Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UM 3.000 færri blesgæsir skiluðu
sér í fyrravetur til Bretlandseyja en
búast hefði mátt við, ef tekið er mið
af friðun gæsarinnar hér á landi á
árinu 2006. Þetta segir Einar Ó. Þor-
leifsson, náttúrufræðingur hjá
Fuglavernd, en upplýsingarnar hef-
ur hann frá bresku samtökunum
Wetland and Wildfowl Trust, sem
talið hafa blesgæsir sem koma til
dvalar á Bretlandseyjum frá Íslandi
ár hvert.
Einar segir talningarnar mjög ná-
kvæmar, enda leiti blesgæsin helst á
ákveðna staði á Suður-Írlandi og til
vesturstrandar Skotlands.
Einar segir að frá því að blesgæs-
in var friðuð í fyrra hafi Fuglavernd
fengið margar ábendingar um dráp
á fuglunum, en blesgæsin heldur sig
helst á Suðurlandi og í Borgarfirði.
Fuglavernd hafi lagt mikla áherslu á
að auk þess að friða gæsina yrði
gripið yrði til ýmissa stoðaðgerða.
Bent hafi verið á að æskilegt væri að
gerð yrðu sérstök friðlönd fyrir bles-
gæsina á mikilvægum stöðum og
hugmyndir verið settar fram um að
sumstaðar mætti stytta veiðitíma
gæsa að hausti. Þessar hugmyndir
hafi ekki náð fram að ganga.
Einar telur eina helstu ástæðu
fyrir því að veiðibannið sé ekki virt
nægilega vera að lítið eftirlit sé með
veiðunum. „Það þyrfti að auka eft-
irlitið töluvert meira þannig að
menn sæju að þeir geta ekki verið að
skjóta hvaða fugl sem er,“ segir Ein-
ar. Þá séu ákveðnir menn sem skjóti
mjög mikið af gæs og selji í veitinga-
hús.
Sveinn.K. Rúnarsson, yfirlög-
regluþjónn á Hvolsvelli, segir að lög-
reglan hafi reynt að stöðva bíla og
skoða veiði gæsaveiðimanna. Stefnt
sé að því að auka eftirlitið á næst-
unni. Í fyrravetur var lögreglan með
eftirlit og segir að þá hafi enginn
verið gripinn með blesgæs. Lög-
reglan glími við manneklu en reyni
að sinna eftirlitinu eins og kostur er.
Þarf aukið
eftirlit með
veiðum
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Friðuð Blesgæsin var friðuð í fyrra
en þrátt fyrir það þekkist það að
gæsin hafi verið veidd.
EFNT verður til mikillar kín-
verskrar menningarhátíðar í
Kópavogi frá 29. september
til 7. október á vegum Kópa-
vogsbæjar, kínverskra stjórn-
valda og Kínversk-íslenska
menningarfélagsins. Ekki eru
þó allir íbúar ánægðir með
hátíðina. Dagmar Hjörleifs-
dóttir, íbúi í Kópavogi, hafði
samband við Morgunblaðið
og lýsti eindregnum mótmæl-
um við að Kópavogsbær
skyldi standa að þessari hátíð
í samvinnu við stjórnvöld í
Kína, sem allir viti að brjóti
alvarlega mannréttindi á íbú-
um Tíbets.
Kynningarbæklingi um há-
tíðina í Kópavogi hefur verið
dreift inn á öll heimili. Dag-
mar segist hafa hringt á bæj-
arskrifstofu Kópavogs til að
mótmæla þessu og kveðst vita
að fleiri íbúar hafi gert slíkt
hið sama. „Ég hef ekkert á
móti kínversku þjóðinni en
kínversku ríkisstjórninni er
ég á móti,“ segir hún. „Það er
greinilegt að kínverski sendi-
herrann stendur á bak við
þetta, sem þýðir jú kínverska
ríkisstjórnin,“ segir Dagmar
og vitnar í viðtal við sendi-
herra Kína á Íslandi, sem birt
er í kynningarbæklingum,
þar sem hann segir; „Kín-
verska þjóðin og sú íslenska
eiga margt sameiginlegt; við
erum vinnusöm, hugrökk,
vingjarnleg og friðelskandi og
báðar eiga þjóðirnar ríkan
menningararf.“ „Ég hef ekk-
ert á móti því að fá listamenn
og listmuni til Íslands, hvaðan
sem er úr heiminum, en það
verður þá að vera á þeirra
eigin forsendum en ekki í
gegnum kínversku ríkis-
stjórnina,“ segir Dagmar.
