Morgunblaðið - 27.09.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 39
✝ Haukur Guð-mundsson fædd-
ist á Kvígindisfelli
við Tálknafjörð 10.
október 1920. Hann
lést á Landspítalan-
um, Landakoti, 19.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur K.
Guðmundsson, f. 6.
maí 1890, d. 6. júní
1967, og Þórhalla
Oddsdóttir, f. 12.
júlí 1899, d. 3. ágúst
1997. Þau eignuðust
alls sautján börn og eru öll á lífi
nema Hörður, Reynir, Svava og
Haukur, sem hér er kvaddur.
Eftirlifandi systkini í aldursröð
eru Óskar, Svanborg, Unnur,
Karl, Þuríður, Magnús, Guð-
mundur Jóhannes, Oddur Vil-
helm, Guðbjartur, Fjóla, Víðir,
Helgi og Rafn.
Sambýliskona
Hauks var Halldóra
Ólafsdóttir frá Pat-
reksfirði, f. 25.
ágúst 1904, d. 4.
september 1988.
Þau eignuðust eng-
in börn saman.
Haukur lauk
fiskimannaprófi frá
Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík
vorið 1949 og starf-
aði sem stýrimaður
bæði á togurum og
bátum. Haukur
hætti til sjós 1965 og vann eftir
það til margra ára á netaverk-
stæði. Síðustu starfsárin vann
hann hjá Húsasmiðjunni. Haukur
var síðast til heimilis að Austur-
brún 4 í Reykjavík.
Útför Hauks verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Mig langar til að þakka fyrir allar
góðu og skemmtilegu samverustund-
irnar og ferðalögin með Hauki og
Tótu sem ég geymi í minningu minni.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason.)
Blessuð sé minning Hauks Guð-
mundssonar.
Ásta.
Haukur Guðmundsson
✝ Þorsteinn Þor-steinsson fædd-
ist á fæðingardeild
Landspítalans 29.
desember 1984 og
lést 17. september
síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Ásta Sigurð-
ardóttir, f. 12.3.
1947, og Þorsteinn
Hálfdanarson, f.
12.10. 1945. Systk-
ini Þorsteins eru: 1.)
Steinunn, f. 29.9.
1968, unnusti Árni
Þór Hilmarsson, börn Steinunnar
eru Jón Júlíus og Kolfinna Líf. 2).
Hálfdan, f. 20.3. 1972, maki Anna
María Skúladóttir, börn þeirra
eru Þorsteinn, Helena Ósk og
Birnir Freyr. 3.) Sigurður, f.
13.11. 1973, maki
Ragnheiður Jóns-
dóttir, börn þeirra
eru Ásta og Jón
Sverrir.
Þorsteinn ólst
upp í Hafnarfirði og
gekk í Öldutúns-
skóla, Flensborg og
Iðnskólann. Hann
æfði fótbolta og
handbolta með
yngri flokkum
Hauka og starfaði
við garðyrkjustörf
og hjá bygging-
arverktaka. Þorsteinn var í trú-
félaginu Kærleikanum þar sem
hann sótti samkomur.
Þorsteinn verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag kl. 15.
Ég man þegar þú varst að passa
mig. Þú varst eins og bróðir minn í
mörg ár. Þú kenndir mér nöfnin á
Man Utd-leikmönnunum þegar ég
var bara rétt farinn að tala. Seinna
svindluðum við okkur í strætó og
gerðum svo margt skemmtilegt sam-
an. Við fórum í bíó og tókum myndir
á leigu og fórum líka hringinn í kring-
um landið saman, sællar minningar.
Ég trúi því ekki að þú sért dáinn.
Síðast þegar ég hitt þig eitthvað
meira en aðeins, fórum við saman í
bíó og þú talaðir um hvað þú ætlaðir
að bæta þig og ná þér upp úr þessu.
Það gerir það ennþá erfiðara að trúa
því að þú sért dáinn. Mér þótti og
þykir svo vænt um þig og ég vildi að
ég hafði getað sagt þér það oftar í
gegnum árin.
Kolfinna Líf saknar þín líka mikið,
hún man eftir bátsferðinni á sjó-
mannadaginn, man eftir afmælis- og
jólagjöfum sem þú hefur gefið henni
og geisladiskarnir sem þú gafst
henni eru mikið spilaðir og minna á
þig.
Vertu nú yfir og allt um kring
Með elífri blessun þinni
Sitji guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Hvíldu í friði, elsku frændi.
Jón Júlíus og Kolfinna Líf.
