Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GunnlaugurBjörnsson fæddist á Selfossi 8. nóvember 1977. Hann lést af slysför- um 28. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ásta Gunn- laugsdóttir, f. 9. febrúar 1955 og Björn Guðjónsson, f. 10. október 1947. Gunnlaugur var elstur þriggja bræðra, hinir eru Guðjón Hugberg, f. 1. maí 1982 og Hafþór Vilberg, f. 7. desember 1987. Gunnlaugur kvæntist 27. júlí 2002 Þorbjörgu Hlín Sigurð- ardóttur, f. 24. júlí 1979, þau skildu. Gunnlaugur stundaði nám í Verslunarskóla Íslands, Fjöl- brautaskóla Suðurlands og var nú nemandi í Háskólanum í Reykja- vík í viðskiptafræði. Hann ólst upp á Sel- fossi til fimm ára aldurs er foreldrar hans fluttust til Hveragerðis og byggðu þar garð- yrkjustöð, þar hóf hann starfsferil sinn ungur að árum og vann þar með skóla þar til hann hóf störf hjá Securitas. Árið 2000 hóf Gunn- laugur störf hjá Tölvulistanum, fyrst sem af- greiðslumaður í verslun, síðan lagerstjóri og loks innkaupa- stjóri. Tölvulistanum var skipt í tvær einingar, verslun og inn- kaupadeild og dreifingu, hélt hann áfram sem innkaupastjóri hjá IOD til dauðadags. Gunnlaugur verður jarðsung- inn frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lífið gefur og lífið tekur. Laugar- dagskvöldið 28. júlí fengum við fréttir af hræðilegu slysi þar sem Gunnlaug- ur, frændi okkar, lést. Í okkar huga var Gunnlaugur litli frændinn sem við hittum oftar en ekki hjá ömmu og afa í Lambhaganum. Við kynntumst honum hins vegar á nýjan hátt þegar við fengum tækifæri til að vinna með honum í gróðurhús- unum. Þar var oft glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. Skoðanir voru oft misjafnar og sjónarmið ólík en alltaf voru umræðurnar skemmtileg- ar. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast honum á þennan hátt og minningarnar um góðan frænda og félaga lifa í hjörtum okkar. Farðu í friði, vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Gunnlaugur, takk fyrir allt og allt. Dagný og Elfa. Elfa Íshólm Ólafsdóttir Góður félagi og frændi er farinn. Okkar samverustundir voru ekki endilega langar en þær voru alltaf ánægjulegar. Það eru litlir hvers- dagslegir hlutir sem vekja upp miklar minningar hjá okkur og við viljum minnast þín með þessu ljóði: Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku Gulli, hafðu þakkir fyrir samfylgdina Björn, Ásta, Guðjón Hugberg, Haf- þór Vilberg og Valdís Ösp, við send- um ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur Geirmundur, Margrét, Valgeir Hugberg og Guðmundur Ingi. Geirmundur Sigurðsson Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, -Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, Já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó aleimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness) Það er erfitt að kveðja kæran frænda sem lætur lífið með svo svip- legum hætti. Ég var níu ára þegar Gunnlaugur fæddist. Ég sóttist í að fá að vera nálægt honum og horfa á hann nýfæddan í vöggunni. Það var því mikil gleði þegar mamma varð dagmóðir hans, þegar hann var að- eins nokkurra mánaða. Við systkinin kepptumst um að fá að leika við hann og litum á hann eins og litla bróður okkar og fannst við eiga í honum hvert bein. Hann hafði gaman af að láta lesa fyrir sig og að vera úti í bíl- skúr í „bíló“ í gömlu bjöllunni. Það skipti ekki máli þó það vantaði hurð- irnar, stýrið var til staðar og það var allt sem þurfti. Eftir að ég stálpaðist passaði ég hann í tvö sumur, ekki var það þó mikil fyrirhöfn þar sem Gunnlaugur var afskaplega ljúfur drengur sem auðvelt var að umgangast. Eftir því sem árin liðu hittumst við sjaldnar. En það var alltaf jafn gaman að hitta hann og spjalla. Gunnlaugur var í viðskiptanámi ásamt því að vera í fullu starfi. Fram- tíðin var björt, en slysin gera ekki boð á undan sér. Elsku Ásta, Björn, Guðjón og Haf- þór, ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur, minning um ljúfan dreng mun lifa. Sigríður Erlingsdóttir. Hvað get ég sagt um Gulla til að út- skýra hversu frábær hann var í mín- um augum? Nú, hann var besti vinur minn. Við gerðum allt saman sem tveir ókynþroska drengir gera. Við leigðum vídeómyndir og gerðum það að listgrein. Við grófum upp myndir sem flestir hafa aldrei heyrt um eins og kínversku bardagamyndina ,,The girl with the golden foot“, þar sem að- alleikkonan gat sparkað í mann fyrir aftan sig með því að færa löppina hátt upp í loftið. Við rifumst aldrei nema þá, í þau fáu skipti, þegar annar okkar sparkaði óvart í hinn þegar reynt var að leika atriði úr ,,low budget“ kín- verskum Kung-Fú myndum. Gulli hlustaði á Helloween, fannst Erica Eleniak úr Strandvörðum sæt og hafði gaman af sjónvarpsþáttunum Hunter og Quantum Leap. Um dag- inn keypti ég mér Quantum Leap- þættina, sem fjölluðu um tímaflakk- arana