Morgunblaðið - 27.09.2007, Side 23
3. Flugvöllurinn
Ef þú ert að fara í fyrsta skipti
á flugvöll þá er skynsamlegt að
fara inn á heimasíðu viðkomandi
vallar, kanna hvort til sé kort af
honum og prenta þá út. Þannig
hefurðu grunnhugmynd um hvern-
ig völlurinn lítur út. Þetta getur
sparað tíma sem er mikilvægur ef
þú þarft að ná tengiflugi. Munið að
stilla klukkuna á staðartíma um
leið og lent er því flugtími er alltaf
gefinn upp á staðartíma. Kannið
einnig öryggisreglur flugvallarins
og reglur um handfarangur. Á
breskum flugvöllum er t.d. aðeins
leyfilegt að vera með eitt stykki í
handfarangri, og skiptir þá ekki
máli hvort það er handtaska, far-
tölva eða handfarangurstaska, allt
skal vera í einni tösku þegar farið
er í gegnum öryggishliðið. Fæstir
aðrir evrópskir flugvellir eru eins
strangir á þessum reglum. Á
stærstu flugvöllum Bandaríkjanna
er hins vegar fast gengið eftir því
að ekki sé meira en 20 kg í hvorri
ferðatösku þegar farið er frá land-
inu, sem er hámarksþyngdin. Í
báðum álfum getur vökvi í hand-
farangri leitt til frekari leitar af
öryggisástæðum og jafnvel upp-
töku viðkomandi hluta.
4. Tengiflug og brottfararspjöld
Jafnvel þótt við Íslendingar teljum
okkur vera nafla alheimsins þá er-
um við það ekki alltaf þegar kem-
ur að flugsamgöngum. Við þurfum
því oft að taka tvö og jafnvel þrjú
flug til þess að komast á áfanga-
stað. Í tengifluginu á áfangastað
er oftast flogið með öðru flugfélagi
en því sem flogið var með frá Ís-
landi og á flugvellinum sjálfum er
svo oft enn annað fyrirtæki sem
sér um að gefa út brottfarar-
spjöldin sem eru nauðsynleg til
þess að fá að fara inn í flugvél-
arnar.
Það er mjög mikilvægt að kanna
við brottför frá Íslandi/eða áfanga-
stað erlendis að hvort hægt sé að
gefa út brottfararspjald fyrir bæði
flugin, að öðrum kosti verður að
innrita sig í framhaldsflugið á
tengiflugvellinum. Séu þessi flug
bókuð ein og sér, sem oftast er, þá
þarf að fara í gegnum innritun-
arferlið á nýjum flugvelli eins og
um fyrsta flug væri að ræða. Það
er því mikilvægt að gefa sér næg-
an tíma á milli fluga til þess. At-
hugið að þjónustan á mörgum flug-
völlum er minni á kvöldin en á
daginn og þá getur tekið innritun
tekið lengri tíma.
5. Brosið
Það er mikið álag á starfsfólki
flugvalla og áreiti sömuleiðis.
Flestir eru tilbúnir til þess að að-
stoða farþega sem best þeir geta.
Yfirleitt er vænlegasta leiðin til
þess að fá góða þjónustu að setja
upp brosið, vera vinsamlegur og
biðja kurteislega.
Morgunblaðið/Ásdís
Ferðaskrifstofan Skrifaðu hjá þér
nafn, heimilisfang og síma ferða-
skrifstofunnar eða vefsíðunnar sem
þú pantaðir farseðilinn á.
Reuters
Brostu Yfirleitt er besta leiðin til að fá góða þjónustu að setja upp brosið.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 23
,
Kringlunni,
sími 533 4533
Smáralind,
sími 554 3960
Tax-free-bomba
Fríhafnarverð
fimmtudag til sunnudags
Fríhafnarverð á öllum vörum
í verslunum okkar þessa helgi
Verið velkomin
Sjóðurinn
Blind
börn
á
Íslandi
veitir
styrki
til
blindra
og
sjónskertra
barna
á
Íslandi
allt
að
18
ára
aldri.
Úthlutað
verður
styrkjum
úr
sjóðnum
á
fyrsta
vetrardag
sem
er
27.október
næstkomandi.
Umsóknir
um
styrki
þurfa
að
hafa
borist
eigi
síðar
en
15.október
2007
Umsóknir
skal
senda
til
Blindrafélagsins,
Hamrahlíð
17.
Þær
skulu
vera
skriflegar
og
þeim
fylgja
kostnaðaráætlun
vegna
þess
sem
sótt
er
um.