Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigmar Þór Eð-varðsson, versl-
unarstjóri Bónus,
Hraunbæ, fæddist í
Reykjavík 26. mars
1972. Hann lést í
veiðiferð 9. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Svanhildur María
Ólafsdóttir, skóla-
stjóri, f. 13. desem-
ber 1953 og Eðvarð
Ingólfsson hús-
vörður, f. 26. júní
1950. Bróðir Sig-
mars Þórs er Ólafur Páll bílstjóri,
f. 24. júlí 1978.
Sambýliskona Sigmars Þórs frá
1990 er Margrét Friðriksdóttir
förðunarfræðingur, f. 16. ágúst
1972. Foreldrar hennar eru Að-
alheiður Gréta Guðmundsdóttir
verslunarstjóri, f. 1954 og Friðrik
Jónsson verkstjóri, f. 26. janúar
1953. Systir Margrétar er Ásta
lyfjafræðingur, f. 5. maí 1978,
sambýlismaður Bjarki Trausta-
son vörustjóri, f. 5. mars 1978.
Dætur Sigmars Þórs og Mar-
grétar eru Aðal-
heiður María fram-
haldsskólanemi, f. 3.
september 1991 og
Emelía Rán Sig-
marsdóttir, grunn-
skólanemi, f. 24.
október 1994.
Sigmar Þór ólst
upp í Reykjavík,
lauk grunnskóla-
prófi frá Seljaskóla,
hóf nám á mat-
vælabraut í FB en
fór síðan að vinna
við ýmis verslunar-
störf. Hann starfaði hjá Bónus og
Bónusbirgðum frá 1996 og frá
2003 starfaði hann sem verslunar-
stjóri hjá Bónus, Hraunbæ. Hann
lauk námi í verslunarstjórnun frá
Bifröst 2006 og var að hefja fram-
haldsnám í fjarnámi við Háskól-
ann á Bifröst nú í haust. Sigmar
Þór bjó með fjölskyldu sinni á
ýmsum stöðum í Árbænum frá
1990, nú síðast að Sílakvísl 13.
Sigmar Þór verður jarðsunginn
frá Árbæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku Simmi minn, af hverju þú?
Ég veit að þú vildir ekki yfirgefa
okkur stelpurnar þínar strax. Við
vorum rétt að hefja nýjan kafla og þú
vissir nákvæmlega hvert þú varst að
fara og það var ekkert sem stöðvaði
þig. Þú varst einfaldlega á toppnum í
þínu lífi og það var bara rétt að
byrja. Þetta er skrýtið ég sem hélt
að það kæmi ekkert fyrir okkur
næstu árin, ég var eiginlega alveg
viss af því að við vorum búin að
ganga í gegnum okkar. Ég var nýbú-
in að keyra þig austur til strákanna
svo að þið gætuð farið í ykkar árlegu
veiðiferð sem þú varst svo spenntur
að fara í og þú varst svo hress og
glaður. Þú vildir svo að hann Bjarki
myndi veiða lax.
Það var mikið lagt á Ingó, Ragga
og Bjarka minn og ég veit það fyrir
víst að þú hefðir ekki getað verið í
betri höndum þegar þú fórst. Eins
og hún Heiða okkar sagði: „Ég er
svo fegin mamma að hann var með
strákunum en ekki heima“. Ég
þakka sjálf fyrir það þar sem ég veit
að þú hefðir aldrei viljað leggja þetta
á okkur.
Þó að þú hafir verið stór og mikill
varstu samt mjög viðkvæmur, ljúfur
og einstaklega góður maður. Þú lifð-
ir fyrir okkur stelpurnar þínar eða
eins og þú sagðir við mig um daginn
„Magga, allt sem ég geri geri ég fyr-
ir ykkur,“ þetta lýsir þér mjög vel
því við vorum þinn forgangur í einu
og öllu.Þú varst duglegur, góður
pabbi og góður unnusti. Alltaf leyfðir
þú mér að vera ég sjálf með mínum
kostum og göllum. Ég dáðist alltaf
að þér fyrir hvað þú varst samkvæm-
ur sjálfum þér og öruggur. Mér
fannst ég einhvern veginn svo
áhyggjulaus og örugg með þér. Ég
var svo viss um að þú yrðir alltaf með
mér og að ég gæti alltaf leitað til þín.
