef valdþreyta og hroki teldist til sjúk- dóma er ljóst að Gunnar yrði dæmdur öryrki. Þó að orðspor hans hafi far- ið víða verður að segjast að honum er stórlega að hraka og svo komið að alvarlega þenkjandi flokksfélagar hans í bæj- arstjórn jafnt sem í landsmálum hljóta að vera farnir að ókyrrast. Nýlegt dæmið um krankleika bæj- arstjórans rak á fjörur landsmanna í seinni fréttatíma RÚV 18. júlí. Þar svaraði Gunnar spurningum frétta- manns varðandi áhyggjur íbúa vest- urbæjar Kópavogs af yfirstandandi stækkun landfyllingar við Kársnes. Orðrétt er haft eftir Gunnari: „Ef svæðinu yrði breytt í íbúðabyggð eins og óánægðu íbúarnir legðu til, yrði umferðin um Kársnesbraut enn meiri en með fyrirhugaðri atvinnu- starfsemi.“ Af þessum orðum mætti ráða að þarna væri verið að huga að hagsmunum almennra íbúa. Sann- leikurinn er að óánægðir íbúarnir á Kársnesi hafa ekki lagt þetta til. Þeim voru gefnir tveir ömurlegir val- kostir og hafa þeir bent á skárri kost- inn þ.e. íbúðabyggð sem þolanlegri kost. Þetta er svona svipað og að bjóða einhverjum að fá að velja á milli lærbrots eða handleggbrots. Gunnar virðist hafa gleymt því að um er ræða hugmyndir sem frá honum eru komn- ar og fela í sér umtalsverða og var- anlega skerðingu á lífsgæðum íbúa vesturbæjar Kópavogs, sem margir hverjir naga sig í handarbökin fyrir að hafa veitt Gunnari og samflokks- mönnum brautargengi í síðustu kosn- ingum. Um er að ræða umferð 5.000 at- vinnubíla um Kársnesbraut á degi hverjum með tilheyrandi mengun og slysahættu. Stærstur hluti íbúa við sunnanverða Kársnesbraut geldur fyrir með hávaða fyrir ofan leyfileg mörk sem er 65 db og er þá miðað við að ekið sé um Kársnesbraut á leyfi- legum hraða. Fórnin er að mati bæj- arstjóra þess virði því hafnarsvæðið mun skapa láglaunastörf fyrir 50-150 manns í vöruskemmum BYKO og er ómögulegt að segja til um hvort þessi störf falli bæjarbúum í skaut nema að litlu leyti. Heildaraukning umferðar um Kársnesbraut mun nema 11.000 bíl- um á dag og fer úr 8.000 í um 19.000 bíla. Kársnesbraut er þröng einbreið gata og er vandséð að það sé hægt að breikka götuna. Fyrir þá sem ekki átta sig á þessu umferðarmagni er rétt að setja tölurnar í samhengi. Um Kleppsveg aka nú 20.000 bílar á dag og um Hringveginn við Úlfarsfell ek- ur sami fjöldi bíla. Um Reykjanes- braut v. Hafnarfjörð aka 19.000 bílar á dag og um Hringbraut 22.000 bílar. Getur nokkrum heilvita manni dottið það í hug árið 2007 að leiða slíka um- ferð gegnum gróið rólegt íbúahverfi? Í blaðaviðtali fyrir skemmstu þar sem svifryk bar á góma átti Gunnar snilldar innkomu en þar er haft orð- rétt eftir honum: „Það eru hverfandi áhrif af svifrykinu og það má minnka með því að banna nagladekk og auka notkun á strætisvögnum.“ Þarna er eitt af stærri heilsufars- og meng- unarvandamálum þéttbýlis afgreitt án nokkurrar fyrirhafnar og það með tveimur patentlausnum sem Gunnar reyndar hefur ekkert vald yfir, þ.e. lög um notkun nagladekkja og síðan ferðamáti almennings. Þar fyrir utan er gert lítið úr rannsóknum sérfræð- inga. Ég geng svo langt að fullyrða að það sé svo gott sem eiróma andstaða meðal íbúa vesturbæjar Kópavogs við fyrirhugaðar framkvæmdir. Eftir að hafa talað við hundruð bæjarbúa síð- ustu vikur hef ég enn ekki rekist á nokkurn mann sem er samþykkur fyrirhugðum framkvæmdum. Að tala um óánægðu bæjarbúana sem minnihlutahóp sérvitringa lýsir því best hroka þess siðblinda. Ég skora á alla þá sem eru sam- þykkir fyrirhuguðum breytingum á Kársnesi að sýna Gunnari stuðning, koma fram undir nafni og gera at- hugasemd við þessa grein, en hún verður birt á vefsíðu samtakanna betri byggð á Kársnesi www.kars- nes.is Ég skora síðan á hin 97 prósent Kópavogsbúa að halda áfram að sýna okkur stuðning. Skipulagsslys á Kársnesi Þórarinn H. Ævarsson er óánægður með Gunnar Birg- isson bæjarstjóra vegna fram- kvæmdanna á Kársnesi » Gunnar virðist hafagleymt því að um er ræða hugmyndir sem frá honum eru komnar og fela í sér umtalsverða og varanlega skerðingu á lífsgæðum íbúa vest- urbæjar Kópavogs … Þórarinn H. Ævarsson Höfundur er vonsvikinn sjálfstæð- ismaður og íbúi á Kársnesbraut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.