Morgunblaðið - 27.09.2007, Síða 24
ferðalög
24 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
L
eiðangrar um Afríku
hafa alltaf verið sveip-
aðir rómantískri dulúð,
framandi veröld með
villtum dýrum reikandi
um í stórbrotinni náttúru. Með þessa
mynd í farteskinu ákvað Borgar Þor-
steinsson að fylgja draumum sínum
eftir og hefur undanfarin tíu ár ásamt
konu sinni Elínu Örnu Þorgeirs-
dóttur skipulagt sérferðir til Austur-
Afríku, m.a. til Kenýa og á Kilimanj-
aro, fyrir ævintýragjarna Íslendinga í
samvinnu við íslenskar ferðaskrif-
stofur.
Borgar er smiður að mennt og hef-
ur starfað við smíðar í tuttugu ár.
Áhuginn á ferðabransanum kviknaði
hinsvegar nokkuð duglega árið 1992
eftir að hann tók þátt í átta mánaða
ævintýraferð á vegum Ferðaskrif-
stofu stúdenta á Overland-trukkum
frá Tansaníu til London og síðan með
viðkomu í Kairó og Katmandú.
„Ég var eini Íslendingurinn af
fimmtán þátttakendum og í stuttu
máli má segja að þetta hafi verið gíf-
urlegt ævintýri. Fjórum árum áður
hafði ég ferðast með bróður mínum
um Suður-Ameríku og árið 1992 fór
ég ásamt útlenskum vinum til Kóngó
að skoða fjallagórillur, sem er ein
magnaðasta upplifun, sem ég hef
komist í tæri við. Í ferðinni fékk ég
all-svakalega malaríu og var hálf-
dauður, en hjarnaði við með þá hug-
mynd að stofna safarí-fyrirtæki.
Ég kynnist konunni minni, Elínu
Þorgeirsdóttur, árið 1995. Hún
reyndist hafa ævintýrablóðið í sér
líka og saman höfum við byggt þetta
upp. Við fluttum til Danmerkur árið
1997 og stofnuðum fyrirtækið þar.
Við fluttum svo heim til Íslands árið
1999 í því augnamiði að setjast hér að
með okkar fyrirtæki, en vegna ótrú-
legrar skriffinnsku og seinagangs í
samgönguráðuneytinu, þraut mitt
langlundargeð svo við ákváðum að
fara til Kenýa og stofna fyrirtækið
Explore Africa þar. Það tók okkur út-
lendingana tæpa viku að fá öll til-
skilin leyfi. Samt sem áður gerum við
út á íslenska ferðamenn.
Við byrjuðum á tjaldstæði í Nai-
robí og vorum með alla pappíra í
Land Rovernum. Í fyrstu vorum við
að einblína á ungt fólk í ævintýraleit
sem var tilbúið að upplifa augnablikið
með því til dæmis að fara á markað-
inn og kaupa fiðurfé á fæti, en við höf-
um síðan fært okkur nær lúxus og
dekri, enda er kúnnahópurinn nú
yfirleitt fólk, sem er um og yfir fimm-
tugt og kallar orðið eftir alvöru um-
gjörð,“ segir Borgar.
Hrífunes í afrískum stíl
Þau Elín og Borgar taka sjálf þátt í
ferðunum sem fararstjórar auk þess
sem þau eru með fleiri íslenska far-
arstjóra á sínum snærum. Hver ferð
er sérsniðin utan um hvern hóp, sem
geta verið misstórir. Borgar segist nú
að mestu vera hættur að smíða, en
Elín starfar hjá Háskólanum í
Reykjavík.
Þau eru nú búsett í Hafnarfirði þar
sem þau hafa verið að gera upp gam-
alt hús í miðbænum. Þau eiga synina
Þorgeir, Mána og Stein, sem eru 19,
11 og 8 ára. Þeir hafa fengið að upp-
lifa mörg ævintýrin því foreldrarnir
hafa ekkert vílað það fyrir sér að fara
með strákana sína unga að árum í
ferðalög til fjarlægra staða.
„Einu sinni keyrðum við til dæmis
með Þorgeir 9 ára og Mána 9 mánaða
frá Danmörku til Úganda á Land Ro-
ver 1974 og vorum þrjá mánuði á leið-
inni. Nú orðið förum við hinsvegar
orðið sjaldnast á skólatíma í ferðalög
með krakkana heldur notum frekar
sumar- og páskafrí til að upplifa æv-
intýri með börnunum.“ Á teikniborð-
inu eru svo áform um frekari upp-
byggingu því þau hafa keypt land í
Hrífunesi skammt fyrir austan Vík í
Mýrdal þar sem þau hyggja á nýstár-
lega ferðaþjónustu, sem markaðssett
verður fyrir útlendinga þrjá til fjóra
mánuði á ári. „Eitt alrými verður á
svæðinu með veitinga- og baraðstöðu
auk tuttugu tveggja manna lúxus-
tjalda, sem reist verða á staurum og
timburgólfi með torfþaki. Í híbýlum
þessum er gert ráð fyrir föstu rými
með salernis- og sturtuaðstöðu.
