Morgunblaðið - 27.09.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30, jóga
kl. 9 og 19, boccia kl. 10, útskurðarnámskeið kl. 13,
myndlistarnámskeið kl. 13, videostund kl. 13.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handavinna kl. 8-16,
smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl.
9.45 og myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Sr. Hans Markús Hafsteinsson
verður með helgistund á morgun kl. 10. Félagar úr
Gerðubergskórnun leiða söng við undirleik Árna Ís-
leifs.
Hárgreiðsla, böðun, jóga-leikfimi, myndlist, almenn
handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há-
degisverður, bókband, bingó spilað kl. 13.30, kaffi.
Upplýsingar í síma 535-2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í félags-
heimilinu Gjábakka kl. 13.45, kortaverð kr. 100.
Vinningar fara eftir fjölda þátttakenda.
Eldri borgarar safnast saman í Gullsmára 13 annan
hvern föstudag kl. 14 og syngja saman. Kaffi og
meðlæti fáanlegt að söng loknum. Föstudag 28.
september kl. 14 er stjórnandi Guðmundur
Magnússon.
Skráning er hafin í félagsmiðstöðvunum í haust-
litaferð 4. október nk. Brottför frá Gullsmára kl.
13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Leið: Heiðmörk – Nesja-
vellir – Írafoss – að Þingvallavatni. Kaffihlaðborð
Valhöll – síðan dansað. Ekið í Bolabás – Hakið –
Kjósarskarðsveg – Kjós og Kjalarnes.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13,
fræðslufundur í kvöld kl. 20, Alzheimersjúkdómur,
Hanna Lára og Edda Andrésd. flytja erindi.
Skemmtikvöld föstudag 28. sept. kl. 20, skemmti-
atriði og dans.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og
9.55. Rammavefnaður kl. 9.15, málm- og silfur-
smíði kl. 9.30, leikfimi kl. 13, bókband kl. 13, bingó
kl. 13.45, myndlistarklúbbur kl. 16.30, jóga á dýnu
kl. 17 og stólajóga kl. 17.50.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9,
ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40, handavinna
og brids kl. 13 og jóga kl. 18.15.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi
í Mýri kl. 12.40. Karlaleikfimi í Ásgarði kl. 13 og
boccia kl. 14, smíðar/ gler- og leirlist í Kirkjuhvoli kl.
13. Handavinnuhorn í Garðabergi kl. 13, Garðaberg
opið kl. 12.30-16.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund í
umsj. Ragnhildar Ásgeirsd. djákna. Frá hádegi eru
vinnustofur opnar, m.a. myndlist og perlusaumur. Á
morgun kl. 10 prjónakaffi í umsjón Ágústu Hjálm-
týsdóttur. Allar uppl. á staðnum, s. 575-7720 og
wwwgerduberg.is. Strætisvagnar 4, 12, og 17
stansa við Gerðuberg.
Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Yfir-
skrift lestranna er: Biblían, stjórnmál og staðleysur.
Fjallað um kjarnatexta í Nýja testamentinu um
tengsl trúar og stjórnmála.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12, leikfimi
ÍAK kl. 11. bænastund kl. 12. 6-9 ára starf kl. 16-17.
Æskulýðsstarf Meme fyrir 8 bekk kl. 19.30-21.30.
www.digraneskirkja.is
Dómkirkjan | Opið hús kl. 14-16 í safnaðarheimilinu,
heitt á könnunni og spjall.
Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin öll fimmtudags-
kvöld kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30.
Hægt er að eiga samtal við prest, taka þátt í bæna-
stundum.
Grafarvogskirkja | Fræðandi samverustundir,
ýmiss konar fyrirlestrar. Heitt á könnunni, djús og
brauð fyrir börnin.
Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 18.15, Þor-
valdur Halldórsson leiðir söng.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund alla fimmtudaga kl.
12. Orgelleikur, íhugun, bænir. Málsverður í safn-
aðarsal eftir stundina.
Háteigskirkja | Kl. 20 kyrrðarsöngur, lesið úr ritn-
ingunni, bænir, altarisganga, fyrirbæn með handa-
yfirlagningu og smurningu.
Kristniboðsfélag kvenna | Fyrsti fundur vetrarins
verður í dag hjá Valgerði Gísladóttur að Þórsgötu
4. Fundurinn hefst með kaffi kl. 16. Allar konur vel-
komnar.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, málsverður í
safnaðarheimili. Eldri borgarar halda í haustlitaferð
á Þingvelli kl. 14, koma heim kl. 19. Verð kr. 2.500.
Adrenalín gegn rasisma 9. og 10. bekkur kl. 17.
