Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 49 WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÍMI: 482 3007 BRATZ kl. 8 LEYFÐ KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára DISTUBIA kl. 10:10 B.i. 14 ára MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BOURNE ULTIMATUM kl. 10:10 B.i. 14 ára LICENSE TO WED kl. 8 B.i. 7 ára / AKUREYRI VACANCY kl. 8 - 10 B.i. 16 ára BRATZ kl. 6 LEYFÐ VEÐRAMÓT kl. 8 - 10 SÍÐUSTU SÝNINGAR B.i. 14 ára ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ eeee JIS, FILM.IS BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK HITT húsið hefur Fimmtudagsforleik vetr- arins í kvöld með útgáfutónleikum hljómsveit- arinnar Gordon Riots. Gordon Riots hefur verið iðin við kolann undanfarna mánuði og gaf út á dögunum sína fyrstu stuttskífu sem ber nafnið Witness The Weak Ones. Hljómsveitin lenti meðal annars í þriðja sæti á Músíktilraunum í ár og einnig mun hún koma fram á Iceland Airwaves hátíð- inni í október næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og ásamt Gordon Riots munu hljómsveitirnar Shogun og We Made God stíga á stokk. Frítt verður inn og 16 ára aldurstakmark. Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningar- mála hjá Hinu húsinu, segir Fimmtudags- forleikinn verða með sama sniði í vetur og und- anfarin ár. „Það eru nú þegar allir fimmtudagar bókað- ir til loka október. Hljómsveitir sem vilja vera með í vetur þurfa því að fara að melda sig til leiks,“ segir Ása en hljómsveitirnar þurfa að sækja um á þartilgerðum umsóknareyðublöð- um hjá Hinu húsinu. „Öll bönd með hljómsveit- armeðlimi undir 25 ára aldri mega sækja um. Það er síðan hljómsveitanna að halda utan um tónleikana, við útvegum þeim staðinn, hljóð- mann og hljóðkerfi en þeirra er að auglýsa tónleikana og fara í gegnum tónleikaferlið svo þær læri af þessu.“ Ása segir tónleika með þessu sniði hafa ver- ið haldna síðan Hitt húsið tók til starfa árið 1991. „Það hefur alltaf verið öflug tónlistarsena í Hinu húsinu. Áður fyrr voru það Síðdegistón- leikar Hins hússins, síðan fór þetta yfir í Föstudagsbræðing og í þessu formi, Fimmtu- dagsforleikur, hefur það verið síðan 2003.“ Fimmtudaginn eftir viku kemur hljóm- sveitin >3 Svanhvít fram ásamt fleiri böndum og í byrjun október verður hipphopp-sena, að sögn Ásu. Gordon Riots Með útgáfutónleika í Hinu húsinu í kvöld á Fimmtudagsforleik. Hljómsveitin spilar blöndu af metal-core og thrashi. Fimmtudagsforleikur hefst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.