Morgunblaðið - 20.09.2007, Page 27

Morgunblaðið - 20.09.2007, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 27 sem sígarettupakkinn var vanur að vera. Nú ákváðum við að fara saman í við- skipti og stofnuðum Byr sf. Sæmundur átti nafnið, leitaði út á haf eins og venju- lega. Ég sagði alltaf að ess effið stæði fyr- ir Simmi frændi. Háskólaneminn rak kompaníið og flutti aðallega inn fatnað fyrir konur og karla. Simmi reddaði víxlakvóta í Búnaðarbank- anum þar sem hann naut óskoraðs trausts. Viðskiptin gengu ágætlega og nógu vel til þess að neminn þurfti ekki að taka námslán og gat fjárfest lítillega í íbúð. Simmi taldi þetta lögfræðinám óþarft en við pabbi vorum á því að það væri nú vissara að hafa góða menntun hvað sem yrði. Sæmundur var fanatískur KA-maður og spilaði með þeim í eina tíð. Hann stofn- aði KA-klúbbinn í Reykjavík sem hafði það hlutverk að safna fé fyrir KA og snú- ast með leikmenn þegar þeir áttu leik fyr- ir sunnan. Þetta var honum og þeim sem með honum voru mjög hugleikið og gert af einlægum áhuga og fórnfýsi. Það var frænda stolt ánægjustund þegar hann gat farið norður á Akureyri á afmæli KA og fært félaginu umtalsverða peninga- upphæð sem KA-klúbburinn hafði safnað. Ég held að þá fyrst hafi honum fundist togaraslarkinu og siglingunum lokið. Í frakka með hatt og í burstuðum skóm kom Simmi í Esju heim. Að vísu ófá ör á andlitinu; hnífaslagur í Hong Kong, spark í hausinn í Rotterdam og annað smálegt, en KA-maðurinn heill og óbreyttur. Sæmundur gerði alla tíð ráð fyrir því að hann félli frá fyrstur manna og talaði um það hreint út eins og annað. Taldi sig hafa lifað þannig lífi að við því mætti búast að aðrir yrðu eldri en hann þó annað kæmi á daginn. Simmi frændi eltist og smátt og smátt breyttust hlutverkin og minn dyggi og ráðagóði frændi leitaði nú til mín. Svo viturlega hefur þessu verið fyrirkomið af almættinu. Nú hefur endanum loks verið vippað af pollanum og landfestar leystar í síðasta sinn. Í lífinu gekk á ýmsu og víxlsporin ef- laust mörg en aldrei missti Sæmundur sjónar á því sem máli skipti. Kær frændi og vinur, heilsteyptur og heiðarlegur drengskaparmaður, heldur til hafs á ný. Óskar Magnússon. Svo tók Sundaborgin við. Kominn í matvöruna líka. Velmektarár í fínu plássi. Það var þá sem við félagarnir vorum ræstir út til að taka rispu með frænda eitt kvöldið. Stórt partí af tinvörum komið. Tuttugu stórir trékassar. Fjörutíu tonn af kertastjökum, skálum og skrautmunum sem hann hafði keypt á sýningu í Düssel- dorf. Hreint ógleymanlegt kvöld þegar heildsalinn rak upp hlátursrokur þegar við rifum upp kassana og tókum hálminn af vörunum sem hann hafði keypt og mundi ekkert eftir. Rann allt út eins og silfur á gjafverði. Í Sundaborg var alvöru forstjórakontór með vínrauðu sófasetti. Kannski leður? Útsýni til Esjunnar og Óli Kr. í næsta plássi og heiðurshjónin Stein- grímur og Eyja hinum megin en allir í kaffi hjá Simma. Það voru lærdómsríkar stundir fyrir ungan mann í byrjun há- skólanáms. Óli Kr. og Simmi voru báðir tveggja til þriggja pakka