Neskirkja | Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslu-
stöðinni á Seltjarnarnesi fjalla um efnið svefn og
svefnvenjur ungbarna. Foreldramorgnar eru alla
fimmtudaga kl. 10-12.
Njarðvíkurkirkja | Foreldramorgun kl. 10.30 í safn-
aðarheimilinu. Umsjón hefur Þorbjörg Kristín Þor-
grímsdóttir.
Sólheimakirkja | Kirkjuskólinn að Sólheimum hefst
laugardaginn 29. september kl. 11 með samstarfi
Mosfellsprestakalls og Sólheima, þar sem efni
sunnudagaskólans verður kynnt fyrir börnunum.
Kirkjuskólinn að Sólheimum verður síðan annan
hvern laugardag.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í kvöld í umsjá presta, djákna og sóknar-
barna. Tekið er við bænarefnum af prestum og
djákna kirkjunnar. Boðið upp á kaffi í lok stundar-
innar.
Ytri-Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld aldraðra og ör-
yrkja í köld kl. 20. Umsjón hafa félagar í Lions-
klúbbi Njarðvíkur, Ástríður Helga Sigurðardóttir,
Gunnhildur Halla Baldursdóttir og sóknarprestur.
Furugerði 1, félagsstarf | Alm. handavinna kl. 9,
smíðar og útskurður. Kl. 14 verður samvera í saln-
um og kl. 15 kaffiveitingar.
Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handavinna. Kl. 10-11
boccia. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-12.30 hádegismatur.
Kl. 14-16.30 félagsvist. Kl. 15-15.30 kaffi.
Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9, leikfimi kl.
11.20 og bingó kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9-
16, boccia kl. 10-11, félagsvist kl. 13.30, vinningar,
kaffiveitingar í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hádegis-
verður kl. 11.30. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Sparikaffi föstudag kl. 14.30.
Í haust er hægt að fara í World Class hópinn, læra
klaustursaum eða bútasaum, fara í gönguferð,
læra á tölvu, syngja, skera út, skreyta borð, lesa
bókmenntir, læra magadans, hláturjóga, skapandi
skrif, framsögn. S. 568-3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Listasmiðjan á Korpúlfs-
stöðum er opin á morgun föstudag kl. 9-12 og kl.
13-16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og léttar
æfingar kl. 9.45. Boccia karla kl. kl. 10.30, hand-
verks- og bókastofa kl. 13, boccia kvenna kl. 13.30.
Kaffiveitingar kl. 14.30 og bingó kl. 15.
Laugarból, Íþrhús Ármann/Þróttur Laugardal |
Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 11.
Norðurbrún 1 | Leir kl. 9-12, opin handavinnustofa
kl. 9-16, opin smíðastofa kl. 9-16.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu |
Skák í kvöld í Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerð-
ir. Kl. 9-10 Boccia. Kl 9.15-14 aðstoð v/böðun. Kl.
9.15-15.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádeg-
isverður. Kl. 13-14 leikfimi. Kl. 14.30-15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bók-
band kl. 9, handavinnustofa kl. 9, morgunstund kl.
9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar kl.
9, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, mósaikgerð kl.
13, frjáls spilamenska kl. 13.
Farið verður í árlega haustlitaferð 1. okt. kl. 13. Farið
verður á Þingvöll, inn í Bolabás, yfir Lyngdalsheiði
að Laugarvatni, kaffi drukkið í Lindinni, ekið heim
um Grímsnesið. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10,
leikfimi kl. 13.15 og kl. 14.30 bingó/félagsvist (bingó
annan hvern fimmtudag og félagsvist hinn), kaffi kl.
15.30.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja. | Starf með 6-9 ára börnum (STN)
kl. 15-16. Starf með 10-12 ára börnum (TTT) kl. 16-
17.
Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20-22 í umsjá dr.
90ára afmæli. SigurbjörgSigurjónsdóttir, Hofs-
vallagötu 21, Reykjavík, er
níræð í dag. Af því tilefni tek-
ur hún á móti gestum í húsa-
kynnum ÍSÍ í Laugardal laug-
ardaginn 29. september milli
klukkan 15 og 17.
60ára afmæli. Sextugurer í dag, Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttar-
dómari. Hann heldur upp á af-
mælið á morgun, 28. septem-
ber, með ættingjum og vinum.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 27. september, 270. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Þegar sál mín örmagnaðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín, í þitt heilaga musteri. (Jónas 2, 8.)
Ámorgun, föstudag, verðurhaldin ráðstefna á HótelLoftleiðum um verkefniðSocial Return sem fengið
hefur íslenska heitið Endurkoma í
samfélagið.
