Morgunblaðið - 27.09.2007, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÚ ERT
VONDUR!
OG ÞÚ ERT
LÉLEGUR AÐ
FLAUTA
ÞEGAR ÞAÐ BYRJAR
VEIÐIÞÁTTUR ÞÁ FER ÉG
ÆTLI MAMMA
EIGI EFTIR AÐ
STÖKKVA ÚT ÚR
SÍNU SKINNI
Í DAG ÆTLAÐIR
ÞÚ AÐ LAGA ÞAKIÐ,
SLÁ BLETTINN,
HÖGGVA ELDIVIÐ OG
BYGGJA NÝJAN SKÚR!
HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA
Í RÚMINU?!?
BIÐJA
FYRIR
REGNI
ÞÚ VEIST EKKI
HVAÐ ÞAÐ ER
MIKILVÆGT AÐ
TEYGJA ÚR SÉR
Á MORGNANNA!
ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR,
ADDA. KALLI EYÐIR ÓEÐLILEGA
MIKLUM TÍMA Í TÖLVUNNI
ÞAÐ VORU ENGIR
TÖLVULEIKIR TIL ÞEGAR ÉG VAR
KRAKKI. ÉG HAFÐI EKKI
HUGMYND UM ÞAÐ HVAÐ ÞEIR
GETA VERIÐ ÁVANABINDANDI
HVAÐ EIGUM
VIÐ AÐ GERA?
VIÐ ÆTTUM AÐ
BYRJA Á ÞVÍ AÐ
KAUPA HLUTABRÉF
Í SONY
ÞETTA ER ÞAÐ
SEM ÉG VAR FÆDDUR
TIL AÐ GERA!
EÐA...
KANNSKI EKKI
ALVEG
„FÆDDUR“...
ÉG HELD AÐ
„BITINN“ SÉ
BETRA ORÐ
VÁ!
SJÁÐU!
HVAÐ ER
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN AÐ
GERA Í L.A.?
dagbók|velvakandi
Munurinn á stjörnuspám
og stjörnuspeki
Á STJÖRNUSPEKIVEF Morgun-
blaðsins birtast meðal annars bréf
frá lesendum.
Fyrr á þessu ári barst fyrirspurn
um hvernig geti staðið á því að
stjörnumerkin Ljónið og Meyjan
beri upp á sama dag, 23. ágúst.
Umsjónarmaður síðunnar svarar
því til að sólin verði í ljónsmerki
fram til klukkan 12.09 á hádegi á
þessu ári en fari þá inn í meyjar-
merki. Hann bætir síðan við: „Hinar
venjulegu „stjörnuspár“ dagblað-
anna taka ekki mið af þessu. Þar er
því haldið fram að Ljónið nái til 22.
ágúst og Meyjan byrji 23. ágúst, eða
álíka. Þar er bara um einhvern til-
búning að ræða. Ég geri töluverðan
greinarmun á stjörnuspám og
stjörnuspeki.“
Ef tímasetningin 12.09 hinn 23.
ágúst 2007 er slegin inn í stjörnu-
fræðiforrit kemur í ljós að sólin er í
miðju ljónsmerkinu. Í Almanaki Há-
skólans fyrir árið 2007 stendur að
sólin gangi ekki í meyjarmerkið fyrr
en 16. september. Hverju á maður
að trúa?
Sverrir Guðmundsson,
áhugamaður um stjörnufræði.
Agi og áhugi í grunnskóla
TIL allrar gæfu var ég slíkur happa-
gaukur að hafa íþróttakennara í
fremstu röð þeirra tíma, þá Þórð
Magnússon og Hannes Ingibergsson
í grunnskóla, Valdimar Sveinbjörns-
son í Menntaskólanum í Reykjavík
og nafna hans Örnólfsson. „Gakktu
bein(n) í baki. Horfðu fram – og
framtíðin brosir við þér.“
Mér fannst strax að ekki ætti
sama dagskrá að gilda fyrir alla. All-
ir ættu þó að læra að hlusta, hlýða,
fara eftir reglum og gleðjast. Grunn-
skólar og sveitarstjórnir finna nýjar
leiðir, með frumkvæði og sköpunar-
krafti ungra nemenda.
Dæmi: 4-6 vikna námskeið fyrir 1.
(og 2. bekk). Á hverjum degi fimm
daga vikunnar í upphafi skólaárs.
Íþróttakennarar, kennarar og aðrir
hittast á sal af gleði og áhuga.
Markmið: Skilyrðislaus hlýðni
þegar kennari mælir orð eða gefur
merki.
Nálgun: 1. Íþróttakennsla er
skemmtileg og byggist á forsendum
nemenda.
2. Nemendur eru með á nótunum
af áhuga og gleði.
3. Hemmi Gunn., Þorgrímur Þrá-
insson og góðir gestir koma í heim-
sókn með þrautir í „hlýðni og aga“ –
sem þeir lærðu í æsku.
4. Þögn, friður, ró og gleði – skap-
andi umræður og umhverfi – er und-
irstaða einbeitingar, framsækni og
frjórra hugmynda á öllum sviðum
menningar og lista. (Gakktu bein(n)
– horfðu fram …)
Eftir sex vikna námskeið í aga og
hlýðni heyrist í salnum: Oooo! Er
þetta búið? Þetta var svo skemmti-
legt. Margir kvarta yfir agaleysi og
óhlýðni í grunnskóla. Hvað er til
ráða? Hverju viljum við kosta til –
fórna? Foreldrar, sveitarstjórnir,
ráðuneyti?
Þórir S. Guðbergsson,
félagsráðgjafi og kennari.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Sýnum í dag vandað og vel staðsett alls 230 fm einbýlishús á
þessum vinsæla stað í Vesturbænum. Húsið skiptist í aðalhæð og
bjartan og rúmgóðan kjallara sem innangengt er í, en hefur einnig
sérinngang. Aðalhæðin skiptist: Forstofa, gesta wc., rúmgott eldhús,
borðstofa, stórar stofur með hurð út í suðurgarð með skjólgirðingum
og palli. Svefnálma með þremur barnaherbergjum og baðherbergi.
Kjallarinn skiptist: Stór stofa, stórt hjónaherbergi með baðhergi inn
af. Þvottahús og geymslur. Auðvelt að breyta kjallara í séríbúð.
Verð 73 millj.
Steinar Orri sölumaður frá fasteign.is tekur á móti þér og þínum
í dag á milli kl. 18.00 og 18.30. Gsm: 895-8221.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18.00 - 18.30
FROSTASKJÓL 5
EINBÝLISHÚS
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
M
b
l 9
15
37
7
Skólabörn í 50 löndum tóku hressilega til drykkjar síns í tilefni alþjóða-
skólamjólkurdagsins sem haldinn var hátíðlegur í gær. Var nemendum í
fjölmörgum grunnskólum því boðið upp á ókeypis mjólk, þ.á m. þessum of-
urhressu nemendum í Flataskóla.
Morgunblaðið/Frikki
Skál í mjólkurglasbotn!