Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
LJÓÐABÆKUR Kristjáns frá
Djúpalæk hafa árum saman verið
uppseldar, en nú gefst fólki loks
kostur á því að kynnast ljóðum
skáldsins á nýjan leik, því bókaútgáf-
an Hólar er að gefa út bókina Fylgd-
armaður húmsins, heildarkvæðasafn
Kristjáns.
Akureyrarskáldið Kristján frá
Djúpalæk var eitt af vinsælustu
skáldum tuttugustu aldar. Alls sendi
hann frá sér þrettán ljóðabækur og
tvisvar sinnum komu auk þess út
safnbækur með ljóðaúrvali. Allar eru
þessar bækur fyrir löngu uppseldar.
Í hinu nýja safni eru saman komin
öll ljóð Kristjáns sem út komu. Bók-
in opinberar hinn mikla fjölbreyti-
leika í ljóðagerð Kristjáns. Var hann
úthverfur glanni og byltingarsinni
eða innhverfur dulhyggjumaður?
Var hann „fylgdarmaður húmsins“
eða „ljóssins vin“? Svarið sem þessi
bók lætur í té getur ekki verið annað
en að hann var allt þetta í senn.
Í inngangsorðum frá syni skálds-
ins, heimspekingnum Kristjáni, seg-
ir m.a.: Faðir minn lýsti yfir því í út-
varpsviðtali seint á ævinni að sér
þættu það „kaldsöm örlög“ ef sín
yrði einkum minnst fyrir það sem
hann hefði lagt minnsta orku í – og
átti þá við söngtexta þá og þýðingar í
þekktum barnaleikritum sem eink-
um hafa haldið nafni hans á lofti.
Með fullri virðingu fyrir Hornbjargi
sem „úr djúpinu rís“, „vori um
Vaglaskóg“ og „draumahöll“ Lilla
klifurmúsar – textum sem samdir
voru ýmist til að brauðfæða fjöl-
skylduna eða vernda íslenska tungu
fyrir erlendum dægurbylgjum – þá
vona ég að þetta kvæðasafn sýni að
ljóðagerð föður míns var auðsælli
uppspretta og átti sér dýpri æðar en
margir minnast hans nú helst fyrir.
Hér eru mörg „Slysaskotin í Palest-
ínu“.“
Ritstjórar bókarinnar eru þeir
Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Þórð-
ur Helgason, sem jafnframt ritar ít-
arlegan eftirmála að bókinni.
Heildarkvæða-
safn skáldsins frá
Djúpalæk á bók
Skáldið Kristján Einarsson sem
kenndi sig ætíð við Djúpalæk.
Í HNOTSKURN
»Kristján Einarsson fæddist áDjúpalæk í Skeggja-
staðahreppi 16. júlí 1916.
Kristján lést 15. apríl 1994.
AKUREYRI
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
HINN svonefndi Græni trefill, sem
er áætlun um að koma á samfelldu
skógræktar- og útivistarsvæði sem
nær frá Esjurótum til Hafnarfjarð-
ar, er farinn að virka hamlandi á
þróun skipulagsins og byggðarinn-
ar. Þetta segir Hallgrímur Indriða-
son, skipulagsfulltrúi hjá Skógrækt
ríkisins. Að mati Hallgríms er hægt
að bregðast við þessu með því að
flétta saman skógræktarsvæðin og
nýbyggingarsvæðin með það að
markmiði að íbúar geti áfram nýtt
skógana sem útivistarsvæði. „Þetta
á raunar við víðar um land. Það
þarf að huga mun betur að því en
nú er gert að byggð og skógrækt-
arsvæði séu látin fléttast saman
með markvissum hætti, þar sem
skógurinn er dreginn inn í byggð-
ina og öfugt. Það er miklu betra
skipulag fyrir íbúana,“ segir Hall-
grímur og nefnir máli sínu til
stuðnings Kjarnaskóg sem rammar
inn Akureyrarbæ.
Ónákvæmni í uppdrætti
„Vissulega setur Græni trefillinn
þrengri skorður í skipulagsþróun,
enda ekki að ástæðulausu sem
Græni trefillinn er skilgreindur
sem vaxtarmörk byggðar,“ segir
Björn Axelsson, landslagsarkitekt
og umhverfisstjóri á skipulags- og
byggingarsviði Reykjavíkurborgar.
„Við setjum þessa línu vísvitandi til
að halda utan um borgina, þannig
að við getum einbeitt okkur að þétt-
ingu byggðar innan þessara marka
og að borgin flæði ekki endalaust
út. Þetta var meðvituð pólitísk
ákvörðun borgaryfirvalda og stað-
fest í seinasta aðalskipulagi.“
Spurður hvort hann telji að hægt
sé að samþætta byggðina betur
treflinum svarar Björn því játandi.