Þú varst svo góður vinur og þú bent-
ir mér alltaf á það jákvæða í lífinu.
Þú varst svo ánægður með Halla
hennar Heiðu þér fannst hann svo
góður strákur og að hann passaði svo
vel upp á hana Heiðu þína og hún
Emelía okkar er búin að lofa að
minnka að stríða mér í smá tíma. Við
fórum til Krítar í sumar, fyrsta sinn,
bara við tvö. Þetta var yndisleg og
frábær vika og við ákváðum að fara
annað hvert ár ein þangað til stelp-
urnar væru orðnar „stórar“ en svona
er lífið furðulegt. Kannski hefur eitt-
hvað eða einhver þurft meira á þér
að halda en við hérna niðri. Þú fædd-
ist með stórt hjarta og fórst með enn
stærra hjarta.
Ég vil þakka öllu því yndislega
fólki sem er búið að koma og styðja
okkur á þessum erfiðum tímum, ég
veit að þetta er ekkert auðvelt fyrir
ykkur og nú veit ég að ekkert er
sjálfsagt í þessu lífi, ekki einu sinni
vinir. Elsku Bónus-krakkarnir hans
Simma, þakka ykkur fyrir allan ykk-
ar hlýhug. Mig langar sérstaklega að
þakka yfirmönnum Bónus, takk fyrir
allt, ég er eiginlega orðlaus.
Mikið verður allt einmanalegt án
þín Simmi minn.
Ég þakka þér innilega fyrir að
bjarga lífi hennar Emelíu okkar. Ég
þakka þér fyrir að fá að hafa kynnst
þér, fengið að vera með þér öll þessi
ár, fyrir að hafa verið minn styrkur,
gleði og minn besti vinur. Ég mun
passa stelpurnar okkar og Flóru vel.
Við munum halda áfram að sigra
heiminn fyrir þig, elsku Simmi minn.
Þín
Magga.
Ég hefði ekki viljað vera með þér
þegar þetta gerðist því þá hefði ég
bara orðið reið og ekki getað tala um
þetta en það var gott að þú varst með
strákunum og sem betur fer í góðum
höndum og þeir gerðu sitt besta og
ég vil þakka þeim kærlega fyrir. Ég
man að einu sinni í vinnunni vorum
ég og frænka mín Elísabet að vinna á
gamlársdag og það var ekkert að
gera í Bónus og þú lést okkur þrífa
lagerinn hátt og lágt, við neituðum
því ekki og gerðum þetta til að
sleppa við eitthvað annað he, he. Þú
ætlaðir að láta mig klippa þig þar
sem ég er að læra hárgreiðslu. Þú
sagðir að þú fengir bara frítt í klipp-
ingu upp í kostnaðinn og ég varð
auðvitað að sætta mig við það, því
hver ætti annars að borga námið.
Tveim dögum áður en þú fórst
varstu að tala um hvað það væri frá-
bært að fá Jóa aftur í vinnu til þín í
Bónus því þá gætir þú tekið þér
meira frí. Áður fyrr voruð þið alltaf í
stríði því þú hélst með Man.Utd og
Jói heldur með Liverpool. Ef það var
Liverpool-plakat á veggnum inná
kaffistofu þá reifstu það niður og ef
það var Man.Utd. plakat á veggnum
sagðir þú við Jóa að ef hann tæki það
niður þá fengi hann ekki að vinna
áfram.
