Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 15
ERLENT
Enn stækkar
fjármálageirinn með skráningu
Investea German High Street II
omxgroup.com/nordicexchange
Fjármálaþjónusta
Fjarskipti
UpplýsingatækniVeiturHráefni
Nauðsynjavörur
Neysluvörur IðnaðurOrkuvinnsla
Heilbrigðisgeiri
Við bjóðum Investea German High Street II
velkomið í Nordic Exchange. Investea German
High Street II býður fjárfestum þann mögu-
leika að fjárfesta í fasteignum sem staðsettar
eru við aðalverslunargötur stærstu borga
Þýskalands. Investea German High Street II
verður skráð í Nordic Exchange í Kaupmanna-
höfn þann 20. september. Investea German
High Street II flokkast sem smærra félag og
tilheyrir fjármálageira.
Haag. AFP. | Aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) geta ekki og
munu ekki kalla herlið sín frá Afg-
anistan. Þetta sagði Jaap de Hoop
Scheffer, framkvæmdastjóri
NATO, í viðtali sem birtist í NCR
Handelsblad í Hollandi í gær.
„Fjörutíu ríki taka þátt í verkefni
NATO í Afganistan, ISAF. Og það
getur enginn horfið af vettvangi,
enginn mun hverfa af vettvangi,“
segir de Hoop Scheffer í viðtalinu.
„Ég trúi því einfaldlega ekki að
Holland kalli herlið sitt heim ein-
hliða,“ bætti hann við en hollenska
stjórnin mun á næstu misserum
ákveða hvort hún framlengir þátt-
töku hollenska hersins í ISAF-
sveitum NATO í Afganistan fram
yfir ágúst 2008.
Aðstæður eru erfiðar
Hollenskar hersveitir eru fyrst
og fremst í Uruzgan-héraði í suður-
hluta Afganistans en nú eru 1.655
hollenskir hermenn í Afganistan.
Þegar hollensk stjórnvöld ákváðu
að senda herlið til starfa í Uruzgan
í fyrra var það undir þeim for-
merkjum að NATO myndi finna
annað ríki til að taka við hlutverki
þeirra að tveimur árum liðnum.
De Hoop Scheffer lagði áherslu á
að margt hefði breyst, aðstæður í
suðurhluta Afganistans væru erf-
iðari en menn töldu.
Reuters
Gera árásir Talibönum hefur vaxið ásmegin í Afganistan undanfarin
misseri, ekki síst í suðurhluta landsins, og árásum þeirra hefur fjölgað.
Aðildarríki NATO geta ekki
kallað heri sína frá Afganistan
ÞÚSUNDIR búddhatrúarmunka
efndu í gær til mótmæla í nokkrum
borgum Myanmar, sem hét áður
Búrma, og kröfðust þess að herfor-
ingjastjórn landsins sleppti fjórum
munkum sem voru handteknir fyrir
mótmæli daginn áður.
Nær 2.000 munkar tóku þátt í
mótmælum í hafnarborginni
Sittwe, um 1.000 í Mandalay og
nokkur hundruð í Rangoon.
Munkar gegndu mikilvægu hlut-
verki í mótmælum sem blossuðu
upp fyrir mánuði vegna mikillar
hækkunar á eldsneytisverði.
Yfir 150 manns hafa verið hand-
teknir frá því að mótmælin hófust
en herforingjastjórnin hefur verið
treg til að láta til skarar skríða
gegn munkunum sem njóta mikillar
virðingar í Myanmar. Fréttaskýr-
endur segja að herforingjastjórnin
sé í valþröng. Stöðvi hún ekki mót-
mælin sé líklegt að þau verði sífellt
fjölmennari en grípi hún til að-
gerða gegn munkunum gæti hún
uppskorið mikla reiði almennings.
Reuters
Andóf Hundruð búddhatrúar-
munka mótmæltu í Rangoon í gær.
Munkar gegn
herforingjum
SÆNSKA stjórnin samþykkti í gær að heimila sölu á
hvers konar nikótínlyfjum í almennum verslunum en
hingað til hafa lyfjaverslanir setið einar að sölunni.
Göran Hägglund, félagsmálaráðherra í stjórn sænsku
borgaraflokkanna, sagði í gær, að það væri auðvelt að
byrja að reykja en með ákvörðun sinni vildi stjórnin
létta undir með þeim, sem vildu segja skilið við reyking-
arnar.
Nýja fyrirkomulagið tekur gildi 1. mars næstkomandi
og verða allar verslanir, sem vilja bjóða upp á nikótínlyf,
að skrá sig hjá yfirvöldum, sem munu fylgjast með fram-
kvæmdinni. Bannað verður að selja fólki yngra en 18 ára
nikótínlyf og geta brot við því varðað fangelsi í hálft ár. Ekki er talin mikil
hætta á, að nikótínlyf verði misnotuð enda er tóbakið sjálft miklu nærtæk-
ara í þeim efnum. Sala á því er hins vegar alfrjáls og lýtur aðeins takmörk-
unum á aldri kaupendanna.
Sala á nikótínlyfjum frjáls
Áróður Flestir vilja
hætta reykingum.
SJÖ týndu lífi þegar sprengja
sprakk í Beirút í Líbanon í gær en
m.a. þeirra sem dóu var fulltrúi á
líbanska þinginu, Antoine Ghanem,
mikill andstæðingur afskipta Sýr-
landsstjórnar í Líbanon.
Tilræði í Beirút
HENRY Paulson, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
bandarísk stjórnvöld styddu Dom-
inique Strauss-Kahn, fyrrverandi
fjármálaráðherra Frakklands, sem
næsta framkvæmdastjóra Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (IMF).
Strauss-Kahn til IMF
LÖGREGLAN í Danmörku hefur
fundið eftirlíkingar af sögufrægum
gullhornum sem stolið var úr sýn-
ingarsal á mánudag. Tveir karl-
menn og tvær konur voru hand-
tekin fyrir þjófnaðinn.
Hornin fundin
EMBÆTTISMENN Sameinuðu
þjóðanna segja að 250 manns hafi
látið lífið og yfir 600.000 misst
heimili sín í flóðum í 17 Afr-
íkulöndum. Talið er að ástandið
versni þar sem spáð er úrhelli í
mörgum landanna. Sameinuðu
þjóðirnar óskuðu eftir framlögum
að andvirði 60 milljóna dollara til
matvælaaðstoðar í Úganda þar sem
1,7 milljónir manna hafa orðið
uppiskroppa með matvæli.
Flóð magnast
Ár flæddu yfir bakka sína í Úganda.