Morgunblaðið - 27.09.2007, Page 38

Morgunblaðið - 27.09.2007, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Guð-brandsdóttir fæddist að Tröð, Kolbeinsstaða- hreppi, 11. apríl 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. september síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Guðbrand- ur Magnússon, bóndi að Tröð og síðar Álftá, Hraun- hreppi, og kona hans Bjargey Guðmundsdóttir húsfreyja. Kristín var næstelst 12 systk- ina sem öll eru á lífi. Þau eru Ás- dís, f. 1926, Sigríður, f. 1930, Auður, f. 1932, Rögnvaldur, f. 1933, Svanhildur, f. 1934, Guð- mundur, f. 1936, Magnús, f. 1938, Steinar, f. 1939, Guðbrand- ur, f. 1947, Þorkell, f. 1952, og Ólöf Anna, f. 1956. Kristín giftist hinn 30.12. 1956 Jóhanni Ragnari Benediktssyni málarameistara, f. 14.11. 1930 í Grindavík. Foreldrar hans voru Benedikt Benónýsson, útvegs- bóndi á Þórkötlustöðum, og Magnúsa Aðalveig Ólafsdóttir húsfreyja. Börn Kristínar og Jó- hanns eru: 1) Benedikt, f. 9.11. 1956, kvæntur Maríu Hákonar- dóttur, f. 21.7. 1959, búsett á Eskifirði. Börn þeirra eru Jó- hann Ragnar, f. 30.7. 1980, Kristín Mjöll, f. 9.12. 1982, Þór- dís Mjöll, f. 9.12. 1982 og Konný Bjargey, f. 9.5. 1990. 2) Krist- björg, f. 29.6. 1958, gift Jóhanni Frímann Valgarðssyni, f. 19.2. 1960, búsett á Sel- tjarnarnesi. Synir þeirra eru Adam Örn, f. 20.9. 1980, Aron Valur, f. 4.2. 1992, og Axel Haukur, f. 24.5. 1995. Jóhanna Aðalveig, f. 9.9. 1962, gift Andre Masumbuko, f. 31.12. 1958, búsett í Kaliforníu. Stjúp- synir hennar eru Gomer, f. 23.11. 1988 og Dimitri, f. 12.1. 1991. Kristín flutti ung að árum til Keflavíkur og bjó lengst af á Smáratúni 29, eða í rúmlega 49 ár. Í Keflavík nam hún klæð- skerasaum. Saumaskapur átti hug hennar allan, og sérsaumaði hún föt fyrir gesti og gangandi. Síðar tók hún að sér að sauma fyrir Sjúkrahús Keflavíkur. Sinnti hún því starfi í mörg ár og saumaði allt sem til þurfti, bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Kristín söng í Kvennakór Suður- nesja í mörg ár og var hún for- maður til nokkurra ára. Hún var félagi í Átthagafélagi Snæfell- inga og Hnappdæla og sat í stjórn þess um árabil. Einnig var hún virk í Systra- félagi Keflavíkurkirkju. Árið 1986 byggði hún ásamt börnum sínum sumarbústað í Þrasta- skógi og undi hún þar mörgum stundum við skipulagningu, byggingu og gróðursetningu. Útför Kristínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín, hetjan mín. Hver þarf menn eins og Superman, eða Herkules þegar til eru konur eins og þú. Þú gast allt. Þú varst ekki mikið fyrir að biðja um hjálp en þáðir hana þegar hún var veitt. Þú hefur tekið þátt í öllu mínu lífi og alltaf var sú þátttaka veitt í gleði. Alveg frá því að ég var lítil og fékk ný föt sem þú saumaðir, nátt- föt og jólaföt fyrir hver jól. Þú passaðir strákana mína þegar á þurfti að halda og stundum bara af því að þig eða þá langaði til þess. Alltaf jafnvelkomnir og alltaf kom- ið fram við þá sem prinsa og alltaf tími til að leika við þá. Þú varst heimavinnandi saumakona mjög lengi og því auðveldur aðgangur að þér. Við áttum með þér sumarbústað í Þrastaskógi og þar eyddum við mörgum góðum stundum. Þú og Brói skipulögðuð (ekki alltaf sam- mála) en svo var ráðist í fram- kvæmdir og þá var ekki slegið slöku við. Á milli framkvæmda þeg- ar við hin komum og vorum að slaka á og hafa það gott varst þú eitthvað að dunda. Ef ekki var verið að sauma, smíða, gróðursetja, elda eða þrífa, þá varst þú að prjóna og einstaka sinnum að lesa. Svo bakaðir þú handa okkur pönnukökur, kleinur, skúffuköku og brauð. Einnig hvatt- ir þú okkur í því sem við vorum að gera. Þó var stöku sinnum slakað á eins og á sunnudagsmorgnum þeg- ar við hlustuðum á messuna sam- an. Við ferðuðumst mikið saman, til Akureyrar, til Eskifjarðar og til út- landa. Nokkrum