Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 19 AUSTURLAND Selfoss | Bæjarstjóri Sveitarfé- lagsins Árborgar hefur boðað full- trúa íbúa í nágrenni Fagraskógar á Selfossi til fundar í kvöld til að fara yfir það hvernig ákvarðanir um út- hlutun lóða voru teknar og ræða um hvað hægt sé að gera. Íbúar við Lambhaga hafa skorað á bæj- arstjórnina að hætta við byggð norðan Berghóla en lóðir þar skerða skógrækt sem liggur með göngustíg á milli hverfa bæjarins. Beltið liggur á milli Suð- urbyggðar og Hagahverfis á Sel- fossi og nær þvert í gegn um bæinn, frá Nauthaga og austur fyrir Tryggvagötu. Þar hafa bærinn og íbúar ræktað skjólbelti frá því um 1990. Hefur Pokasjóður verslunar- innar lagt til fjármagn og hluti af trjáplöntum sem Yrkjusjóður lagði sveitarfélaginu til var í eitt skiptið notaður á þessu svæði. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæj- arstjóri er að fara yfir feril málsins. Hún segir að gert hafi verið ráð fyr- ir lóðum þarna í aðalskipulagi sem samþykkt var 2005 og deiliskipu- lagi ári síðar. Síðan hafi lóðirnar verið auglýstar og þeim úthlutað og ætlunin hafi verið að afhenda þær húsbyggjendum í dag. Þegar ná- grannarnir létu í sér heyra var hætt að flytja tré úr reitnum, á meðan málið væri skoðað, og því eru lóð- irnar ekki tilbúnar. Lóðirnar koma inn í græna beltið og mjókka það. „Það er alltaf álitamál. Ég hefði gjarnan viljað sjá þennan græna trefil óbreyttan, eins og málið horf- ir við mér í dag,“ segir Ragnheiður þegar hún er spurð að því hvort rangt hafi verið að skipuleggja lóð- ir þarna. Hún vill bíða með frekari yfirlýsingar þar til hún hefur rætt betur við íbúana. Bæjarstjóri skoðar málið með íbúum LANDIÐ Eftir Helgu Mattínu Björnsdóttur Grímsey | Æfð voru viðbrögð við flugslysi og björgun flugfarþega á Grímseyjarflugvelli. Er þetta í fyrsta skipti sem slík flugslysaæf- ing fer þar fram. Það var árið 1996 sem fyrsta formlega flugslysaæfingin var haldin á Íslandi. Það eru alþjóða- samtök og alþjóðakröfur sem segja til um búnað á flugvöllum og við- búnað á jörðu til að tryggja að fólk sé í æfingu ef slys ber að höndum. Munurinn á Keflavíkurflugvelli og flugvellinum á Gjögri er mikill en grunnkröfurnar og reglur þær sömu, að sögn Bjarna Sighvats- sonar hjá Flugstoðum. Bjarni kom til Grímseyjar ásamt fulltrúum Landlæknisembættisins, lögreglustjórans í Reykjavík, Slökkviliðsins á Akureyri og Lands- bjargar. Fólkið hélt fræðsluerindi og verklega kennslu fyrir flugvall- arstarfsmenn, slökkviliðið, björg- unarsveitarmenn og íbúa Gríms- eyjar frá föstudegi til sunnudags. Þórir Þórarinsson yfirlæknir hjá Heilsugæslunni á Akureyri mætti til Grímseyjar á sunnudagsmorgn- inum til að aðstoða á „slysstað“ sem og yfirmenn Akureyrarflugvallar og fulltrúa frá Flugmálastjórn á Akureyri. Sjálf flugslysaæfingin var á sunnudagsmorgninum. Allir aðilar voru boðaðir eins og um raunverulegan atburð væri að ræða. Kveikt var í sendiferðabíl fyrir flugvél og „sjúklingar“ farð- aðir óþægilega eðlilega. Þessi fyrsta flugslysaæfing á flugvellinum í Grímsey þótti takast vel, það tók 19 mínútur frá því turn- maðurinn tilkynni „flugslysið“, þar til fyrsti sjúklingurinn, merktur rauðu, var kominn á söfnunarsvæði slasaðra í flugstöðinni. Morgunblaðið/Helga Mattína Skipulagning Bjarni Sighvatsson hjá Flugstoðum leggur lokalínurnar fyr- ir ímyndað flugslys. Æfingin á Grímseyjarflugvelli tókst vel. Æfð viðbrögð við flugslysi í Grímsey Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Nýr leikskóli var formlega opnaður á Húsavík á dögunum og nefnist hann Grænuvellir. Leikskól- inn, sem er sex deilda, varð til þegar leikskólastarfi var hætt í Bjarnahúsi, byggt við leikskólann Bestabæ og þeir sameinaðir. Gagngerar endur- bætur voru einnig gerðar á eldra hús- næðinu og er vinnuaðstaða fyrir starfsólk og nemendur góð. Það var hátíðleg stund í sal skólans þegar athöfnin fór fram. Guðrún Hall- dóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri hins nýja sameinaða leikskóla, flutti ávarp og sveitarstjóri Norðurþings, Bergur Elías Ágústsson, opnaði leik- skólann formlega og klippti á borða með þeim börnum sem eru á sínu síð- asta leikskólaári. Séra Sighvatur Karlsson, sóknar- prestur á Húsavík, blessaði leikskól- ann og starf hans og að því loknu var viðstöddum boðið upp á veitingar. Grænuvellir voru síðan opnir almenn- ingi til sýnis. Þess má geta að deildir leikskólans eru nefndar eftir gömlum húsum í nágrenninu. Húsin eru Vilpa, Tunga, Bali, Árholt, Foss og Berg. Vilpa, Tunga og Bali á Grænuvöllum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Opnun Bergur Elís Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, fékk aðstoð barnanna við að klippa á borðann við opnun leikskólans Grænuvalla. