Morgunblaðið - 27.09.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 27.09.2007, Síða 26
veitingastaðir 26 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ fframsækni Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is var sýnt beint og þætt- irnir voru á mjög slæm- um tíma, um miðjan dag eða seint að kvöldi, ef Víkverja minnir rétt. Þó er mjög stór hluti landsmanna sem stundar hestamennsku eða hefur áhuga á henni. Heimsmeist- aramót íslenska hests- ins er miklu stærri við- burður en undanúrslitaleikur í einhverri fótboltadeild hér heima. Íslandsmeist- aramótið í frjálsum íþróttum er líka stærra en undanúrslitaleikur og ekki fær það að rjúfa sjónvarpsútsendingu á kjörtíma. Íslenska glíman er þjóðaríþrótt okkar og ætti líka skilið gott pláss í íþróttafréttatímum, þó ekki væri nema til að fræða fólk um þessa þjóðargersemi sem við höfum stund- að frá landnámi. x x x Ef Sjónvarpið ætlar að stundaþað lon og don að senda beint frá boltaleikjum á besta tíma þá á það að sjá sóma sinn í því að sýna líka frá öðrum vinsælum íþrótta- greinum á góðum tíma. Nokkur umræðahefur verið und- anfarið um beinar íþróttaútsendingar Ríkissjónvarpsins. Sjónvarpið hefur stundað það nokkuð að undanförnu að rjúfa venjulega dagskrá á besta tíma til að sýna beint frá fótbolta- leikjum. Víkverji er ekkert mjög hrifinn af þeirri ákvörðun Sjón- varpsins en sættir sig þó við hana því hann veit að það eru margir sem fylgjast spenntir með þessum leikjum og er þetta því góð þjónusta við þá. x x x Það sem Víkverja sárnar þó mestvið þessar beinu útsendingar Sjónvarpsins er það að þeir rjúfa aldrei dagskrá nema til að sýna frá boltaleikjum. Þeir sinna ekki öðrum hópum íþróttaáhugamanna, nema kannski golfurum. Allar aðrar íþróttagreinar en boltaleikir fá varla umfjöllun hjá þeim og hvað þá beint. Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór t.d. fram í sumar og gerði Sjónvarpið nokkra stutta og frekar auma þætti um það og ekkert         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Spennandi námskeið sem Jón Ólafs- son tónlistarmaður setti saman fyrir Endurmenntun Háskóla Íslands á sínum tíma stendur Akureyringum til boð í október í samstarf við LA. Greinilega spennandi námskeið; með tóndæmum, hljóðfæraleik og söng sýnir Jón fram á að ekki er allt sem sýnist í dægurtónlistinni. Frá þessu er greint í leikskrá Óvita, og í fram- haldinu spurt: „Hvað er gott og hvað er slæmt? Af hverju verður eitt vin- sælt en ekki annað? Hverjir eru best- ir? Og hvað er þetta með hommana og Eurovision?“    Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri Saga Capital heimsótti MA í gærmorgun og fræddi nemendur um gildi þess í nútímaheiminum og öllum samskiptaverkefnum þjóðanna að leggja rækt við að læra tungumál og ná valdi á þeim. Þetta var í tilefni Evrópska tungumáladagsins, sem var í gær.    Knattspyrnudeild Þórs varð um helgina fyrirmyndardeild innan Íþróttasambands Íslands, en til þess þarf að uppfylla ýmis skilyrði. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ mætti í lokahóf yngri flokka deildarinnar, tilkynnti þetta formlega og afhenti forráða- mönnum félagsins skjal því til stað- festingar.    Síðasti knattspyrnuleikur haustsins í meistaraflokki verður á Akureyr- arvelli á morgun, og það er enginn smáleikur. Þór og KA mætast í síð- ustu umferð 1. deildar karla og má búast við mikilli baráttu. Þó að KA- menn séu nánast sloppnir er baráttan í neðri hluta deildarinnar svo jöfn að með sigri geta þeir komist upp fyrir Þórsara í stigatöflunni! Það verður því varla nokkuð gefið eftir, frekar en fyrri daginn þegar Akureyrarfélögin eigast við! Rétt er að vekja athygli á leiktím- anum; flautað verður til leiks kl. 17.15.    