Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.07.2007, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND ÚR VESTURHEIMI Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „VIÐ eigum ættir okkar að rekja til Íslands og heimili forfeðra okkar, sameiginleg saga þeirra og líf, draga okkur hingað,“ segir Lil Shepherd frá Spanish Fork í Utah í Bandaríkjunum. Hún er í sinni sjöttu heimsókn á Íslandi síðan 1996 og fer að þessu sinni fyrir 29 manna hópi frá Utah. Elsta samfélagið Íslenska samfélagið í Spanish Fork er hið elsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku. Íslendingar kynntust fyrst mormónatrú 1851 og ekki leið á löngu þar til ferðir hóf- ust vestur til Utah. Fyrsta fólkið til að fara fór frá Íslandi 1854 og kom til Spanish Fork 1855 en frá þeim tíma til 1914 fluttu 410 Íslendingar til Utah. Samskiptin við Ísland voru ekki mikil lengst af og fyrsta hópferðin frá Utah til Íslands var ekki fyrr en 1996, en þá kom Lil Shepherd til landsins með 40 manna hóp. „Þetta var í fyrsta sinn sem fólk af íslensk- um uppruna í Utah fór í hópferð til Íslands,“ rifjar hún upp. Hún segir að allir hafi heyrt sögur frá Íslandi en ekkert jafnist á við að upplifa landið og þá strauma sem því fylgja á landinu sjálfu. Eins hafi í mörgum tilfellum verið síðustu forvöð að hitta nána ættingja vegna aldurs. „Við vissum í raun ekkert um Ís- land og til að bæta úr því var ekki um annað að gera en heimsækja landið.“ Lil Shepherd hefur komið með meira en 200 manns frá Utah. Í hópnum núna eru 25 „nýliðar“ en Tyler, sonur Lil, hefur verið lengst hinna fjögurra á Íslandi. Hann var trúboði hér á landi 1996 til 1998, kom aftur 1998 í brúðkaupsveislu og enn einu sinni sumarið 2000. „Ég hef ekki talað mikið á íslensku síð- an en málið kemur og það er gaman að koma hingað enn einu sinni.“ Vilja ná sambandi Hópurinn gistir á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík til 1. ágúst en stefnt er að dagsferð til Vest- mannaeyja í dag. Síðan verður gist í eina nótt á Geirlandi við Kirkju- bæjarklaustur og síðustu tvær næt- urnar á Hótel Örk í Hveragerði. Lil segir að markmiðið með þess- um ferðum sé fyrst og fremst að reyna að koma á tengslum við fjar- skylda ættingja og styrkja fyrri sambönd. Íslenski leiðsögumað- urinn Guðbjörg Bragadóttir hafi tekið saman hvar sumir forfeðrar ferðalanganna bjuggu og verði reynt að koma við á sem flestum bæjum á leið um landið. Í hópnum eru meðal annars Lil (lshepherd@youngliving.com), Chris Neidig (chris@neidigon- line.org), Janette Callister Hales Beckham (beckhamrj@ivera- city.com), Randy Thorn (bthorn50@earthlink.net) og Linda K. Pfaff (pfaff 6@hotmail.com). Lil biður fólk, sem á ættingja í Utah, endilega um að hafa samband með því að nálgast fólkið á gisti- stöðunum, senda póst á fyrrnefnd netföng, hringja í fararstjórann (8991295, 8451425) eða senda henni póst (kgb@kgbtours.is). Heimili forfeðranna á Íslandi helsta aðdráttarafl ættingjanna í Utah Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Hópur Lil Shepherd er með 29 manna hóp á ferð um Ísland og fyrsta verkefnið var að fá sér morgunmat í Fjörukránni í Hafnarfirði. Fararstjórarnir Mæðginin Tyler og Lil Shepherd með leiðsögumönnunum og hjónunum Guðbjörgu Bragadóttur og Kristjáni Guðmundssyni. Grundarfjörður | Í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði hefur Ingi Hans Jónsson unnið ötullega að því und- anfarin ár að byggja upp