„Þetta ofbýður minni siðferð-
iskennd, að þjóð sem með
þrælskipulögðum hætti út-
rýmir menningu heillar þjóð-
ar og lífi fólks og hefur gert
það í 30 ár, skuli voga sér að
veifa svona framan í mann í
mínum heimabæ,“ segir hún.
„Ég er með undir höndum
myndir sem hafa verið teknar
í Tíbet án vitneskju Kínverja
og það er nóg að horfa á þess-
ar myndir til að fyllast skelf-
ingu. Það svíður virkilega að
fá svona inn um lúguna þegar
um kínversk stjórnvöld er að
ræða. Þau eiga ekki skilið að
fá að flagga sinni menningu á
sama tíma og þau eru að eyði-
leggja menningu annarrar
þjóðar með skelfilegum
hætti,“ segir hún.
Hafa ekki heyrt gagnrýni
Hvorki Gunnar Birgisson
bæjarstjóri né Björn Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri
menningar- og tóm-
stundasviðs Kópavogsbæjar,
kannast við gagnrýni eða
óánægju meðal íbúa vegna
hátíðarinnar. Björn segir há-
tíðina fara fram í samvinnu
við kínverska sendiráðið, Kín-
versk-íslenska menningar-
félagið og fleiri. Að hluta til
fer hátíðin einnig fram í sam-
vinnu við Wuhan-borg í Kína
en þaðan koma m.a. kínversk-
ir listamenn á hátíðina.
Fulltrúar Kópavogsbæjar
fóru til Wuhan-borgar sl. vet-
ur vegna undirbúnings menn-
ingarhátíðarinnar í boði borg-
arstjórnar Wuhan. Gunnar
bendir á að Kópavogsbær hafi
staðið fyrir kynningu á listum
og menningu ýmissa þjóða á
undanförnum árum, m.a.
Spánverja og Rússa og nú sé
komið að menningu og listum
kínversku þjóðarinnar. Ekki
sé sérstaklega staðið að þess-
ari hátíð með stjórnvöldum
Kína heldur komi margir að
henni, m.a. fulltrúar Wuhan.
Íbúi í Kópavogi gagnrýnir samvinnu bæjarins við kínversk stjórnvöld um viðamikla menningarhátíð
„Þetta ofbýður minni siðferðiskennd“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á móti „Ég hef ekkert á móti kínversku þjóðinni en kínversku
ríkisstjórninni er ég á móti,“ segir Dagmar Hjörleifsdóttir.
TALSMAÐUR neytenda og um-
boðsmaður barna hafa rætt við Sam-
tök verslunar og þjónustu og fleiri
hagsmunaaðila um að setja takmörk
á markaðssókn sem beinist að börn-
um.
Að sögn Gísla Tryggvasonar, tals-
manns neytenda, eru góðar líkur á
að samkomulag náist en einnig kem-
ur til greina að hans embætti og um-
boðsmaður barna setji leiðbeinandi
reglur í samráði við hagsmunaaðila.
Lagasetning sé þrautalending.
Verkefnið hefur staðið í um tvö ár
og á vef talsmanns neytenda,
www.talsmadur.is, verið sett upp
sérstök vinnusíða þar sem hægt er
að kynna sér efnið og koma athuga-
semdum á framfæri.
Gísli sagði að undanfarið hefði at-
hyglin beinst að auglýsingum á mat-
vælum, m.a. vegna frumkvæðis Sam-
taka verslunar og þjónustu um að
hvetja til neyslu á hollum vörum. Að-
spurður hvernig auglýsingar á óholl-
um mat yrðu hugsanlega takmark-
aðar sagði Gísli að von væri á
merkingum frá Umhverfisstofnun
sem settar yrðu á holl matvæli.
Hugsanlega yrði einungis leyft að
auglýsa matvæli með slíkum merk-
ingum þegar börn sætu við sjónvarp.