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is SLÁTURHÚS Vopnfirðinga er ann- að af tveimur sláturhúsum í landinu sem selja sviðahausa verkaða á gamla mátann. Mikil eftirspurn er eftir slíku þar sem mönnum þykir mörgum þunnur þrettándi í bragði hinna nýmóðins verkuðu sviða- hausa. Á þetta líklega einkum og sér í lagi við eldra fólkið í landinu. „Við svíðum hausana á gamaldags máta, þ.e. ekki með gasi og súr held- ur bara með kósangasi“ segir Þórð- ur Pálsson sláturhússtjóri í Slátur- húsi Vopnfirðinga og bætir við að enginn sódi sé settur í vatnið hjá þeim heldur liggi hausarnir í bleyti í klukkutíma í volgu vatni og séu svo þrifnir með háþrýstidælu og köldu vatni. „Þeir gera þetta á Kópaskeri líka, en afkastameiri sláturhús nota gas og súr og þá eru hausarnir sviðnir við miklu meiri hita. Við og þeir á Kópaskeri höfum viljað verka þetta svona og höfum getað fengið hærra verð fyrir sviðin þess vegna.“ Þórður segir eftirspurn mikla. „Það hefur alltaf verið mjög gott að selja svið héðan og okkar svið fara nánast öll í gegnum Kjarnafæði, nema það sem við seljum hér á heimamarkaði. Þetta selst alltaf upp.“ Haustslátrun í fullum gangi Slátrun gengur vel í Sláturhúsi Vopnfirðinga, en þar verður slátrað alls 26 þúsund fjár. Þar af á milli 16000 og 17000 fjár af svæðinu aust- an Hellisheiðar og um 9000 úr Vopnafirði og Bakkafirði. Um miðja vikuna sagðist Þórður sláturhússtjóri vera búinn að lóga rúmlega 8000 fjár. Hann segist slátra um 1000 fleira nú en í fyrra. Húsið sé ekki fullnýtt og stafi það af því að meira hefði mátt koma inn í fyrsta hluta sláturtíðar. 40 manns eru í fullu starfi við slátrun og fjórir í hálfsdagsvinnu við að færa kjötið inn á morgnana. Af þessum mann- skap eru um 20 útlendingar. Norð- lenska hóf slátrun á Höfn í Horna- firði í vikunni og er reiknað með að slátrað verði allt að 35 þúsund fjár frá svæði sem spannar frá Breiðdal í Vestur Skaftafellssýslu. Haustslátr- un Norðlenska á Húsavík hófst í ágústlok og ráðgert að slátra um 80 þúsund fjár þar. Það fé kemur víða að, m.a. af Mývatnssveit og Austur- landi. Vopnfirðingar svíða sína hausa á gamla mátann Stuggað Líklega hefur hluti þessa fjár sem smalað var til réttar á Brú á Jökuldal farið í slátrun á Vopnafirði þar sem slátra á 26 þúsund fjár. Í HNOTSKURN »Sláturhús Vopnfirðinga erannað tveggja sláturhúsa sem svíða hausa með gamla laginu, þ.e. með kósangasi, og hreinsa svo sviðin með hreinu vatni. »Slík meðferð sviða gefurað sögn sláturhússtjóra hærra verð og þau seljast jafn- an upp. »Haustslátrun á fé af Aust-urlandi er í fullum gangi og er slátrað á Vopnafirði, Húsavík og Höfn í Hornafirði. ÝMISLEGT er á döfinni á Austur- landi nú í vikunni. Á morgun og laugardag eru t.a.m. í fjórðungnum aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), haldinn á Vopnafirði, kjaramálaráðstefna verkamannadeildar AFLS, haldin á Djúpavogi, og fræðsludagar Hlut- verkaseturs og félagsmálaráðu- neytisins, haldnir í Fellabæ. Áhrif Evrópusambandsins Auk venjubundinna aðalfund- arstarfa ætlar SSA að fjalla um áhrif Evrópusambandsins á sveit- arfélög, háskólanám á Austurlandi og framvindu vaxtarsamnings fyrir svæðið. Meðal gestafyrirlesara verða Jóhanna Sigurðardóttir, ráð- herra sveitarstjórnarmála, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Kristján Þ. Júlíusson, þingmaður í Norð- austurkjördæmi. Á laugardag eru nefndastörf og kynning á meðferð og úrvinnslu úrgangs og starfsemi Tengslanets austfirskra kvenna. AFL ætlar á sinni ráðstefnu m.a. að fjalla um komandi kjarasamn- inga og ímynd og samstöðu verka- lýðshreyfingarinnar. Kjara- málaráðstefnan er haldin á Hótel Framtíðinni, Djúpavogi og hefst kl. 16 á föstudag. Á fræðsludögum Hlutverka- seturs og félagsmálaráðuneytis, er ganga undir nafninu Valdefling í verki, verður fjallað um geðheil- brigði frá ýmsum vinklum og sjón- arhorn fagfólks og notenda geð- heilbrigðisþjónustu skoðuð jöfnum höndum. Meðal fyrirlesara eru Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi og for- stöðumaður Geðheilsu – eftirfylgd heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, og Elín Ebba Ásmundsdóttir, for- stöðumaður iðjuþjálfunar geðdeild- ar LHS og lektor við HA. Fræðsludagarnir, sem standa í dag og á morgun, eru haldnir í sam- starfi við fagfólk, notendur og að- standendur á Austurlandi. Þeir hefjast í Kirkjuselinu í Fellabæ kl. 10 í dag. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Aðalfundur Austfirsk sveitarfélög halda aðalfund sinn á Vopnafirði. Á döfinni á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.