menn, fílters- lausar Camel og kjafturinn eftir því. Seinna fór Simmi með mömmu til Mar- grétar frá Öxnafelli og hætti að reykja á augabragði. Samt hélt hann lengi áfram að fara með höndina í vestisvasann þar ótrúlegt. Bleikir kertastjakar með plast- blómum til að setja í bílrúður. Slökkvibíl- ar úr blikki fyrir börn sem komu allir beyglaðir. Við bræðurnir réttum þá á stofuborðinu heima og sömdum um fasta þóknun á bíl. Og svo dollara pípurnar, það var nú vit í þeim, mokuðust út. Simmi frændi var kominn í Garða- strætið með heildsöluna þegar ég byrjaði hjá honum, ellefu ára sendill. Hagurinn var að vænkast en barátta samt. Sendill- inn hjólaði út um allan bæ með minni sendingar og stundum stórar. Leikföng, tannstönglar, lyklakippur. Við áttum á lager lyklakippur sem entust fimm sinn- um á allan íslenska bílaflotann. Smá mis- tök, tók tíu ár að klára birgðirnar. Það komu oft kyndugir kallar í Garðastrætið. Leó Árnason byggingameistari og raunverulegur athafnamaður, síðar Ljón norðursins og ýmsir aðrir öflugir. Það var lagt á ráðin, stórhuga plön, kannski brennivínsdreitill með. Sendillinn svaraði í símann, nei enginn við, taka skilaboð? Tæmdi öskubakkana, náði í gos og svo tómatsafa daginn eftir. Jafna sig. Láta hjólin snúast. ur af því en lét jafnan fylgja erið næstlægstur í bók- ildist að hann teldi það fag la í viðskiptum. an veðurdag hvarf Sæ- di brott og sást ekki á Ís- mtán ár. Á þeim tíma tók nspróf í Svíþjóð og gerðist tórum sænskum skipum, líuskipum. Allur heim- r. Lauk ferlinum sem fyrsti saolíuskipi. Hvít húfa, ðar. Togaramaðurinn frá i ég á þegar þessi frændi afði aldrei séð mætti á ný konu sína Ingrid sem var án árum yngri en Simmi. tru við Klapparstíg sem ég allega verið eldhús og opn- rslun sem átti eftir að inn af ævistarfi hans. el þekkti skilvísina, keypti og ákvað að veðja á Sæ- harðdrægt á þessum árum selja og dótið og djönkið tt í hug að flytja inn var leita álits sérfræðinga á borð við Jan Gehl arki- tekt, aðaleiganda Gehl Partners og prófessor í skipulagsfræðum, sem og samtaka á borð við Torfusamtökin, varðandi hugmyndir um útfærslu á götumynd Vitastígs og þess hluta Laugavegar sem við á, með það að markmiði að skapa aukið götulíf. Spurður um kostnaðartölur vegna upp- byggingar Barónsreitsins segir Sveinn ljóst að þetta verði dýrt verkefni. „Það væri hins vegar óábyrgt að nefna einhverjar tölur á þessu stigi meðan hlutirnir eru enn í mótun.“ Á fundinum flutti Jan Gehl erindi þar sem hann ræddi m.a. um reynslu Dana af því að gera Strikið að göngugötu. Sagði hann almenningsrými í borg- um sem iðuðu af lífi mikilvæg fyrir lýðræðisþróun landa. Í opnum rýmum hittist fólk úr öllum þjóð- félagshópum sem yki gagnkvæman skilning og víðsýni. Pétur H. Ármannsson, arkitekt og stjórn- armaður í Torfusamtökunum, ræddi á fundinum um uppbyggingu og verndun og hvort hægt væri að skapa sátt þar um. Lagði hann áherslu á að uppbygging og verndun væru ekki andstæður, því verndun væri ein tegund uppbyggingar. Sagði hann það mikinn misskilning að verndun tak- markaði sköpunarfrelsi í