Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 LÚXUS The Simpsons m/ísl. tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 Evan Almighty kl. 4 - 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 6:30 - 8:30 - 10:30 Death Proof kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára Taxi 4 kl. 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 14 ára Fantastic Four 2 kl. 5:45 The Simpsons m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 6 - 8 Death Proof kl. 10 B.i. 16 ára eee Ó.H.T. - Rás 2 eee MBL - SV Þessar 8 konur eru um það bil að hitta 1 djöfullegan mann! eee - Þórarinn Þórarinnsson, Mannlíf eeee - T.S.K – Blaðið eee - S.V. – MBL HÖRKUSPENNANDI GRÍNMYND FRÁ LUC BESSON NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN Guð hefur stór áform... en Evan þarf að framkvæma þau „ÞÚ HLÆRÐ ÞIG MÁTTLAUSAN!“ - GENE SHALIT, TODAY Sýnd með íslensku o g ensku tali Yippee Ki Yay Mo....!! eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL 30.000 MANNS eeee - STEFÁN BIRGIR STEFÁNSSON eee - ROGER EBERT eeee “FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA, UNGA SEM ALDNA” - A.M. G. - SÉÐ OG HEYRT Eftir Ómar Örn Hauksson mori@itn.is ALLT frá því að tölvuleikir komu fram á sjónarsviðið fyrir um það bil 30 árum hafa framleiðendur þeirra notfært sér kvikmyndamiðilinn til þess að koma leikjunum á framfæri. Þrátt fyrir að nánast allir séu sam- mála um að leikir sem byggðir eru á kvikmyndum séu arfaslakir þá virðist það ekki stoppa leikjafyr- irtækin í að framleiða þá. Þetta er orðið stór partur af markaðs- setningu kvikmynda og svo er þetta auðveldur aukapeningur fyrir leikjahönnuði sem hafa stuttan tíma til þess að koma vörunni frá sér. Hins vegar eru nokkrar und- antekningar frá reglunni, Chronic- les of Riddic: Escape from Butcher Bay, The Warriors, Scarface og Lego Star Wars. Það kom mörgum á óvart að leik- ur sem var byggður á Star Wars myndunum og notaði Lego-kubba skyldi heppnast vel og seljast enn betur. Vinsældirnar urðu til þess að fleiri leikir byggðir á stjörnustríð- inu voru framleiddir og nú ætlar framleiðandinn Traveller’s Tale að kubba fleiri persónur George Lu- cas. Fornleifafræðingurinn Indiana Jones er svo næstur í röðinni og mun leikurinn verða byggður á fyrstu þremur myndunum. Eins og með Star Wars-leikina verður In- diana Jones-leikurinn léttur og skemmtilegur, tekur sig ekki of al- varlega og honum verður líklega aðallega beint að yngri kynslóðinni. Einnig er í farvatninu Lego-útgáfa af Batman og svo mun einnig vera í vinnslu netleikur sem notar kubb- ana góðu. Það verður þó lítið um kubba í leiknum sem byggður verður á hinni gífurlega vinsælu sjónvarps- seríu Heroes. Franski framleiðand- inn Ubi Soft hefur tryggt sér rétt- inn á því að hanna leik um hinar ólíku og ólíklegu hetjur en ekki er enn vitað hvernig leikurinn verður saman settur eða á hvaða leikja- tölvum hann á að koma út. Ubi Soft hefur einnig tryggt sér réttinn á að hanna leik fyrir aðra vinsæla sjónvarpsseríu, Lost, og á söguþráðinn ekki að tengjast að- alsöguþræði þáttanna beint. Allar persónur þáttanna koma hins vegar fram í leiknum og einnig eyjan dul- arfulla. Samkvæmt stiklu sem sýnd var á myndasöguráðstefnunni Co- mic Con í síðustu viku byggist leik- urinn mikið á gátum sem leikmað- urinn þarf að leysa á meðan hann ráfar um eyjuna og leitar að leið til þess að koma sér heim á ný. Eyjarskeggjarnir