Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RAUNSÆI
Í SAMGÖNGURÁÐUNEYTI
Kristján Möller, hinn nýi sam-gönguráðherra, talar af skyn-semi um þau verkefni sem
bíða hans í samgönguráðuneytinu í
samtali við Morgunblaðið í gær. Ráð-
herrann nálgast verkefnin augljós-
lega með raunsæjum hætti og án þess
að hafa uppi óraunhæfan málflutning.
Þetta er fagnaðarefni. Vegafram-
kvæmdir snúast fyrst og fremst um
það að taka skynsamlegar ákvarðanir
og forgangsraða rétt og ekki ástæða
til að gera athugasemdir við áherzlur
Kristjáns Möller í þeim efnum.
Í samtali við Arnþór Helgason
blaðamann Morgunblaðsins segir
Kristján Möller m.a. um fjarskipta-
mál:
„Við eigum eftir að kynna fleiri
mótvægisaðgerðir eins og fram-
kvæmdaáætlun í fjarskiptamálum.
Þar á ég m.a. við þéttingu GSM-sam-
bands víðs vegar um landið og há-
hraðatengingar. Þar vil ég nefna sér-
staklega bætt símasamband við Djúp
og á ýmsum fjallvegum. Til mín
hringja iðulega ýmsir sem stunda
ferðaþjónustu. Umkvörtunarefnið er
næstum alltaf hið sama. Ferðamenn
hringja og panta gistingu. Þeir spyrj-
ast fyrir um GSM-samband og net-
tengingu. Þegar þeim er sagt, að
hvorugt sé fyrir hendi þakka þeir fyr-
ir og halda eitthvað annað. Það sér
hver heilvita maður að þetta er óþol-
andi samkeppnishindrun.“
Það er raunsæi af þessu tagi, sem
vekur vonir um að Kristján Möller sé
réttur maður á réttum stað í sam-
gönguráðuneytinu.
Samgönguráðherra talar tæpi-
tungulaust um vandann í umferðinni
og segir:
„Samgönguráðuneytið tók þátt í að
kaupa hraðamyndavélar sem settar
hafa verið upp víða og nokkrar deilur
hafa staðið um. Sýnilegt eftirlit lög-
reglu hefur aukizt og sektir hafa ver-
ið hækkaðar. Ég trúi því og treysti að
fólk, sem fær 50-70 þúsund króna
sekt og verður svipt ökuleyfi í 2-4
mánuði hugsi sig vel um áður en það
tekur slíka áhættu að nýju. Það er
kominn tími til þess að þessum ofsa-
akstri, sem er í raun ekkert annað en
glæpaakstur, linni. Dugi ekki þessar
hertu ráðstafanir – hærri sektir,
svipting ökuleyfa og jafnvel ökutækis
– máttu trúa því, að stjórnvöld munu
ekki hika við að ræða enn harðari að-
gerðir, því að þessum glæpaakstri
verður að linna.“
Þetta eru orð að sönnu.
Ummæli ráðherrans um viðhorf al-
mennings til stjórnmála eru athygl-
isverð. Hann segir:
„Fólk hefur áhyggjur af atvinnu
sinni og lífsafkomu, menntun barna
sinna og líðan foreldranna. Það hefur
hvorki tíma né áhuga á að fylgjast
með glímutökum okkar stjórnmála-
mannanna og sér þau fremur sem
sjónarspil en raunverulega rökræðu
um framtíð þjóðarinnar.“
NATÓ OG AFGANISTAN
Atlantshafsbandalagið er með 35þúsund hermenn í Afganistan.
Sjálfsagt eru flestir þeirra banda-
rískir þótt önnur aðildarríki banda-
lagsins komi þar einnig við sögu. Að
auki eru Bandaríkjamenn með 8.000
hermenn í landinu til viðbótar undir
eigin herstjórn. Samtals eru því Atl-
antshafsbandalagið og Bandaríkin
með 43 þúsund hermenn í Afganistan.
Reglulega berast fréttir frá Afgan-
istan sem benda til þess að hersveitir
Atlantshafsbandalagsins eigi fremur
í vök að verjast og lendi í því aftur og
aftur að valda dauða almennra borg-
ara í landinu.
Í gær bárust fréttir um að hersveit-
ir bandalagsins væru að breyta um
baráttuaðferðir. Ef hætta er á því að
almennir borgarar deyi í aðgerðum
bandalagsins er frekar beðið með
slíkar aðgerðir en að taka þá áhættu
að mikið manntjón verði meðal al-
mennra borgara. Þetta er skiljanlegt
vegna þess að manntjón meðal borg-
ara í Afganistan dregur úr stuðningi
við aðgerðir Atlantshafsbandalags-
ins.
Jafnframt var frá því skýrt að her-
sveitir bandalagsins mundu nota
minni sprengjur en þær hafa gert til
þessa. Hins vegar er ljóst að skæru-
liðar Talibana leggja nú áherzlu á að
leynast meðal almennra borgara,
m.a. til þess að framkalla sem mest
manntjón í röðum þeirra.
Framvinda mála í Afganistan kem-
ur okkur Íslendingum beint við af
tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi berum
við ábyrgð á veru hersveita Atlants-
hafsbandalagsins í Afganistan vegna
þess að við sem eitt af aðildarríkjum
bandalagsins tókum þátt í þeirri ör-
lagaríku ákvörðun að senda hersveit-
ir undir merkjum bandalagsins þang-
að.