byggingarlist. Falleg borg byggðist á hugarfari kynslóðanna, örlæti þeirra og metnaði til að fegra og bæta hið sameig- inlega umhverfi. ustu þar sem m.a. verður stór matvöruverslun, al- þjóðlegar verslanir með þekktum vörumerkjum, kvikmyndahús og veitingastaðir. Þá væri gert ráð fyrir bílakjallara á fjórum hæðum. Opin rými mikilvæg lýðræðisþróuninni Að sögn Björns þykir staðsetning miðborg- arkjarnans á Barónsreit kjörin þar sem góðar tengingar eru við gangandi umferð til og frá Laugavegi, öflugar vegtengingar fyrir bílaumferð eru frá Sæbraut og gott rými fyrir bílastæði neð- anjarðar. „Allir munu njóta góðs af uppbyggingu nýs miðborgarkjarna, ekki síst núverandi versl- unareigendur og þjónustuaðilar við Laugaveg og nærliggjandi götur. Það sýnir reynslan frá öðrum löndum. Miðborgarkjarni á Barónsreit mun einn- ig skapa jafnvægi milli Laugavegar og nærliggj- andi verslunarsvæða og þeirrar uppbyggingar sem á sér stað í tengslum við tónlistar- og ráð- stefnuhús í austurhöfn Reykjavíkur.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Sveinn næsta skref að þróa hugmyndina áfram og huga að hinu formlega skipulagsferli, semja frekar við aðra hagsmunaaðila á reitnum og í framhaldinu fara í hina eiginlegu deiliskipulagsvinnu. „Við gerum ráð fyrir að þetta taki sinn tíma, vegna þess að þetta er það stórt viðfangsefni. Við reiknum með að eftir sex mánuði verði deiliskipulagsferlið kom- ið vel á veg. Við vonumst til að geta farið í þá vinnu í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og hagsmunaaðila á svæðinu,“ segir Sveinn. Að sögn Sveins vill Samson Properties einnig pumpan í miðborgarhjartanu Vitastíg, Skúlagötu og Barónsstíg. Bláa húsið hægra megin á myndinni stendur á horni Hverfisgötu og Vitastígs. Stóra burstahúsið beint á móti með græna þakinu er Bjarnaborg. ráðgert að húsin tvö við Laugaveg 67 og 69 anum. Hugmynd er að húsin verði færð annað.    !   " #           kynnt almenningi  Áhersla lögð á að uppbygging verði í sátt við verndunarsjónarmið  Stefnt að því að ð ræða 25 þúsund fermetra rými undir verslanir og þjónustu  Að auki ráðgert að byggja 180-200 íbúðir Í HNOTSKURN »Stefnt er að því að opna nýkynntanmiðborgarkjarna í lok árs 2010. »Svæði nýs miðborgarkjarna afmark-ast af Laugavegi, Vitastíg, Skúla- götu og Barónsstíg. »Staðsetningin þykir kjörin þar semgóðar tengingar eru við gangandi umferð til og frá Laugavegi, vegteng- ingar fyrir bílaumferð eru frá Sæbraut og gott rými fyrir bílastæði neð- anjarðar. » Í miðborgarkjarnanum er gert ráðfyrir um 25 þúsund fermetra rými undir verslanir og þjónustu. »Jafnframt er ráðgert að byggja 180-200 íbúðir, allt að 20 þúsund fer- metra, í þeim enda reitsins sem liggur að Skúlagötu. » Í tilögunni er ráðgert að Laugaveg-ur 67 og 69 víki fyrir nýjum inngangi að kjarnanum. Ekki liggur ljóst fyrir hvort húsin yrðu rifin eða færð annað. »Ráðgert er að byggja tvær gegnsæj-ar brýr yfir Hverfisgötuna sem rúmi bæði verslanir og göngurými. Hugmyndir að nýjum miðborgarkjarna í Reykjavík VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.