Að fleiru þyrfti að huga í þessu
samhengi, s.s. markaðssetningu á
gsm-símum og -notkun til ungmenna
en Norðmenn hefðu t.a.m. sett regl-
ur um slíkt.
Takmörk
á auglýs-
ingar
Góðar líkur eru að
á samkomulag náist
EKKI var ekið á manninn sem
fannst í byrjun ágúst við Hraunberg
í Breiðholti liggjandi á götunni, illa á
sig kominn, samkvæmt rannsókn
lögreglu. Grunur lék á að ekið hefði
verið á manninn en hann er á sjö-
tugsaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu beindist grunur strax að
ákveðnum bíl og var ökumaðurinn
yfirheyrður. Við rannsókn málsins
kom ekkert það fram sem bendir til
að hann hafi átt hlut að máli.
Sama á við um farþega sem voru í
bílnum en ökutækið var rannsakað
ítarlega. Það er jafnframt álitið að
áverkar á hinum slasaða séu ekki til-
komnir vegna umferðarslyss.
Ekki ekið
á manninn
♦♦♦
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
MERKINGU um færð á fjallvegum
á rafrænu upplýsingakorti Vega-
gerðarinnar var breytt í hádeginu
sl. föstudag eftir að tilkynnt hafði
verið um ófærð á svæðinu við
Herðubreið.
Tékkneska parið, sem sat fast við
Upptyppinga í hartnær fimm sólar-
hringa í bíl sínum, hafði hins vegar
skoðað kortið rúmlega klukku-
stund áður en mörkin voru færð og
taldi því veginn opinn venjulegum
fjórhjóladrifsbílum.
Parið, sem er um þrítugt, ræddi
við Morgunblaðið í Möðrudal í gær-
kvöld, en vildi ekki ljá blaðamanni
nöfn sín né leyfa myndatöku og
virtist nokkuð miður sín yfir til-
standinu og athyglinni.
Lokað og læst í Dreka
Byrjað var að grennslast fyrir
um fólkið í fyrradag, þegar mað-
urinn, sem er byggingaverkfræð-
ingur í Héðinsfjarðargöngum,
mætti ekki til vinnu á mánudag.
Fólkið er búsett á Ólafsfirði og var
unnusta mannsins nýkomin til
landsins í heimsókn.
„Vegurinn var samkvæmt há-
lendiskortinu opinn svo við töldum
okkur ekkert að vanbúnaði, enda á
fjórhjóladrifsbíl,“ sagði fólkið. „Við
fórum því upp eftir frá Egilsstöðum
og vegurinn var sæmilega snjólítill.
Þegar við fórum fram hjá Herðu-
breiðarlindum versnaði hins vegar
færðin til muna og fljótlega sátum
við föst.“
Þetta var á föstudagseftir-
miðdegi. Þau segjast fyrst hafa
reynt að koma jeppanum upp úr
snjónum. Þau voru skóflulaus en
notuðu hendurnar. Það gekk hins
vegar ekki. Þau sváfu því í bílnum
um nóttina og gengu næsta dag að
skálanum í Drekagili. Hann var
harðlæstur og engin fjarskiptatæki
að hafa. Veðrið var þá farið að
versna svo þau sneru til baka að
bílnum, eftir að hafa labbað upp á
nokkrar hæðir til að freista þess að
ná gsm-símasambandi.
„Við töldum víst að einhvern tím-
ann hlyti að koma bíll eftir veginum
eða í Herðubreiðarlindir og því
héldum við ró okkar. Við erum afar
þakklát fyrir björgunina og góðar
móttökur í Möðrudal,“ sagði parið í
gærkvöld.
Æðrulaus þrátt fyrir kulda, hungur og óveður
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Léttir Félagarnir Sveinbjörn Árni Björgvinsson og Jón Björgvin Vernharðsson í eldhúsinu í Möðrudal eftir vel
heppnaða björgunaraðgerð við Herðubreið. Þeir segja tékkneska parið hafa staðið sig afar vel miðað við kring-
umstæður. Lengst til hægri sést Vernharður Vilhjálmsson, bóndi í Möðrudal.
Fóru á svæðið í þeirri trú
að vegir væru allir færir
Föst Fólkið var á leið frá Egilsstöðum er það festi bílinn við Upptyppinga.