Morgunblaðið - 30.07.2007, Page 26

Morgunblaðið - 30.07.2007, Page 26
26 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það var á sjöunda áratug síðustu aldar að nokkrir mennt- skælingar hófu að koma saman síðdegis á laugardögum og fara upphátt með ljóð undir leiðsögn leiðbeinanda. Mér er ekki kunnugt um hvort þessi tilraun stóð lengur eða skemur en hitt veit ég að margir félaga minna og kunningja sem urðu fyrir þessari reynslu telja hana afgerandi leið- sögn inn á lendur ljóða og ljóða- flutnings. Leiðbeinandinn var Bald- vin Halldórsson. Öllum er minnisstætt hve alvarlega hann tók þetta hlutverk og hve mikla alúð hann lagði í starfið, sjálfur hafði hann yfirburðavald á flutningi, og ekki sjálfgefið að láta framsögn unglinga á bítlaskeiði yfir sig ganga en alltaf var hann jafnyfirmáta ró- legur og meðtók hvert framlag eins og viðburð, sagði kannski þrjú mis- munandi „já“ og kom að því búnu með ábendingar, umhugsunarefni, og síðan endurflutti viðkomandi ljóðið, ríkur af þeirri reynslu sem fyrri tilraun hafði skilað. Þátttakendafjöldinn var eitthvað á bilinu fimm til tíu manns. Inn á milli var rúm fyrir lausbeislaðar umræður um hvaðeina eftir því sem andinn blés og að endingu setti Baldvin þátttakendum fyrir ljóð til flutnings næsta laugardag, og átti þar með þátt í að vísa mönnum á staði sem þeir höfðu ekki hugmynd um annars. Í þessari kennslustund var ekki hringt út, þetta var að skóladegi loknum og umræður gátu farið út um víðan völl og framlengdust Baldvin Halldórsson ✝ Baldvin Hall-dórsson fæddist á Arngerðareyri á Langadalsströnd í Djúpi 23. mars 1923. Hann lést í Reykjavík 13. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 23. júlí. reyndar stundum út í portið – og svo hið breiða bros Baldvins að skilnaði – með frekjuskarði. Ætli þetta séu ekki einhverjar minnileg- ustu stundir úr sam- anlögðum mennta- skóla? Samt var það ekki partur af neinu pensúmi, það var ekki prófað í því, það er m.a.s. óljóst hver stóð fyrir þessu: Lista- félagið? Skólafélagið? Skólinn? En það átti sér stað, um það geta þó nokkrir borið vitni. Og fyrir það langar einn þátttakenda að þakka, nú að leiðarlokum. Enn er þó ógetið vináttunnar sem af þessu hlaust og framlengdist út í lífið, ævinlega mátti maður nefna nafn hans hvenær sem lítið lá við og hann var boðinn og búinn að leið- beina og uppörva. Síðast hitti ég Baldvin á heimili sínu í september sl., ég hafði beðið hann að rabba við mig um eitt og annað í kringum Þórberg Þórðarson. Hvort það var ekki sjálfsagt! Við ræddum saman drjúgan part úr eftirmiðdegi yfir kaffi og kökum. Ekki hvarflaði að mér þá að hann kenndi sér meins, hvað þá að hann væri 84 ára! Þetta var bara sá Baldvin sem ég hafði alltaf þekkt. Og röddin heldur áfram að hljóma. Brosið að skína. Pétur Gunnarsson. Eins og flestir Íslendingar kann- aðist ég við nafn Baldvins Halldórs- sonar frá því að ég var á barnsaldri, ég vissi að hann var einn af okkar helstu leikurum, hafði heyrt til hans í útvarpinu og séð hann leika á sviði. Foreldrar mínir voru honum líka kunnugir en sjálf kynntist ég honum ekki persónulega fyrr en ég var orð- in fullorðin og farin að vinna hjá Ríkisútvarpinu. Þá fékk ég hann til að lesa fyrir mig í útvarpsþætti en Baldvin var einn af bestu upples- urum landsins. Eftir það heilsaði Baldvin mér alltaf á götu eins og einkavini, enda var hann sérlega vingjarnlegur og alúðlegur maður. Ég fékk hann oftar til að lesa fyrir mig og man til dæmis eftir því þeg- ar ég setti á svið í útvarpsþætti jarðarför frelsishetjunnar Jóns Sig- urðssonar 1880. Ég fékk Baldvin til að lesa brot úr ræðunni sem biskup Íslands hafði flutt við það tækifæri. Baldvin var myndugur í hlutverki biskupsins og þegar við hljóðrituð- um ræðuna sagði tæknimaðurinn við mig: „Það leynir sér ekki að þetta er Biskup með stóru B-i!