Sumir sem þekkja okkur vel vita
það að við borðum oftast hvort í sínu
lagi á kvöldin, en kvöldið áður en þú
fórst borðuðum við fjölskyldan góð-
an mat saman og áttum rólega og
notalega stund sem var bara fínt. Þú
varst sá eini sem nenntir að fara út
með Flóru og varst alltaf að tala um
að við yrðum að vera duglegri að fara
út með hana en núna erum mamma
búin að ráða Halla til að fara út að
labba með hana. He, he, nei, segi
svona, við munum gera þetta fyrir
þig, pabbi minn og allt sem þú vildir,
þetta verður erfiðara núna en við
munum standa okkur og hjálpa hver
annarri enda erum við stelpur sterk-
ari en allt ! Elska þig pabbi minn …
Þín
Heiða María.
Elsku strákurinn okkar, þessir
síðustu dagar hafa verið afar erfiðir
og óskiljanlegir, við skiljum ekki
hvers vegna þú varst tekinn svona
fljótt frá okkur, þú sem áttir allt lífið
framundan með Möggu, Heiðu Mar-
íu, Emelíu og okkur. Þú sem varst
byrjaður aftur í námi og að rækta tré
fullur af áhuga, metnaði og virkni
sem þér var einum lagið. Við sefum
sorg okkar með því að minnast allra
þeirra ljúfu stunda sem við áttum
saman. Við söfnum saman myndum
og rifjum upp sögur, hlæjum og
grátum.
Þú fæddist langur og mjór eins og
fuglsungi en varðst fljótt stór og
virkur strákur með stóru S. Þú varst
ótrúlegur hrakfallabálkur og það
voru ófáar ferðirnar á slysavarðstof-
una með margskonar brot, skeinur
og brunasár. Sveitin heillaði og þar
varstu alsæll. Þú fórst strax að vinna
eftir grunnskóla þar sem þú efldist
og styrktist með hverju árinu. Fljótt
fór að bera á stjórnunarhæfileikum
og óþreytandi metnaði til að ná ár-
angri í starfi. Árið 2003 varðstu
verslunarstjóri í Bónus, Hraunbæ,
þar sem þú reyndist góður stjórn-
andi og yfirmaður.
Þú og Magga kynntust ung og
stofnuðu heimili í Árbænum, fyrst
fæddist Heiða María og síðan
Emelía. Þær voru þér afar mikils
virði og það var gaman að fylgjast
með hvernig þið Magga styrktuð
hvort annað í því að ala upp stelp-
urnar ykkar og byggja upp ykkar
samband. En þú kynntist ekki bara
Möggu og fórst að búa með henni
heldur fylgdi henni stórfjölskylda
sem er ekki nein venjuleg fjölskylda
heldur líka nánir og kærir vinir. Með
ykkur komu því saman tvær sam-
hentar stórfjölskyldur og var þá oft
glatt á hjalla.
Allt sem þú fékkst áhuga á varð að
mikilli ástríðu hjá þér, þú varst afar
góður kokkur og gast búið til stór-
veislu úr hverju sem var og þar
deildum við sameiginlegu áhugamáli
og ástríðu. Þú hafðir mikinn áhuga á
samfélags- og stjórnmálaumræðu en
þar vorum við alls ekki sammála og
áttum margar heitar snarpar og
skemmtilegar samræður. Ég minn-
ist síðustu kosninganætur þar sem
við tvö vorum í símasambandi heila
nótt að fylgjast með úrslitunum, þú á
Íslandi og ég á Spáni.
Þegar þið Magga keyptuð ykkur
sumarbústaðaland í faðmi stórfjöl-
skyldunnar helltir þú þér út í trjá-
rækt og eins og þín var von og vísa
voru það ekki bara nokkrar plöntur.
