Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 11
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„NÓG ER af öðrum leiðum til að
komast út og þessi útgangur algjör-
lega óþarfur,“ segir Heiðar Reynis-
son, framkvæmdastjóri Café Victor,
um neyðarútgang á veitingastaðnum,
sem fjallað var um í Morgunblaðinu á
mánudag og þriðjudag. Heiðar fagnar
umræðunni um brunavarnir en segir
umfjöllun Morgunblaðsins óvægna og
telur að látið hafi verið í veðri vaka að
stórhættulegt sé að skemmta sér á
staðnum – sem sé alrangt.
Café Victor er með leyfi fyrir 330
gesti og bendir Heiðar á að sam-
kvæmt reglugerð eigi neyðarútgang-
ar á staðnum því að vera sem nemur
3,3 metrum á breiddina. „Í þessu húsi
eru neyðarútgangar hins vegar um
5,5 metrar á breidd, eða fyrir 550
manns, og inni í húsinu eru aldrei
fleiri en 250 gestir. Þó svo að lokað sé
fyrir þennan útgang erum við aðeins
að tala um 70 cm í mínus og þannig
eru í húsinu samt sem áður neyðarút-
gangar fyrir allt að 470 gesti.“ Hann
segir mikla áherslu vera lagða á alla
öryggisþætti og t.a.m eru sextán
myndavélar séu í húsinu, tengdar Ör-
yggismiðstöðinni.
Betur staðsettir útgangar
Neyðarútgangurinn, sem slökkvilið
og lögregla gerðu athugasemdir við
um liðna helgi sökum þess að hurðinni
var læst með lyklalás, er á jarðhæð
hússins. Heiðar segir að fyrir utan þá
yfirsjón starfsmanna að hafa gleymt
að taka þar úr lás, séu á sömu hæð
tveir útgangar til viðbótar – og betur
staðsettir en sá sem gerð var athuga-
semd við. Þá hafi útgangurinn verið
notaður í tíu ár án athugasemda. „Það
eru stór orð að kalla þetta dauða-
gildru, á meðan það eru útgangar úti
um allt. Þetta er ekki meiri gildra en
svo að næstum beint á móti eru tveir
útgangar, m.a. stór glergluggi sem
hægt er að opna og vart hægt að fá
stærri neyðarútgang en hann.“
Heiðar keypti Café Victor í júlí sl.
og tók við rekstrarstjórn í síðustu
viku. Hann segist enn vera að komast
inn í reksturinn og hafi gert viðeig-
andi lagfæringar um leið og tilmæli
um það bárust. Hann þvertekur þá
fyrir að útganginum hafi verið lokað
að yfirlögðu ráði.
Vill fá að loka ganginum
Neyðarútgangurinn umræddi er á
þröngum gangi sem lokaður er af og
erfitt er að fylgjast með á nóttunni,
þegar mikið erum fólk á staðnum.
Meðal annars hefur fólk nýtt útgang-
inn til að komast framhjá dyravörðum
með áfengi, auk þess sem fólki undir
tvítugu hefur verið hleypt inn um
hann.
Helst vill Heiðar loka ganginum á
kvöldin og um helgar. „Það er mjög
erfitt að vakta þennan gang og þar
hafa ákveðnir atburðir gerst í gegn-
um árin, löngu áður en ég tók við,“
segir hann og bætir við að þegar hafi
verið rætt við slökkviliðið af þeim sök-
um. „Það eru fordæmi fyrir því á stöð-
um hér í kring að menn hafi fengið að
loka neyðarútgöngum, þar sem þeir
Útgangurinn er
algjörlega óþarfur
Segir umfjöllun Morgunblaðsins óvægna Með fleiri
neyðarútganga en kveðið er á um í reglugerðum
Öruggt Fjöldi neyðarútganga er í
húsnæðinu, m.a. tveir á efri hæð,
þrír á jarðhæð og einn í kjallara.
Morgunblaðið/RAX
Beint út Tveir neyðarútgangar eru á neðri hæð Café Victor, til viðbótar
við þann sem gerð var athugasemd við. Báðir eru á framhlið húsnæðisins.
Stærðir 28-35 verð: 7.650.-
SPÖNGINNI S: 587 0740
MJÓDDINNI S: 557 1291
GLÆSIBÆ S: 553 7060
BORGARNESI S: 437 1240
www.xena.is
Stærðir 36-44 verð: 8.790.-
HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862
20% afsláttur
af peysum í
3 daga
Peysudagar
Frá Sögufélagi
Borgarfjarðar
XIII. bindi af Borgfirskum æviskrám er komið út
Hafið samband við trúnaðarmenn í héraði eða
Þuríði í síma 551 6286 og Snorra í 437 1526,
langi ykkur að eignast eintak bókarinnar.
Þá er minnt á að enn eiga einhverjir eftir að
greiða greiðsluseðil fyrir Borgfirðingabók.
Hefur þú áhuga á kyrrð?
Kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn
29. september, kl. 10-16,30.
Íhuganir: Sigurbjörn Einarsson, biskup.
Stjórnendur: sr. Halldór Reynisson og
sr. Sigurður Árni Þórðarson.
Kyrrðardagur hentar öllum, sem hafa áhuga
á tilgangi eigin lífs, slökun, bæn og trú.
Skráning er í Neskirkju við Hagatorg
s. 511 1560 www.neskirkja.is