“ Það sem mig langaði sérstaklega til að minnast er hins vegar upp- lestur Baldvins á minningarvöku sem haldin var um föður minn, Jón Óskar rithöfund, í Hveragerði 1998. Þar lásu tveir leikarar, Karl Guð- mundsson og Baldvin, ljóð og ljóða- þýðingar eftir Jón Óskar. Þeir lásu báðir vel en hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin las þýðinguna á ljóðinu „Frelsi“ eftir Paul Éluard: Á skólabækur mínar á borðið á greinar trjánna á sandinn og á snjóinn letra ég nafn þitt. Þannig hefst ljóðið, en á eftir fylgja 19 erindi sem öll enda á hend- ingunni „letra ég nafn þitt.“ Það er ekki á hvers manns færi að lesa upp slíkt ljóð án þess að endurtekningin verði tilbreytingarlaus og vélræn. En Baldvin las ljóðið á svo áhrifa- mikinn hátt að spennan í salnum stigmagnaðist og náði hámarki í lok- in með síðustu hendingunum: Og með orðsins mætti endurhef ég líf mitt ég fæddist til að þekkja þig og nefna Frelsi. Þegar Baldvin þrumaði með sinni hljómmiklu rödd síðasta orðið „Frelsi!“ var sem rafstraumur færi um salinn. Það var ógleymanleg stund. Slíkar stundir standa upp úr í minningunni þegar mikils lista- manns er minnst. Una Margrét Jónsdóttir. Mikill öðlingur og stórmenni er fallið frá. Ég var staddur í fríi á Spáni þegar ég heyrði þær fréttir að Sverrir væri fallinn frá. Mér var að sjálfsögðu nokkuð brugðið við þessar fréttir og eins og oft áður þegar fréttir sem þessar berast manni þá fer hugurinn að reika aftur í tímann. Ég hitti Sverri fyrst þegar ég var kallaður í atvinnuviðtal vegna vinnu sem ég sótti um hjá fjöl- skyldufyrirtæki hans, Smith og Norland, árið 1996. Strax þá kom hann mér fyrir sjónir sem góður og traustur maður. Ég man að ég klæddi mig sérstaklega upp fyrir viðtalið og ég man að Sverrir tal- aði sérstaklega um það. Ég held svei mér þá enn þann dag í dag að það hafi ráðið úrslitum með ráðn- inguna. Eins og fram kemur hér á undan þá réð hann mig til starfa hjá Smith og Norland og byrjuðu þá kynni okkar fyrir alvöru. Eins og ég þá var Sverrir mikill golfáhugamaður. Hann hugsaði mikið út í tækni íþróttarinnar og var alltaf með kylfur á skrifstof- unni sinni sem við gripum í annað slagið og skiptumst á ráðum varð- andi þessa göfugu íþrótt. Hann var oft með bók eftir sjálfan Jack Nicklaus á borðinu sínu sem hann Sverrir Norland ✝ Sverrir Norlandfæddist í Ha- ramsöy í Noregi 8. janúar 1927. Hann lést 26. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 5. júlí. fletti oft í og spurði mig álits á. Það er um margt líkt með Sverri og þeim fræga kylfingi Jack Nick- laus. Báðir voru þeir miklir sigurvegarar, reyndar hvor á sínu sviðinu, án þess þó að gera lítið úr golfhæfi- leikum Sverris, og einnig miklir heiðurs- menn. Það er eins og með margt í lífinu að maður ætlar alltaf að gera hluti á morg- unn. Við náðum því miður aldrei að spila golf saman þrátt fyrir að við værum alltaf að tala um að nú þyrftum við að fara að taka hring. Það kennir manni að bíða ekki með góða hluti heldur láta verða af því að gera hluti þegar tækifæri gefst. Sverrir hefur alltaf reynst mér afskaplega vel, sem og Jón sonur hans. Ég gat alltaf leitað til Sverr- is með vandamál af ýmsu tagi