Nú bíða í gróðurreitunum um 3-4000
aspir, birki, ýmsar furur og víðiteg-
undir þess að stórfjölskyldurnar
haldi áfram verki þínu. Veiðin átti
hug þinn allan og þar skipulagðir þú
ófáar ferðirnar. Eystri-Rangá var í
uppáhaldi og þú hlakkaðir mikið til
veiðiferðarinnar nú í byrjun septem-
ber enda með nýja flugustöng. Þrír
dagar með góðum vinum og félögum
í góðri veiðiá voru framundan. Það
var fallegt veður, sólin skein og allt
lék í lyndi þegar við hittum ykkur
Möggu, vini og fjölskyldu síðdegis
sunnudaginn 9. september til að láta
þig hafa lyklana að bústaðnum. Koss
á vanga er ljóslifandi í huga mínum
og yljar og syrgir í senn.
Elsku vinur, við söknum þín sárt
en vonum og trúum að afar þínir taki
vel á móti þér. Góður guð varðveiti
þig og styrki okkur öll í sorg okkar.
Mamma, pabbi og Ólafur Páll.
Elsku Simmi.
Þegar Magga laumaði þér inn í
herbergið sitt fyrir 17 árum síðan
vissum við að þar var kominn piltur
sem hún var fallin fyrir. Eftir nokkur
kvöld fengum við að sjá þennan
myndarlega dreng þegar þú þorðir
loks að koma út úr herberginu. Þá
tók við þrautaganga hjá þér að sann-
færa okkur um ágæti þitt, þú komst
þó klakklaust í gegn. Frikki tók þig í
vinnu og hann sannfærðist. Frikki
var fullviss um að þarna væri mikill
dugnaðarforkur og góður drengur á
ferð. Þú vannst hug okkar og hjörtu
enda ekki annað hægt. Þú varst allt-
af hreinn og beinn og samkvæmur
sjálfum þér.
Með tímanum komuð þið Magga
með tvo sólargeisla inn í líf okkar
sem eru dætur ykkar tvær, Aðal-
heiður María og Emelía Rán. Simmi,
þú varst ákaflega tryggur og góður
faðir sem passaðir stelpurnar okkar
afar vel.
Við kynntumst ekki bara þér held-
ur allri fjölskyldu þinni, sem er stór
og samheldin eins og okkar. Hún
hefur alltaf reynst ykkur Möggu
mjög vel og þið átt góðar stundir
saman.
Oft var fjör í Ystabænum, þar
bjuggum við öll átta saman í sátt og
samlyndi í um þrjú ár. Þetta voru
góðir tímar sem þéttu enn frekar
fjölskyldutengslin. Við brölluðum
margt saman í veiði, reiðtúrum,
sveitinni, gróðurreitnum, spilum og
leik. Við skemmtum okkur alltaf vel
saman.
Þegar að þú, Raggi og Bjarki
komuð til okkar Frikka í síðustu viku
með vasaljósin og ormakassann
ákvað ég að fara með ykkur strákun-
um í ormatínslu og þú hlóst að mér
því ég þorði ekki að koma við þá. Það
var svo gaman þetta kvöld. Þegar þið
Magga komuð síðan austur til okkar
þetta afdrifaríka kvöld varstu svo
ánægður. Þar náðum við öll að borða
saman kvöldmat ásamt Svönu og
Edda sem komu óvænt í heimsókn.
Við erum ákaflega þakklát fyrir að
hafa átt þessa stund með ykkur öll-
um saman.
Svana, Eddi, Óli Páll og fjölskyld-
an ykkar öll, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Elsku Magga mín,
Heiða María og Emelía Rán, guð
gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg.
Takk fyrir allt, Simmi, þú veist að
við pössum upp á stelpurnar þínar,
guð geymi þig og góða ferð.
Gréta og Friðrik.
21:50 – Búinn að hringja í Ástu og
láta vita að við værum komnir í bú-
staðinn og allt gengi vel.
22:03 – Búinn að hringja í 112 og
biðja um aðstoð vegna vinar míns,
Raggi og Ingó byrjaðir að hnoða og
blása.
