Morgunblaðið - 20.09.2007, Side 33

Morgunblaðið - 20.09.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 33 ✝ Hildur Þórðar-dóttir fæddist á Laugarnesvegi 102 í Reykjavík 12. apríl 1962. Hún lést á sjúkrahúsi í Nyköp- ing í Svíþjóð 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Þórður Júlíusson verkfræð- ingur, f. 29.9. 1928, d. 9.2. 1997 og Kar- en Lövdahl hús- móðir, f. 28.9. 1930. Hildur var fjórða í röð fimm systkina. Systkini henn- ar eru Jóhanna Halla, f. 30.10. 1952, maki Rúnar Björgvinsson, Snorri, f. 2.4. 1955, maki Sigrún Óladóttir, Hildur, f. 13.3. 1960, dáin sama ár. og Þórður, f. 29.6. 1964, dáinn sama ár. Hildur giftist 6. nóvember 1982, Ingemar Bäck, f. í Trosa í Svíþjóð 16.1. 1961. Þar fæddust börn hennar, Erik Örn, f. 19.1. 1985 og Malin Eir, f. 25.6. 1987. Hildur gekk fyrstu skólaárin í Laugarnesskóla og síðan í Flata- skóla frá 1971, þar sem hún lauk skyldunámi, eftir að fjölskylda hennar flutti að Bakkaflöt 5 í Garðabæ. Eftir skyldunám hóf hún nám í hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík. Starfaði síðan um tíma á hár- greiðslustofu í Hafnarfirði. Að loknu sveinsprófi fluttist hún til Nor- egs og síðar flutti hún sig til Svíþjóðar þar sem hún hefur búið nær óslitið til dán- ardags, fyrir utan eitt ár þegar hún stundaði nám í leikhúsförðun í Los Angeles. Hildur rak í mörg ár hárgreiðslustofu í Trosa og síð- ustu árin í Nyköping, eða þar til hún varð að hætta að vinna vegna veikinda. Hildur var jarðsungin í Väster- ljung í Svíþjóð 14. september. Minningarathöfn um hana verður í Neskirkju í Reykjavík í dag og hefst hún klukkan 17. Elsku Hildur, systir mín og mág- kona. Nú ertu farin frá okkur í ann- an heim. Við vonum svo innilega að þú sért laus við þennan hræðilega sjúkdóm og að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég var tæplega 10 ára þegar þú fæddist. Ég vissi ekki hvort ég átti að vera glöð eða leið því við höfðum misst litla systur tveimur árum áður. En í ljós kom að þú varst dugnaðar- forkur. Við áttum ekki mikla samleið í byrjun. En þú varst litla systir mín sem mér þótti svo vænt um. Seinna kynntist þú Ingo og fluttist til Sví- þjóðar og þið eignuðust Erik og Mal- in. Fyrir 8 árum fluttum við Rúnar til Svíþjóðar. Þá gátum við fylgst hvor með annarri og kynnst sem fullorðn- ar konur. Takk fyrir þessi ár, elsku Hildur. Við erum svo þakklát fyrir þessi ár með þér og þínum. Þetta rúma ár sem þú ert búin að vera veik hefur verið erfitt fyrir okk- ur öll. En þú stóðst þig eins og hetja. Aldrei uppgjöf eða sjálfsvorkunn. Þú varst alltaf bjartsýn og þú ætlaðir að yfirvinna þennan sjúkdóm. Þú vildir vera áfram hjá Erik og Malin. Þú gafst ekki upp heldur var það lík- aminn sem gat ekki meir. Takk fyrir, elsku Hildur, að fá að kynnast þér, börnunum þínum og Ingo betur. Takk fyrir allar góðar samverustundir með þér og þínum og sænsku vinum. Elsku Erik og Malin. Það er mikið á ykkur lagt. Við vonum að góður guð hjálpi ykkur og styðji án mömmu. En þið vitið það að mamma ykkar yfirgefur ykkur aldrei. Hún verður ávallt í hjarta ykkar og mun aldrei gleymast. Elsku Ingo. Takk fyrir að vera til staðar fyrir börnin þín, við vitum að þú og fjölskylda þín eigið eftir að styðja þau og styrkja. Elsku Guðrún, Urban og börn. Takk fyrir að vera ávallt til staðar fyrir Hildi og krakkana. Við viljum einnig koma á framfæri kæru þakk- læti til stórfjölskyldunnar á Íslandi og allra þeirra sem styrktu hana með gjöfum og fallegum kveðjum. Hún var svo þakklát og hissa. Elsku vinkonur Hildar á Íslandi. Takk fyrir að fylgjast svona vel með henni og gleðja hana með nærveru ykkar á 45 ára afmælinu hennar í apríl. Það skipti hana svo miklu máli að eiga góðar vinkonur á Íslandi. Allir góðir vinir hennar í Svíþjóð. Takk fyrir ykkar vináttu í hennar garð og hvað þið voruð öll góð við hana í veikindum hennar. Elsku mamma, Snorri og fjöl- skyldan öll. Við skiljum ekki þessa ákvörðun guðs að taka hana frá okk- ur. Henni hefur verið ætlað mjög mikilvægt hlutverk þar sem hún er núna. Þetta er erfitt en trúum því að henni líði vel núna. Elsku Hildur. Far þú í friði og megi góði guð vaka yfir börnunum þínum og okkur öllum. Þín systir og mágur, Jóhanna og Rúnar. Við minnumst elskulegrar systur og mágkonu sem mikillar baráttu- konu sem barðist fram á síðasta dag, en þurfti að lokum að láta undan bar- áttunni við sjúkdóminn sem heltók hana. En það var líkaminn sem gafst upp ekki hún. Hún ætlaði ekki að gefast upp sem sést best á því að hún var búin að panta ferð til Taílands með börnum sínum núna í ágúst, en hún dó nokkrum dögum áður. