Morgunblaðið - 27.09.2007, Page 16

Morgunblaðið - 27.09.2007, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í NÝRRI ævi- sögu er því haldið fram að barna- bókahöfundurinn Enid Blyton hafi falið leynikóða í bókum sínum til að gera grín á kostnað fyrsta eiginmanns síns. Duncan McClaren, höfundur hinnar nýju ævisögu, The Mysterious and In- ventive Life of Enid Blyton, segir að í bókum hennar megi finna þráð af snjallri illkvittni. En McClaren hef- ur rannsakað tengsl einkalífs Blyton við tóninn í bókum hennar. McClaren segist hafa fundið sönn- un fyrir því að ein af vitlausustu per- sónunum í bókum hennar, lög- reglumaðurinn PC Theophilus Goon, hafi í raun verið byggður á eiginmanni hennar, Hugh Pollock, og stundum verið grimmur brandari á kostnað hans. Blyton og Pollock giftust árið 1924. Meðal vísbendinga um þetta háð um eiginmanninn telur McClaren vera eftirfarandi. Nafnið PC Theophilus Goon. Blyton valdi það á annan hátt en nöfn annarra persóna í bókinni, hún skáldaði það sjálf í staðinn fyrir að fara í símaskrána eins og vanalega. Ein af niðurlægingum PC Goon í einni bókinni er að hann er læstur niðri í kjallara yfir nótt. En þegar halla tók undan fæti í hjónabandi Blytons og Pollock átti hann það til að loka sjálfan sig niðri í kjallara og drekka einn á báti. Einn af göllum PC Goon er van- hæfni hans til að hugsa og haga sér eins og barn í sögunum. En Pollock skildi ekki hugsunarhátt Blyton og henni fannst hann ekki geta sleppt huga sínum frjálsum eins og hún. Faldi grín í bókunum Blyton gerði grín að eiginmanninum Enid Blyton SÝNING mynd- listarmannsins Eggerts Péturs- sonar á Kjarvals- stöðum hefur fengið góða að- sókn frá því að hún var opnuð 8. september síð- astliðinn. Að jafnaði hafa kom- ið 450 gestir á sýninguna daglega frá því að hún var opnuð eða alls um 8.500 gestir á tæplega þremur vikum. Sýningin spannar feril Eggerts frá upphafi til dagsins í dag og eru þar rúmlega fimmtíu verk til sýnis. Næstkomandi laugardag, 29. september, kl. 13:00 gengst Lista- safn Reykjavíkur fyrir málþingi og listamannsspjalli um málarann Eggert Pétursson. Þátttakendur eru auk listamannsins Ólöf K. Sig- urðardóttir, sýningarstjóri og deild- arstjóri fræðsludeildar safnsins, og myndlistarmaðurinn Ingólfur Arn- arson, en bæði rita í hina veglegu bók um listamanninn sem kom út í tilefni af sýningunni. Eggert hélt sína fyrstu einkasýn- ingu árið 1980 og hefur síðan haldið fjölda einka- og samsýninga hér- lendis og erlendis. Eggert hlaut önnur verðlaun Carnegie Art Award-sjóðsins árið 2006. Eftir hann liggja margar myndskreyt- ingar en kunnust er myndskreyting hans í nýrri útgáfu bókarinnar Ís- lensk flóra sem Ágúst H. Bjarna- son grasafræðingur skrifaði og kom út árið 1983. Góð að- sókn á Eggert Eggert Pétursson MEÐ á nótunum er nýr tón- listarþáttur undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar sem verð- ur á dagskrá Rásar 1 eitt fimmtudagskvöld í mánuði í vetur. Fyrsti þátturinn fer í loftið í kvöld kl. 19:27. Í þáttunum verður skyggnst inn í undraheim klassískrar tónlistar á nýstárlegan hátt. Árni Heimir tekur fyrir eitt af meistaraverkum tónlistarinnar í hverjum þætti og leyfir hlustendum að gægjast inn í hugarheim tónskáldsins hverju sinni. Meðal verkanna sem hann skoðar má nefna Píanókons- erta Mozarts og Örlagasinfóníu Beethovens. Útvarp Með á nótunum hefur göngu sína Árni Heimir Ingólfsson DÚÓ Stemma heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í kvöld. Dúó Stemma samanstendur af Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oost- erhout slagverksleikara. Sam- an hafa þau leikið í tæp 10 ár, og frumflutt mörg verk sem skrifuð hafa verið fyrir þau. Á efnisskránni hjá þeim er einnig íslensk þjóðlagatónlist þar sem Steef spilar m.a. á steinaspil Páls frá Húsafelli. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 20, eru öllum opnir og ókeypis er inn. Tónleikar Dúó Stemma í Hafnarborg Herdís Anna Jónsdóttir Í DAG kl. 16 verður opnuð sýn- ing á dyggðateppi eftir Marý vöruhönnuð á Torginu í Þjóð- minjasafni Íslands. Þrjú dyggðaklæði frá fyrri hluta 18. aldar sem varðveitt eru í safn- inu kveiktu hugmyndina að nýju dyggðateppi sem Marý hannaði og teiknaði með nú- tímadyggðir í huga. Við val á þeim hafði Marý til hliðsjónar skoðanakönnun Gallup frá 1999 á því hverjar væru helstu dyggðir Íslendinga í nútímanum. Mynstrið kemur úr einu af dyggða- klæðunum frá 18. öld en er útfært á nýjan hátt. Sýningin stendur til 21. október. Myndlist Dyggðir Íslendinga í nútímanum Dyggðateppi Marý í Þjóðminjasafninu. Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is VÍKINGUR Heiðar Ólafsson var ekki nema 12 ára gamall þegar hann eignaðist nóturnar að píanókonsert nr. 3 í d-moll, op. 30, eftir Sergei Rakmaninoff. Næstu árin leit hann oft í nótnabókina. „En ég lokaði henni alltaf aftur – þangað til núna er ég taldi mig virki- lega tilbúinn í þetta,“ segir hann. Umræddur píanókonsert er þekktur fyrir að gera gríðarlegar tæknilegar kröfur. „Maður opnar bókina og þetta er eins og bleksverta, það er svo mikið af nótum á þessum 80 blaðsíðum!“ Eins og Víkingur bendir á er það þó ekki bara nótnafjöldinn sem skiptir máli upp á erfiðleikastig, heldur hvort spila eigi sterkt eða veikt. „Og í þessu verki þarf píanóið að ná að yfirgnæfa 80 hljóðfæri.“ Hann segist sposkur hafa rekist á umfjöllun þar sem tekin voru fyrir nokkur verk sem þóttu líkamlega og tæknilega erfið. „Þessi konsert var með flestar nótur á sekúndu, sextán held ég …“ Handstór höfundur Píanóleikarinn og höfundur verks- ins Sergei Rakmaninoff var óvenjuhávaxinn og einstaklega hand- stór. Konsertinn skrifaði hann fyrir sjálfan sig og margir hafa átt í stök- ustu vandræðum með að spila hann. „Rakmaninoff náði næstum því yf- ir tvær áttundir á píanó en flest fólk nær yfir eina áttund og kannski eina nótu í viðbót. Verkið er skrifað fyrir mann sem er með allt öðruvísi lík- amsbyggingu en nokkur annar. Mað- ur þarf að vera ofboðslega liðugur og sveigjanlegur, því ef maður byrjar að kreppa hendurnar eitthvað vitlaust er mjög auðvelt að stífna. Þegar verkið var samið leið það svolítið fyr- ir þetta, því næstum enginn gat flutt það vel. Það var eiginlega ekki fyrr en seinna að menn fóru að átta sig á leiðum til að nálgast það.“ Það var hins vegar Víkingur sjálf- ur sem valdi að spila þetta verk með Sinfóníuhljómsveitinni. „Fyrir mig er þetta draumaverk- efnið. Ég valdi það án þess að hugsa mig um og þetta er eitthvað sem ég held að ég muni alltaf búa að. Margir segja að þegar maður sé búinn að ná þessu verði allt gerlegt í samanburð- inum. En þetta er eitthvað sem mað- ur gerir ekki fyrr en á réttum tíma. Þetta er eins og með söngvarana sem geta sungið verk sem er of krefjandi fyrir þeirra raddtýpu of snemma – og einfaldlega skemmt í sér röddina. Margt í þessu verki er skrifað þannig að ef maður gerir það ekki full- komlega rétt og með minnstu mögu- legu áreynslu þá skemmir maður hreinlega liðamótin. Þetta er rosaleg stúdía og sumarið fór eiginlega bara í þetta – fimm tímar á dag frá því í júní. Og svo tekur þetta bara 45 mín- útur í flutningi … En ég spila þetta vonandi oft aftur!“ Allt að vinna og engu að tapa Aðspurður segist Víkingur ekki kvíða kvöldinu. „Mér líður ofsalega vel með þetta og hlakka mikið til. Þetta er miklu mikilvægari og stærri partur af mínum þroskaferli en sem nemur flutningi verksins, þannig að á tónleikunum hef ég allt að vinna og engu að tapa.