23:?? – Tilkynnt að ekkert væri
hægt að gera frekar, ég gat ekki trú-
að að svona nokkuð gæti hent mig.
Svili minn og trúnaðarvinur, hafði
látist í fanginu á okkur í árlegri veiði-
ferð okkar í Eystri-Rangá. Ferð sem
átti að verða sú besta. Mánudaginn
voru teknir tæplega 130 laxar á land
og það vantaði 4 bestu veiðimennina,
eða 3 bestu þar sem ég veiði aldrei
neitt sem var ástæðan fyrir því að
Simmi stökk útí ána í fyrra þegar ég
tók loks maríulaxinn. Hann sá mig
LOKS landa maríulaxinum og tróð
svo uppí mig vindli og koníaki sem
hann var búinn að geyma í jakkanum
sínum í fjölda ára ef ske kynni að ég
slysaðist til að veiða eitthvað annað
en botninn.
Mikið lán henti mig árið 1995 þeg-
ar ég kynnist Ástu minni og hennar
stórfjölskyldu. Sjaldan hefur maður
kynnst slíku öndvegis fólki og var
Simmi einn af þeim. Hann, stóri,
mikli, skeggjaði töffarinn tók strax
þessum 17 ára patta sem parti af
fjölskyldunni og við áttum strax frá
upphafi gott skap saman. Ég lærði
fljótt að passa mig á því að fara ekki í
drykkjuleiki með þér sem mun seint
renna fólki úr minnum.
Þegar árin liðu vorum við orðnir
miklir og góðir trúnaðarvinir sem
stóðum þétt, bökum saman, gegn of-
ríki systranna, nema kannski í kana,
þá stóðstu ávallt með henni Ástu,
fannst við Magga vera óttalegir vit-
leysingar sem ætti helst að banna að
segja meira en 9.
Áhugi okkar beggja á matseld var
óbilandi en þar hafðir þú yfirhönd-
ina, vesenið sem við nenntum að
standa í var alveg ótrúlegt en minni-
stætt er þegar við elduðum fyrir
matarklúbbinn nokkra rétti, 8 að
mig minnir, og enduðum á súkku-
laðitertu sem innihélt yfir 100.000
kal. en við áttum hana svo sannar-
lega skilið eftir erfiðið.
Það eru ekki nema um tvö ár síðan
að Magga kýldi það í gegn að við
keyptum sumarhúsalóðir fyrir aust-
an. Ég get ekki þakkað henni nóg-
samlega fyrir að hafa platað okkur út
í það því við höfum átt ófáar sam-
verustundirnar þar, bæði við tveir og
með fleirum við húsbyggingar, spila-
mennsku, matseld, afslöppun og að
rækta gróðurreitinn. Næsta vor stóð
til að stinga upp það sem við settum
niður í byrjun og planta út um 2000
plöntum til viðbótar. Ég veit ekki al-
veg hvernig maður á að fara að því
þar sem þú vannst á við 3 fullvaxta
menn.
Það var eiginlega sama hvað mað-
ur var að gera, alltaf vorum við sam-
an í öllu og eyddum miklum tíma
saman. Við þurftum orðið ekki að
tala saman til að eiga samræður.
Það var margt sem við áttum eftir
að ræða og gera saman. Ég mun
halda mínu striki og gera það sem
við höfðum rætt um, standa við bakið
á konunni þinni og dætrum ykkar
tveimur sem þú sást ekki sólina fyr-
ir.
Þar sem þú ert nú kominn á annan
stað þá geri ég ráð fyrir að þú sláir
ekki slöku við og reynir að díla eitt-
hvað við æðri máttarvöld um áfram-
haldandi grósku hjá okkur í reitnum.
Þú verður ávallt með mér í anda,
elsku vinur minn.
Bjarki Traustason.