Endurhæfing heima fyrir
Um er að ræða verkefni undir
evrópsku Leonardo da Vinci starfs-
menntunaráætluninni: „Hugmynda-
fræði Social Return-verkefnisins á
upptök sín á Húsavík,“ segir Soffía
Gísladóttir, stjórnarformaður Starfs-
endurhæfingar Norðurlands.
„Social Return byggist á því að
einstaklingar sem á þurfa að halda
fái endurhæfingu í sínu nærsam-
félagi, sem sérsniðin er að styrk-
leikum hvers og eins og nýtir styrk-
leika hvers samfélags fyrir sig,
heilbrigðiskerfi, félagsþjónustu og
menntakerfi.“
Að sögn Soffíu hefur þessi stefna í
endurhæfingarmálum mikla kosti í
för með sér: „Bæði er hún laus við
dýra yfirbyggingu: verkefnisstjóri
stýrir endurhæfingunni í samstarfi
við einstaklinginn. Það hefur líka
kosti í för með sér að endurhæfast
heima fyrir, hjá fjölskyldu og vinum,
í því samfélagi sem einstaklingurinn
kýs að búa í. Reynslan af þessu
fyrirkomulagi hefur verið mjög góð,
og um 81% þeirra sem fá endurhæf-
ingu með þessu sniði getað tekið eðli-
legan þátt í atvinnu- og menntalífi,
sem er töluvert betri árangur en
gengur og gerist.“
Breiðist út um Evrópu
Verkefni Húsvíkinga vakti athygli
Leonardo da Vinci áætlunarinnar og
hefur verið kynnt víða um Evrópu:
„Starfstöðvum í anda Social Return
hefur verið komið upp í Litháen,
Slóveníu, Hollandi og Ítalíu á síðustu
fjórum árum, og stefnt er að verk-
efnum í Finnlandi, Lettlandi og
Hafnarfjarðarbæ,“ segir Soffía. „Á
ráðstefnunni verður hugmyndafræðin
kynnt og fjallað um árangur af verk-
efnum í hverju landi fyrir sig, auk
þess að kynnt verður handbók sem
unnin hefur verið um hugmyndafræði
Social Return.“
Finna má nánari upplýsingar um
verkefnið á slóðinni www.social-
return.net
Heilsa | Ráðstefna á föstudag um endurhæfingarverkefnið Social Return
Ný hugsun í endurhæfingu
Soffía Gísladótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 1965. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Ís-
lands 1986, B.A.-
gráðu í uppeldis-
og menntunar-
fræði frá Háskóla
Íslands 1994 og
kennsluréttindum frá sama skóla.
Soffía starfaði hjá Kaupingi um 5 ára
skeið við sölu verðbréfa og starfs-
mannastjórnun. Hún var félagsmála-
stjóri Þingeyjarsýslna 1995 til 2005
þegar hún tók við stöðu framkvæmda-
stjóra Símenntunarmiðstöðvar Eyja-
fjarðar. Soffía á fjögur börn.
Myndlist
Færeyska sjómannaheimilið |
Færeyski listamálarinn Sámal
Toftenes verður með myndlist-
arsýningu á Færeyska sjómanna-
heimilinu, Brautarholti 29,
Reykjavík. Sýningin verður opnuð
laugardagin 29. sept. kl. 10 og er
dagskrá allan daginn.
Fyrirlestrar og fundir
Aðalbygging Háskóla Íslands,
hátíðarsalur | Jónas Hallgríms-
son (1807-1845) er eitt ástsæl-
asta skáld þjóðarinnar, en var
einnig á sinni tíð einn færasti
náttúrufræðingur Íslendinga. Þar
sem nú eru liðin 200 ár frá fæð-
ingu hans gengst Vísindafélag Ís-
lendinga og Háskóli Íslands fyrir
opinni ráðstefnu í dag, þar sem
fjallað verður um vísindastarf
hans.
Háskólinn í Reykjavík | Ráð-
stefnan um mannréttindi fólks
með fatlanir verður í HR í dag og
á morgun, 28. sept. Á annan tug
fyrirlesara víðsvegar að úr heim-
inum flytur fyrirlestur á ráðstefn-
unni um réttarþróun í málefnum
fatlaðra og nýjar áherslur í mann-
réttindavernd. Nánar á www.di-
sabilityrights.is.
Sögufélag, Fischersundi 3 | Á
fyrsta rannsóknarkvöldi Félags
íslenskra fræða, fimmtud. 27.
sept., flytur dr. Lára Magn-
úsardóttir erindi um bannfæringu
miðaldakirkjunnar; m.a. greinir
hún frá niðurstöðum sínum um
merkingu nokkurra orða sem
tengjast bannfæringu, s.s. banns-
hótun, bannlýsing, óhlýðni og
þrjóska.