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. En aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) Hildur vildi alltaf vera að gera eitthvað og var því mjög kraftmikið barn. Um leið og hún taldi sig orðna nægilega fullorðna ákvað hún að fara og skoða sig um. Hún bjó um tíma í Noregi og vann þar bæði á hárgreiðslustofu og á hóteli, síðan fór hún til Svíþjóðar og vann þar einnig við ýmis störf. Við systkinin héldum góðu sam- bandi þó svo að við byggjum í sitt- hvoru landinu en samt hefðum við kosið að hafa hana nær okkur. Okkur þótti það mjög óréttlátt og sárt að hún skyldi ekki fá að lifa lengur. Hún hefði nú kosið það að taka á móti ömmubarni sínu á næsta ári en við vitum að hún mun fylgjast vel með því. Við fórum og fylgdum henni síð- asta spölinn. Áttum við yndislega daga í þeim fallega bæ, Trosa, þar sem hún valdi að búa og þar nálægt vildi hún einnig fá að hvíla að eilífu. Við vitum að henni líður vel núna og er í góðum höndum hjá sínum nánustu sem á undan eru gengnir. Að lokum viljum við þakka henni fyrir allar okkar stundir og þá sér- staklega þessa yndislegu daga sem hún fékk að dvelja með okkur í mars síðastliðnum. Þú varst svo kát og létt í lund og sterk á dögum þínum. Þú verður ávallt hverja stund efst í huga mínum. Drottinn þig geymi um aldir og ár í englanna allsherjarheimi. Ég kveð þig nú systir með trega og tár og Drottinn þér fylgi og geymi. (SKB) Guð gefi Malin, Erik, Jóhönnu, Rúnari, Guðrúnu og fjölskyldu, sem voru henni ómetanlegur stuðningur og hlúðu að henni allt þar til yfir lauk, móður og öllum ástvinum Hild- ar styrk til að halda áfram á lífsins braut. Blessuð sé minning Hildar. Snorri og Sigrún. Það er sagt að lífið sé það sem hendir, meðan maður er upptekinn við að skipuleggja annað. Þannig var það hjá þér. Þú varst á leið til út- landa fyrir rúmu ári, þegar „ófreskj- an“ uppgvötaðist. En þú varst bjart- sýn, ferðin yrði farin seinna. Og nú í ágúst var aftur búið að skipuleggja ferð. Þú fórst hins vegar í aðra ferð, þá ferð sem á fyrir okkur öllum að liggja. Þú varst um fermingu þegar við kynntumst. Fljótlega urðum við mágkonur og síðan vinkonur. Þú varst alltaf full af lífi, ákveðin og vin- mörg, bæði hér heima og eftir að þú varst flutt til Svíþjóðar, þar sem þú fannst ástina og hefur búið í yfir 20 ár. Það var alltaf gott að heimsækja þig, eða hitta þig á kaffihúsi í Stokk- hólmi, þegar ég var á ferðinni, og spjalla um lífið og tilveruna, nýjar ástir, sorgir og gleði. Takk fyrir öll símtölin og allar góðu stundirnar. Hvíl í friði. Börnunum, Malin og Er- ik, sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Margs er að minnast. Margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Inga Jónsdóttir. Himnarnir grétu og gráta enn ... Kær vinkona, Hildur okkar, er lát- in frá börnum, fjölskyldu og vinum. Þrjóskan í henni og lífsseiglan lengdi eflaust þann tíma sem henni var gef- inn í þessu lífi. Hún ætlaði að lifa áfram og sigra þennan óvætt en þessi hræðilegi sjúkdómur hafði bet- ur að lokum. Hildur okkar eins og við vinkon- urnar töluðum alltaf um hana okkar á milli var mikill karakter og með sínum dillandi hlátri náði hún að laða það besta fram í öðrum og var mjög gefandi. Veraldlegir hlutir skiptu hana ekki miklu máli, en andleg mál- efni voru henni hugleikin sem ef- laust hjálpaði henni í þessari hörðu baráttu. Hildur var mikið náttúrubarn og elskaði að ferðast – landinu sínu gleymdi hún aldrei og ræktaði sam- bandið við gömlu vinina alla tíð. Hún fór alltaf sínar eigin leiðir og valdi sér vini óháð hvað sem öðrum fannst. Þegar Hildur kom heim notuðum við vinkonurnar úr Garðabænum venjulega tækifærið til að hittast og eiga saman góðar stundir og sumar sáu sér fært að heimsækja hana til Svíþjóðar. Allar þessar samveru- stundir eru okkur dýrmætar. Segja má að veikindi Hildar hafi þjappað okkur vinkonunum betur saman og hefur sú vinátta öðlast dýpri merk- ingu í hugum okkar. Við kveðjum elsku Hildi með söknuði og eftirsjá og sendum börn- um og öðrum ástvinum samúðar- kveðjur. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og ekkert meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (Halldór Kiljan Laxness.) Ragnheiður, Didda, Karó, Birna G, Ásdís, Birna H. og Edda. Vinkona okkar Hildur er látin. Margar minningar koma upp í hug- ann því margt var brallað. Við kynntumst Hildi þegar hún flutti til Svíþjóðar fyrir hartnær 30 árum. Það gustaði um Hildi, hún var kraft- mikil og lá ekki á skoðunum sínum. Kannski þess vegna var hún ekki allra en vinum sínum var hún trygg og ávallt reiðubúin að rétta hjálp- arhönd. Hildur var lærð hár- greiðslukona og starfaði ávallt sem slík og rak lengst af sína eigin stofu. Hún var vinsæl hjá kúnnum sínum enda flink með skærin og viðræðu- góð. Hildur hafði unun af því að ferðast og ferðaðist hún mikið með krökkunum sínum þeim Erik og Malin, voru þau þrjú miklir félagar. Þrátt fyrir að Hildur væri orðin mjög veik þá voru þau búin að skipu- leggja enn eina ferð saman sem því miður varð ekki af. Það var gaman að umgangast Hildi þar sem stutt var í húmorinn hjá henni, sá hún oft skoplegar hliðar á hinum ýmsu mál- um og tók hún sjálfa sig ekki of há- tíðlega. Hildar verður sárt saknað. Elsku Hildur, takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar. Kæru Erik og Malin og aðrir að- standendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Þóra og Laufey Rós. Elsku frænka Nú hefur þú fengið hvíld frá þrautum þínum. Eftir sitjum við með minningar um lífsglaða frænku, sem elskaði fátt meira en ferskt kjötfars, Nóa-konfekt og Cheerios. Við minnumst Íslandsheimsókna, þar sem þú endasentist um bæinn til að prófa nýjustu sundlaugarnar. Stundum fannst okkur þú smáskrít- in, að fara í sund oftar en einu sinni á dag! Og líklega hefur þú prófað fleiri laugar en við til samans. Minningar sem þessar fölna aldrei og hjálpa okkur í sorginni. Hildur frænka, við kveðjum þig með söknuði og sendum Erik og Malin okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þóra og Sara Snorradætur. Hildur Þórðardóttir Bäck ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HÁVARÐUR HÁLFDÁNARSON skipasmiður, áður til heimilis að Seljalandsvegi 79, Ísafirði, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 4. september. Jarðarför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 22. september kl. 14.00. Þorleifur Hávarðarson, Guðný Þorsteinsdóttir, Markús H. Hávarðarson, Svala Stefánsdóttir, Gróa Hávarðardóttir, Guðmundur Gunnarsson, Kristjana G. Hávarðardóttir, Ásgeir Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU SIGURGEIRSDÓTTUR, Engihjalla 17, Kópavogi, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans 1. sept- ember, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. september kl 13.00. Sigurður Jónsson, Guðrún Auður Hafþórsdóttir, Gunnlaugur Valtýsson, Rögnvaldur Ingi Eiríksson, Jónína Jónsdóttir, Eiríkur Ásbjörn Carlsen, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ PÁLL SIGURÐSSON, fyrrverandi skrifstofumaður, Hæðargarði 35, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 16. september, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 21. september kl. 13.00. Þorsteinn Pálsson, Ingibjörg Rafnar, Valgeir Pálsson, Margrét Magnúsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ANDRÉSDÓTTIR, Stóra – Ási, Hálsasveit, sem andaðist 10. september, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 22. september og hefst athöfnin kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Andrés Magnússon, Martha Eiríksdóttir, Kolbeinn Magnússon, Lára Kristín Gísladóttir, Jón Magnússon, Halla Magnúsdóttir, Hreiðar Gunnarsson, barnabörn og langömmubarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.