Í öðru lagi skiptir þróunin í Afgan-
istan okkur máli vegna þess að Ís-
lendingar eru þar á ferð, ekki til þess
að berjast undir fánum bandalagsins
en í margvíslegum hliðarstörfum.
Ástandið í landinu versnar stöðugt og
þar með aukast líkurnar á því að Ís-
lendingarnir snúi ekki allir heim
heilu og höldnu.
Margt bendir til þess að Atlants-
hafsbandalagið eigi eftir að dragast
dýpra og dýpra inn í átökin í Afgan-
istan á sama tíma og Bandaríkja-
menn ráða augljóslega ekki við
ástandið í Írak og vaxandi hætta er á
upplausn í Pakistan þar sem fylgis-
menn bin Laden njóta verndar ein-
hverra aðila í Pakistan.
Hver er afstaða Íslands til þess
sem er að gerast í Afganistan? Hver
er afstaða ríkisstjórnar Íslands til
þess ef fyrirsjáanlegt er að viðvera
hersveita Atlantshafsbandalagsins
verður lengri en skemmri í landinu?
Hefur ríkisstjórnin skoðun á því? Á
hún ekki að hafa skoðun á því?
Hvað segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra um það?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þakka ykkur kærlega fyrirað koma hingað. Fólkiðhér í borginni þarf svosannarlega að finna fyrir
stuðningi. Þetta sagði bandarísk
kona sem tók mig tali meðan við
biðum í klósettröð á kaffihúsi í
franska hverfinu í New Orleans í
Louisiana-ríki. Bandaríkjamenn
eiga venjulega ekki í vandræðum
með að brydda upp á samtals-
efnum, hvar sem þeir eru staddir
og við ræddum stutta stund um
borgina sem er fræg fyrir djass
og kreólamat. Í tæp tvö ár hefur
þó legið skuggi yfir borginni –
fellibylurinn Katrína sem reið yfir
í ágústlok 2005 hefur skilið eftir
sig sár sem sum hver munu aldrei
gróa. Hátt í tvö þúsund manns
létust af völdum Katrínu.
Blaðamaðurinn Mark Schleif-
stein og sjónvarpsfréttamaðurinn
Chris Slaughter, sem báðir eru
New Orleans-búar, muna vel eftir
Katrínu. Á fjölmiðlum þeirra, New
Orleans-blaðinu Times Picayune,
og sjónvarpsstöðinni WWL, voru
fluttar stöðugar fréttir af Katrínu
– líka meðan ástandið var sem
verst. Meðan á dvöl minni í New
Orleans stóð ferðaðist ég, ásamt
hópi evrópskra blaðamanna, um
borgina undir þeirra leiðsögn.
Ferðin hefst við Superdome-
leikvanginn sem er skammt frá ys
og þys franska hverfisins. Leik-
vangurinn komst í heimsfréttirnar
meðan Katrína reið yfir en þangað
voru fluttir þeir íbúar New Or-
leans sem ekki komust sjálfir á
brott. Þar á meðal var fátækt fólk
sem ekki átti bíl, gamalt fólk og
aðrir sem af einhverjum ástæðum
höfðu ekki flúið. Alls yfirgáfu um
1,2 milljónir manna New Orleans
áður en Katrína skall á. „Þótt
ótrúlegt megi virðast er þetta
best heppnaði brottflutningur
vegna fellibyljar í allri sögu lands-
ins,“ segir Mark. Þónokkur hópur
fólks varð þó eftir í borginni og
um 20.000 manns voru flutt á
Superdome-leikvanginn daginn
áður en Katrína skall á af mestum
þunga. Þar dvaldist fólk í nokkra
daga við fremur ömurlegar að-
stæður.
Aðeins 2-3% snúið aftur
New Orleans árið 2007 er borg
andstæðna. Í sumum hverfum
borgarinnar hafa hús verið end-
urbyggð og þar er allt í blóma.
Önnur hverfi minna fremur á
draugabæi eða stríðshrjáð svæði.
Það á svo sannarlega við um
svæðið við Lower Ninth Ward,
sem er ekki alllangt frá mið-
bænum. Þar bjó margt efn
fólk og fólk sem leigði hús
einungis um 2-3% þeirra s
bjuggu fyrir Katrínu hafa
aftur.
Mark segir að margir s
hús í hverfinu hafi ekki ha
að endurbyggja þau. Flest
húsanna voru metin á um
þúsund dali áður en Katrí
Borg í skugg
Tæp tvö ár eru frá því
fellibylurinn Katrína
reið yfir suðurströnd
Bandaríkjanna og olli
gríðarlegu tjóni, ekki
síst í borginni New
Orleans. Elva Björk
Sverrisdóttir ferðaðist
nýlega um borgina og
sá að þótt ýmislegt
hafi verið byggt upp að
nýju eru aðrir hlutar
borgarinnar enn í rúst.
Í HNOTSKURN
»New Orleans stenduMississippi-ána, þrið
lengsta fljót heims.
»Borgin varð illa úti völdum Katrínu sem
5. og öflugasta stigi fell
þegar mest var.
»Fellibylurinn skall áOrleans 29. ágúst 20
»Íbúar New Orleans tæp 500.000 fyrir K
en hefur fækkað í um
255.000.
Eyðilegt Á Lower Ninth Ward má víða sjá húsarústir og hverfið minnir mest á draugabæ. Húsnæði sem
Djassað Í franska hverfinu er líf og fjör og þar eru reglulega ha