Morgunblaðið - 27.09.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
EINAR Þorláksson (1933-2006) var
málari og einn fárra íslenskra
myndlistarmanna sem allan starfs-
feril sinn sóttu innblástur til súr-
realismans – virkjunar undir-
meðvitundarinnar, ósjálfráðs
hugsanaflæðis og uppbrots rök-
hugsunar. Hann sýndi verk sín
reglulega og fékk jafnan góðar við-
tökur gagnrýnenda.
Gabríela Friðriksdóttir (1971)
vinnur verk sín í marga ólíka miðla
en á sýningunni nú eru málverk og
teikningar í forgrunni þótt einnig
sjáum við skúlptúra og myndband.
Hún var fulltrúi Íslendinga á Fen-
eyjatvíæringnum 2005.
Listasafn Árnesinga undir stjórn
nýs safnstjóra, Ingu Jónsdóttur,
leitaði til sýningarstjóranna Mark-
úsar Þórs Andréssonar og Dorot-
hée Kirch sem eiga bæði nokkurn
feril sem sýningarstjórar að baki
og frá þeim kom hugmyndin um að
tefla saman verkum þeirra Einars
Þorlákssonar og Gabríelu Friðriks-
dóttur.
Húsakynni Listasafns Árnesinga
í Hveragerði eru rúmgóð og bjóða
upp á mikla möguleika. Á sýning-
unni er mikill fjöldi verka og hún
gefur ágæta mynd af starfi beggja
listamanna. Augljóslega hefur verið
lögð mikil vinna í uppsetningu og
samspil verka og er vel að þeirri
vinnu staðið.
Framkvæmd af þessu tagi er
sérlega til þess fallin að kveikja
umræðu en fyrstu viðbrögð eru
óhjákvæmilega þau að leita snertif-
lata í verkum listamannanna, þar
er mest áberandi súrrealisminn
sem áhrifavaldur en Einar þekkti
til verka Cobra sem þekktu súr-
realistana í París og vitað er að
hann var kunnugur súrrealisma um
miðbik síðustu aldar. Gabríela hef-
ur að sjálfsögðu aðgang að listasög-
unni eins og listamenn í dag og leit-
ar óhikað í smiðju hennar. Flæði
undirvitundar og áberandi notkun
svarts litar, þó á mismunandi hátt
sé, eru áberandi hjá báðum. Sum
verka þeirra eru lík á yfirborðinu
en nálgunin er þó svo ólík að slíkur
samanburður virkar einna helst til
að draga fram það sem aðskilur.
Einar er fær og persónulegur mál-
ari sem trúir á ríki myndflatarins,
hann tekur mikla áhættu í litum og
formum sem gerir myndir hans
spennandi og ferskar. Gabríela er
af kynslóð hugmyndalistamanna
sem leggur meira upp úr hugmynd
en mynd, þótt sjónræn hlið verka
hennar sé alltaf mikilvæg, en sem
dæmi má nefna að sum verka henn-
ar sækja meira til teiknimynda-
sagna en möguleika myndflatarins.
Spenna innan mynda hennar kvikn-
ar oft vegna þess sem er hulið en í
myndum Einars ríkir gegnsæi.
Um gildi þess að skoða list Ein-
ars á svo afgerandi hátt í ljósi listar
Gabríelu og öfugt má síðan deila,
sú spurning vaknar hvort um yf-
irborðsleg tengsl sé að ræða sem
tæpast séu tilefni til svo viðamik-
illar framkvæmdar, einnig er hætta
á að umræðan fari ekki lengra en í
sjónrænan samanburð verka.
Markmið sýningarstjóranna er þó
augljóslega annað og meira og mið-
ast við stærra samhengi, en upp-
lagt er að nota sér þetta frumlega
og óvænta stefnumót tveggja kyn-
slóða til að velta fyrir sér breyt-
ingum á viðhorfum og afstöðu til
listarinnar á síðustu áratugum.
Ekki má gleyma að sýningin er
fyrst og fremst sérlega skemmtileg
heim að sækja, myndheimur lista-
mannanna beggja er auðugur og
persónulegur.
Stefnumót í ríki myndarinnar
MYNDLIST
Listasafn Árnesinga, Hveragerði
Til 4. nóv. Sumartími út sept., opið alla
daga frá 12-18, vetrartími frá 1. okt., op-
ið fim. til sun. 12-18.
Þessa heims og annars
Einar Þorláksson og Gabríela Friðriksdóttir
Ragna Sigurðardóttir
Heimur „Um gildi þess að skoða list Einars á svo afgerandi hátt í ljósi listar Gabríelu og öfugt má síðan deila.“
NÍUNDI starfsvetur Salarins í
Kópavogi er nýhafinn. 3. tónleikar
af 34 (ætli önnur íslenzk kons-
ertstofnun geri betur nema SÍ?)
voru seinni helmingur af heild-
arflutningi franska píanistans Dés-
irés N’Kaoua á píanóverkum landa
síns Maurice Ravels (1875-1937) í
tilefni af sjötugsártíðar baskneska
tónskáldsins.