sinnum til Lond- on, einu sinni kom Mæja með og einu sinni Ásdís. Það var svo ynd- islegt að vera með ykkur Ásdísi, báðar yfir sjötugt og til í allt. Fyrir þrem árum, á erfiðum tíma í lífi Jóku fórum við saman til Flórída og hittum Mas og þau giftu sig. Þá sást þú að hún var í mjög góðum höndum. Svo þegar við heimsóttum þau í Kaliforníu og þú hittir hennar góðu vini og sást að það fór vel um hana. Fyrir 22 árum greindist þú með brjóstakrabbamein og þurftir að fara í aðgerð eftir nokkra daga. Það hittist svo á að við Brói, Adam og Jóka vorum að flytja á Mið- brautina á sama tíma, og þú tókst ekki annað í mál en að drífa mig í gardínubúð og kaupa efni fyrir gluggana og sauma svo gardínurn- ar áður en þú fórst á spítalann. Þú tókst þessu af æðruleysi og treyst- ir læknunum til að finna út úr þessu og mættir bara í það sem þurfti hvort sem það voru lyfja- meðferðir eða geislar. Á áttræðisaldri fórst þú að læra ensku, svo þú gætir talað við Mas „tengdasoninn í henni Ameríku“, og á tölvu svo auðveldara væri að hafa samskipti við Jóku. Eftir stuttan tíma varst þú farin að nota MSN og Skype. Það kom meira að segja viðtal við þig í Víkurfréttum vegna þess að þú varst elst á nám- skeiðinu. Því miður fékkst þú ekki langan tíma á Svölutjörn en þangað flutt- uð þið pabbi í apríl, en þú náðir að gera heimilið eins og þú vildir hafa það og gerðir litla saumastofu inn af bílskúrnum þar sem þú ætlaðir að dunda þér en nú saumar þú bara og smíðar á himnum. Því að það er ljóst að Guði og englunum hefur bæst mikill styrkur. Elsku mamma, við skulum hugsa vel um pabba sem hefur misst mik- ið, takk fyrir allt, þín elskandi dótt- ir, Kristbjörg. Mikil blessun er það á stundu sem þessari að eiga þá vissu að Guð hefur gefið okkur eilíft líf á himn- um. Sársaukinn sker okkur í hjart- að því við söknum mömmu svo mik- ið. Hún var okkur öllum svo góð og við fráfall hennar hefur myndast stórt skarð í fjölskylduna sem eigi verður fyllt fyrr en á himnum. Mig langar að kveðja mömmu tímabundið með orðum Páls post- ula þar sem hann segir í Filippí- bréfi 3:20 að „föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists“ og í síðara Korintubréfi 5:1 segir að „vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himn- um, sem eigi er með höndum gert.“ Þegar Jesú kemur aftur munum við öll flytja í eilífa húsið á himnum sem Guð hefur gert handa okkur og þar verða engir sjúkdómar né aðrar þjáningar. Ég þakka góðum Guði fyrir ynd- islega móður í þessu jarðneska lífi og bið Hann að blessa og styrkja pabba á þessum erfiðu tímum. Jóhanna. Kristín Guðbrandsdóttir hefur kvatt okkur. Í einlægni vil ég votta öllum að- standendum og vinum hennar sam- úð. Hún verður mér ætíð sterk í minningu sökum krafts og gæsku sem í henni bjó. Synir mínir sögðu mér að hún hefði verið skemmtileg, hlý og góð. Er það ekki nánast allt sem segja þarf? Okkar samverustundir voru mér mjög kærar, þegar til baka er litið. Hún var svo mikil manneskja, svo jarðbundin og góð sínu fólki. Hún var ekki bara saumakona, hún var smiður, bóndi, listamaður, verk- stjóri og framkvæmdastjóri. Það sem henni datt í hug að gera fram- kvæmdi hún. Eins og sjá mátti þegar fólk kom í heimsókn var gengið skörulega fram í veitingum og ekkert fum á þeim bænum. Og ég get sagt ykkur það að hún var afbragðs kokkur og fékk ég strax á henni matarást, sem er nánar tiltekið móðurást. Listilega skipaði hún húsakynni sín og þreif og pússaði alla daga langa til síðustu stundar. Og öllum hlut- um hafði hún reglu á. Kristín hafði alltaf áhuga á að fylgja tímanum og fræðast um allt og alla og minni hennar vakti alltaf furðu mína. Hún var alltaf með á nótunum, inni í öllum hlutum, þú komst ekki að tómum kofunum þar. Hún hafði líka þann eiginleika að hvetja fólk áfram og að tala vel um menn og hlusta. Ekki