Konur með höfuðklúta sjást hér kaupa saman í matinn á
markaði í Berlín í Þýskalandi í gær.
Versla í matinn
Reuters
FRÉTTIR
ARNAR Gíslason kynjafræðingur
heldur erindi á vegum Rannsókna-
stofu í kvenna- og kynjafræðum
fimmtudaginn 27. september kl.
12.00 í fyrirlestrarsal Þjóðarbók-
hlöðunnar.
Í fyrirlestrinum, sem ber heitið
„Karlar og fóstureyðingar: Hver á
kvenlíkamann?“ verður kynnt
rannsókn frá Bretlandi um karla og
fóstureyðingar. Hluti rannsókn-
arinnar fjallar um aðkomu karla að
fóstureyðingum og reynslu þeirra
af þeim. Fjallað verður um úrræði
sem gætu auðveldað körlum að
vera virkari þátttakendur í slíku
ferli og auðveldað þeim að styðja
við konur sínar.
Einnig verður rætt um þær kröf-
ur sem sumir af körlunum í rann-
sókninni gerðu til beinna lagalegra
réttinda, meðal annars um að karl-
ar geti krafist fóstureyðingar eða
beitt neitunarvaldi. Slíkar kröfur
verða skoðaðar í samhengi við vald
yfir kvenlíkamanum, og fjallað
verður um hvernig þróun mynd-
máls um konur og fóstur í gegnum
tíðina hefur stuðlað að því að rétt-
læta valdaleysi kvenna yfir eigin
líkama.
Fundarstjóri verður Þorgerður
Einarsdóttir.
Fyrirlestur
um karla og
fóstureyðingar
ROB Adams, borgararkitekt Mel-
bourne í Ástralíu, flytur fyrirlestur
á Kjarvalsstöðum í dag, fimmtu-
daginn 27. september kl. 17.
Rob Adams hefur yfir 30 ára
reynslu sem arkitekt og skipulags-
fræðingur. Hann stjórnaði upp-
byggingu miðborgar Melbourne og
á öðrum fremur heiðurinn af því að
hafa komið borginni í fyrsta sæti á
lista yfir eftirsóknarverðustu borg-
ir heims, segir í fréttatilkynningu.
Listinn var unninn á vegum Econo-
mic Intelligence Agency (EIA).
Kannað var viðhorf til 12 þátta sem
taldir eru skipta sköpum við að
skapa eftirsóknarvert borgarum-
hverfi. Þar á meðal eru þættir eins
og húsnæðismál, menntamál, tóm-
stundastarf og heilbrigðismál.
Rob Adams hefur fengið hátt í 70
viðurkenningar fyrir verkefni
tengd borgarskipulagi. Hann hefur
verið ábyrgur fyrir stefnumótun og
þróun borgarskipulags í Melbourne
en þar er mikil áhersla lögð á listir
og umhverfismiðaða sjálfbærni.
Fyrirlestur Rob Adams, sem
hefst kl. 17, fer fram í samstarfi við
Arkitektafélag Íslands. Aðgangur
er ókeypis.
Arkitekt með
fyrirlestur
VERKFRÆÐIDEILD Háskóla Ís-
lands efnir til opinnar málstofu um
aðferðir við mat á vatnsorkurétt-
indum, í dag, fimmtudaginn 27.
september, kl. 16.45 í VR-II,
Hjarðarhaga 6, stofu 157.
Frummælendur eru Eyvindur G.
Gunnarsson lektor við lögfræðideild
HÍ og Egill Benedikt Hreinsson pró-
fessor í verkfræðideild HÍ. Erindi
Eyvindar nefnist „Hvernig vatns-
orkuréttindi hafa verið metin“. Fer
hann yfir ýmis dæmi en fjallar einn-
ig almennt um réttarstöðu og eign-
arrétt. Erindi Egils nefnist „Verð-
mæti vatnsréttinda og íslenskra
orkuauðlinda“. Fjallar hann um
verðmætamat vatnsorku- og jarð-
varmaauðlinda með hliðsjón af ís-
lenska orkuumhverfinu og um notk-
un hugtaksins auðlindarentu við
slíkt mat á virði auðlindanna sjálfra.
Að erindum loknum gefst gestum
færi á fyrirspurnum og umræðum.
Málstofustjóri verður Júlíus Sól-
nes prófessor emeritus og eru allir
velkomnir.
Málstofa um
vatnsorku-
réttindi