Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 Hairspray kl. 8 - 10:30 LÚXUS Vacancy kl. 8 - 10 B.i. 14 ára Veðramót kl. 5:40 - 8 Knocked Up kl. 8 - 10:40 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 - 6 Rush Hour 3 kl. 5:50 - 10:20 B.i. 12 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 3:45 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 Hairspray kl. 5:50 - 8 - 10:20 Knocked Up kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 5:50 – Sími 564 0000 –Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Vacancy kl. 6 - 8 - 10 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 The Simpsons m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 54.000 G ESTIR Sicko ísl. texti kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára SAGAN SEM MÁTTI EKKI SEGJA. eeee - E.E., DV eeee - S.V., MBL eeee - S.G., Rás 2 eeee - R.H., FBL - T.S.K., Blaðið íslenskur te xti SICKO CHRIS TUCKER JACKIE CHAN Ef þeim tekst ekki að sleppa þá verða þau fórnarlömb í „snuff“ mynd. Óhuggnalegasti spennutryllir ársins „EINHVER BESTI SÖNGLEIKUR SEM KOMIÐ HEFUR ÚT Í ÁRA- RAÐIR, EF EKKI ÁRATUGI. ÉG SKEMMTI MÉR KONUNGLEGA!“ - T.V., KVIKMYNDIR.IS eee - L.I.B., Topp5.iseeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARMAÐURINN Mika á yfir höfði sér kæru frá reggítónlist- arkonu sem segir að hann hafi stol- ið af sér nafninu. Belgíska tónlistarkonan Mika segir að „Grace Kelly“-söngvarinn, sem heitir fullu nafni Mica Pennim- an, ætti að skipta um nafn þar sem hún hafi skráð sér nafnið á níunda áratugnum. „Ég var kölluð Mika á undan hon- um og er með nafnið skráð. Þrátt fyrir að hans skírnarnafn sé Mica finnst mér að hann eigi að breyta því,“ sagði hún nýlega. Reggísöngkonan, sem hefur gef- ið út fimm plötur í Belgíu við litlar vinsældir, vill líka að Mika borgi sér skaðabætur. „Hún er ekki ánægð, það er að- eins pláss fyrir einn/eina Mika í tónlistarheiminum og hún var á undan,“ sagði góðvinur tónlist- arkonunnar. Reuters Popp Hinn eini sanni Mika? Mika eða Mica? MIÐASALA á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag auk þess sem dagskrárrit hátíðarinnar kemur út. Hátíðin, sem hefst 27. september og stendur til 7. október, er nú haldin í fjórða sinn. Dag- skráin í ár samanstendur af 87 myndum frá 30 löndum auk fjölda skemmtilegra hliðarviðburða. Sýningar fara fram í Tjarnarbíói, Regnbog- anum, Háskólabíói og Norræna húsinu. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina í tveimur flokkum á hátíðinni. Verðlaunin „Upp- götvun ársins“ eru nú veitt í þriðja skipti og fær verðlaunahafinn gripinn Gyllta lundann sem er hannaður af Jóni Sæmundi Auðarsyni. Myndirnar í flokknum í ár koma frá 13 lönd- um. Allir leikstjórarnir hafa sannað hæfileika sína með kvikmyndum sem eru fjarri því að bera svip byrjendaverka þrátt fyrir að í öllum tilvikum sé um að ræða fyrstu eða aðra mynd. Í hinum flokknum, „Fyrir opnu hafi“, eru margreynd meistarastykki sem valda engum vonbrigðum, m.a. handhafi Gullpálmans í Can- nes í ár, 4 mánuðir, 3 vikur, 2 dagar eftir Cristi- an Mungiu. Fjöldi sératburða Eins og áður hefur verið tilkynnt verður ævi- starf R.W. Fassbinders og Hönnu Schygullu í forgrunni á hátíðinni, en leikkonan fræga hlýtur sérstök heiðursverðlaun fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar. Auk þess tekur finnski leikstjórinn Aki Kaurismäki við verðlaunum fyr- ir framúskarandi listræna kvikmyndasýn. Nýjar spænskar myndir fá verðskuldaða at- hygli í flokknum Sjónarrönd og ekki vantar gróskuna í íslenska flokkinn, Ísland í brenni- depli. Tvær nýjar hryllingsmyndir verða Mið- næturmyndir hátíðarinnar í ár og tékkneski leikstjórinn David Ondricek er settur Í kast- ljósið. Þar að auki verður fjöldi sératburða, en af þeim má nefna bílabíó á hinu gamla varn- arsvæði Bandaríkjahers og hljómsveitina Dani- elson sem spilar í Fríkirkjunni í tengslum við heimildamynd um forsprakkann, að ógleymdum tónleikum Hönnu Schygullu á NASA. Enn- fremur verður lífleg dagskrá fræðilegra atburða, námskeiða og sérsýninga allan tímann meðan á hátíð stendur. Miðasala á hátíðina mun fara fram á riff.is, miði.is, og í bíóhúsunum. Aðstoð verður enn- fremur veitt á upplýsingamiðstöð hátíðarinnar sem verður á Hressó í Austurstræti frá og með næsta mánudegi. Miðasala á Riff hefst í dag Morgunblaðið/Frikki Riff Hrönn Marinósdóttir, hátíðarstjórnandi, kynnir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina á blaða- mannafundi í gær. www.riff.is. FÓTBOLTAKAPPINN David Beckham á að hanna fötin sem stelpurnar í Spice Girls klæðast í væntanlegri tónleikaferð sinni. Það var eiginkona Beckhams, Victoria, og stallsystur hennar í Spice Girls, Mel B, Emma Bun- ton, Mel C og Geri Halliwell, sem áttu hugmyndina að því að hann hannaði á þær fötin, sem þær telja að verði mjög gaman að klæðast. „David hefur hjálpað heilmikið til í kringum tónleikaferðina sem hefst í Los Angeles í desember. Hann hefur verið að skoða föt eftir fatahönnuðinn Julien Macdo- nald og fá ráð hjá henni auk þess sem hann hefur teiknað upp heil- mikið af búningum, en auðvitað verður það Victoria sem hefur lokaorðið,“ sagði heimildarmaður um þessa nýju iðju Beckhams. Beckham er þekktur fyrir að líta vel út og hafa gott nef fyrir tísku. Hann ætlar að klæða stelp- urnar í svart frá toppi til táar en hver og ein verður í fötum sem henta hennar persónuleika. Auk þessa hefur Beckham verið að hjálpa Victoriu að æfa danssporin fyrir tónleikana en danshöfundur Spice Girls, Jamie King, hefur sagt stelpunum að láta eig- inmennina hjálpa sér að læra sporin. Reuters Fín Beckham-hjónin eru alltaf flott í tauinu. Hannar á Spice Girls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.