Morgunblaðið - 08.08.2007, Page 15

Morgunblaðið - 08.08.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 15 MENNING ER BRUNAVIÐVÖRUNARKERFI Í FYRIRTÆKINU ÞÍNU TENGT SECURITAS? BRUNAVIÐVÖRUNARKERFI SECURITAS TONY Blair kann að vera hættur sem forsætisráðherra en Bretar eru greinilega ekki tilbúnir að gleyma honum strax. Á Edinborgarhátíð- inni keppa tveir söngleikir um at- hygli áhorfenda, annar heitir Tony! The Blair Musical og hinn heitir Tony Blair - the Musical. Chris Bush er höfundur fyrr- nefnda söngleiksins og segir glam- úrinn sem einkenndi valdatíð Blair henta söngleik vel, hann hafi meira að segja spilað í hljómsveit. Blair er eini forsætisráðherrann sem höf- undurinn þekkir almennilega enda var Bush ekki nema ellefu ára þegar hann var kosinn. Í verkinu bregður meðal annars fyrir rakarastofu- kvartett leiðtoga Íhaldsflokksins. James Lark er höfundur keppi- nautarins, Tony Blair - The Musical, og leikur sjálfur Gordon Brown, arf- taka Blairs, í uppfærslunni. Hann segir að Blair hafi alltaf virst vera að leika og væri því tilvalið efni í söng- leik. Verkið fjallar um síðustu daga Blairs sem hann líkir við Macbeth og Júlíus Sesar. Tony gegn Blair Tony Blair HREINN Friðfinnsson heldur áfram að fá frábæra dóma fyrir sýn- ingu sína í Gallery Serpentine í London. Áður hefur verið greint frá jákvæðum dómi í The Ob- server en nú hafa dagblöðin The Guardian og The Independent ásamt tímarit- unum This is London og Le Cool bæst í hóp- inn. Gagnrýnendunum er tíðrætt um hve verk Hreins eru draumkennd og Adrian Searle hjá The Guardian lík- ir honum bæði við franska lista- manninn Marcel Duchamp og portú- galska skáldið José Saramago, en margir gagnrýnendur hafa einmitt minnst á að Hreinn sé litlu síðra skáld en myndlistarmaður. Sýningin í Serpentine-safninu stendur til 2. september næstkomandi. Bretar lofa Hrein Hreinn Friðfinnsson DÚÓIÐ Para-Dís spratt upp úr skapandi sumarstörfum Hins hússins en þau Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason hafa verið dugleg að spila áfram eft- ir það. Á fimmtudaginn halda þau tónleika í Stykkishólms- kirkju kl. 20.30. Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd og er aðgangseyrir 1.000 krón- ur og 500 krónur fyrir eldri borgara. Á dagskrá eru sumarlegir franskir tónar tón- skáldanna Sancan, Messiaen, Chopin, Widor og Gaubert. Tónlist Para-Dís í Stykkishólmi Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari. Á MORGUN mun Hafdís Huld loks halda tónleika hér á landi eftir að hafa haldið um 80 tónleika víðsvegar um Evr- ópu. Tilefnið er útgáfa plöt- unnar Dirty Paper Cup, en Hafdís segir þetta síðbúna út- gáfutónleika plötunnar sem var valin poppplata ársins 2006 á Íslensku tónlist- arverðlaununum. Það eru bresku tónlistarmennirnir Alisdair Wright, Sarah Croft og Steve Ling sem leika undir hjá GusGus-söngkonunni fyrrverandi. Tónleikarnir eru í Salnum í Kópavogi og hefjast kl. 20.30. Tónlist Hafdís Huld syngur í Salnum Söngkonan Hafdís Huld. Á LAUGARDAGINN verður opnuð sýning Álfheiðar Ólafs- dóttur, Líf framundan. Sýn- ingin er framhald af sýningu hennar Álfar og tröll sem lauk nýverið í Bæjar- og bókasafni Selfossbæjar. Í Lífi framundan fetar hún áfram veginn í heimi álfa og huldufólks og mun Álf- heiður vera íklædd álfabúningi við opnunina. Álfheiður hefur fengist við myndlist í 17 ár og meðal annars gefið út barnabókina Grímur og sæ- kýrnar. Sýningin verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi klukkan 14 á laugardag og stendur til 21. ágúst. Myndlist Framhaldslíf álfa Álfheiðar Álfheiður Ólafsdóttir Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is DAGSKRÁ menningarnætur var kynnt í gær í afslöppuðu og notalegu umhverfi, gestir gæddu sér á rjóma- vöfflum og hreiðruðu margir hverjir um sig í hægindastólum. Var það vel við hæfi; nokkrir íbúar Þingholtanna hyggjast hafa opið hús á menning- arnótt og bjóða upp á nýbakaðar vöfflur og rjúkandi kaffi. Þykir téð „Vöfflukaffi“ einkar skemmtileg ný- lunda á hátíðinni, og endurspegla þær frjálslegu og heimilislegu áherslur sem reynt er að hafa í for- grunni. Hvarvetna brugðið á leik Menningarnótt í miðborginni verður haldin tólfta sinni í ár, laug- ardaginn 18. ágúst næstkomandi. Að þessu sinni verða á fjórða hundrað atriða og viðburða á borðum mið- bæjargesta, jafnt innan- sem utan- dyra, úti á götum, í görðum, á torg- um, söfnum, kaffihúsum, í galleríum, kirkjum, verslunum, á veitinga- húsum, og guð má vita hvar! - sjón sennilega sögu ríkari, dagskráin enda aldrei verið veglegri, svo að gripið sé til gamallar klisju. Venjan hefur verið sú að dag- skráin miðist