„Ég er sannfærður um að það sé
hægt að samþætta byggð og skóg-
ræktarsvæði með markvissari
hætti í góðu samstarfi við skóg-
ræktarfélögin.“ Aðspurður segir
Björn uppbygginguna á Reynis-
vatnsási í fyrsta sinn sem skipulögð
er byggð sem fer inn á Græna tref-
ilinn. Segir hann það stafa af óná-
kvæmni í uppdrættinum að aðal-
skipulaginu og telur ljóst að gera
þurfi nákvæmara kort þar sem um-
fang Græna trefilsins sé skilgreint
betur.
Borginni heimilt að
breyta landnotkun
Að sögn Björns hefur alltaf legið
fyrir að byggt yrði inn í Græna
trefilinn og að byggðin myndi laga
sig að þeim gróðri sem þar væri.
„Hugmyndin var að trefillinn
myndi flétta saman útmörk borg-
arinnar og hið byggða umhverfi.“
Aðspurður segir Björn ekki skil-
greint í aðalskipulagi hvers konar
mótvægisaðgerðir borgin þurfi að
koma með velji hún að byggja ofan
í Græna trefilinn. „En borginni er
náttúrlega heimilt að breyta land-
notkun á þessum svæðum og aug-
lýsa þá tilheyrandi aðalskipulags-
breytingu,“ segir Björn og bendir á
að það hafi verið gert í tilfelli Reyn-
isvatnsássins. Bendir Björn á að
mótvægisaðgerðin í tilfelli Reynis-
vatnsáss hafi verið að færa Græna
trefilinn aðeins út á öðrum stað,
þ.e. í Úlfarsárdal, á móti, þannig að
heildarumfang trefilsins minnki
ekki.
" #$
%
&
' ()
*+
,
-
.#/0
1
&
#"
!"
"
#
$
30"
&
4
0
*
. 2 3 4 5 + % 6 4
Græni trefillinn setur byggð mörk
Morgunblaðið/Frikki
Frá Reynisvatnsási Nýtt hverfi í Reynisvatnsási fer yfir 2,5 hektara í
Græna treflinum. Sem mótvægisaðgerð á að stækka trefilinn í Úlfarsárdal.
GRÆNI trefillinn er samheiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði á útmörk-
um sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Reykjavíkur, Mosfells-
bæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar, Álftaness og Hafnarfjarðar.
Samstarf skógræktar- og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við upp-
byggingu útivistarsvæða innan og á jaðri byggðar á sér langa sögu. Má
rekja það allt aftur til ársins 1903 þegar gróðursetning hófst við Rauða-
vatn. Hugmyndin um að líta á svæðið sem eina heild er þó mun yngri og var
fyrst farið að nota hugtakið „Græna trefilinn“ upp úr 1990. Hugtakið var
staðfest í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2001.
Rekja má samstarfið til 1903
MENNTASKÓLINN á Akureyri
fékk í gær Evrópumerkið, heið-
ursviðurkenningu fyrir nýbreytni í
tungumálakennslu. Merkið er veitt
einu sinni á ári, á Evrópskum
tungumáladegi, á vegum fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins og menntamálaráðuneytisins og
er nú veitt í sjötta sinn hérlendis.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra afhenti við-
urkenninguna við athöfn í Þjóð-
menningarhúsinu og við tóku þær
Árný Helga Reynisdóttir, braut-
arstjóri málabrautar MA, og Mar-
grét Kristín Jónsdóttir, umsjón-
armaður ferðamálakjörsviðs.
Verkefnið hófst fyrir nokkrum
árum þegar brýn þörf var á að
finna leiðir til að bjarga málabraut-
inni, að sögn Árnýjar. „Markmiðið
var að byggja upp hagnýtt nám sem
sameinaði erlend tungumál, ís-
lensku, upplýsingatækni og menn-
ingarlæsi og úr varð þessi nýja
kjörsviðsgrein sem við kusum að
kalla ferðamálakjörsvið. Hefð-
bundnar náms- og kennsluaðferðir
voru lagðar til hliðar en nemandinn
sjálfur og námsferlið sett í for-
grunn. Það þurfti að brjóta niður
marga múra og spyrja sig ýmissa
spurninga og ekki síst þurftu menn
að vera tilbúnir að hugsa upp á nýtt
ef ekki gekk sem skyldi.“
Mjög vel hefur gengið og verk-
efnið tvisvar fengið styrk úr þróun-
arsjóði framhaldsskóla sem er á
vegum menntamálaráðuneytisins.
Við athöfnina í gær fékk líka við-
urkenningu Anna Sjöfn Sigurð-
ardóttir fyrir vettvangsnám fyrir
tungumálakennara í framhalds-
skólum, í Endurmenntun Háskóla
Íslands.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gott starf Árný Helga Reynisdóttir, brautarstjóri málabrautar MA, Margrét Kristín Jónsdóttir, umsjónarmaður
ferðamálakjörsviðs, Anna Sjöfn Sigurðardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
MA fær Evrópumerkið fyrir
nýbreytni í tungumálakennslu