Fyrirmyndin er afrísk, en íslenskir
arkitektar hafa verið ráðnir til verks-
ins. Þarna er mikil náttúrufegurð
með frábæru útsýni og miklu fugla-
lífi.“
Sameinar strandlíf og safarí
Vel á annað þúsund Íslendinga hef-
ur notið ferða Afríku-Ævintýraferða
þau tíu ár sem fyrirtækið hefur verið
starfandi. Að sögn Borgars er Kenýa
magnað land, sem sameinar allt það
sem fólk almennt tengir við Afríku,
villt dýralíf, fjölbreytta menningu og
ótrúlega fallegar strendur.
Auk magnaðrar upplifunar á villi-
dýraslóðum Masai Mara-þjóðgarðs-
ins þar sem ferðamenn þeysast um
með þaulvönum ökumönnum á opn-
um jeppum í safarí-ferð, má upplifa
margt annað í Kenýu. Í Nairobi er
svo upplagt að fara á heimili Karenar
Blixen sem nú er safn og á gíraffa- og
fíla-verndarsvæði skammt frá. Boðið
er upp á heimsókn á Nyumbani,
heimili fyrir munaðarlaus HIV-
smituð börn, þar sem fræðast má um
starfsemina. Fallegt er að sigla út í
Crescent Island, eyju á Naivasha-
vatni, þar sem gíraffa ber við trjá-
toppa og antilópur hlaupa um í hjörð-
um, með viðkomu á heimili Joy og
Georg Adamson, sem fræg hafa orðið
fyrir verndun ljóna. Að aflokinni saf-
arí-ferð í einum þekktasta þjóðgarði
Kenýa, Masai Mara eða Amboseli, er
flogið að Diani-ströndinni við Ind-
landshaf, við Mombasa, sem talin er
með fegurstu ströndum heims, en þar
er mannlífið blanda af afrískri, arab-
ískri og indverskri menningu, að sögn
Borgars.
Margir stefna á Kilimanjaro
Vinsældir gönguferða á Kilimanj-
aro fara sífellt vaxandi og er Everest-
farinn Haraldur Örn Haraldsson nú á
leið með hóp Íslendinga upp fjallið á
vegum Afríku-Ævintýraferða. Fjallið
tilheyrir Tansaníu og er hæsta fjall
Afríku, 5.895 metra hátt. Fjallið er
mjög fjölskrúðugt hvað gróður varð-
ar og má segja að gengið sé um flest
gróðurbelti jarðar á leiðinni upp. Oft-
ast tekur leiðangurinn átta daga, þar
af eru sex dagar á fjallinu, og svo má
fá framlengingu á Afríkudvölina m.a.
með því að fara í safaríferð eða dvelja
við fallega strönd við Indlandshafið.
Kilimanjaro er ekki tæknilega erfitt
fjall og ekki þarf að notast við bönd,
ísaxir eða mannbrodda. Gangan er
nokkuð þægileg og þétt á fótinn, en
minnkandi súrefni getur farið að
segja til sín eftir þrjú þúsund metra
hæð. Gildir þá að fara sér hægt og
drekka nóg af vatni, en þaulvanir inn-
fæddir leiðangursstjórar sjá um að
stýra hraðanum, að sögn Borgars.
Austur-Afríka er heillandi heimur
Í snertingu við náttúruna Yngstu synirnir, þeir Máni og Steinn Borgarssynir, eru ófeimnir að kynna sér þennan stæðilega nashyrning.
Morgunblaðið/Ásdís
Jeppi í safaríferð Það getur verið stutt í dýralífið í safaríferðum.
Afríkufarar Borgar Þorsteinsson og Elín Arna Þorgeirsdóttir
Frumskógar, framandi menning, hvítsendnar strend-
ur og hásléttur með stórkostlegu dýralífi er meðal
þess sem Íslendingar fá að upplifa í Kenýa-ferðum á
meðan fjallamenn geta reynt við Kilimanjaro, hæsta
fjall Afríku. Jóhanna Ingvarsdóttur ræddi við for-
sprakka Afríku-Ævintýraferða.
www.afrika.is