Þeir gerðu allt sem þeir gátu til að
bjarga þér en það var ekki nóg. Við
fengum fréttirnar í smá skömmtum,
fyrst var smá von en fljótlega var
ljóst að ekkert var hægt að gera, þú
varst farinn frá okkur. Þú sem hafðir
verið svo hress og kátur fyrr um
kvöldið þegar þið Magga komuð
austur, þér leið svo vel. Þú varst
byrjaður í námi, stefnan var skýr og
lífið lék við þig. Þið félagarnir voruð í
hinni árlegu veiðiferð í Eystri-Rangá
og veiðihorfurnar voru góðar, ég skil
ekki af hverju þú fékkst ekki að
veiða í einn dag? Lá virkilega svona
mikið á þér á öðrum stað? Það vakna
svo margar spurningar þegar ungur
og góður drengur er hrifinn frá fjöl-
skyldu og vinum.
Ég kynntist þér þegar þú og
Magga byrjuðuð saman. Þú fluttir
strax í Ystabæinn og varst mér
meira eins og bróðir en mágur. Við
vorum alltaf góðir vinir og á ég
margar góðar og skemmtilegar
minningar með þér. Öll ferðalögin,
sumarbústaðarferðirnar, spilakvöld-
in, útreiðartúrarnir og veiðiferðirn-
ar.
Mér er alltaf minnistætt þegar þú
fótbrotnaðir. Þú varst í loftköstum
heima af því mamma mátti ekki taka
gólfmotturnar sem voru eins og
gildrur um allt. Við áttum það sam-
eiginlegt að vera smá brussur. Það
var oft þröngt á þingi í Ystabænum
en einhvern veginn skipti það ekki
máli þar sem við höfum alltaf öll ver-
ið sem eitt.
Við stofnuðum kanaklúbb fyrir
átta árum og vorum enn að skrá nið-
ur stigin í bleiku bókina. Hver á að
standa með mér í kana núna þegar
þú ert farinn? Við stóðum alltaf sam-
an á móti ruglinu í Möggu og Bjarka.
Þú hafðir ástríðu fyrir matargerð og
eldaðir besta mat í heimi. Matar-
klúbbskvöld voru alltaf fjörug, mikið
talað, hlegið, spilað og sungið. Þið
Bjarki eydduð einu sinni þrem dög-
um í að elda og við vorum í sex tíma
að borða hvern réttinn af fætur öðr-
um, það þótti þér gaman.
Þú náðir að eiga eina góða kvöld-
stund í bústaðnum sem ég og Bjarki
erum að byggja, þið félagarnir í pók-
er, ég er svo þakklát fyrir það, því
þær stundir sem við áttum eftir að
eiga þar koma aldrei. Það eru ekki
nema tvö ár síðan við keyptum okkur
saman land á Skeiðunum. Við áttum
eftir að gera svo margt, sem þú færð
ekki að taka þátt í. Við Bjarki eigum
margar skemmtilegar minningar
með ykkur Möggu og stelpunum í
gróðurreitnum, þar sem við erum
búin að planta yfir þúsund trjám.
Það var óbilandi áhugi sem þú sýndir
trjáræktinni, í fyrra vissir þú ekki
hvað sneri upp né niður á trjám en
núna vissir þú allt um trjárækt.
Þetta lýsir þér vel því ef eitthvað
greip huga þinn þá krufðir þú það til
mergjar.
Simmi minn, við munum sjá til
þess að búa til grilllautina, hlaða
vegginn, búa til útsýnispallinn og allt
hitt. Ég hef alltaf litið upp til þín,
enda varstu einstaklega sterkur og
heill maður.
Magga, Heiða, Emelía og Flóra
voru þér allt, þú lifðir fyrir þær. Þú
veist að það standa þéttar fjölskyld-
ur á bak við þær og við munum
hjálpa þeim og hvert öðru í gegnum
þessa erfiðu tíma.
Elsku Simmi, þú verður alltaf með
Sigmar Þór
Eðvarðsson