Bitur raunveruleikinn blasir við
okkur eins óraunverulegur og hann
getur verið. Þorsteinn, litli bróðir
okkar, er dáinn, hættur. Hann er
hættur að kaupa, hættur að neyta,
hættur að fara í meðferð, hættur að
mæta á fundi, hættur að brosa og
spyr ekki lengur hvernig krakkarnir
hafi það.
Og við erum hætt að spyrja, hætt
að leita eftir fréttum, hætt að óttast
um hann. En í staðinn er komið sár á
sálina og söknuður eftir honum og
voninni. Voninni um að einn daginn
ættum við aftur eftir að raða saman
myndinni sem svo lengi hefur verið
brotin.
Mynd sem er full af minningum;
Þorsteinn nýfæddur, Þorsteinn með
pabba, alltaf með pabba. Þorsteinn
með Elvis, Þorsteinn að spila á horn-
ið, Þorsteinn að halda ræður. Við á
ferðalögum, við saman, öll saman.
Þorsteinn með frændsystkinum sín-
um, Þorsteinn með mömmu. Þor-
steinn sólbrúnn og sætur í sumar,
staðráðinn í að nú myndi hann hafa
það og svo Þorsteinn og dauðans al-
varan.
Myndin sem við röðum nú saman í
huga okkar er mynd af fallegum
bróður og frænda sem eitt sinn brosti
sínu blíðasta fram í heiminn, það er
sú mynd sem lifir.
Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú.
Að ljósið bjarta skæra.
Veki þig með sól að morgni.
Veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Góða ferð, elsku Þorsteinn.
Steinunn, Hálfdan, Sigurður
og fjölskyldur.
Þorsteinn
Þorsteinsson
Kveðja frá
Hjálparsveit skáta
Garðabæ
Konráð Þórisson
gekk í Hjálparsveit skáta Garðabæ
árið 1976. Konráð hefur verið virkur
félagi í hjálparsveitinni í yfir 30 ár. Að
eiga slíkan félaga í hjálparsveit er
dýrmætt og seint fullþakkað. Á þess-
um tíma byggðist upp reynsla og
þekking hjá honum og ávallt var unnt
að leita í þann fróðleiksbrunn.
Liðna viku höfum við félagar
Konna, eins og hann var kallaður, rifj-
að upp samstarfið sem lýsir einstöku
góðmenni sem ávallt var reiðubúinn
að leggja sitt á vogarskálarnar þegar
á þurfti að halda. Konni var völund-
arsmiður og fjarskiptatækni lék í
höndum hans. Hann var kennari og
ráðgjafi okkar í þeim efnum. Öll verk-
efni sem Konni tók að sér voru unnin
af vandvirkni svo aðdáunarvert var.
Nýjasta viðfangsefni hans var snjó-
bíll af Hagglund-gerð sem Konni tók
ástfóstri við. Konni átti sér þann
draum að þessi snjóbíll yrði öflugt og
gott björgunartæki sem væri tilbúið
fyrir komandi vetur. Hefur Konni
lagt hundruð klukkustunda í snjóbíl-
inn og aldrei kastað til höndunum. Nú
er það okkar að gera drauminn hans
að veruleika.
Fyrir örfáum vikum var umfangs-
mikil leitaraðgerð í Skaftafelli. Hjálp-
arsveit skáta Garðabæ sendi tvo litla
hópa á staðinn og þurfti annar hóp-
urinn að fara keyrandi austur. Konni
var boðinn og búinn að fara með og
aðstoða. Þegar komið var í Skaftafell
kom í ljós að hnökrar voru á fjarskipt-
um. Það tók Konna stuttan tíma að
koma fjarskipum á svæðinu í það gott
lag að þau náðust til Reykjavíkur. Að
Konráð Þórisson
✝ Konráð Þóris-son fæddist 4.
október 1956. Hann
lést á heimili sínu
hinn 11. september
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Vídalínskirkju í
Garðabæ 20. sept-
ember.
hafa mann eins og
Konna í aðgerðum sem
þessum er ómetanlegt.
Þegar kom að því að
halda heim eftir eina
erfiðustu leitaraðgerð
síðari ára var mann-
skapurinn úrvinda af
þreytu. Þá var það ekki
vandamál fyrir Konna
að taka við akstrinum
og skila hópnum heil-
um í höfn.
Þegar maður lítur til
baka og minnist góðs
drengs kemur ósjálf-
rátt orðið sjálfboðaliði efst í hugann.