komu frá henni kveinstafir á meðan á ýmsum meðferðum stóð í gegnum árin. Hún hafði máttinn og viljann. Það var frekar að hún sinnti öðrum ef á þurfti að halda. En hún var ekki ein, það getur enginn. Hjónin Jóhann og Kristín hafa alið af sér góða einstaklinga sem bera sterkan keim af þeim, jarðbundið, hlýtt og gott fólk. Takk fyrir samveruna, mín kæra, megir þú hvíla í friði. Þinn tengdasonur, Jóhann Frímann Valgarðsson. Hún elsku amma okkar er látin. Eftir áralanga baráttu við krabba- mein hafði það að lokum sigur. Amma barðist við krabbamein í fjöldamörg ár, aldrei lét hún þó bil- bug á sér finna og afi skutlaði henni ófáar ferðirnar inn í Reykja- vík í meðferðirnar. Við systkinin ólumst upp á Eski- firði, alveg hinum megin á landinu frá ykkur afa, við fengum þó alltaf að koma í heimsókn reglulega. Það var æðislegt að fá að koma til ykk- ar í Keflavíkina. Þegar við vorum spurð hvort við vildum fara í sum- arbúðir eða til ömmu og afa í Kefla- vík, varð Keflavíkin alltaf fyrir val- inu. Minningarnar sem við eigum úr stóra húsinu við Smáratúnið eru margar og góðar, við gátum eytt heilu dögunum í ævintýraleikjum uppi á háalofti og niðri í sauma- stofu. Okkur eldri systurnar dreymdi alltaf um að fá að fara í framhalds- skóla í Keflavík og það varð árið 1998 sem við fluttum til ömmu og afa og hófum nám í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Jói bróðir kom nokkrum mánuðum seinna en hann fór að spila fótbolta með Keflavík. Þarna voruð þið komin með þrjá unglinga aftur inn á heimilið komin á sjötugsaldurinn. Þessi fjögur ár sem við vorum hjá ykkur voru ómetanlegur tími. Þarna gafst okk- ur kostur á að kynnast þér í raun, við gátum setið löngum stundum við matarborðið og spjallað um daginn og veginn. Þú varst saumakona af guðs náð enda voru ófáar flíkurnar sem þú saumaðir handa okkur, lagaðir og bættir. Þú og afi hugsuðuð ótrúlega vel um okkur og eigum við ykkur mikið að þakka. Þú varst þannig manneskja að þú dreifst ávallt í hlutunum, beiðst ekki eftir því að aðrir kæmu og gerðu þá fyrir þig. Enda gerðist það nú í ófá skiptin sem við mættum heim úr skólanum að þú varst búin að breyta allri neðri hæðinni, færa til rúm, hillur og skápa. Allt til að láta okkur líða betur og koma okkur betur fyrir. Við viljum þakka fyrir þann tíma sem við gátum eytt með þér á ætt- armótinu og vikuna sem við komum öll saman á sjúkrahúsið. Það að fá að sitja með þér og kveðja þig var ómetanlegur tími. Megi guð geyma þig og varðveita þar til við hittumst að nýju. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Elsku afi, pabbi, Kristbjörg, Jó- hanna og fjölskylda, megi góðar minningar veita ykkur styrk og huggun í sorginni. Þín barnabörn, Jóhann Ragnar, Kristín, Þórdís og Konný Bjargey. Stína frænka mín er látin. Það er eitthvað, sem ég á eftir að eiga erfitt með að átta mig á, því hún var alltaf svo sterk, svo mikill klettur, svo traust og svo dugleg. Stína var stóra systir mömmu og þó að það væri bara eitt ár á milli þeirra, þá var hún samt stóra systir hennar. Þær voru alltaf bestu vinkonur og gerðu alla hluti saman, alla tíð. Þær fæddust í sveitinni hjá afa og ömmu, ólust þar upp í stórum systkinahóp, á mannmörgu sveita- heimili, þar sem alltaf var mikið líf og fjör. Þær fóru báðar í húsmæðraskóla og síðan suður til Keflavíkur til að vinna, en þá hafði Ásdís elsta systir þeirra sest þar að. Þar hittu þær báðar mennina sína, sem báðir voru iðnaðarmenn og byggðu sér hús í Smáratúninu, þar sem börnin þeirra fæddust og ólust upp og alltaf var mikil sam- gangur á milli heimilanna. Stína frænka var mjög flink saumakona og saumaði allt á alla í kringum sig og þeir voru ófáir jóla- kjólarnir sem hún saumaði á okkur systurnar og allar stelpurnar í Smáratúninu. Stína saumaði líka alla ferming- arkjólana á allar