Sverrir Páll Erlendsson mennta- skólakennari hefur ákveðið að fagna sextugsafmæli sínu með sérstökum hætti. Hann segir á vefsíðu sinni: „Í tilefni af sextugsafmæli mínu eftir allmarga mánuði hef ég ákveðið að halda hér á Akureyri sýningu, sem ég mun kalla Myndir af mér. Nú vil ég bjóða öllum sem lyst hafa á að taka AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson Ljósmynd/svp Tungumál Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital ræðir við nemendur í Mennaskólanum á Akureyri á Hólum í gærmorgun. Það var mjög ánægjulegbyrjun fyrir okkur semstöndum að Texture að fáumsögn Fay Maschler með þessum hætti því hún er aðal veit- ingahúsarýnirinn í London og legg- ur línurnar ef svo má að orði kom- ast,“ segir Óskar Finnsson sem er einn þeirra eldhuga sem að nýja veitingastaðnum standa. Fay fór lof- samlegum orðum um veitingahúsið almennt í dómi sínum í Evening Standard og bar sérstaklega lof á ís- lenska bragðmikla lambakjötið úr Skagafirðinum. „Hún endaði greinina sína á því að segjast vera búin að panta aftur borð hjá okkur svo við getum ekki annað en verið ánægðir. Við verðum líka að tryggja okkur skagfirska lambakjötið áfram, það er engin spurning.“ Agnar Sverrisson, matreiðslu- maður og Xavier Rousset vínþjónn, stærstu eigendur staðarins, höfðu unnið saman í nokkur ár á Le Mano- ir í Oxford. Fyrir tveimur árum vaknaði sú hugmynd hjá þeim að opna veitingastað. Þeir hófu þegar undirbúning og breskir og íslenskir fjárfestar komu inn í verkefnið með þeim félögum þegar á leið, m.a. Óskar Finnsson sem rætt er hér við. Agnar er snillingur í eldhúsinu „Ég stóðst ekki mátið þegar Agn- ar bauð mér að vera með en þeir voru þá einungis komnir með breska fjárfesta og vantaði fleiri.“ Óskar hafði samband við nokkra íslenska félaga sína sem eru miklir matar- áhugamenn sem bættust í hópinn. „Við sáum strax að þetta var mjög spennandi, Agnar er snillingur í eld- húsi og Xavier kann allt um vín og þjónustu. Ég kem svo inn sem veit- ingamaður og er meira í að skoða heildarmyndina og lesa í tölur. Text- ure á aðeins að vera fyrsta verkefnið okkar og við lítum á þetta sem fyrsta skrefið að einhverju meiru.“ Þorskur og kannski humar – Hvernig staður er Texture? „Þetta er frekar lítill veitinga- staður en fyrsta flokks. Hann rúmar 56 gesti og 30 bargesti. Við erum með hágæða matreiðslu á evrópska vísu, notum lítið af smjöri og rjóma og maturinn verður léttur í maga. Við notum sjávarfang að heiman þegar hægt er og á mat- seðlinum verða fimm forréttir, fimm aðalréttir og fimm eftirréttir svo og tveir einstakir sjö rétta bragðlauka- Íslendingar opna veitinga- hús í London Draumurinn orðinn að veruleika Meirihlutaeigendurnir Agnar Sverrisson matreiðslumaður og Xavier Rousset þjónn sem standa vaktina alla daga. Fay Maschler veitingahúsarýnir hjá Evening Standard var yfir sig hrifin af skagfirska lambakjötinu þegar hún heimsótti nýja veitingahúsið Texture í London en að því standa m.a. nokkrir Íslendingar. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir sló á þráðinn til Óskars Finnssonar. Við verðum líka að tryggja okkur skag- firska lambakjötið áfram, það er engin spurning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.