og ég gat verið viss um að hann myndi hlusta á það sem ég hafði fram að færa. Ég gat einnig verið viss um að Sverrir myndi reyna að gera allt sem hann gæti til að hjálpa mér að leysa úr þeim vandamálum. Sverrir var einstaklega barngóð- ur maður og var alveg sérstaklega gaman að sjá börnin mín taka hon- um brosandi og tilbúin að hoppa í fangið á honum þegar þau sáu hann. Sérstaklega er hægt að taka til hið árlega jólaball Smith og Norland en þá stóð Sverrir og dreifði sælgæti til barnanna. Dótt- ir mín talar enn um það í dag og þegar ég sagði henni frá því að Sverrir væri fallin frá þá spurði hún hvort það væri góði maðurinn sem gaf henni sælgæti á jólaball- inu. Ég er mjög þakklátur fyrir það að ég hitti á Sverri í vetur og þá var ég með öll börnin með mér og fengu þau að tala aðeins við hann og hitta hann í síðasta skipti. Það er líka gaman að minnast þess að þegar ég hitti hann í þetta síðasta skipti þá spurði hann mig hvenær ég ætlaði að fara að mæta í vinn- una aftur, þetta þótti mér mjög vænt um. Þetta eru allt góðar minningar og væri eflaust hægt að halda lengi áfram en ég læt þetta vera nóg í þetta skiptið. Ég mun alltaf minnast Sverris sem manns sem hefur mótað mitt líf að eilífu og mun ég og fjölskylda mín aldrei gleyma þessum góðu kynnum. Kæra Margrét, Kristín, Jón, Halla og fjölskyldur ykkar allra, ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Örn Sölvi Halldórsson. Þorlákur var bóndi, traustur maður með mikla reynslu og þekkingu á bú- skaparháttum. Hann passaði að eiga alltaf nóg fóður og fóðra vel til að fá góðar afurðir. Gunnar faðir hans bjó í Borgarkoti frá 1917-1928, kaupir þá sennilega Bakkarholt. Fjölskyld- an samanstóð af Þorláki sem við daglega kölluðum Lúlla, þá var það Guðmundur, f. 1922, d. 1972 og svo Guðný Margrét, f. 1927 og var hún bústýra. Foreldrar, Gunnar Þor- láksson, f. 1880, d. 1964, og Helga Eyjólfsdóttir, f. 1889, d. 1974. Ég verð aðeins að minnast á Helgu, hún hafði fengið berkla og var rúmföst en mér er sérstaklega í minni hve þessi kona var lífsglöð og fylgdist vel með því sem gerðist í sveitinni. Ég geri ráð fyrir að húsakostur hafi verið lélegur. Byggðu þeir bræður nýtt íbúðarhús ásamt fjósi og hlöðu, hesthúsi og hænsnahúsi ásamt ágætis vélaverkstæði. Þeir bræður unnu mikið að jarðrækt. Ár- ið 1953 kaupir faðir minn Ingólfs- hvol sem þá var með lélegan húsa- kost og byrjuðum við á því að byggja fjós og fengum góð ráð og aðstoð hjá bræðrunum í Bakkar- holti. Um veturinn fór faðir minn út í Vestmannaeyjar en hann var verk- smiðjustjóri við Fiskimjölsverk- smiðjuna. Þá um veturinn hjálpuðu Þorlákur Sigmar Gunnarsson ✝ Þorlákur Sig-mar Gunnarsson fæddist í Borgarkoti í Ölfusi, nú Ingólfs- hvoli, 13. ágúst 1920. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi 24. maí síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kot- strandarkirkju 2. júní. bræðurnir mér við að klára fjósið. Við höfð- um ekki mikla þekk- ingu á búskaparhátt- um og þurftum við oft að leita ráða hjá þeim systkinum í Bakkar- holti og var það ávallt auðfengið. Ég minnist sérstak- lega greiðvikni þeirra við okkur árið 1956. Veiktist mágur minn alvarlega en þau voru búsett úti í Eyjum og varð að senda hann til Kaupmannahafnar í aðgerð. Var honum vart hugað líf og komu boð frá sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn um að systir mín skyldi koma strax út. Erfitt var um ferðir til Þorláks- hafnar en komst hún með flutninga- skipi frá Eyjum. Ég átti lítinn fólks- bíl