Hérlendur samhljómbyrðingur
sólistans, Jónas Ingimundarson,
kynnti Ravel í byrjun með skugga-
myndum og einstöku verkin milli
atriða og fórst fróðlega úr hendi þó
enginn sé Stentorsmaki að radd-
styrk. Hefði því mátt magna orð
hans upp fyrir öftustu sæti. Hinn
roskni félagi hans á hvítum nótum
og svörtum beið þolinmóður á með-
an, en leysti síðan hvert tónverkið á
fætur öðru úr læðingi: Pavan fyrir
látna kóngsdóttur (1905), Sónatín-
una þríþættu frá 1905, tvær stíl-
hermur að hætti Borodins og Cha-
briers (1912-13), Jeu d’eau (1913),
Valsana 8 kennda við veglyndi og
viðkvæmni (1911) og loks risaverkið
Gaspard de la nuit (1908) með þátt-
unum Vatnadísinni, Gálganum og
Ærsladraugnum.
Nú að nýlokinni ágætri sjón-
varpsþáttaröð BBC í RÚV um
frönsku málara impressjónismans
var gaman að endurlifa veraldarsýn
þessara forgöngumanna myndræns
módernisma í tónum, því mörg verk
Ravels, sérstaklega útþættir Són-
atínunnar, Vatnaspilið og Ondine (I.
úr Gaspard), kölluðu ljóslifandi
fram á nethimnu flögrandi næman
myndheim Monets eða Renoirs í
merlandi skýrum og kænlega tíma-
mótuðum leik N’Kaouas. Aðeins var
Gaspard frekar þungur lokabiti í
hlustun, enda fiðrilt síhreyfi út-
þátta, hvors uppá kortér, heldur í
lengra lagi. En því meir mátti dást
að ótrúlegu úthaldi og leikandi
tækni hins greinilega þaulspaka
valska öldungs í þessari níðkrefj-
andi fingraþraut, þó að lengst sæti
eftir syngjandi látlaus þokki upp-
hafsverksins.
Flögrandi
síhreyfi
TÓNLIST
Salurinn
Verk eftir Ravel. Désiré N’Kaoua píanó.
Sunnudaginn 23.9. kl. 17.
Píanótónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
ÁST í ýmsum myndum var yfirskrift 2. einsöngs-
tónleika af 5 í röð Kirkjuhvols í Garðabæ, „Ljóða-
söngvar á hausti“ með Gerrit Schuil við hljóð-
færið, er fóru fram við þokkalega aðsókn á
laugardag. Titillinn var að vísu girnilegur, enda
vart til viðameiri efnisflokkur úr fórum klassískra
ljóða- og tónskálda. En uppákoman var þess utan
forvitnileg fyrir sömu ástæðu og tónleikar Rann-
veigar Fríðu Bragadóttur þremur vikum áður, s.s.
að söngkonan hafði ekki komið fram hér um
nokkra hríð. Eða, að beztu gögnum tiltækum, ekki
síðan á Listahátíð í fyrra – hálfu ári eftir síðustu
reynslu undirritaðs af Sólrúnu, sem ku hin seinni
ár hafa verið menningarlífi Manarbúa landsyðra
talsverð lyftistöng.
Tvennt kom kannski svolítið á óvart. Annars
vegar söngvavalið, er bauð hvergi upp á danskan
tónhöfund (Grieg var m.a.s. eina norræna tón-
skáldið) þrátt fyrir kjördvalarstað Sólrúnar í Dan-
mörku, jafnvel þótt eytt hafi óperuferli sínum í
Þýzkalandi. Hitt, og í sjálfu sér varla orð á ger-
andi, var að söngkonan skyldi ekki lengur auð-
kennd eftir raddgerð í tónleikaskrá. Fyrra við-
hengið, „sópran“, sást hvergi. Vonandi fyrirgefst
mér að nefna það hér í pukurparadís nærveru sál-
ar, en hví í ósköpum ætti það að vera feimnismál
þótt söngraddir dökkni með aldri og þroska? Það
er ekkert nema eðlilegur gangur lífsins, og kæmi
t.d. í veg fyrir margan óþarfan grát og gnístran
tanna ef sjóaðir kórsöngvarar nenntu að skilja
það. Eða hvað er eiginlega miður „fínt“ við mezzo-
sópran og barýton en sópran og tenór?