Sam og Al. Þú varst yfirleitt Sam og ég Al. Nú væri gott að geta farið aftur í tímann og breytt sögunni, eða bara endurlifað ógleymanleg, ómetanleg augnablik eins og þegar við lékum Wayne og Garth. Við vorum samlokur frá sex ára til 14 ára aldurs. Þú varst tveimur árum eldri, en leist alltaf á mig sem jafn- ingja. Leiðir okkar skildu þegar við fórum í framhaldsskóla. Ekki þó á einhvern Hollywood-dramatískan hátt, við bara eignuðumst nýja vini. Tíu árum seinna ákváðum við að skella okkur saman í stjórnmál og buðum okkur fram fyrir Vinstri græna. Þegar ég bað Gulla um að vera með sagði hann: „Ég get alveg verið með en það er ekkert voðalega virðulegt að vera þrítugur í foreldra- húsi“. Þá sagði ég að hann væri ekki einn um það enda ég sjálfur þrítugur í foreldrahúsi. Gulli var perla, gimsteinn, gull af manni. Ekki skrítið að ég kallaði þig Gulla (borið fram eins og Gull). Við höfðum ekki hist í tíu ár en vinátta okkar var það sönn að það var eins og við hefðum aldrei skilið sem samlok- ur. Þú varst fyndnastur. Saman rækt- uðum við með okkur svartan húmor og höfðum gaman af því að mála okk- ur sjálfa svarta. Eins og þú hefur lýst mitt líf. Þú myndir eflaust segja mér núna að ótrúlegt væri hvernig mér tækist að gera eins ófyndinn hlut og dauðann svona fyndinn. Þegar ég hitti þig aftur áttaði ég mig á því hver ég sjálfur er. Gulli, þú ert ávallt partur af mér. Og það er gott að vita að á þeim Gunnlaugur Björnsson Við andlát Lillu móðursystur minnar langar mig að minn- ast hennar í fáeinum orðum. Ég er jafnaldra tvíburanna; Láru og Jóhönnu og var því tíður gestur á heimilinu, enda stutt að fara á milli húsa á Þiljuvöllunum. Frá þessum tíma á ég góðar minn- ingar. Lilla var sjómannskona og þurfti því að vera sjálfbjarga um flesta hluti. Það var sama hvort þurfti að mála, smíða, eða gera eitthvað annað, Lilla gerði það. Hún var mjög dugleg og handlagin og var fatasaumur hennar aðals- Ingibjörg N. Jóhannsdóttir (Lilla) ✝ Ingibjörg N. Jó-hannsdóttir (Lilla) fæddist í Nes- kaupstað 8. ágúst 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 16. júlí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Norðfjarðarkirkju 23. júlí merki. Hún þurfti bara að sjá mynd af flík og gat hún þá saumað eins. Hún saumaði mikið fyrir fólk og stundum var vinnudagurinn lang- ur. Oft mátti sjá ljós- ið í saumaherberginu loga fram á nótt. Lilla átti við erf- iðan sjúkdóm að stríða síðustu æviár- in. Þegar hún gat ekki lengur hugsað um sig sjálf fluttist hún á Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað og dvaldist þar í nokkur ár uns hún lést. Þar hitti ég hana síðast í mars sl. Lilla var þá með hressara móti og við gátum spjall- að dálítið saman. Hún var fín og vel til höfð eins og alltaf, enda var henni það mikils virði. Ég vil þakka Lillu frænku fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og við fjölskyldan sendum börnum henn- ar og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Steinunn R. Zoëga. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓNSSON fyrrv. verslunarmaður, Njálsgötu, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti aðfaranótt sunnudagsins 5. ágúst sl. Útförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elsku sonur minn, TÓMAS BJÖRNSSON iðnrekstrarfræðingur, andaðist sunnudaginn 29. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Björnsdóttir og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN ALBERTSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 4. ágúst. F.h. annarra aðstandenda, Anna Rögnvaldsdóttir, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Gunnar Albert Rögnvaldsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ERLINGUR ÞORSTEINSSON háls-, nef- og eyrnalæknir, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánu- daginn 23. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Öllum þeim fjölmörgu sem komu með blóm, sendu skeyti eða vottuðu okkur samúð sína á annan hátt, ásamt starfsfólki Drop- laugarstaða, viljum við þakka af heilum hug og biðja Guðs blessunar. Þórdís Todda Guðmundsdóttir, Guðrún Kristín Erlingsdóttir, Þorsteinn Erlingsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Eskihlíð 16b, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni laugar- dagsins 4. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þuríður Þorsteinsdóttir, Kjartan Ólafsson, Soffía Þorsteinsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Ásdís Þorsteinsdóttir, barnabörn, Einar Þ. Guðmundsson, Ása Jörgensdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BERGÞÓRA SIGMARSDÓTTIR, Skipasundi 57, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Sveinn Karlsson, Ásdís Karlsdóttir, Maríus J. Lund, Sigmar Karlsson, Elke Amend, Sigríður Karlsdóttir, Pétur H. Ísleifsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.