sem ég sótti hana á út í Þorlákshöfn og ætlaði að keyra hana til Reykjavíkur en varð að snúa við vegna ófærðar. Leituðum við þá til bræðranna í Bakkarholti sem áttu góðan vörubíl og töldu þeir sjálfsagt að koma systir minni til Reykjavík- ur, annars hefði hún misst af fluginu til Kaupmannahafnar. Þannig voru samskipti okkar við systkin á Bakk- arholti. Ég heimsótti Margréti í vor en hún var þá nýlega orðin áttræð, létt á fæti og vel að sér um hin ýmsu mál í sveitinni. Hún sagði mér til dæmis að framleidd væri mjólk á einu býli í Ölfusinu nú en mig minnir að mjólk hafi verið framleidd á um það bil 50 búum á árunum 1950-1960. Að lokum vill ég votta þér, Mar- grét, samúð mína við fráfall bróður þíns, sem þú annaðist svo lengi sem þú mögulega gast í hans erfiðu veik- indum. Með kærri kveðju og ósk um allt hið besta, Engilbert Halldórsson. Já, þriðja barn 6 systra afa míns og ömmu. Mamman mín. Er elskaði mig frá upphafi svo mikið að ég söng fyrsta lagið mitt, Heims um ból rúmlega 1 árs í þinni umsjá. Ég treysti öðrum foreldrum, vegna ástar þinnar til mín og vinum. Þú söngst endalaust fyrir mig og kennd- ir mér fyrstu nóturnar og ógrynni laga. Hversu óframfærin og feimin þú varst, sveitastúlkan. Ég man ennþá er þú gafst mér stóru dúkk- una mína, þrátt fyrir fátækt þína og María Hauksdóttir ✝ María HelgaHauksdóttir fæddist í Garðs- horni í Köldukinn 29. janúar 1924. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. júlí síðastliðinn og var jarðsungin frá Þór- oddsstaðakirkju 10. júlí. pabba. Einnig hjólið mitt á Seyðisfirði. Öll fallegu orðin þín til mín, sem þú elskar svo mikið. Fötin er þú saumaðir á mig og gerðir kröfur að mér bæri. Afmælum mín- um er ég vaknaði við pakka við rúmið mitt og veislur eða á jóla- dagsmorgni við kakóið þitt og jólin sem þú gafst mér. Ég skemmtilegasti vinur þinn, allt stoltið þitt og pabba. Og hvernig þú greiddir ljósa lokka mína en þó mest um vert að mér liði vel, hvernig svo sem þér leið. Fram á síðustu stundu þinni þekkt- irðu mig, já og börnin hennar Guð- nýjar. Við elskum þig og söknum um leið og við þökkum og virðum minningu þína er stóð svo stutt. Með allri ást minni Guðný María og börn. Ég hitti fyrst mína kæru vinkonu Gerði árið 1941, þegar hún og eiginmaður henn- ar voru nýkomin til Winnipeg. Íslenska samfélagið í Kanada tók þeim opn- um örmum. Við urðum fljótt nánar Gerður Jónasdóttir ✝ Gerður Jón-asdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1916. Hún lést í Reykjavík 19. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 4. júlí. vinkonur og áttum margar ánægjulegar stundir saman með börnum okkar, Óttari syni Gerðar og Jo- hanne og Carolyn dætrum mínum. Vin- átta hennar var mér mikill styrkur á stríðsárunum. Við Gerður héldum góðu sambandi eftir að hún hvarf aftur til Íslands. Hennar mikla vin- átta hefur orðið til þess hversu oft ég hef heimsótt Ís- land. Kynni okkar tengdu mig Ís- landi sterkum böndum. Gerður hvatti mig til að ljúka námi og kenndi mér íslensku. Gerður var sterkur persónuleiki og ástkær dóttir, eiginkona og móðir. Hún var Fjallkona á Íslendinga- deginum í Gimli árið 1942. Móðir mín,Guðrún Skaptason, var Fjall- kona árið 1943 og árið 1991 var ég kosin Fjallkona. Ég er ákaflega þakklát fyrir vináttu okkar. Ég sendi börnum hennar Óttari, Guðrúnu og Sigrúnu og einnig systur hennar Auði Jónasdóttur og fjölskyldum hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Johanna Wilson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.