sýningu undir nafninu „Hvernig nútíminn varð til“. Á föstudaginn var formlega opnuð ný viðbót við sýninguna og kallast hún Þórðarbúð. Eins og annað sem berja má augum í Sögumiðstöðinni er Þórðarbúð runnin undan rifjum Inga Hans, sem er hugmynda- smiður og hönnuður af guðs náð, en auk þess mikill hagleiksmaður svo hugmyndir hans spretta iðulega fram fullskapaðar um leið og hann kemur höndum yfir hamar, pensil og sög. Fyrirmynd hinnar nýju sýningar er verslun Þórðar Pálssonar bif- reiðastjóra sem var í Grundarfirði á sjöunda áratugnum og er í fersku minni allra innfæddra Grundfirð- inga sem fæddir eru um miðja síð- ustu öld. Þórðarbúð var í raun sjoppa með hefðbundnu sniði mest- an hluta ársins, en sérstaða hennar var sú að fyrir hver jól umbreyttist hún í leikfangabúð. Í upphafi jóla- föstu voru allar hillur fullar af leik- föngum sem yfirleitt seldust upp fyrir Þorláksmessukvöld. Draumur allra barna Þórðarbúð stóð nokkurnveginn gegnt gamla Kaupfélaginu og stöldruðu börnin í bænum gjarnan við og létu sig dreyma um jólagjafir úr gluggunum, þar sem lágu leik- fangastaflar. Þessa framhlið hefur Ingi Hans sett upp í Sögumiðstöð- inni og blasa búðarborðið og hill- urnar við innandyra. Ingi segist lengi hafa hafa gengið með þessa hugmynd í maganum og verið fyrir löngu farinn að viða að sér munum frá þeim árum sem Þórður Pálsson höndlaði með leikföng í Grund- arfirði. Hugmyndin er sú að Þórðarbúð verði rammi utan um leikfangasafn og studdist Ingi við myndir, auk þess sem hann geymir í minning- unni, við að gera eftirmyndina sem nákvæmasta. Hann segist leitast við að fanga augnablikið og stemn- inguna sem ríkti á staðnum fyrir hver jól um margra ára skeið. Oftast hefur nýr áfangi í sýningu Sögumiðstöðvarinnar verið tekinn í notkun í tengslum við bæjarhátíð Grundfirðinga, sem hófst einmitt á föstudaginn. Ingi Hans segir því gamansamur að í sínu tilfelli ætti bæjarhátíðin með réttu að kallast „Á síðustu stund“ en alla jafna er hún nefnd Á góðri stund í Grundarfirði. Rúmar ekki fleiri hugmyndir Þórðarbúð verður kærkomin við- bót við aðrar sýningar sem Sögu- miðstöðin hefur að geyma, en þar má nefna Bæringsstofu þar sem geymdir eru munir úr eigu áhuga- og fréttaljósmyndarans Bærings heitins Cecilssonar. Jafnframt er þar lítill sýningarsalur þar sem líta má myndir úr safni Bærings. Einnig má sjá sýningu um upphaf vél- bátaútgerðar í Grundarfirði, auk sýningar sem tengist lífsháttum fólks um síðustu aldamót að ógleymdum gamla bænum sem er sýnishorn af þeim bæjum sem al- gengir voru á þessum tímum. Ingi Hans segist nú búinn að fylla það húsrými sem Sögumiðstöðin hafi yfir að ráða þannig að nú megi hann helst ekki fá fleiri hugmyndir, án þess að þurfa þá að byggja við eða ofan á húsnæðið. Ný Þórðarbúð opnuð í Grundarfirði Sígilt Þær voru hugfangnar af gömlu leikfangalest- inni sem ók hring eftir hring innan við glerið. Klippt Ingi Hans og Hreiðar Þórðarson opnuðu sýninguna formlega. Sjoppan fræga rís á ný í Sögusafninu Í HNOTSKURN »Hátíðin „Á góðri stund íGrundarfirði“ er haldin ár hvert, síðustu helgina í júlí. »Sögumiðstöðin var form-lega opnuð í júlí árið 2003 og er henni ætlað að vera miðstöð sagnamenningar á Snæfellsnesi, en auk þess upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Gamaldags Gluggar Þórðarbúðar voru útstæðir og köll- uðu útstillingarnar því enn frekar á athygli barnanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.