stelpurnar í fjöl- skyldunni og fór létt með það, enda vann hún við saumaskap, bæði heima í Smáratúni og einnig á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Samfélagið í Smáratúninu var einstakt á þessum árum, allir þekktu alla, allar mömmur heima, fullt af börnum í hverju húsi, pabb- arnir komu heim í mat og kaffi, Stína með saumastofuna heima hjá sér og pabbi með smíðaverkstæðið sitt á næsta horni, þetta veitti okk- ur krökkunum öryggi og það var gott að vera lítil og leika sér við þessar aðstæður. Þegar Stína var rétt rúmlega fimmtug greindist hún með krabbamein, sem hún barðist við eins og hetja og hún var ekki á því að gefast upp. Amma Bjargey sem greindist með samskonar krabbamein dó 59 ára, langt fyrir aldur fram, en læknavísindunum fleygir fram og Stína náði að lifa og eiga góð ár, nærri tuttugu árum lengur. Stína og mamma eru af stórum, samrýndum systkinahóp að vestan og vorum við fjölskyldan með ætt- armót 25 ágúst s.l. sem Stína lét sig ekki vanta á. Mætti þar okkur öll- um til mikillar gleði og áttum við þá mjög góðan dag öll saman. Elsku Jói minn, þú ert búin að standa þig frábærlega vel og hefur hugsað vel um Stínu þína, Guð gefi þér kraft til að takast á við þessa miklu sorg. Elsku Benni, Kristbjörg, Jó- hanna, Brói, Maja og þið öll börnin hennar Stínu, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur og vernda ykkur öll. Bjargey Einarsdóttir. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Margs er að minnast þegar góð vinkona fellur frá. Minningar mín- ar um Kristínu Guðbrands eru allar ljúfar og skemmtilegar. Við störf- uðum lengi saman í stjórn Kvenna- kórs Suðurnesja og þar bar aldrei skugga á. Kristín hafði til að bera stjórnsemi sem kom sér vel þegar hún var formaður, samt virti hún alltaf skoðanir annarra. Hún fann alltaf lausn á vandamálum sem upp komu, þá komu í ljós hennar bestu eiginleikar að mínu mati, þ.e. ein- stakt jafnaðargeð og hreinskilni. Hún fylgdist vel með nýjungum og greip hvert tækifæri til þess að koma kórnum á framfæri. Heimili hennar stóð okkur alltaf opið ef gera þurfti eitthvað til þess að afla fjár, komið var saman og föndruð söluvara, föt flokkuð á basar eða flóamarkað. En hæst bar þó þegar kórinn þurfti nýja búninga, þá sneið Kristín þá alla, saumaði mest af þeim og stjórnaði okkur hinum sem eitthvað gátum. Hún á mikinn þátt í því hvað kórinn er í dag og á margfaldar þakkir skildar. Við höfðum einnig starfað saman í Systrafélagi Keflavíkurkirkju og eftir að hún hætti í kórnum sneri hún sér af miklum dugnaði því fé- lagi til styrktar. Þannig var það með allt hjá Kristínu, hún gerði ekkert hálft. Góður félagsskapur leiðir oft til sannrar vináttu og þannig var það með okkur Kristínu. Við áttum margar góðar persónulegar stundir saman, minnisstætt er mér þegar hún bauð mér með sér í sumarbú- staðinn sinn, þá var alltaf glatt á hjalla, m.a. í góðum gönguferðum og spilamennsku. Fyrir rúmum tuttugu árum greindist hún með krabbamein, við þann sjúkdóm barðist hún eins og hetja, það var ekki að hennar skapi að gefast upp. Alltaf gat hún fundið eitthvað sem gaf lífinu gildi. Stutt er síðan hún fór á ensku- og tölvunámskeið, fannst ekki hægt annað en geta tjáð sig við tengdason sinn sem er útlendingur. Á sjötugsafmæli henn- ar heimsóttum við kórkonur hana og sungum þar sem hún glæsileg að vanda skartaði íslenska þjóð- búningnum í hópi ættingja og vina. Í vor fluttu þau hjón í nýtt hús í Innri-Njarðvík, gaman var að heimsækja þau þangað og sjá hvað þau voru ánægð. Ég tel það mikla gæfu að hafa kynnst Kristínu og notið þess að vera með henni öll þessi ár. Eiginmanni, börnum, barnabörn- um og öllum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð Kristín María Waage. Kristín Guðbrandsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.