Morgunblaðið - 20.09.2007, Qupperneq 45
Á öllum sviðum lífsins
Miðasala og sala áskriftarkorta á www.leikhusid.is eða í síma 551 1200
Ævintýri fyrir alla!
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 45
Jonas er ósammála fyrirsögn-inni. Þessi fyrirsögn var yf-irskrift málþings á vegum
Bókmenntahátíðar og Marina Le-
wycka, Sasa Stanisic og áðurnefnd-
ur Jonas Hassen Khemiri sátu fyrir
svörum í Norræna húsinu. Jonas
hefur fengið nóg af því að vera ýtt
út í horn, vera settur í gettó inn-
flytjendahöfunda. Hann vill vera
metinn af eigin verðleikum, rétt
eins og hver annar sænskur höf-
undur, án þess að vera stimplaður
sökum uppruna og framandlegs
eftirnafnsins. Sem er réttmætt og
mætti yfirfæra á flesta alvöru lista-
menn sem hafa lítinn áhuga á að
vera skipað á bás, hvort sem ástæð-
an er þjóðerni eða annað.
En það er samt enn meiraáhyggjuefni að básinn sé ekki
til, það sé hvergi pláss fyrir þig.
Það er enn alvarlegra að þrátt fyrir
síaukin fjölda útlendinga búsettra
hérlendis sem og Íslendinga af er-
lendu bergi brotinna þá séu íslensk-
ar innflytjendabókmenntir ekki til
ennþá. Það eru óteljandi sögur sem
við eigum eftir að heyra, sögur as-
ísku kvennana sem grímuklæddar
svæðisskipta miðbænum um helgar
og hirða upp flöskurnar sem við
hendum, sögurnar af pólska fisk-
vinnslufólkinu og sögurnar af
portúgölskum verkamönnum á
Kárahnjúkum. Og þessi dæmi
sanna aðeins fáfræði hins inn-
fædda, þetta eru stereótýpurnar –
það fyrsta sem manni dettur í hug –
en það þarf uppfræðslu til að eyða
stereótýpum. Stöku innfæddir höf-
undar hafa tekið á þessum efnum
og er það vel en við þurfum að
heyra þeirra hlið. Því þarna eru
sögur sem þarf að segja og þar til
þær verða sagðar þá mun ekkert
okkar hafa nema yfirborðsþekk-
ingu á því samfélagi sem við búum
í.
Það að skrifa bók er líka einhvermikilvægasti þröskuldurinn
fyrir nýja Íslendinga, þá hefur unn-
ist fullnaðarsigur á stærstu hindr-
uninni, tungumálinu. En það á eftir
að koma í ljós hvort við höfum um-
burðarlyndi gagnvart nýjum ís-
lenskum, sérkennilegum og sér-
viskulegum mállýskum sem hafa til
dæmis auðgað enskuna miklu
meira en allt arðrán breska heims-
veldisins á þriðja heiminum sam-
anlagt. Lewycka fullyrðir að við
eigum eftir að eignast þessar bók-
menntir, ég vona að það sé rétt hjá
henni.
Tungumálið skiptir nefnilegameira máli en við áttum okkur
á þegar það er sjálfsagt. Pabbi Sasa
á enn eftir að lesa bókina hans af
því hann skilur þýsku ekki nógu vel
og bíður eftir þýðingunni. Jonas
lýsir því hvernig faðir hans breytir
um karakter eftir tungumálum,
hvernig hann stækkaði allur þegar
hann fór til Arabalanda því þar
hafði hann tungumálið fullkomlega
á valdi sínu. En við þurfum að leyfa
öllum að vera jafn stórir og þeir
hafa burði til að vera – óháð því
hversu fullkomin íslenskan þeirra
er.
Hugtakið „innflytjendabók-
menntir“ er þó hálla en nokkur áll.
Óttar Martin Norðfjörð á tékk-
neska móður – samt er hann aldrei
kallaður innflytjendahöfundur.
Kannski yrði það öðruvísi ef nafnið
væri tékkneskara eða ef móðirin
hefði verið dekkri á hörund. Enda
er það hárrétt hjá Jonasi og Sasa að
þetta ætti ekki að skipta máli – það
sem þyrfti að gerast er að við eign-
uðumst öflugar innflytjendabók-
menntir um leið og hugtakið hyrfi
úr umræðunni.
Innflytjenda-
bókmenntir
» Pabbi Sasa á enn eft-ir að lesa bókina hans
af því hann skilur þýsku
ekki nógu vel og bíður
eftir þýðingunni.
Morgunblaðið/Kristinn
Rithöfundur Jonas Hassen Khemiri hefur fengið nóg af því að vera ýtt út í
horn, vera settur í gettó innflytjendahöfunda. asgeirhi@mbl.is
AF LISTUM
Ásgeir H Ingólfsson
Lau. 22. sept. kl. 17.00
Kristallinn – kammertónleikaröð SÍ í
Þjóðmenningarhúsinu
Brassbotninn – tónlist eftir Haydn, Wagner,
Bruckner og Bítlana.
■ Fö. 28. september kl. 19.30 – uppselt
Tónlist eftir Elgar, Jón Leifs og Rakmaninoff
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Í GÆR var Þórhalli Gunnarssyni,
dagskrárstjóra Sjónvarpsins, af-
hentur undirskriftalisti til stuðn-
ings endurráðningu Randvers
Þorlákssonar leikara í Spaugstof-
unni.
Rúmlega tvö þúsund manns
höfðu skrifað nafn sitt á listann
þegar Halldór Eldjárn, sem stóð
fyrir undirskriftasöfnuninni, af-
henti hann í gær.
Þær fregnir bárust í síðustu
viku að Randveri hefði verið sagt
upp störfum hjá Spaugstofunni
og hrinti Halldór undirskrifta-
söfnuninni strax af stað á vefsíð-
unni: www.petitiononline.com/
randver7 við góðar undirtektir.
Morgunblaðið/Golli
Styðja
Randver
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111