Óheft æskudýrkun seinni ára hefur ugglaust
sízt bætt úr skák í þeim efnum. Hitt var þó mikils-
verðara að aukin reynsla og tjáningardýpt Sól-
rúnar meira en jafnaði telpubirtu fyrstu ára, enda
sæi maður varla fyrir sér mjóslegna bakfiska á
þrítugsaldri komast jafnklakklaust frá átakamikl-
um sönglögum Richards Strauss í dagskrárlok.
Þvert á móti vó list hennar þar hvað þyngst á met-
um, að ótöldum tragísku lögum Schuberts og
Wolfs („Ástin deyr“ í millifyrirsögn) með Das ver-
lassende Mägdlein Wolfs meðal fremstu dæma.
Jafnframt bar minna en áður á tilhneigingu Sól-
rúnar til að renna upp í tóninn, er stundum gat
borið með sér aðkenningu af tónlafi. Og þó sömu-
leiðis hefði eitthvað dregið úr chalumeau noble
einkennum neðra sviðs (er var meðal fangamarka
engrar verri en Maríu Callas), var þetta skemmti-
lega raddkrydd enn til staðar. Aðeins hefði mátt
draga úr krafti fyrir textaskýrleika, því salur
Kirkjuhvols bar sönginn mun betur en söngkonan
virtist gera sér grein fyrir, auk þess sem stakir
lágir endatónar voru of veikir.
Gerrit Schuil staðfesti sem endranær stöðu sína
sem einn fremsta undirleikara lýðveldisins með
frábærum en ávallt samsamandi tilþrifum, og kom
í almennu ljósi fullkomnunar því aðeins á óvart
hálfgruggugur göslagangur hans í Botschaft eftir
Brahms.
TÓNLIST
Kirkjuhvoll
Ástarsöngvar eftir Schubert, Schumann, Brahms, Grieg,
Wolf og R. Strauss.
Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil píanó. Laugardaginn
22. september kl. 17.
Einsöngstónleikar
Á valdi þroskaðra tilfinninga
Morgunblaðið/Þorvaldur Örn
Tónlaf „Jafnframt bar minna en áður á tilhneigingu Sólrúnar til að renna upp í tóninn, er stundum
gat borið með sér aðkenningu af tónlafi.“ Á myndinni er Sólrún með Sigurði Flosasyni.
Ríkarður Ö. Pálsson
ÞAÐ ER ekki oft sem tækifæri gefst til að hlýða á
einstaka hljóðfærahópa sinfóníuhljómsveitar, sér í
lagi djúpmálmblásarasveitina.
Efnisskrá tónleikanna samanstóð af verkum
sem höfðu verið sérstaklega samin fyrir þennan
hóp og útsetningum á þekktum verkum og pop-
plögum. Sérstaklega sömdu verkin voru mis-
áhugaverð, enda kannski ekki um auðugan garð
að gresja. Síðasta verk fyrir hlé var mjög
skemmtileg Konsertant-svíta fyrir einleikstúbu
og básúnukvartett eftir Crister Danielsson, þar
sem frábær spilamennska Tim Buzbee túbuleik-
ara naut sín til fulls sem og annarra meðlima og
má segja að þá hafi tónleikarnir fyrst komist á
flug. Eins var verkið „Skirmish and Dance“ eftir
Jeffrey Reynolds eftir hlé nokkuð eftirtektarvert
fyrir spennandi hljóma og rythma. Af útsettu
verkunum var upphafsatriði tónleikanna, hið fal-
lega „Adagio“ úr sinfóníu nr. 7 eftir Anton Bruck-
ner hvað eftirminnilegast, einkum fyrir andakt
flytjendanna. Hvorugt hinna frægu popplaga,
„Bohemian Rhapsody“ eða „Yesterday“ náðu að
heilla að ráði og gæti það að nokkru leyti skrifast á
lítt innblásnar útsetningar James Lee Meador en í
þeim voru nær eingöngu laglínunum og algjörum
grunnhljómsetningunum gerð skil. Þó var lipur og
syngjandi túlkun Sigurðar Þorbergssonar á lag-
línu „Bohemian Rhapsody“ eftirminnileg.
Flutningurinn á hinni þekktu Tokkötu og fúgu í
d-moll eftir Bach var nokkuð órólegur og á köflum
ósamstæður í takti. Hugsast gæti að ögn hægara
tempó hefði hentað betur.
Ágætis hljóðfærakynning
TÓNLIST
Kristalstónleikar – Djúpmálmblásarasveit
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Þjóðmenningarhúsið, laugardaginn 22. september.
Fram komu: Oddur Björnsson, Sigurður Þorbergsson,
Jessica Wiklund og David Bobroff, básúnur, Tim Buzbee,
túba, og Frank Aarnink, slagverk. Flutt var tónlist eftir:
Brucker, Meador, Danielsson, Wood, Reynolds, Bach,
Freddie Mercury/Queen og Lennon/McCartney.
Ólöf Helga Einarsdóttir