“ Auk verks Rakmaninoffs verða á tónleikunum leikin verk eftir Jón Leifs og Edward Elgar. – En verður Víkingur ekki þreytt- ur eftir að hafa leikið verk Rakman- inoffs allt í gegn? Hann hlær. „Jú!“ Segir síðan hugsandi að fyrir flutning á verki sem þessu þurfi að huga að ýmsum hlutum, til dæmis því að borða eitt- hvað staðgott. „Ætli ég verði ekki með skyrdunk með mér. Eða borði ommilettu á undan … Ekki vill mað- ur nú vera orðinn þreyttur í þriðja kaflanum sem er erfiðastur! Maður þarf líka að passa sig á að drekka mikið af vatni, því á sviðinu verður mikið vökvatap.“ – Þetta er eins og líkamsrækt. „Já, ég æfi þennan konsert jafnvel í íþróttafötum, því þetta er svo mikil brennsla. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli og allt öðruvísi en annað sem ég hef gert.“ Víkingur hefur verið afar upptek- inn í skóla og við tónleikahald upp á síðkastið – í raun svo árum skiptir. „En ég tók nú frí í tvær vikur í sum- ar,“ segir hann. – Já, alveg í tvær vikur? Víkingur hlær og viðurkennir að þar á undan hafi hann ekki tekið sér frí frá píanó- inu í mörg ár. „En það er nú bara af því að mér finnst svo gaman að spila!“ „Þetta er draumaverkið“ Víkingur Heiðar Ólafsson flytur píanókonsert nr. 3 eftir Rakmaninoff með Sinfóníuhljómsveit Íslands og á að baki langt og strangt æfingaferli Morgunblaðið/Árni Sæberg Klappað Víkingur hefur áður slegið í gegn með Sinfóníuhljómsveitinni. Í HNOTSKURN » Kvikmyndin Shine segir frádramatískri glímu Davids Helfgotts við þriðja píanókons- ertinn. » Víkingur Heiðar sá kvik-myndina ungur að aldri og hafði hún mikil áhrif á hann. » Hann segist í raun „alltafhafa verið með verkið á bak við eyrað,“ en það er þekkt fyrir að gera gríðarlegar tæknilegar kröfur. Í KVÖLD heldur Félag íslenskra fræða fyrsta rannsóknarkvöld vetrarins. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur ríður á vaðið og fjallar um merk- ingu og mikilvægi hugtaka sem tengjast bann- færingu í heimildum frá miðöldum. Lára varði doktorsritgerð um efnið í sumar. Hún segist hafa viljað reyna að skilja hvað vald kirkjan á Íslandi hafði á ákveðnu tímabili, frá 1150 til 1275. Að taka skrift hjá biskupi Lára segir bannfæringu kirkj- unnar vera stærra og flóknara fyr- irbæri en hún hafi búist við. „Bannfæringin er ferli og til að tala um hana þarf að nota mörg orð. Það er ekki nóg að segja einfaldlega bannfæring,“ segir hún. Hún bendir til dæmis á að þegar standi í kirkju- heimildum að „maður taki skrift hjá biskupi“ þýði það í raun að viðkom- andi hafi verið bannfærður. Það eru einmitt orðin og hugtökin sem notuð eru til að tala um bannfæringuna sem Lára ætlar að ræða um í erindi sínu. Heimildir ekki teknar alvarlega Erindi Láru nefnist Að trúa heim- ildunum, en hún bendir á að um tíð- ina hafi kirkjuheimildir ekki verið teknar alvarlega af fræðimönnum. „Við höfum ekki lagt mikla áherslu á að reyna að skilja þær ná- kvæmlega. Ég nálgast þetta hins vegar með það fyrir augum að ég eigi að taka mark á því sem þar stendur og reyna að skilja það sem sá sem skrifar heimildina var að meina,“ segir Lára. „Þá sér maður ef til vill eitt og annað sem maður hefði annars ekki komið auga á.“ Síðasta fimmtudag í október mun Ingunn Ásdísardóttir flytja erindið Íslands-Freyja en í lok nóvember mun Benedikt Hjartarson fjalla um viðhorf til framúrstefnu í íslenskri menningarumræðu á þriðja áratugn- um. Rannsóknarkvöldin eru haldin á fimmtudögum kl. 20 og fara fram í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3. Kirkjan og bannfæring á miðöldum Lára Magnúsardóttir Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða hefjast í kvöld ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.