einkum við miðbæj- arkjarnann, en nú stendur til að leggja nokkra áherslu á jaðarsvæði hátíðarmarkanna, líkt og stórkons- ert sem haldinn verður á Klambrat- úni er til marks um. Þá hefur jafnan tíðkast að bjóða vissum sveit- arfélögum að vera sérlegir gestir hverrar hátíðar, en í hittiðfyrra var reyndar brugðið út af vananum og Kaupmannahöfn boðuð til leiks. Nú er aftur seilst út fyrir landsteinana, - íbúar Þórshafnar í Færeyjum verða sérstakir gestir í ár: vísnasöngvari, poppsöngkona, vikivakadans- og sönghópur og myndlistarmenn leggja til að mynda leið sína á Frón- ið. Nokkur áhersla verður lögð á þátttöku hátíðargesta í hinum ýmsu viðburðum, hvort sem um ræðir hóp- söng, sögustundir eða listasmiðjur fyrir börn. Raunar ætti yngsta kyn- slóðin að uppgötva fjölmargt sér til skemmtunar, og má til dæmis nefna heilmikla brúðusýningu í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg, þar sem fjölmargar fjörugar fígúrur stíga á svið. Svokölluð Mannréttindavakt menningarnætur lætur sitt ekki eft- ir liggja, en ýmis félög og stofnanir munu kynna starfsemi sína, baráttu- mál og keppikefli. UNIFEM býður gestum á framandi kvennaslóðir í Langtíburtuistan, Landsamband æskulýðsfélaga stendur fyrir lifandi bókasafni í tjaldi á Austurvelli, eig- endur Harley-Davidson-vélhjóla safna fyrir langveik börn og Am- nesty International skemmta og vekja athygli á þörfum málefnum. Göngugörpum býðst svo að taka þátt í skipulögðum spássitúrum und- ir handleiðslu valinkunnra og fróðra manna, og ýmsar fræðastofnanir verða jafnframt með dagskrá. Menningin fræðir því og skemmtir mönnum í ár. Vöfflur, rjómi og menning Fjölbreytt, fræðandi og feikifjörug dagskrá menningarnætur var kynnt í gær Morgunblaðið/Sverrir Veisla Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, fær sér vöfflu með borgarstjóra og húsráðendum á Lokastíg 28, þar sem fundað var. Í HNOTSKURN »Menningarnótt í Reykjavíkverður haldin í tólfta sinn í ár, hinn 18. ágúst næstkom- andi. »Framreiddir verða ótalviðburðir, skemmtiatriði, uppákomur og sýningar, sam- tals á fjórða hundrað. »Dagskránni mun að venjuljúka með stórglæsilegri flugeldasýningu í boði Orku- veitu Reykjavíkur. Verður lit- ríkum skrautflugum skotið úr varðskipinu Ægi, sem liggja mun við akkeri rétt utan við Sæbraut. Dagskrá menningarnætur má nálgast á heimasíðunni www.menningarnott.is frá og með 10. ágúst, og einnig á ensku á slóð- inni www.visitreykjavik.is. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í GÆR var sagt frá vel lukkuðum flutningi Fífilbrekkuhópsins, í Ís- lendingabyggðum í Kanada, á lög- um sem Atli Heimir Sveinsson samdi við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar. Þar kom fram að Davíð nokkur Gíslason, 65 ára bóndi í Árborg í Manitoba og áhugamaður um Jónas, kynnti ljóðin á ensku fyrir tónleikagesti. Heiðlóarkvæði, Ferðalok og Ásta voru m.a. flutt. Davíð hefur þýtt nokkur ljóða Jónasar á ensku en hefur þó ekki gefið út þýðingar sínar. Blaðamann fýsti að vita meira um þennan Vestur-Íslending og sló því á þráðinn til Davíðs, sem staddur var í brakandi blíðu við bakka Winnipeg-vatns með Fíf- ilbrekkuhópnum. Davíð talar prýðilega íslensku, vart hægt að heyra á máli hans að hann sé fæddur og uppalinn í Kanada. „Hér í dag er blankandi logn og sólskin, vatnið blátt og slétt sem spegill,“ segir Davíð við blaða- mann, sem horfir bitur út um gluggann á gráan himin yfir hálf- tómu Rauðavatni. En hvers vegna þekkir Davíð svo vel til ljóða Jón- asar? „Ég hef lesið þó nokkuð af ljóð- unum og um hann í vetur þannig að ég hef betri skilning á honum en áður,“ segir Davíð. Doktor Birna Bjarnadóttir, prófessor í ís- lensku við Manitoba-háskóla, hafi einnig glætt hjá honum áhuga á ljóðum Jónasar í fyrrahaust. Flutti Heiðlóarkvæði á ensku Guðni Ágústsson kemur einnig við sögu. „Ég held það hafi verið landbúnaðarráðherra fyrrverandi, Guðni Ágústsson, sem benti mér á að ljóðið Ferðalok væri gjarnan talið landsins fegursta ljóð,“ segir Davíð. „Ég fór þá að skoða það betur og þýddi í vetur og flutti það í Gimli um daginn, á þessari Jónasarhátíð.“ Davíð segist gera það að gamni sínu að þýða ljóð Jónasar og flytja á ensku við tækifæri. Síðastliðinn mánudag hafi hann flutt enska þýðingu sína á Heiðlóarkvæði. „Ég geri þetta mest fyrir sjálfan mig og Vestur-Íslendinga hér sem hafa gaman af að sjá hvað í þess- um ljóðum liggur,“ segir Davíð og vill lítið gera úr því góða starfi, að vekja athygli á ljóðum Jónasar. Þýðir og flytur ljóð Jónasar Morgunblaðið/Kristinn Jónasarmaður Davíð Gíslason, bóndi í Árborg í Manitoba. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.