Konráð var ósérhlífinn og fórnfús,
hann var kraftmikill, fjölhæfur, alltaf
boðinn og búinn að veita öðrum aðstoð
hvar og hvenær sem var og allt var lít-
ið mál. Að eiga vin og félaga eins og
hann er guðs gjöf en það er sárt að
vera minntur á það hversu dýrmætir
þeir eru okkur öllum. Konráð var
sannur félagi og það leyndi sér ekki að
hann hafði gert kjörorð sveitarinnar
að sínu: „Einn fyrir alla, allir fyrir
einn“.
Vala Dröfn, Oddný Þóra og Oddný
Dóra þið hafið misst mikið. Það er sárt
að sjá á eftir Konráði, en hugur okkar
allra í Hjálparsveit skáta Garðabæ er
hjá ykkur. Við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hörður Már Harðarson.
Konráð vinur okkar er látinn, hann
er farinn heim. Það var ótímabært og
hans er sárt saknað. Hann var alltaf
kallaður Konni og var einn þeirra sem
munaði um. Það var nokkuð sama
hvað var verið að undirbúa, alltaf
hafði Konni hugmyndir, tók síðan erf-
iðan hluta að sér og leysti með ágæt-
um. Hann var óspar á sinn eigin bún-
að og lagði til það sem á vantaði. Það
er erfitt að hugsa sér að hægt sé að
hafa betri félaga. Konni var mikill
skáti og hann var mikill radíómaður.
Hann vann í fjölda ára í fjarskipta-
flokki Landssambands hjálparsveita
skáta, setti upp loftnet, tók þátt í æf-
ingum og smíðaði stóran hluta fjar-
skiptaherbergisins í húsnæði Lands-
bjargar. Minnisstæð eru Landsmót
skáta, þar sem hann var potturinn og
pannan í tjaldbúð radíóskáta og út-
vegaði þau stórtjöld sem til þurfti og
annan búnað.
Konni kvæntist henni Völu sinni og
eftir það voru þau aldrei nefnd annað
en Konni og Vala. Þau hjón unnu mik-
ið að sameiginlegum áhugamálum
sem gjarnan voru tengd skátastarfi,
starfi björgunarsveita og auðvitað
fjölskyldunni og hag hennar. Þau
hjón voru límið sem hélt starfi Radíó-
skáta saman og þau voru ótrúlega öfl-
ug í starfi sínu. Konni hafði fengið sín
áföll eins og gengur, var orðinn þéttur
og hafði lent í slysi, þetta hafði áhrif á
hann. En hann hafði tekið sig á, var
orðinn grennri og leið betur og var
virkilega í essinu sínu á Alheimsmóti
skáta í Bretlandi nú í sumar. Konni
kom á heimili okkar fyrir örfáum dög-
um til að fá íhluti fyrir næsta verkefni,
jafn röskur til verka og hann hafði
alltaf verið og var til hinstu stundar.
Við sendum samúðarkveðjur til Völu
og til dóttur þeirra Oddnýjar.
Vertu sæll, elsku vin, takk fyrir
hlýjuna og samfylgdina sem var svo
góð, blessuð sé minning þín.
Ásta Björg og
Andrés Þórarinsson.
Okkur hjónin setti hljóð er okkur
bárust þau hörmulegu tíðindi að
Konni væri látinn. Maður verður dof-
inn og fram streyma allar góðu minn-
ingarnar.
Ég kynntist Konna árið 1978 þegar
hann byrjaði sem lærlingur hjá
Hamri. Síðar skildi leiðir þegar hann
fór til sjós. En leiðir okkar lágu sam-
an á ný þegar hann var ráðinn á járn-
smíðaverkstæði Eimskips. Þar tókust
með okkur góð vinátta og virðing. Ég
fann strax hversu góða nærveru hann
hafði.
Konni var einn færasti iðnaðar-
maður sem ég hef unnið með. Hann
var mjög útsjónarsamur og var
einkar laginn við allskyns smíðar.
Hann starfaði mikið fyrir Hjálpar-
sveit skáta í Kópavogi og Garðabæ
ásamt Völu eiginkonu sinni. Einnig
starfaði hann með skátafélaginu Kóp-
um í Kópavogi. Þá var hann einn að-
almaðurinn í Radíóskátum.
Það varð mikil gleðistund hjá þeim
hjónum þegar litli sólargeislinn
þeirra hún Oddný Þóra leit dagsins
ljós. Konni var yfir sig stoltur og sá
ekki sólina fyrir dóttur sinni, sem nú
sér á eftir yndislegum föður sem lést
svo skyndilega og langt fyrir aldur
fram.