herja á leikja- unnendur í febrúar 2008. Kvikmyndir og tölvuleikir Undantekningin Riddick er sjaldgæft dæmi um það að leikurinn sé betri. TÖLVULEIKIR» SVONA til þess að brjóta upp kvikmynda- þemað þá er hér leikur sem er byggður á myndasögu. The Darkness byrjaði sem myndasögusería á tíunda áratugnum og naut nokkurra vinsælda. Sagan fjallar um ungan leigumorðingja Jackie Estacado sem kemst að því á 21. afmælisdaginn að djöfullegur kraftur býr innra með honum sem veitir hon- um ógurlegt afl. Krafturinn kallast Myrkrið og gerir honum kleift að verða ofurmann- legur, kalla fram djöfla og ára og annað ill- þýði. Leikurinn fylgir upprunalegu sögunni í stórum dráttum en markmið leiksins er að ná fram hefndum á mafíuforingja sem hefur myrt kærustuna manns og vill nú hreinsa sál manns af Myrkrinu. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur en Myrkrið gerir manni kleift að nota óvætti til þess að læðast að óvinum sem eru í felum og kalla fram litla púka sem hjálpa manni að murka lífið úr þeim sem manni er illa við. Þar sem krafturinn heitir Myrkrið verður maður að notast við skugga og myrkur til þess að ná sér í orku og einnig hjálpar að slökkva á öllum ljósum í nágrenninu en til þess að gera Myrkrið enn sterkara verður maður að borða hjörtun úr óvinum sínum! Einmitt, alls ekki fyrir viðkvæma. Sagan gerist á Manhattan-eyju og getur maður ráfað um götur hennar í leit að upplýs- ingum og farið á milli hverfa í neðanjarð- arlestum. Til þess að brjóta upp söguna getur maður tekið að sér að hjálpa vinum sínum í litlum aukaverkefnum og safnað saman síma- númerum sem maður getur hringt í til þess að opna fyrir aukahluti. Þetta eykur spilunartím- ann töluvert og með þessu getur maður líka aukið kraftana áður en maður heldur aftur af stað í aðalverkefnið. En maður er ekki bara að berjast við mafíuna, Myrkrið vill einnig ná yfirtökum á manni og verður maður að berj- ast við það á ógurlegum vígvelli þar sem aft- urgöngur úr fyrri heimsstyrjöldinni ráfa um. Leikurinn er hannaður af Starbreeze Stud- ios og vöktu þeir athygli fyrir nokkrum árum með Chronicles of Riddick-leikinn Escape from Butcher Bay, sennilega einn fárra leikja byggðra á kvikmynd sem var raunverulega góður. Í þeim leik unnu þeir einnig með myrkur sem þema leiksins þannig að þeir vita hvað þeir eru að gera þegar kemur að skuggalegum leikjum. Grafíkin er stórkostleg, allar persónur raunverulegar og vel hannaðar og umhverfið troðfullt af smáatriðum sem gera manni kleift að lifa sig enn meira inn í leikinn. Hljóðvinnslan er stórkostleg, umhverf- ishljóð og önnur hljóð koma mjög vel út en fyrst og fremst eru það leikararnir sem fara á kostum. Allir sem koma fram í leiknum hafa svo stórkostlega raddir að það lekur ef þeim töffaraskapurinn. Það er líka gaman að segja frá því að tónlistarmaðurinn og raddgúrúinn Mike Patton úr Faith No More og Fantomas leikur Myrkrið af stakri snilld. Það er alveg ótrúlegt hvað maðurinn getur gert við rödd sína. Leikurinn er hrottalegur og mjög ofbeldis- fullur þannig að ég mæli ekki með honum fyr- ir krakka en við fullorðna fólkið getum skemmt okkur yfir óhugnaðinum og lifað okk- ur inn í heim mafíósa og myrkrahöfðingja. Mafíósar og Myrkrahöfðingjar The Darkness  Starbreeze Studios Playstation 3 Ómar Örn Hauksson Byssuleikir Mundi hún eftir að setja skot- helda svitabandið á sig?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.