Þín verður sárt saknað, kæri vinur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Vala, Oddný Þóra og Oddný
Dóra, missir ykkar er mikill. Engin
orð fá megnað að sefa þá sorg sem
umlykur hjörtu ykkar. Megi góður
Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Ómar og Inga.
„Garðar Konni, Garðar Konni,
Stakkur Lárus kallar“. Eitthvað á
þessa leið hafa fyrstu samskipti okkar
Konna verið. Það var fyrir um 15 ár-
um að ég kynntist Konna og það var
áhugi okkar á fjarskiptum sem bar
okkur saman.
Við vorum á þessum tíma báðir á
kafi í fjarskiptum hjálparsveita og var
Konni starfandi með fjarskiptahópi
Landsbjargar. Sá hópur stóð fyrir
prófunum á langdrægum fjarskiptum
á landsvísu og þjálfaði fólk í notkun
fjarskiptatækja. Ég man alltaf eftir
að hafa komið og hitt þennan hóp, þar
sat Konni og heilsaði með þéttu hand-
taki og sýndi mikinn áhuga hvað við
værum að gera í Keflavíkinni og ekki
skorti hugmyndir og ráðleggingar.
Konni tók amatörapróf í fjarskiptum
og hringdi svo í mig um þremur mán-
uðum síðar og sagði „Þú ert skráður í
próf á laugardaginn. Þú mætir!“ Ekki
þýddi mikið að malda í móinn þegar
Konni hafði ákveðið eitthvað og mætti
ég því stundvíslega. Reyndar verður
að játast að ég hafði spurt mikið út í
þetta og Konni vissi að mig langaði
mikið til að verða amatör en var eitt-
hvað smeykur við prófið. Þetta var
Konni. Hann var ýtnari en nokkur
annar sem ég þekki en aðeins í þá átt
sem hann trúði að mann sjálfan lang-
aði. Slíkur vinur er sjaldgæfur og
skarð hans er mikið.
Á þessum tíma hafði góður hópur
endurvakið radíóskáta og var það
mikið hugðarefni okkar beggja. Þar
sameinuðust margir góðir áhuga-
menn um fjarskipti og Konni var
strax orðin leiðandi aðili í hópnum
með ótæmandi áhuga. Þegar næsta
skref var svo stigið og stofnað var
skátafélagið Radíóskátar, þá var það
Konni sem varð félagsforingi. Radíó-
skátar urðu að samskiptamiðstöð stór
hóps sem hafði fjarskipti og það að
hjálpa öðrum að leiðarljósi. Þennan
hóp leiddi Konni, með styrkri stoð frá
sinni heittelskuðu og verður vand-
meðfarið að fylla það skarð sem
stendur eftir.
Í gegnum hjálparsveitirnar kynnt-
ist ég Völu Dröfn og það gladdi okkur
öll mjög mikið þegar það kvisaðist út
á skátamóti á Úlfljótsvatni að þau
væru farin að stinga saman nefjum.
Vinaátta þeirra hjóna og mín varð
mjög góð og var það mér mikils virði
þegar ég sleit sambandi við barns-
móður mína og flutti til Ísafjarðar.
Þar hjálpuðu þau með val á húsnæði,
flutning og kynntu Viðar fyrir mér en
hann hafði flutt vestur nokkru áður.
Aftur stóð Konni þar og ýtti í þá átt
sem ég þurfti að fara og hann vissi að
yrði góð.
Það er margs að minnast á þessum
árum. Prófanir Landsbjargar, Radíó-
skátar, Skátafélagið Radíóskátar,
Hjálparsveitin í Garðabæ, Fjar-
skiptasveit skáta og svo hin hliðin
sem eru persónulegu heimsóknirnar,
þegar þú kenndir mér að borða nauta-
steik, þegar þú hringdir og sagðir
okkur af dóttur þinni og allt annað
sem ekki er hægt að koma að hér. Það
sem stendur upp úr þessu er vænn
drengur sem var alltaf tilbúinn að
hjálpa, alltaf með opnar dyr, alltaf
með opinn faðm. Já, faðmlögin hans
Konráðs voru einstök og er þín sárt
saknað, kæri vinur.
Elsku Vala, Oddný Þóra og Oddný,
þið hafið misst mikið, hugur okkar er
hjá ykkur. Ykkar vinir,
Lárus Frans, Ásta Birna
og börn.
Fleiri minningargreinar um Kon-
ráð Þórisson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu á næstu dögum.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Minningargreinar